Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2011, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2011, Síða 6
Einar Gautur Steingrímsson, hæsta- réttarlögmaður og skiptastjóri þrota- bús eignarhaldsfélagsins Saxbyggs, mun á næstunni kæra viðskipti eign- arhaldsfélagsins Austurbrautar við MP Banka til efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra. Margeir Péturs- son var stjórnarformaður Austur- brautar og MP Banka þegar viðskipt- in áttu sér stað í árslok 2009. Kæran mun því að öllum líkindum beinast að Margeiri en hugsanlega einnig öðrum aðilum sem tóku þátt í þeim. Saxbygg var hluthafi í Austurbraut. Einar Gautur staðfestir aðspurð- ur að hann sé að vinna að umræddri kæru. „Við erum í þeirri vinnu núna að setja það niður fyrir okkur ná- kvæmlega hvaða atvik og athafnir við teljum refsiverð og heimfæra þau þá undir ákveðið lagaákvæði. Við erum ekki alveg búin að ljúka vinnunni en það er verið að vinna í þessu á fullu,“ segir Einar Gautur. Hann vill því ekki tilgreina nákvæmlega hvers konar möguleg lögbrot um ræðir í viðskipt- unum né að hverjum kæran mun beinast. Hluthafar Austurbrautar eru meðal annars FSP Holding, fjárfest- ingafélag Byrs, Sparisjóðsins í Kefla- vík og Sparisjóðabankans, MP Banki, Margeir Pétursson ehf., hollenska félagið Vostok Holdings og Saxbygg. Talið er að gengið hafi verið á hags- muni einhverra hluthafa Austur- brautar í viðskiptunum. Eignir keyptar og færðar niður í verði DV fjallaði um þessi viðskipti Aust- urbrautar og MP Banka í desember í fyrra. Í þeirri frétt kom fram að Mar- geir Pétursson, fyrrverandi stjórn- arformaður MP Banka og eignar- haldsfélagsins Austurbrautar, hefði látið Austurbraut kaupa fasteignir af MP Banka á yfirverði í lok árs 2009. MP Banki hafði þá leyst til sín fast- eignir sem verið höfðu í eigu eignar- haldsfélagsins Aurora, fjárfestinga- félags sem MP Banki stofnaði til að eiga í viðskiptum í Eystrasaltsríkj- unum og Austur-Evrópu árið 2007. MP Banki seldi svo hluta þessara eigna til Austur brautar með láni frá MP Banka og var félagið því fyrir vik- ið skuldsett um það sem nam kaup- verðinu. Um það bil mánuði eftir að við- skiptin áttu sér stað voru eignirnar sem seldar voru inn í Austurbraut frá MP Banka færðar niður í verði um 80 til 100 milljónir króna í bókum Aust- urbrautar. Stjórn Austurbrautar var ekki höfð með í ráðum þegar ákveðið var að kaupa eignirnar af MP Banka, samkvæmt heimildum DV og virðist Margeir hafa tekið ákvörðunina án þess að ráðfæra sig við aðra stjórn- armenn. „Margeir er báðum megin þegar þessi gerningur er gerður. Hann framkvæmir þetta án þess að aðrir í stjórninni viti af því,“ sagði heimildar- maður DV sem ekki vill láta nafns síns getið. Tekið skal fram að Margeir er ekki lengur í stjórn MP Banka. Meint brot í viðskiptunum ganga því út á það að Austubraut hafi ver- ið notað til að taka við eignum frá MP Banka sem ekki voru eins mik- ils virði og þær voru seldar á inn í fé- lagið. Með þessu er talið að gengið hafi verið á hagsmuni Austurbrautar til hagsbóta fyrir MP Banka og hlut- hafa hans. Gengið frá málinu í lok árs 2009 Aurora Holding var slitið í árslok 2009. Í ársreikningi félagsins kemur fram að eignarhlutur félagsins í Vo- stok Holdings í Hollandi, sem var metinn á rúma tvo milljarða króna, hafi verið greiddur út til hluthaf- anna, MP Banka og Hraunbjargs, félags sem er að mestu í eigu MP Banka og Margeirs Péturssonar. Vo- stok Holdings Netherlands B.V. var búið til til að taka við eignum Aurora Holding og annars félags sem var í eigu MP Banka, Vostok Holdings hf. Samtals námu þessar eignir um 5 milljörðum króna. Orðrétt segir í ársreikningnum: „Aurora Holding var slitið miðað við 18. desember 2009 og eignarhlutur félagsins í Vostok Holdings Nether- lands B.V. greiddur út til hluthafa. Þann 26. janúar 2010 tilkynnti skila- nefnd félagsins um skiptalok í fé- laginu...