Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2011, Page 17
Erlent | 17Mánudagur 28. mars 2011
Uppreisnarmenn sækja að hersveitum Gaddafis í Líbíu:
Hersveitir Gaddafis hörfa
Hersveitir hliðhollar Muammar al-
Gaddafi, leiðtoga Líbíu, lögðu á
flótta frá borginni Ajdabiya í austur-
hluta Líbíu um helgina í kjölfar um-
fangsmikilla loftárása bandamanna.
Uppreisnarmenn hafa nú náð borg-
inni á sitt vald og fögnuðu þeir lengi
vel aðfaranótt sunnudags með því
að skjóta úr byssum sínum upp í loft
og kyrja baráttusöngva. Herflokkar
Gaddafis hafa þráast við að gefast
upp eftir að loftárásir bandamanna
hófust laugardaginn 19. mars og hafa
þess í stað herjað á bæði almenning
og uppreisnarmenn í þéttbýli með
þeim afleiðingum að stór hluti fórn-
arlamba er saklausir borgarar.
Fréttaskýrendur greina nú frá því
að baráttuvilji hersveita Gaddafis sé
á þrotum enda gera þær sér ljóst að
við ofurefli er að etja. Bandamenn
hafa farið mikinn í sprengjuregni
sínu en fyrir utan borgina Ajda-
biya voru sprengdir upp skriðdrek-
ar, brynvarðir bílar og þungavopn.
Mannfall var talsvert en blaðamað-
ur breska blaðsins The Independent
mætti á vettvang eftir að loftárás á
herflokk Gaddafis var yfirstaðin. Að-
koman var vægast sagt hryllileg þar
sem lík hermanna Gaddafis lágu á
víð og dreif. Þrátt fyrir að þeir hefðu
reynt að flýja undan loftárásunum
máttu þeir sín lítils þar sem sprengj-
urnar voru svo öflugar að sprengju-
brot þeyttust í allar áttir. Höfðu ein-
hverjir hermannanna fallið þegar
sprengjubrot tættu líkama þeirra í
sundur, í sumum tilfellum var höfuð-
ið klofið frá búknum.
Uppreisnarmenn náðu einnig á
sitt vald borgunum Ras Lanuf og Bin
Jawad í austurhluta Líbíu í kjölfar
loftárása bandamanna. Uppreisnarmenn fagna Þessir menn fögnuðu í borginni Ras Lanuf á sunnudag.
Upp hefur komist um stórfellt
svindl sem átti sér stað á Ólympíu-
móti landsliða í skák, sem fram fór í
bænum Khanty-Mansiysk í Síberíu í
september síðastliðnum. Það var lið
Frakka sem varð uppvíst að svindl-
inu, en þeir tveir meðlimir liðsins
sem eru sakaðir um svindlið neita
sakargiftum. Þrátt fyrir að oft hafi
leikið grunur á að skákleikmenn hafi
haft rangt við í alþjóðlegum einvígj-
um hefur aldrei áður verið ljóstrað
upp um svindl af þessari stærðar-
gráðu.
Notuðu tölvuforrit og
SMS-skilaboð
Málsatvik eru þau að þrír menn, stór-
meistarinn Sébastien Feller, liðsfélagi
hans Arnaud Hauchard og sá þriðji,
sem tók ekki beinan þátt í mótinu,
Cyril Marzolo, notuðust við þróað
leynikerfi til að koma skilaboðum til
Fellers á meðan hann keppti í ein-
vígjum sínum. Marzolo var í frönsku
borginni Nancy þegar mótið fór fram
og sá hann um að skrá niður alla leiki
á skákborðinu inn í tölvuforritið Fi-
rebird, sem er öflugt skákforrit. Eftir
að skákforritið hafði reiknað út bestu
möguleika Fellers hverju sinni sendi
Marzolo númeraröð með SMS-skila-
boðum til Hauchards, sem var meðal
áhorfenda þegar Feller tefldi.
Hauchard notaði áhorfendasal-
inn til að sýna Feller hvaða leikur væri
bestur hverju sinni. Í salnum voru 64
borð, rétt eins og það eru 64 reitir á
skákborði. Höfðu þeir félagar gefið
hverju borði nafn, sem samsvaraði
reitum á skákborðinu. Ef Hauchard
færði sig til að mynda frá borði B1 yfir
á borð B2, þýddi það að Feller átti að
hreyfa skákmenn sína á sama hátt á
skákborðinu.
Notaði lánssíma
Upp komst um svindlið því Mar-
zolo notaði ekki eigin GSM-síma til
verknaðarins. Vegna fjárhagsörðug-
leika var búið að loka síma hans og
fékk hann því lánaðan síma hjá Jo-
anna Pomian, varaforseta Skáksam-
bands Frakklands. Hana grunaði að
eitthvað vafasamt hefði átt sér stað
þegar hún fékk himinháan símreikn-
ing eftir að Marzolo hafði skilað sím-
anum. Í ljós kom að hann hafði sent
um 180 skilaboð, öll á sama tíma og
einvígi Fellers áttu sér stað. Skila-
boðin voru númeraröð sem gátu lit-
ið út fyrir að vera símanúmer í fyrstu,
en nú er ljóst hvaða tilgangi númer-
araðirnar gegndu.
