Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2011, Blaðsíða 23
Menningarverðlaun | 23Miðvikudagur 23. febrúar 2011
MYNDLIST
Katrín Sigurðardóttir
n Katrín hefur sýnt mikið undanfarin ár hér
heima en ekki síst í Bandaríkjunum þar sem verk
hennar hafa hlotið mikla athygli. Nú síðast var
hún fengin til að búa til verk til sýningar í tveimur
sölum Metropolitan-safnsins í New York þar sem
hún vinnur í samræðu við safneignina. Verk Katrínar
snúast gjarnan um hið manngerða umhverfi en snúa
upp á sjónarhorn áhorfandans á ýmsa vegu. Þannig
hjálpar Katrín okkur til að skilja umhverfi okkar upp
á nýtt og endurmeta rýmisupplifun okkar.
9 – samsýning
ungra listamanna
í Gerðarsafni
n Birta Guðjónsdóttir var sýningarstjóri einnar
áhugaverðustu sýningar ársins 2010 í Listasafni
Kópavogs, Gerðarsafni. Listamennirnir voru
Berglind Jóna Hlynsdóttir, Bjarki Bragason,
Etienne de France, Gunndís Finnbogadóttir,
Helga Björg Gylfadóttir, Logi Bjarnason, Páll
Haukur Björnsson, Steinunn Gunnlaugsdóttir og
Styrmir Guðmundsson. Verkin á sýningunni tóku
á ólíkan hátt á „persónulegri og samfélagslegri
pólitík, pólitískum rétthöfum, valdhöfum,
rétthugsun, ranghugsun, hagsmunum og
siðferði“.
Páll Haukur
Björnsson
n Sumarið 2010
sýndi Páll Haukur
verkið Hin þráláta
endurtekning og
kúreki sem hann
kallaði „högg-
myndaleikverk“.
Aðeins tveir áhorf-
endur gátu upplifað
verkið í senn og
var farið með þá
í eins konar óvissuferð um Reykjavík þar
sem þeir urðu vitni að innsetningum og
gjörningum listamannsins. Verkið sjálft var
áhugavert og vel útfært en er hér tilnefnt
til verðlauna ekki síst fyrir að brjóta upp
hið hefðbundna sýningarform og -rými
og endurskilgreina þannig samband
listamanns og áhorfenda.
Einar Garibaldi
Eiríksson
n Sýning Einars í Galleríi Ágúst í Reykjavík
bar yfirskriftina Grand Tour og samanstóð af
„fundnum málverkum“ – í raun skiltum sem á
Ítalíu eru sett upp ökumönnum til viðvörunar
þar sem eftir er að mála línur á nýmalbikaðar
götur. Skiltin eru frá mismunandi bæjum
og borgum og endurskapa þannig sígilt
túristaferðalag um landið. Einar er einn af
íhugulustu listamönnum okkar og þessi
sýning staðfesti tök hans á viðfangsefni sínu:
Í senn einföld og umhugsunarverð, þannig að
fagurfræðileg nálgun og hugmyndalist falla
fullkomlega saman í eina heild.
Hrafnhildur Schram
n Hrafnhildur lærði listasögu í Lundi og hefur
síðustu áratugi starfað við kennslu, sýningar-
stjórn og rannsóknir, auk þess sem hún hefur
verið forstöðumaður Listasafns Ásgríms
Jónssonar og Listasafns Einars Jónssonar, og
deildarstjóri í Listasafni Íslands. Hrafnhildur
er tilnefnd fyrir rannsóknir sínar á þætti
kvenna í íslenskri myndlist en hún gaf meðal
annars út um það efni bókina Huldukonur í
íslenskri myndlist árið 2005. Árið 2010 stýrði
hún sýningunni Með viljann að vopni um
myndlist íslenskra kvenna og kvennapólitík á
áttunda áratugnum.
NEFNDIN Jón Proppé listheimspekingur (formaður) n Hanna
Styrmisdóttir sýningarstjóri n Markús Þór Andrésson sýningarstjóri