“ Aurora Holding var því slit- ið rétt áður en reikningsárinu lauk og runnu eignir félagsins til hlut- hafa þess. Þaðan runnu eignirnar svo meðal annars til Austurbraut- ar. Margeir var ráðandi aðili í öllum félögunum sem komu að viðskipt- unum, MP Banka, Hraunbjargi og Austurbraut. Í ársreikningi Austurbrautar fyr- ir árið 2009 kemur fram að félagið eigi tæplega 5 prósenta hlut í Vo- stok Holdings Netherlands B.V. sem metinn var á rúmlega 255 millj- ónir króna. Austurbraut átti ekki þennan eignarhlut samkvæmt árs- reikningi ársins 2008. Í ársreikningi 2009 kemur líka fram að félagið hafi meðal annars fjárfest fyrir 255 millj- ónir króna á árinu og að skamm- tímaskuldir félagsins gagnvart ein- um hluthafanum, væntanlega MP Banka, hafi aukist um rúmlega 850 milljónir króna á árinu. Einar Gautur segir að gengið verði frá kærunni til efnahagsbrota- deildarinnar á næstunni. Hann seg- ist reikna með að vinnu við hana ljúki í lok næstu viku. 6 | Fréttir 28. mars 2011 Mánudagur Samherji hætti við kaupin á MP Banka út af áherslumun: Þorsteinn vildi stjórnarmann Ein af ástæðunum fyrir því að út- gerðarfyrirtækið Samherji dró sig út úr kaupunum á MP Banka fyr- ir skömmu var sú að fyrirtækið vildi fá stjórnarmann í bankanum, sam- kvæmt heimildum DV. Um þetta at- riði var ágreiningur sem meðal ann- ars varð til þess að Samherji hætti við þátttöku í viðskiptunum. Ef Samherji hefði fengið stjórnarmann hefði vægi fyrirtækisins í nýja eigendahópnum orðið meira. Heimildir DV herma að með- al þeirra sem komið hafi til tals sem stjórnarmaður fyrir hönd Samherja hafi verið sonur Þorsteins Más Bald- vinssonar, forstjóra Samherja. Sá heitir Baldvin Þorsteinsson. Þorsteinn Már sagði við DV í síð- ustu viku að „áherslumunur“ á milli Samherja og fjárfestisins Skúla Mog- ensen hefði orðið til þess að Sam- herji ákvað að draga sig út kaup- endahópi MP Banka. Aðspurður vildi Þorsteinn ekki útskýra nánar í hverju þessu áherslumunur fælist. „Það var þarna ákveðinn áherslumunur þann- ig að við ákváðum að taka ekki þátt. Við vonum bara að hinir klári málið.“ Áherslumunurinn mun hins vegar meðal annars hafa verið sá að Sam- herji vildi stjórnarmann, og þar með meira vægi í hinum nýja eigendahópi, í MP Banka. ingi@dv.is MARGEIR KÆRÐUR n Skiptastjóri Saxbyggs kærir til efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra n Við- skipti Austurbrautar og MP Banka til skoðunar n Margeir Pétursson ráðandi í félögunum sem áttu í viðskiptunum n Eignir seldar inn í Austubraut á yfirverði Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is „Við erum í þeirri vinnu núna að setja það niður fyrir okkur nákvæmlega hvaða at- vik og athafnir við teljum refsiverð og heimfæra þau þá undir ákveðið lagaákvæði. Til lögreglunnar Viðskipti eignarhaldsfélagsins Austurbrautar verða kærð til efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra á næstunni. Margeir Pétursson var stjórnarformaður Austurbrautar og arkitektinn að viðskiptunum sem kæran snýst um samkvæmt heimildum DV. Vildi í stjórn Þorsteinn Már vildi fá stjórnarmann í MP Banka. Um þetta samdist ekki. Stór hópur fátækra kvenna „Það er stór hópur af fátækum konum í okkar samfélagi með þús- undir barna á framfæri. Það þarf að skoða þeirra stöðu sérstaklega,“ segir Kristín Ástgeirsdóttir, fram- kvæmdastýra Jafnréttisstofu. Ný skýrsla um konur í kreppunni, sýnir verulega neyð einstæðra mæðra. „Aðalatriðið er að það þarf að vekja athygli á stöðu einstæðra mæðra sem eiga við mikinn vanda að stríða og kemur víða fram í skýrslunni. Það þarf að kanna stöðu þeirra sér- staklega og hvers vegna þeim er að fjölga,“ segir Kristín. „Ef tölur Tryggingastofnunar eru skoðaðar þá er það liður sem er bótaflokkur vegna félagslegra aðstæðna. Alls 80% þeirra sem fá þær bætur eru mæður. Kristín bendir á að það hefði verið eðlilegt að fólk frestaði barn- eignum í kreppu. „Það hefur ekki verið raunin hér. Þvert á móti hafa verið að fæðast stærstu árgangar síðan 1960.“ Aðspurð um það sem kom fram í hádegisfréttum RÚV um að konur væru jafnvel að eignast börn til þess að tryggja stöðu sína í félagslega kerfinu, segir Kristín það sé ekki sín fullyrðing, heldur fréttamannsins. Þorskum bjargað 300 lítra fiskabúr sprakk á sýning- unni Heilsa og hamingja í Smára- lindinni á laugardag. Verið var að kynna vörur sem unnar eru úr ensímum úr þorskum þegar búrið sprakk. Þrátt fyrir að vatn flæddi um gólf Smáralindar vegna leka frá fiskabúrinu tókst að bjarga þorsk- unum. Talið er að um sex þúsund manns hafi sótt sýninguna Heilsa og hamingja í Smáralind. Eins og í Líbíu Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, líkir stjórn- málaástandinu í Líbíu við brotthvarf Sjálfstæðisflokksins úr ríkisstjórn- inni. Vigdís skrifar á Facebook-síðu sína: „Auðvitað er ekki bylting í Líb- iu – það er valdarán – eins og gerðist hér á landi þegar Sjálfstæðisflokkun- um var hent út úr ríkisstjórn – snýst allt um yfirráð yfir auðlindum, auð- lindum, auðlindum.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.