Klofningur í Frakklandi
Nú er kominn upp klofningur í Skák-
sambandi Frakklands þar sem fólk
hefur skipað sér í flokka eftir því
hvort það trúir á sakleysi þremenn-
inganna eður ei. Í landsliðinu sem
fór til Síberíu voru þrjú önnur og hafa
þau öll fordæmt svindlið sem þau
segja að hafi greinilega átt sér stað.
Forseti skáksambandsins, Larent
Verat, sagðist aldrei hafa séð annað
eins. „Það hafa aldrei áður legið fyr-
ir jafn greinileg sönnunargögn um
svindl á þessu hæsta stigi liðskeppna
í skák. Meira að segja hringdi Garrí
Kasparov í mig. Hann var agndofa.“
Svindl skekur
skákheiminn
n Upp hefur komist um stórfellt svindl meðlima franska skáklandsliðsins
n Notuðu tölvuforrit og SMS-skilaboð til að finna bestu leikina n Í fyrsta sinn
sem komist hefur upp um svindl af þessari stærðargráðu í landsliðakeppni í skák
Björn Teitsson
blaðamaður skrifar bjorn@dv.is
Kasparov notaði
ekki tölvuforrit Garrí
Kasparov teflir hér við
Anatolí Karpov. Hann
sagðist vera agndofa yfir
svindlinu.
„Meira að segja hringdi
Garrí Kasparov í mig.
Hann var agndofa.
Heimsendir
í nánd
Þann 21. maí næstkomandi verður
heimsendir. Þetta segir bandaríski
predikarinn Harold Camping sem
rekur meira en 70 kristilegar út-
varpsstöðvar víðs vegar um heim-
inn. „Þessar gripdeildir, þessar lygar,
þessi illska og öll þessi kynferðis-
lega úrkynjun hlýtur að segja okkur
eitthvað,“ sagði Camping í útvarps-
þætti sínum. „Réttindabarátta sam-
kynhneigðra er af sama meiði. Guð
sendi okkur hana til að sýna okkur
að endalokin væru í nánd.“ Camping
segir að hann hafi komist að því að
heimsendir yrði þann 21. maí með
nákvæmri reikningsaðferð. Þá verða
liðin nákvæmlega 722.500 dagar
síðan Jesús frá Nasaret var kross-
festur. Talan 722.500 er mikilvæg því
hún er útkoman ef lagðar eru saman
heilögu tölurnar 5, 10 og 17 tvisvar.
„Þegar ég áttaði mig á þessu varð
ég frá mér numinn,“ sagði Camp-
ing. Rætist spádómurinn má búast
við að tvö prósent mannkyns muni
hverfa strax af yfirborði jarðar og
vakna því næst í paradís þegar krist-
ur stígur aftur til jarðar og dæmir lif-
endur frá dauðum. Hin 98 prósentin
munu hins vegar fara á „hinn stað-
inn“. Þá er bara að hafa það huggu-
legt þangað til.
Enn hætta
í Fukushima
Mikil geislavirkni mælist í nágrenni
við Fukushima Daiichi-kjarnorku-
verið í norðurhluta Japans. Þrátt fyrir
að vel hafi gengið við að beita þeim
óhefðbundnum aðferðum til að
kæla kjarnakljúfana að sprauta á þá
vatni, standa starfsmenn kjarnorku-
versins nú frammi fyrir þeim vanda
að vatnið sem notað er til verksins er
geislavirkt. Fyrstu mælingar sýndu
að geislavirkni í vatninu mældist 10
milljón sinnum meiri en æskilegt
er. Síðari mælingar sýndu þó að þær
tölur voru of háar, en líklegra er að
geislavirkni sé um 100 þúsund sinn-
um meiri en æskilegt er, en það er
engu að síður alvarleg staða. Starfs-
menn kjarnorkuversins þurfa nú
vatnsgeymslur til að koma geisla-
virka vatninu fyrir, því ekki er hægt
að losa það út í sjó. Vonast er til að
hefðbundið kælikerfi verksmiðjunn-
ar komist í gang innan skamms.
Sturlaðist vegna
kókgræðgi
42 ára fjölskyldufaðir frá
bænum Horsens á Jótlandi
í Danmörku sturlaðist
inni í matvöruverslun um
helgina. Ástæðan var sú
að matvörubúðin sem
maðurinn fór í ásamt
fjölskyldu sinni hafði
auglýst afslátt á Coca-
cola drykkjum. Eftir að
afgreiðslumaður búð-
arinnar tilkynnti fjöl-
skyldunni að takmörk
væru fyrir því hversu
mikið mætti kaupa af
gosinu vinsæla ákvað
maðurinn að slá af-
greiðslumanninn.
Afgreiðslumaðurinn
hlaut einungis minni-
háttar áverka en fjölskyldufaðirinn
var kærður til lögreglunnar.