Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2011, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2011, Blaðsíða 20
20 | Menningarverðlaun 23. febrúar 2011 Miðvikudagur DANSLIST NEFNDIN Karen María Jónsdóttir fagstjóri dansbrautar Listaháskóla Íslands (formaður) n Kama Jezierska danslistamaður n Peter Anderson danslistamaður Lárus Sigurðsson Reykjavík Dance Festival – fyrir árangursríkt starf í þágu íslenskra áhorfenda n Danshátíðin, stofnuð árið 2002, hefur vaxið og dafnað með hverju árinu og er í dag mikilvægasti vettvangurinn fyrir nýsköpun í íslenskum samtímadansi. Með tilkomu hennar hefur fjöldi danssýninga á hverju ári aukist jafnt og þétt. Þannig hafa möguleik- ar almennings til að njóta listdans aukist til muna auk þess sem hátíðin hefur náð til nýrra áhorfendahópa og byggt upp tengslin við þá. Árið 2010 voru mörkuð tímamót þegar áhorfendamet var slegið langt umfram það sem áður hafði þekkst. Hátíðin hefur frá upphafi haft úr litlum fjármunum að spila og fengið lága styrki úr opinberum sjóðum. Er sá mikli árangur sem náðst hefur fenginn fyrir óeigingjarnt sjálfboðastarf danslistamanna en samtakamáttur þeirra hefur vakið athygli, jafnt hér heima sem og á alþjóðlegum vettvangi. Ólöf Ingólfsdóttir – fyrir ómetanlegt starf í þágu íslensks samtíma- dans n Ólöf Ingólfsdóttir danshöfundur er brautryðjandi meðal sjálfstætt starfandi danslistamanna og hefur verið driffjöður í að bæta skilyrði í þágu listgreinarinnar á Íslandi. Hún hefur átt frumkvæði að, leitt eða stutt helstu framfaraspor til handa sjálfstætt starfandi danslistamönnum á undanförnum árum. Ólöf er einn stofnenda Reykjavik Dance Festival og leiddi uppbyggingu hátíðarinnar fyrstu árin auk þess sem hún tók virkan þátt í undirbúningi að stofnun dansdeildar Listaháskóla Íslands. Hún átti frumkvæði að umræðu um Danshús á Íslandi um síðust aldamót sem á árinu 2010 leiddi til opnunar Dansverkstæðisins í Reykjavík að Skúlagötu 28. Ólöf var einnig í forystuhóp þeim sem skrifaði á árinu fyrstu Dansstefnu Íslands 10/20, sem er alhliða stefnumótun og framtíðarsýn fyrir íslenskt danssamfélag til næstu 10 ára. Keðja Reykjavík – alþjóðlegur dansviðburður – fyrir frábært framtak n Í október 2010 skapaðist ómetanlegt tækifæri fyrir íslenska danslistamenn þegar þeim gafst kostur á að mæta, kynnast og tengjast 250 alþjóðlegum lista- mönnum og menningarstjórnendum frá 22 löndum. Í þeim hópi voru mikilvægir kaupendur sviðsverka. Hátíðin bauð upp á 16 listviðburði af öllum stærðum og gerðum, með megináherslu á dans og samruna hans við aðrar listgreinar, fjölda fyrirlestra, málstofa og umræðna sem leiddar voru af alþjóðlegu listafólki og menningarstjórnendum auk þess sem boðið var upp á ógleymanlega óvissuferð í íslenskri náttúru. Keðja Reykjavík var gríðarlega mikilvægt stefnumót íslenskra sviðslista við umheiminn og skapaði sambönd og tækifæri til samvinnu fyrir þátttakendur sem vonir eru bundnar við til framtíðar. Keðja var samstarfsverkefni Íslenska dansflokksins, Reykjavik Dance Festival, Sjálfstæðu leikhúsanna, Listaháskóla Íslands og Borgarleikhússins. Sigríður Soffía Níelsdóttir – fyrir fjölbreyttan árangur á árinu 2010 n Árið 2010 var viðburðaríkt hjá þessum unga listamanni sem kom fram með hvelli á árinu. Með viljakraftinn að vopni, hugrekki og ástríðu hefur Sigríður stigið óhindrað yfir hvers kyns mörk. Undir merkjum Bristol Ninja Cava Crew vann hún að dansinnsetningum/-gjörningum, hún frumsýndi stuttmyndina Children of Eve á stuttmyndahátíð í Bilbao og sýndi dansstuttmyndina Uniform Sierra á yfir tug hátíða í Evrópu og Asíu. Sigríður samdi dans-sirkusverkið Colorblind fyrir Silesian Dance Theatre í Póllandi, 900 02 ásamt Leifi Þorvaldssyni, og Þá skal ég muna þér kinnhestinn með Dansfélaginu Krumma fyrir Reykjavík Dance Festival 2010. Sigríður dansaði í uppsetningu Íslenska dansflokksins á Transaquania – into thin air og ferðaðist erlendis með verk Ernu Ómarsdóttur Teach us to outgrow our madness og eigin verk, Fresh Meet. Margrét Sara Guðjónsdóttir – fyrir Soft Target n Dansverkið Soft Target var frumsýnt á Reykjavík Dance Festival haust- ið 2010 áður en það fór á sýningaferðalag um Evrópu. Verkið er það fjórða í röð verka danslistamannsins Margrétar Söru Guðjónsdóttur sem sýnd hafa verið frá árinu 2006 og framleidd eru af Panic Production. Í anda ofur-naumhyggju er fagurfræði verksins einstaklega skýr, í senn nákvæm í endurtekningum sínum og dáleiðandi. Verkið er án efa eitt áhrifamesta sólódansverk sem litið hefur dagsins ljós á Íslandi á síðastliðnum árum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.