Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2011, Síða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2011, Síða 37
Nærmynd | 37Helgarblað 4.–6. mars 2011 upp á síðkastið þegar hann las dóma um Morgunþulu í stráum í dönskum blöðum. Hann las alla dómana fyrir mig og ég var svo ánægður fyrir hans hönd og óskaði honum til hamingju með þetta. Í síðasta skiptið sem ég sá hann þá fór ég heim til hans og hjálpaði honum að setja upp mynd- ina sem Kjarval gerði af honum. Svo bara heyrði ég ekki í honum eft- ir það. En svo hringdi Guðmundur Andri bara í mig og sagði mér þetta á miðvikudaginn. Það er bara þannig,“ segir Páll. Ari segist síðast hafa hitt Thor í síðustu viku. „Við vorum nú bara saman í síðustu viku. Þetta ber brátt að og fær mikið á mig – að hann hafi farið svona. Hann var búinn að vera með mér frá því ég var tvítugur í Par- ís.“ Ari segir að Thor hafi verið í Par- ís – sem kvikmyndagerðarmaður- inn kallar heimabæ Thors því hann dvaldi þar svo oft í gegnum tíðina – fyrir örfáum vikum og að höfundur- inn hafi meira að segja boðið hon- um með en því miður hafi hann ekki komist. Thor hélt áfram að skrifa alveg þar til yfir lauk. Meðal þess sem hann sagði í nýlegu viðtali við Þor- stein J. sjónvarpsmann, sem finna má á kynningarvef um þátttöku Ís- lands á bókamessunni í Frankfurt í haust, er að maðurinn þurfi á skáld- skap að halda. „Ég held að við þurf- um á skáldskap að halda ef við eig- um að komast út úr fárinu,“ sagði Thor en verið er að vinna þýska þýðingu á bók hans Morgunþulu í stráum sem væntanlega verður ein af þeim íslensku skáldsögum sem kynntar verða á bókahátíðinni í Þýskalandi. „Það að skrifa er ákveð- in þrákelkni, halda áfram, áfram, áfram,“ sagði Thor meðal annars í viðtalinu en þessi orð hans um eig- in skrif ríma ágætlega við þær sög- ur um kraft hans og vinnusemi sem vinir hans segja af honum. Thor fæddist í Edinborg í Skotlandi 1925. Foreldrar hans voru Guðmundur Vilhjálmsson, forstjóri Eimskipafélagsins, og Kristín Thors, húsmóðir. Thor fluttist fimm ára með foreldrum og systkinum heim til Íslands 1930 og ólst þar upp í Reykjavík auk þess sem hann dvaldi oft á sumrin hjá Vilhjálmi, föð- urafa sínum. Thor varð stúdent frá MR 1944, stundaði nám við norrænudeild HÍ 1944– 46, við háskólann í Nottingham á Englandi 1946–47 og við Sorbonne-háskóla í París 1947–52. Hann var bókavörður við Landsbókasafnið 1953–55, starfs- maður Þjóðleikhússins 1956–59 og fararstjóri Íslendinga erlendis, einkum í Suðurlöndum. Hann hefur stundað ritstörf frá því á fimmta áratugnum. Rit Thors Meðal rita Thors má nefna Maðurinn er alltaf einn, 1950; Dagar mannsins, 1954; Andlit í spegli dropans, 1957; Undir gervitungli, 1959; Regn á rykið, 1960; Svipir dagsins, og nótt, 1961; Ætlar blessuð manneskjan að gefa upp andann?, leikþáttur, 1963; Kjarval, 1964 (og 1978); Allt hefur sinn tíma, leik- þáttur, 1967; Fljótt, fljótt sagði fuglinn, 1968; Óp bjöllunnar, 1970; Folda, 1972; Hvað er San Marinó?, 1973; Fiskur í sjó, fugl úr beini, 1974; Fugla-skottís, 1975; Mánasigð, 1976; Skuggar af skýjum, 1977; Faldafeykir, 1979; Turnleik- húsið, 1979; The Deep Blue Sea, Pardon the Ocean, ljóð á ensku, 1981; Ljóð Mynd, ljóð með myndum eftir Örn Þorsteinsson, 1982; Spor í spori, ljóð með myndum eftir Örn Þorsteinsson, 1986; Grámosinn glóir, 1986; Sporrækt, ljóð með myndum eftir Örn Þorsteinsson, 1988; Vikivaki, óperuhandrit, 