Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2011, Qupperneq 37

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2011, Qupperneq 37
Nærmynd | 37Helgarblað 4.–6. mars 2011 upp á síðkastið þegar hann las dóma um Morgunþulu í stráum í dönskum blöðum. Hann las alla dómana fyrir mig og ég var svo ánægður fyrir hans hönd og óskaði honum til hamingju með þetta. Í síðasta skiptið sem ég sá hann þá fór ég heim til hans og hjálpaði honum að setja upp mynd- ina sem Kjarval gerði af honum. Svo bara heyrði ég ekki í honum eft- ir það. En svo hringdi Guðmundur Andri bara í mig og sagði mér þetta á miðvikudaginn. Það er bara þannig,“ segir Páll. Ari segist síðast hafa hitt Thor í síðustu viku. „Við vorum nú bara saman í síðustu viku. Þetta ber brátt að og fær mikið á mig – að hann hafi farið svona. Hann var búinn að vera með mér frá því ég var tvítugur í Par- ís.“ Ari segir að Thor hafi verið í Par- ís – sem kvikmyndagerðarmaður- inn kallar heimabæ Thors því hann dvaldi þar svo oft í gegnum tíðina – fyrir örfáum vikum og að höfundur- inn hafi meira að segja boðið hon- um með en því miður hafi hann ekki komist. Thor hélt áfram að skrifa alveg þar til yfir lauk. Meðal þess sem hann sagði í nýlegu viðtali við Þor- stein J. sjónvarpsmann, sem finna má á kynningarvef um þátttöku Ís- lands á bókamessunni í Frankfurt í haust, er að maðurinn þurfi á skáld- skap að halda. „Ég held að við þurf- um á skáldskap að halda ef við eig- um að komast út úr fárinu,“ sagði Thor en verið er að vinna þýska þýðingu á bók hans Morgunþulu í stráum sem væntanlega verður ein af þeim íslensku skáldsögum sem kynntar verða á bókahátíðinni í Þýskalandi. „Það að skrifa er ákveð- in þrákelkni, halda áfram, áfram, áfram,“ sagði Thor meðal annars í viðtalinu en þessi orð hans um eig- in skrif ríma ágætlega við þær sög- ur um kraft hans og vinnusemi sem vinir hans segja af honum. Thor fæddist í Edinborg í Skotlandi 1925. Foreldrar hans voru Guðmundur Vilhjálmsson, forstjóri Eimskipafélagsins, og Kristín Thors, húsmóðir. Thor fluttist fimm ára með foreldrum og systkinum heim til Íslands 1930 og ólst þar upp í Reykjavík auk þess sem hann dvaldi oft á sumrin hjá Vilhjálmi, föð- urafa sínum. Thor varð stúdent frá MR 1944, stundaði nám við norrænudeild HÍ 1944– 46, við háskólann í Nottingham á Englandi 1946–47 og við Sorbonne-háskóla í París 1947–52. Hann var bókavörður við Landsbókasafnið 1953–55, starfs- maður Þjóðleikhússins 1956–59 og fararstjóri Íslendinga erlendis, einkum í Suðurlöndum. Hann hefur stundað ritstörf frá því á fimmta áratugnum. Rit Thors Meðal rita Thors má nefna Maðurinn er alltaf einn, 1950; Dagar mannsins, 1954; Andlit í spegli dropans, 1957; Undir gervitungli, 1959; Regn á rykið, 1960; Svipir dagsins, og nótt, 1961; Ætlar blessuð manneskjan að gefa upp andann?, leikþáttur, 1963; Kjarval, 1964 (og 1978); Allt hefur sinn tíma, leik- þáttur, 1967; Fljótt, fljótt sagði fuglinn, 1968; Óp bjöllunnar, 1970; Folda, 1972; Hvað er San Marinó?, 1973; Fiskur í sjó, fugl úr beini, 1974; Fugla-skottís, 1975; Mánasigð, 1976; Skuggar af skýjum, 1977; Faldafeykir, 1979; Turnleik- húsið, 1979; The Deep Blue Sea, Pardon the Ocean, ljóð á ensku, 1981; Ljóð Mynd, ljóð með myndum eftir Örn Þorsteinsson, 1982; Spor í spori, ljóð með myndum eftir Örn Þorsteinsson, 1986; Grámosinn glóir, 1986; Sporrækt, ljóð með myndum eftir Örn Þorsteinsson, 