Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2011, Blaðsíða 19
Menningarverðlaun | 19Miðvikudagur 23. febrúar 2011
BYGGINGARLIST
NEFNDIN Sigrún Birgisdóttir lektor og fagstjóri í arkitektúr við Listaháskóla Íslands n Hólmfríður Ósmann
Jónsdóttir arkitekt n Sveinn Bragason arkitekt
Sundlaugin
á Hofsósi
Staðsetning: Hofsós. Verkkaupi:
Sveitarfélagið Skagafjörður. Arkitektar:
Basalt / VA arkitektar: Jóhann Harð-
arson, Marcos Zotes Lopes, Rósa Dögg
Þorsteinsdóttir, Stefanía Sigfúsdóttir,
Sigríður Sigþórsdóttir. Ráðgjafar: Verkís,
Guðjón L. Sigurðsson. Stærð: 400 m2
n Bygging við sundlaug hýsir búnings-
og baðaðstöðu fyrir útilaug og potta.
Staðsetning sundlaugarinnar er valin til
að ná tengslunum við hafið, laugarkerið
stefnir á Drangey. Kantur þess hluta
kersins er lægri þannig að vatnið fellur
fram af honum og sjónrænt rennur
sundlaugarvatnið og sjórinn saman í
eitt. Sundlaugin á Hofsósi er gjöf Lilju
Pálmadóttur og Steinunnar Jónsdóttur
til sveitarfélagsins. Lögð er áhersla á
mikilvægi náttúrulegrar dagsbirtu í
byggingunni. Aðdragandi og ferðalag
um húsið er skýrt, frá götu um innri rými
sem leiðir til hámörkunar upplifunar
í sundlauginni sjálfri með útsýni yfir
hafflöt og Drangey. Auðmýkt gagnvart
umhverfinu og landslagi fjarðar, fjalla
og Drangeyjar einkenna verkið. Lands-
lag og þak hússins skapar skemmtilegt
útisvæði í bænum. Öll staðarmyndun
er til fyrirmyndar og upphefur fallegt
útsýni. Verkið er gott fordæmi fyrir
íslenska baðmenningu.
Sumarhús í
Borgarfirði
Staðsetning: Borgarfjörður. Verk-
kaupi: Einkaaðili. Arkitektar: Gláma
Kím Arkitektar: Sigurður Halldórsson.
Ráðgjafar: VIK verkfræðistofa, Helgi
Eiríksson. Stærð: 105 m2
n Sumarhúsið er staðsett á kjarri
vöxnum útsýnisstað í Borgarfirði. Til
austurs eru Eiríkisjökull og Strútur, og
til suðurs Ok. Byggingar fanga útsýni
og skapa skjólgóð útirými. Áhersla er
lögð á tengsl við nánasta umhverfi
með stórum gluggum og gegnsæi.
Sumarhúsið er tvær byggingar sem
tengdar eru saman með yfirbyggðri
verönd. Mótun útisvæða og tenging
við umhverfi er forsenda fyrir vel
heppnuðu sumarhúsi. Hér er það
gert með þremur húshlutum sem
skilgreina og aðgreina skýr útisvæði
sem svara vel sólargangi og veita mis-
munandi skjól fyrir veðri og vindum.
Áferð og efniskennd húsa er einföld
og hæglát sem fer vel í nærliggjandi
birkivöxnu landslagi. Hús liggja vel í
landi og skapa skemmtilegt samspil
við landslag nær og fjær.
