Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2011, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2011, Blaðsíða 33
Sport | 33Miðvikudagur 23. febrúar 2011 Meiðslum hrjáð United-lið mætir Marseille í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar: Heinze sér eftir rifrildi við Ferguson Fyrsti bardagi Árna „úr járni“ á árinu er gegn sterkum Bandaríkjamanni: Erfiður slagur í vændum í Lundúnum Bardagaíþróttakappinn Árni „úr járni“ Ísaksson berst á laugardaginn í blönduðum bardagalistum, MMA, í bardagaröðinni Cage Warrior 40. Þessi bardagaröð er með þeim stærri í MMA-heiminum. Árni mun berj- ast gegn 29 ára gömlum Bandaríkja- manni, Eric Bradley, en bardaginn fer fram í Lundúnum. Árni hefur ver- ið við æfingar hér heima að undan- förnu en heldur utan á fötudaginn. Eric Bradley er 1,77 metrar á hæð og 77 kíló. Hann er langsterkastur í gólfinu en á sínum háskólaárum keppti Bradley í glímu. Hann gekk í Penn State-háskólann og varð á sín- um tíma tvívegis bandarískur meist- ari í íþróttinni og var efstur á lista allra glímumanna þegar hann var á lokaári í háskóla. Bradley er þó einn- ig mjög góður á fótunum en hann keppti einnig í hnefaleikum í háskóla og varð þar fylkismeistari án þess að tapa einum bardaga af fimmtán. Ofan á þennan árangur er Brad- ley svo með fjólubláa beltið í bras- ilísku jiu-jitsu en hann hefur með- al annars æft með BJ Penn, einum þekktasta MMA-bardagakappa í heiminum. Síðast birtist um Brad- ley heilmikil grein í bandarísku tíma- riti þar sem hann var viðraður var sá möguleiki að hann yrði einn þeirra sem fá samning við eitt af sex stóru bardagasamböndunum. Árni Ísaksson vonast til að halda áfram frábæru gengi sínu frá árinu í fyrra. Eftir að hafa stigið upp úr erf- iðum meiðslum tók Árni sig til og vann alla sína bardaga á árinu 2010. Seinna á árinu bíður hans titilvörn á Pro FC-titlinum sem hann vann í Úkraínu í fyrra. tomas@dv.is Platini þögull um miðaverðið n Michel Platini, formaður Knatt- spyrnusambands Evrópu, hefur verið þögull sem gröfin varðandi miða- verð á úrslitaleik Meistaradeildar- innar sem þykir ekki í takt við raunveruleikann. Sir Alex Ferguson, knattspyrnu- stjóri Manchest- er United, hefur gagnrýnt verðið harkalega og segir það aðeins sniðið að hálaunafólki. Einn af stjórnendum innan UEFA, Giorgie Marchetti, segir þó: „Svona er markaðurinn. Haldið þið að við verðum í einhverjum vandræð- um með að fylla Wembley? Af hverju ættum við að hafa verðið lægra?“ Sigurinn sem West Ham vantaði n Þjóðverjinn Thomas Hitzlsperger skoraði glæsilegt mark fyrir West Ham þegar það lagði Burnley, 5–1, í 16 liða úrslitum enska bikarsins á mánudagskvöld- ið. Tímabilið hef- ur verið erfitt hjá West Ham sem er í mikilli fallbaráttu en Hitzlsperger vonast til að þessi sigur geti komið liðinu í gang. „Að vinna svona stórt er það sem við þurftum. Við erum að fara í erfitt leikjaprógram gegn mjög góð- um liðum og því vantaði okkur smá- sjálfstraust. Þetta mun gera mikið fyrir okkur,“ segir Hitzlsperger. Caster kominn aftur n Suðurafríska hlaupakonan Caster Semenya snéri aftur á hlaupabrautina um helgina og vann auðveldan sigur í 800 metra hlaupi á sterku móti um helgina. Semenya var send í kynpróf eftir sigur sinn í 800 metrunum á HM í Berlín fyrir tveimur árum. Hún er nú komin aftur og stefn- ir á að verja heimsmeistaratitil sinn í Suður-Kóreu seinna á árinu. „Ég er líka farin að hlakka til Ólympíuleikanna þar