1988; Vikivaki, óperuhandrit, 1988; Náttvíg, 1989; Svavar Guðnason, 1991; Eldur í laufi, 1991; Raddir í garðinum, 1991; Tvílýsi, 1994; Snöggfærðar sýnir, ljóð með myndum eftir Tryggva Ólafs- son, 1995; Fley og fagrar árar, 1996; Morgunþula í stráum, 1998; Turnleikar og umbergis, ljóð með myndum eftir Pál Guðmundsson, 2001; Sveigur, 2002. Þá samdi hann texta við óratóríu Harðar Áskelssonar sem frumflutt var í Hall- grímskirkju fyrir skömmu. Thor hefur auk þess þýtt fjölda skáldverka og haldið nokkrar málverka- sýningar. Trúnaðarstörf og verðlaun Thor var m.a. formaður Rithöfundafélags Íslands 1959–60 og 1966–68, sat í stjórn Rithöfundasambands Íslands 1972–74 og var forseti Bandalags ís- lenskra listamanna 1975–81, sat í þjóðfulltrúaráði Samfélags evrópskra rit- höfunda 1962–68, í framkvæmdastjórn Evrópska menningarsambandsins í Feneyjum, í framkvæmdastjórn Listahátíðar í Reykjavík 1976–80, í undirbún- ingsnefnd kvikmyndahátíðar 1978 og 1980, í stjórn Alliance Francaise um árabil, sat í ritnefndum menningartímarita, var forseti íslenska PEN-klúbbs- ins og formaður Júdófélags Reykjavíkur í nokkur ár. Thor voru veitt verðlaun úr Rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins 1968; Menn- ingarverðlaun DV í bókmenntum fyrir þýðingu á Hlutskipti manns eftir And- ré Malraux, 1984; Menningarverðlaun DV í bókmenntum fyrir ritið Grámos- inn glóir 1987; Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir Grámosinn glóir, 1988; var heiðursfélagi í Rithöfundasambandi Íslands frá 1988; var veitt hin franska riddaraorða lista og bókmennta fyrir starf í þágu menningarsamskipta Frakka og Íslendinga (Chevalier dans l‘Ordre des Arts et des Lettres) 1989; var veitt orðan Cavaliere dell‘Ordine al Merito della Repubblica Italiana (fyrir starf í þágu ítalskrar menningar á Íslandi) 1991; voru veitt Verðlaun sænsku akademíunnar 1992; var veitt orðan Grande Ufficiale dell‘Ordine al Merito della Repubblica Italiana, 1995; hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir ritið Morgunþula í stráum 1998, var veitt Foringjaorða lista og bókmennta í Frakklandi (Commandeur dans l‘Ordre des Arts et des Lettres) 1998; var veitt Kar en Blixen-orðan; veitt Gullverðlaun Società di Dante Alighieri, 2004, var tilnefndur til hinna virtu Nonnino-verðlauna á Ítalíu fyrir Morgunþulu í strá- um, 2007, voru veitt Menningarverðlaun DV – Heiðursverðlaun, 2008, og Heiðursorða franska ríkisins, Officer de l‘Ordre national du Mérite, 2010. Þá var Thor heiðursfélagi Júdófélags Reykjavíkur en hann hafði svart belti í jap- anskri glímu, júdó, og var heiðursborgari franska bæjarins Rocamadour. Fjölskylduhagir Eftirlifandi eiginkona Thors er Margrét Indriðadóttir, f. 28.10. 1923, fyrrv. fréttastjóri Ríkisútvarpsins. Synir Thors og Margrétar: Örnólfur, f. 8.7. 1954, kennari, bókmenntafræð- ingur, útgefandi og forsetaritari, en kona hans er Margrét Þóra Gunnarsdóttir píanókennari og eiga þau þrjú börn; Guðmundur Andri, f. 31.12. 1957, rit- höfundur, ritstjóri og fjölmiðlamaður, en kona hans er Ingibjörg Eyþórsdóttir tónlistarfræðingur og eiga þau tvær dætur. Thor lést í Reykjavík miðvikudaginn 2. mars 2011. Lífshlaup Thors 1925–2011 „Alltaf sami bar- áttuandinn og sköpunar krafturinn, alveg sama hvað gekk á. Hlýr Vinir Thors lýsa honum sem einstökum manni, góðum vini og afar hlýjum. mynd BjaRni Felix BjaRnason
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.