Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2011, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2011, Blaðsíða 30
30 | Lífsstíll 23. febrúar 2011 Miðvikudagur Það getur veri erfitt að hætta í sambandi og þá getur allt einvhern veginn minnt á það sem maður hefur misst. Róman tískar kvikmyndir og lög um ástina eru ekki rétta léttmetið til að maula á í ást- arsorg. DV tók saman lista yfir sex lög sem detta beint á bann- listann í iPodinum þegar þú ert í ástarsorg. Ást við fyrstu sýn Páll Óskar er partíkóngur Íslands og sjálfur hefur hann ekki verið við karlmann kenndur í nokkurn tíma. Hann á samt ein bestu íslensku ástarlög samtímans og það getur verið stórhættulegt að hlusta á svo mikið sem eitt þeirra. Lagið Ást við fyrstu sýn fer þar efst á listann. Three times a lady Lionel Richie er ástarguð áttunda og níunda áratugarins og hann átti stórhættulega tónlist fyrir þá sem eru í ástarsorg. Verst laga hans eftir sambandsslit er þó án efa Three times a lady sem Richie flutti ásamt hljómsveitinni The Commodores. Texti eins og: „Það nær ekkert að slíta okkur í sundur,“ er ekki það sem þú vilt heyra rétt eftir sambandsslit. Wish you were here Það á engum að detta í hug að hlusta á lag sem heitir „Ég vildi að þú værir hér“ rétt eftir sambandsslit. Það þarf ekki að láta minna sig á það að þig langi í eitthvað sem þú færð ekki. Pink Floyd á mörg talsvert hressari lög sem þú gætir hlustað á í staðinn. No air Fátt minnir meira á ástina en No air með Jordin Sparks og Chris Brown og því ætti það að á vera á algjörum bannlista fyrir þá sem eru í ástarsorg. „Ef þú ert ekki hér get ég einfaldlega ekki andað,“ er ekki það sem þú þarft að heyra sé ástin í lífi þínu nýfarin frá þér. Let’s get married Þú ert líklega ekki að fara að gifta þig sértu nýhætt/ur með ástinni þinni… Af hverju þá að hlusta á lag sem snýst ekki um neitt annað? „Við skulum gifta okkur“ er titill á lagi sem þú átt ekki að hlusta á í þessu ástandi. Hvað þá þegar það tekur Jagged Edge rúmar fjórar mínútur að flytja lagið. I luv your girl The Dream og Young Jeezy eyða hálfri fimmtu mínútu í að segja hlustendum frá því hvað þeir séu ástfangnir af einhverjum stelpum sem þeir geta ekki lifað án. Ekki tónlist fyrir þá sem eru að gráta úr sér augun af söknuði eftir ástinni einu. Bannlög í ástarsorg Ekki hlusta á þessi í ástarsorg: til þess að jafna sig á ástarsorg Þ að að lenda í ástarsorg getur verið alvarlegt áfall og á að taka alvarlega. Að komast yfir sambands- slit og brostið hjarta er eitt af erfið- ustu verkefnum lífsins. Eitt af því sem kemur í veg fyrir að fólk jafni sig eftir erfið sambandsslit er að halda í falsk- ar vonir og sumir eru fastir í limb- ói um að það sé vonarglæta að byrja aftur með fyrrverandi maka. Falskar vonir sem þessar við- halda sársaukanum og höfnunartil- finningunni um lengri tíma. Það er því vel þess virði að reyna að halda skýrri hugsun í gegnum erfiðleika sem þessa og losa sig undan þjáning- unni. Þegar við upplifum kreppu er ekki víst að þær aðferðir sem við not- um venjulega til að takast á við and- streymi virki. Þetta getur gert okk- ur hrædd og óörugg. DV tók saman nokkur ráð um hvernig hægt er að flýta fyrir því að brostin hjörtu verði aftur heil. Fyrstu dagana getur sá sem lendir í ástarsorg verið mjög langt niðri og skort skilning á því sem gerst hefur. Annaðhvort er hann sem lamaður eða ofvirkur í miklu óðagoti. Flestum hryggbrotnum finnst ástarsorg þeirra engri annarri lík. En sannleikurinn er sá að ástarsorgin fylgir nokkuð fyrir- sjáanlegu handriti. Eftir fyrstu dag- ana tekur við tímabil sem getur var- að allt að sex vikur. Á þeim tíma fara brostin hjörtu í gegnum alls konar tilfinningar og viðbrögð. Sumir ótt- ast að líta aldrei aftur glaðan dag og að ástvinamissirinn hafi að einhverju leyti skemmt þá. Eftir þetta tímabil er bataferlið misjafnt en eðlilegast er að á næstum fjórum til fimm mánuðum kvikni lífsgleðin aftur. Ef bataferlið gengur illa og þrá- hyggjuhugsanir um sambandið, fyrrverandi maka og eigið gildi láta á sér kræla þarf hjálp frá fagfólki, til að mynda geðlækni eða sálfræðingi. Það er mikilvægt að leita sér strax hjálpar ef þunglyndið verður svo djúpt að því fylgja sjálfsvígshugsanir eða löngun til að skaða fyrrverandi maka með einhverjum hætti. 