Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2011, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2011, Blaðsíða 13
Fréttir | 13Miðvikudagur 23. febrúar 2011 ICESAVE MEÐ OG Á MÓTI n Fá mál hafa reynt jafn mikið á Íslendinga og Icesave-málið sem nú bíður þjóðaratkvæðagreiðslu n Málið er afar umdeilt n DV leitaði til nokkurra einstaklinga og bar undir þá hvað myndi gerast ef núverandi samningur yrði samþykktur og hvaða áhrif það hefði ef hann yrði felldur Með samþykkt Á móti samþykkt „Lausn Icesave-deilunnar er lykilatriðið fyrir því að matsfyrirtækið Fitch komi til með að breyta horfum á lánshæfiseinkunn Ríkissjóðs Íslands úr neikvæðum í stöðugar.“ – Í Morgunkorni Greiningar Íslandsbanka 22.02.2011. „Ef við samþykkjum Icesave-samninginn getum við byrjað á því að skipuleggja framtíðina, ef við gerum það ekki erum við enn í óvissu og eini stöðugleikinn sem við getum treyst á er að við erum í kreppu og verðum í kreppu – sem ein- angruð þjóð.“ – Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir „Íslendingar verða að axla ábyrgð á sof- andahætti íslenskra eftirlitsstofnana, ís- lenskra stjórnmálamanna og meirihluta kjósenda á útrásartímanum og standa við alþjóðlegar skuldbindingar, samninga og loforð.“ – Þórólfur Matthíasson, hagfræðingur „Ef við samþykkjum mun þessu flókna og leiðin- lega máli loksins ljúka og við getum farið að tala um eitthvað annað.“ – Jón Gnarr, borgarstjóri „Við óttumst einfaldlega hvað gerist ef Ice- save hverfur – þá gæti fólk farið að tala um eitthvað sem skiptir máli. Og þá fyrst erum við í djúpum skít.“ – Samtök Icesave-unnenda hjá Baggalúti „Ef við samþykkjum Icesave munum við festa í sessi enn um sinn gjaldeyrishöftin sem vinna gegn allri atvinnuuppbyggingu í landinu. Ekki verður hægt að aflétta þeim fyrr en þrotabú Landsbankans hefur greitt út stærstan hluta krafna.“ – Skafti Harðarson, rekstrarstjóri hjá Húsasmiðjunni og bloggari „Ef við samþykkjum ekki Icesave þá endur- heimtum við stöðu okkar á meðal þjóða sem sjálfsætt og fullvalda ríki.“ – Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins „Bretar og Hollendingar eiga ekki að komast upp með að kúga okkur með hótunum einum saman. Það er alltof ódýr sigur. Látum þá standa við hótan- irnar og sjáum hvort alþjóðasamfélagið styður í raun ólögmæta kúgun á smáþjóð.“ – Frosti Sigurjónsson á bloggi sínu 25.8. 2009 „Ef við samþykkjum ekki Icesave þá stendur það upp á Breta og Hollendinga að taka ákvörðum um það hvort og þá hvernig þeir vilja sækja fram sínar kröfur á hendur okkur.“ – Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins „Jafnvel þó við töpum dómsmáli verður það varla verri niðurstaða en núverandi samningur sem gengur út á að halda Bretum og Hollend- ingum skaðlausum.“ – Lára Björg Björnsdóttir, pistlahöfundur og höfundur bókarinnar Takk útrásarvíkingar! „Enginn íslenskur stjórnmálaflokkur viðurkennir lögmæti Icesave-kröfunnar en meirihluti alþingismanna vill staðfesta fyrirliggjandi samning; þjóðin á kröfu á að fá öll gögn upp á borðið til að geta tekið upplýsta ákvörðun.“ – Ólafur Ísleifsson, hagfræðingur „Sé Icesave samþykkt eru minni líkur á greiðslufalli opinberra aðila til skamms tíma en í staðinn er langtíma- greiðslugetu sömu aðila ógnað verulega.“ – Ólafur Margeirsson, hagfræðingur Óákveðnir Icesave til þjóðarinnar Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, vísaði Icesave-samningnum til þjóðarat- kvæðagreiðslu á sunnudaginn. Skiptar skoðanir eru um málið. MYND RÓBERT REYNISSON.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.