1988; Náttvíg, 1989; Svavar Guðnason, 1991; Eldur í laufi, 1991; Raddir í garðinum, 1991; Tvílýsi, 1994; Snöggfærðar sýnir, ljóð með myndum eftir Tryggva Ólafs- son, 1995; Fley og fagrar árar, 1996; Morgunþula í stráum, 1998; Turnleikar og umbergis, ljóð með myndum eftir Pál Guðmundsson, 2001; Sveigur, 2002. Þá samdi hann texta við óratóríu Harðar Áskelssonar sem frumflutt var í Hall- grímskirkju fyrir skömmu. Thor hefur auk þess þýtt fjölda skáldverka og haldið nokkrar málverka- sýningar. Trúnaðarstörf og verðlaun Thor var m.a. formaður Rithöfundafélags Íslands 1959–60 og 1966–68, sat í stjórn Rithöfundasambands Íslands 1972–74 og var forseti Bandalags ís- lenskra listamanna 1975–81, sat í þjóðfulltrúaráði Samfélags evrópskra rit- höfunda 1962–68, í framkvæmdastjórn Evrópska menningarsambandsins í Feneyjum, í framkvæmdastjórn Listahátíðar í Reykjavík 1976–80, í undirbún- ingsnefnd kvikmyndahátíðar 1978 og 1980, í stjórn Alliance Francaise um árabil, sat í ritnefndum menningartímarita, var forseti íslenska PEN-klúbbs- ins og formaður Júdófélags Reykjavíkur í nokkur ár. Thor voru veitt verðlaun úr Rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins 1968; Menn- ingarverðlaun DV í bókmenntum fyrir þýðingu á Hlutskipti manns eftir And- ré Malraux, 1984; Menningarverðlaun DV í bókmenntum fyrir ritið Grámos- inn glóir 1987; Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir Grámosinn glóir, 1988; var heiðursfélagi í Rithöfundasambandi Íslands frá 1988; var veitt hin franska riddaraorða lista og bókmennta fyrir starf í þágu menningarsamskipta Frakka og Íslendinga (Chevalier dans l‘Ordre des Arts et des Lettres) 1989; var veitt orðan Cavaliere dell‘Ordine al Merito della Repubblica Italiana (fyrir starf í þágu ítalskrar menningar á Íslandi) 1991; voru veitt Verðlaun sænsku akademíunnar 1992; var veitt orðan Grande Ufficiale dell‘Ordine al Merito della Repubblica Italiana, 1995; hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir ritið Morgunþula í stráum 1998, var veitt Foringjaorða lista og bókmennta í Frakklandi (Commandeur dans l‘Ordre des Arts et des Lettres) 1998; var veitt Kar en Blixen-orðan; veitt Gullverðlaun Società di Dante Alighieri, 2004, var tilnefndur til hinna virtu Nonnino-verðlauna á Ítalíu fyrir Morgunþulu í strá- um, 2007, voru veitt Menningarverðlaun DV – Heiðursverðlaun, 2008, og Heiðursorða franska ríkisins, Officer de l‘Ordre national du Mérite, 2010. Þá var Thor heiðursfélagi Júdófélags Reykjavíkur en hann hafði svart belti í jap- anskri glímu, júdó, og var heiðursborgari franska bæjarins Rocamadour. Fjölskylduhagir Eftirlifandi eiginkona Thors er Margrét Indriðadóttir, f. 28.10. 1923, fyrrv. fréttastjóri Ríkisútvarpsins. Synir Thors og Margrétar: Örnólfur, f. 8.7. 1954, kennari, bókmenntafræð- ingur, útgefandi og forsetaritari, en kona hans er Margrét Þóra Gunnarsdóttir píanókennari og eiga þau þrjú börn; Guðmundur Andri, f. 31.12. 1957, rit- höfundur, ritstjóri og fjölmiðlamaður, en kona hans er Ingibjörg Eyþórsdóttir tónlistarfræðingur og eiga þau tvær dætur. Thor lést í Reykjavík miðvikudaginn 2. mars 2011. Lífshlaup Thors 1925–2011 „Alltaf sami bar- áttuandinn og sköpunar krafturinn, alveg sama hvað gekk á. Hlýr Vinir Thors lýsa honum sem einstökum manni, góðum vini og afar hlýjum. mynd BjaRni Felix BjaRnason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.