1. Fyrstu skrefin – meðvitund Fyrstu skrefin í því að jafna sig felast í því að vera meðvituð um að sorg er eðlilegt viðbragð við áfalli. Leyfðu þér að syrgja en þekktu muninn á sorg og sjálfsvorkunn. Ef þú hugsar stanslaust um hversu miklum svik- um, sárindum eða höfnun þú hef- ur orðið fyrir heldurðu lífi í þeim leiðu tilfinningum. Til þess að kom- ast hraðar yfir ástarsorg skaltu reyna að vorkenna ekki sjálfri þér og vera ákveðin frá byrjun í að komast yfir sambandsslitin. 2. Ekki ríghalda í gamlar minningar Það er skiljanlegt að halda upp á ást- arbréf og innilegar ljósmyndir, gjaf- ir og muni þegar ástarsorg er vegna alvarlegra atburða svo sem veikinda eða dauðsfalls. En þegar um er að ræða meðvitaða ákvörðun annars aðila um að sambandinu sé lokið þá er tilgangslaust að ríghalda í minn- ingar sem hafa merkingu bara fyr- ir þig eina. Gefðu þér tíma en gerðu þér á sama tíma ljóst að það er best að losa sig við þessa muni. Settu þá í kassa og komdu honum fyrir hjá góðum vini til að byrja með. Um leið og þú verður ástfangin á ný skipta þessar minningar um gamla ást engu máli. 3. Lagaðu til og endurnýjaðu Að breyta umhverfinu í kringum þig hefur áhrif á líðanina. Málaðu heima hjá þér, finndu þér verkefni innan- dyra og raðaðu húsgögnunum á nýj- an máta. Verkefnin bæta líðanina á margvíslegan hátt. Þau halda þér við efnið um leið og andrúmsloftið er endurnýjað svo það er ekki jafnhlað- ið minningum og áður. 5. Verðu tíma með fjölskyldunni Þeir sem eru í ástarsorg geta fundið fyrir miklum tómleika og þyngslum og eiga það til að draga sig úr félags- lífinu. Sumir gera það vegna þess að þeir skammast sín eða vegna þess að þeir treysta sér ekki til þess að hugsa eða tala um aðstæður sínar. Það rétta í stöðunni er hins vegar að verja tíma með fjölskyldu og góðum vinum. Þeim sem alltaf eru til staðar þegar þú lendir í erfiðleikum í lífinu og eru líklegir til þess að hvetja þig áfram og aðstoða þig við að ná sönsum aftur. 6. Leitin að tilgangi með lífinu Mörgum reynist erfitt að finna tilgang með lífinu eftir að hafa orðið fyrir slæmu áfalli. Þeir fyllast óöryggi og taugaveiklun um hvað sé mikilvægt í lífinu. Það er því einstaklega mikil- vægt að minna sig reglulega á hvað það er sem er mikilvægt. Svo sem annað fólk sem vill manni vel, að vilja öðrum vel og láta gott af sér leiða, að lenda í ævintýrum, læra og upplifa nýja hluti, fjölskylda og góð gildi. leiðir10 Þegar fótunum er kippt undan manni Er eðlilegt að: n Vera í losti og finnast allt óraunverulegt n Upplifa sorg, reiði og angist n Eiga erfitt með að hugsa skýrt og skilja hvað hefur gerst n Leita að skýringu: ,,Af hverju þurfti þetta að koma fyrir mig?” n Finna fyrir líkamlegum viðbrögðum eins og áköfum hjartslætti, erfiðleikum með svefn og óróleika n Það er eðlilegt að viðbrögðin geti verið mikil. Hins vegar eru þau alltaf einstaklingsbundin og erfitt getur reynst að sjá fyrir hvernig þau verða. Heimildir: Nana Wiedemann, Kirsten Bor- berg, Karin Sten Madsen, Michael Mossefin, Johanne Brix Jensen og Ulla Foldoy Steffens fyrir danska Rauða krossinn. Áfall við ástarsorg Ertu örlagavaldur í eigin lífi? Eða hafa aðrir stjórn á tilfinn- ingum þínum og því hvernig þú háttar lífinu? Lærðu að jafna þig á höfnun og ástar- sorg og gerðu það fljótt og vel. „Þeir sem eru í ást- arsorg geta fundið fyrir miklum tómleika og þyngslum. Hvenær hlæ ég aftur? Spurði Carrie Bradshaw vinkonu sína í lamandi ástar- sorg. „Þegar eitthvað er reglulega fyndið,“ svaraði vinkona hennar. Orð að sönnu. Komdu þér burt af þessum einmanalega stað Ekki festast í sjálfsvorkunn og biturð, vertu frekar meðvitaður um hvert ferlið er og reyndu að vinna þig skipulega út úr áfallinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.