sem ég ætla einnig að keppa í 1.500 metra hlaupi,“ segir Semenya sem mun án efa raka inn verðlaunum í ár. Mourinho þykir enn vænt um Chelsea n Jose Mourinho segir í viðtali við Sky Sports að honum þyki enn vænt um Chelsea en hann gerði liðið að tvö- földum Englandsmeisturum fyrir nokkrum árum. Hann stýrir í dag Real Madrid en undanfarið hefur hann ver- ið orðaður við Chelsea þar sem staða Carlos Ancelottis er veik vegna slæms gengis. Aðspurður í sérstökum þætti Sky um spænska boltann hvort hann muni stýra Real út samninginn sagði Mourinho: „Ég veit það ekki. Mér þykir enn vænt um Chelsea og var ham- ingjusamasti maður heims þar.“ Harry vill Beckham aftur n Harry Redknapp, knattspyrnustjóri Tottenham, útilokar ekki að David Beckham gæti komið aftur til félagsins á láni seinna í ár. Beckham æfði með Tottenham í sex vikur en hon- um tókst ekki að fá heimild til að spila með liðinu þar sem samn- ingaviðræður þess við L.A. Galaxy sigldu í strand. „Það var frábært að hafa Beckham hérna. Hann er vel- kominn aftur hvenær sem er og það er ekki útilokað að svo verði. Becks getur svo sannarelga ennþá spilað og send- ingarnar eru ennþá engu líkar,“ segir Redknapp. Molar „Auðvitað er landsliðið eitthvað sem allir þjálfarar vilja stýra,“ segir Aron. „Ég hef samt ekkert meira um það að segja því Gummi er samnings- bundinn HSÍ og hann hefur ekki tek- ið neinar ákvarðanir um framtíð sína. Þetta er heldur ekkert sem hefur verið rætt við mig.“ Botnbaráttan ekki heillandi Þrátt fyrir erfiða tíma með Hannover- Burgdorf sér Aron ekki eftir vistaskipt- unum. Þýska úrvalsdeildin er stærsta og sterkasta deild heims og líkaði Aron vel að fá að spreyta sig í henni. Það var þó erfitt. „Það var gaman að taka þátt í þessu. Það er samt ekk- ert heillandi heimur að vera þarna í botnbaráttunni. Það er alveg virki- lega erfiður bransi. Menn sem hafa prófað það og verið svo hinum meg- in á töflunni vita hversu erfitt það er að tapa svona mörgum leikjum,“ seg- ir Aron en lið á borð við Hannover- Burgdorf geta nánast bókað það að tapa kannski tuttugu og fimm leikjum á ári. „Það er alveg ótrúlega sérstök tilfinning. Ég var samt alveg búinn að gíra mig í það. En viðbrögð margra í liðinu og aðstandenda þess við hinu slaka gengi komu mér á óvart,“ segir Aron. Handviss um að Hannover haldi sæti sínu Þó Hannover-Burgdorf sé nú í sautj- ánda og næstneðsta sæti er staða liðs- ins alls ekki ómöguleg. Það á tvo mjög erfiða leiki fyrir höndum, gegn Rhein- Neckar Löwen í kvöld, miðvikudag, og svo Gummersbach í næstu um- ferð. Eftir það á liðið nokkuð gott leikjaprógramm. Hannover mætir þá liðunum sem eru með því í botnbar- áttunni og flestum á heimavelli. „Liðið er alveg nógu gott til þess að halda sér uppi. Í byrjun árs áttum við erfitt leikjaprógramm með mörgum sterkum liðum og því var ekki mögu- leiki á að vinna marga leiki. En núna frá miðjum mars koma margir leikir á heimavelli þar sem hægt verður að ná í stig. Meðal annars gegn Rheinland sem við unnum á útivelli og Balingen sem við gerðum jafntefli við úti. Ég er alveg sannfærður um að liðið nái að halda sér og það hefði gerst hvort sem ég væri að stýra því eða ekki,“ segir Aron Kristjánsson. Baktjaldamakkið gerði starfið erfitt Á heimleið Aron Kristjánsson er opinn fyrir starfi á Íslandi. Verðugur andstæðingur Eric Bradley verður ekkert lamb að leika sér við. MynD SigTRygguR ARi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.