Háskólinn á Akureyri
Staðsetning: Akureyri. Verkkaupi: Háskólinn á Akureyri. Arkitektar: Gláma Kím Arkitektar: Sigurður Halldórsson,
Árni Kjartansson, Jóhannes Þórðarson, Sigbjörn Kjartansson, Ólafur Tr. Mathiesen, Blanka Pöschlová, Carolyn Fret-
wurst, Richard Blurton. Ráðgjafar: Almenna verkfræðistofan, Raftákn, Helgi Eiríksson, Landslag. Stærð: 7.500 m2 2
n Háskólinn á Akureyri er byggður við og utan um eldri byggingar að Sólborg. Eldri byggingar og staðhættir
að Sólborg gefa tóninn fyrir varfærnislega nálgun. Með nýbyggingunum er byggingareiningum raðað saman
og þær tengdar í eina heild með glerjuðum tengigangi. Byggingar háskólans eru afrakstur opinnar arkitekta-
samkeppni sem haldin var 1995. Háskólinn hefur verið byggður í áföngum frá 1996. Nýjasti áfangi skólans,
aðalinngangur og forsalur auk hátíðar- og fyrirlestrasala, var tekinn í notkun síðsumars 2010. Hér er gott dæmi
um verk þar sem breyta þarf notkun eldri bygginga og tvinna við nýja starfsemi. Einstaklega vel hefur tekist til
við flæði milli eldri og nýrri byggingahluta og að skapa heildrænt yfirbragð með vandaða útfærslu á rýmum og
efnisvali. Sérstaða verksins er hversu vel samþætt og útfært það er og það hvernig vönduðum vinnubrögðum
er viðhaldið á löngum framkvæmdartíma.
Ásgarður fimleikahús
Staðsetning: Garðabær. Verkkaupi: Bæjarsjóður Garðabæjar. Arkitektar: Arkitektur.is Ráðgjafar: VSB Verkfræði-
stofa, Efla, Landslag, Strendingur. Stærð: 3.440 m2.
n Í Ásgarði er fjölbreytt aðstaða til íþróttaiðkana. Nýbygging samanstendur annars vegar af fimleikahúsi og
hins vegar af inngangi sem tengir saman alla starfsemi íþróttamiðstöðvarinnar, svo sem sundlaug, handbolta-
sal, þreksal o.fl. Húsið nýtist til fjölbreytts íþróttastarfs með aðgengi fyrir nemendur grunnskóla, leikskóla og
eldri bæjarbúa. Hér er vel leyst að tengja saman mismunandi stærðir eldri og nýrri byggingahluta. Vandmeð-
farið er að laga íþróttamannvirki vel að umhverfinu vegna stærðar. Þessu er náð með því að grafa fimleikasal
niður og liggur hann því lágreistur í umhverfinu. Minni aðkomubygging tekur á móti gestum og tengir saman
fjölþætta starfsemi íþróttamiðstöðvar. Frá aðkomurými er góð yfirsýn yfir fimleikasal og hæðarmunur er
nýttur fyrir áhorfendapalla.
Hjúkrunarheimili
Suðurlandsbraut
Staðsetning: Reykjavík. Verkkaupi: Heilbrigðis-
og tryggingamálaráðuneytið og Framkvæmdasvið
Reykjavíkurborgar. Arkitektar: Yrki Arkitektar:
Sólveig Berg, Ásdís H. Ágústsdóttir, Sigurður
Kolbeinsson, Kathleen Cheong, Ragnhildur
Kristjánsdóttir, Hrólfur Cela, Agatha Bienkowska,
Liv Seljevoll. Ráðgjafar: Mannvit, Verkfræðistofa
Jóhanns Indriðasonar, Landslag. Stærð: 7.700 m2.
n Hjúkrunarheimilið í Mörkinni er afrakstur
boðskeppni fyrir arkitekta um byggingu
þjónustuíbúða og þjónustumiðstöðvar aldraðra
og hjúkrunarheimilis. Hjúkrunarheimilið er á
fjórum hæðum auk jarðhæðar sem er að hluta til
niðurgrafin. Á efri hæðunum eru íbúðir, setustofur
og fylgirými. Á neðstu hæðinni er aðalinngang-
urinn með móttöku, samkomusalur og salir og
stofur undir kapellu, ásamt þjónusturými og
skrifstofum. Hjúkrunarheimilið er vandað og
metnaðarfullt verkefni. Byggingin er staðsett
innan stærra þjónustusvæðis sem, þegar lokið
er, mun skapa samhangandi heild í umhverfinu.
Mýkt í formi jarðhæðar tengist vel umhverfinu.
Innanhúss er bjart og rúmgott og allur frágangur
er til fyrirmyndar.