Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2011, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2011, Side 24
24 | Sport Umsjón: Tómas Þór Þórðarson tomas@dv.is 28. mars 2011 Mánudagur Tap hjá Teiti n Teitur Þórðarson og félagar í Van- couver Whitecaps þurftu að sætta sig við tap í sínum öðrum leik í MLS-deild- inni en liðið tapaði á útivelli gegn Phila- delphia Union, 1–0. Whitecaps var án fjögurra sterkra leik- manna sem voru með lands- liðum sínum en MLS-deildin fylgir ekki landsleikjahléum. Framherji Whitecaps, Eric Hassli, fékk tvö gríðarlega heimskuleg gul spjöld snemma leiks og voru menn Teits því tíu inni á vellinum í ríflega hálf- tíma. U21 mætir Englandi n U21 árs landslið Íslands mæt- ir Englandi í æfingaleik í kvöld á Deepdale-vellinum í Preston. Fimm leikmenn sem voru með A- landsliðinu á Kýpur, þeir Al- freð Finnbogason Arnór Smárason, Birkir Bjarnason, Haraldur Björns- son og Guðmund- ur Kristjánsson koma með flugi á leikinn og taka mismikinn þátt í honum. Englend- ingar eru án margra sterkra manna en um helgina drógu sig meðal annars úr enska liðinu Chris Small- ing hjá Man. United og Jordan Hend- erson hjá Sunderland. Kolbeinn fyrir Carroll n Fram kom í enska blaðinu Daily Mirror um helgina að enska úrvals- deildarliðið Newcastle ætli sér að fylla í skarðið sem Andy Carroll skildi eftir sig með íslenska landsliðsfram- herjanum Kol- beini Sigþórssyni. Einnig sagði The People frá því að Fulham og Glas- gow Rangers væru á eftir Kolbeini. Kolbeinn varð fyrir því óláni að meiðast á Kýpur og gat því ekki tek- ið þátt í landsleiknum með Íslandi á laugardaginn. Akureyri deildarmeistari? n Þriðja síðasta umferðin í N1- deild karla í handbolta klárast í kvöld, mánudag, en Akureyring- ar geta orðið deildarmeist- arar með sigri á HK í Digranesi. Á sama tíma mætir FH-liði Selfoss á útivelli en Akureyri þar aðeins tvö stig úr síðustu þremur leikjunum til að verða meistari. Í Vodafone-höllinni taka Valsmenn á móti Aftureldingu. Hlíðarendapilt- ar hafa að litlu að keppa á meðan Afturelding er í mikilli fallbaráttu. Hættir ekki að skora n Mexíkóinn litli Javier Hernan- dez getur einfaldlega ekki hætt að skora. Hann hefur farið á kost- um með Man- chester United í vetur og skorað hvert markið á fætur öðru. Hann skoraði tvö mörk til við- bótar með mexí- kóska landslið- inu um helgina í æfingaleik gegn Paragvæ sem Mexíkó vann, 3–1. Fyrra markið skoraði hann með góðum skalla og hitt af stuttu færi. Alls er Hern- andez búinn að skora 14 mörk í 22 leikjum fyrir Mexíkó á sínum landsliðsferli. Molar VETTEL ÓSNERTANLEGUR Heimsmeistarinn í Formúlu 1, Sebastian Vettel, hóf titilvörnina með sigri í gær þegar hann kom langfyrstur í mark í Ástralíukapp- akstrinum, fyrsta Formúlumóti nýs keppnistímabils. Vettel var á rás- pól, hélt fyrsta sætinu eftir ræsingu, og var aldrei ógnað. Hann var því með pálmann í höndum sér frá byrj- un til enda, gat nýtt alla herfræði og dekkjataktík eins og hann vildi og varð á endanum 22 sekúndum fljótari í mark en Lewis Hamilton á McLaren. Maður dagsins var þó án efa Vitaly Petrov á Renault. Rússinn hélt þriðja sætinu eftir harða baráttu við tvöfaldan heimsmeistara, Fern- ando Alonso á Ferrari, og varð því fyrsti rússneski ökumaðurinn á pall í Formúlu 1. Mikið afrek hjá Petrov sem að stóru leyti hélt sæti sínu hjá liðinu í sumar vegna ríkra Rússa sem lögðu pening í liðið en ekki voru allir á eitt sáttir með frammistöðu hans í fyrra. Neitar að nota orðið drottnun Það er engum blöðum um það að fletta að Red Bull-bíllinn sem Vet- tel og Webber aka ber höfuð og herðar yfir alla aðra í Formúlunni, rétt eins og í fyrra. Vettel, sem varð yngsti heimsmeistari sögunnar síð- asta haust, reyndi þó að gera lítið úr orðinu drottnun sem allir vilja nota um hann og bílinn. „Ég vil ekki nota þetta orð þegar aðeins ein keppni er búin. Við áttum frábæra keppni í dag, söfnuðum fullt af stigum og höfðum gaman af,“ sagði Vettel við fréttamenn eftir keppnina. Það er þó erfitt fyrir Vettel að keyra niður háfleyg orð um bílinn og sig sjálfan því hann var ríflega 0,7 sekúndum fljótari en næsti maður í tímatökunni og var kominn með 2,4 sekúndna forskot á Lewis Hamilton eftir fyrsta hringinn í Ástralíu. „Tímabilið verður jafnt,“ ítrekaði Þjóðverjinn ungi. „Það er bara aðal- atriðið að komast í mark. Bíllinn var mjög góður þessa helgina og sér- staklega fljótur í keppninni. Fyrst og fremst var hann þó mjög traust- ur. Við gerðum heilmikið fyrir okk- ur sjálfa á laugardeginum með því að halda Lewis Hamilton og McLa- ren fyrir aftan okkur. Ég mun samt segja áfram við strákana að við eig- um langt og erfitt tímabil í vændum,“ sagði Vettel. Uppfærsla McLaren svínvirkaði Aðeins viku fyrir fyrstu keppni stefndi í allsvakalega erfitt tíma- bil hjá stórliði McLaren. Bíllinn var alltof hægur og hafði undirbúnings- tímabilið verið liðinu gríðarlega erf- itt. Mc Laren-menn ákváðu því að taka mikla áhættu og henda á bílinn stórri uppfærslu á föstudaginn fyr- ir keppnina. Það svona svínvirkaði þar sem Hamilton náði næstbestum tíma í tímatökunni og endaði keppn- ina í öðru sæti á eftir hinum ósnert- anlega Vettel. Heimsmeistarinn frá því 2008 var heldur betur ánægður með árangurinn en hljóðið í honum og liðsfélaga hans, Jenson Button, var orðið þungt þegar nær dró móti. „Ég er kominn aftur í slaginn,“ sagði Hamilton skælbrosandi eft- ir keppnina. „Ég er aðeins nokkrum stigum á eftir fyrsta manni sem er á miklu hraðskeiðari bíl. Við munum brúa þetta bil á milli okkar og Red Bull, ég er alveg viss um það. Það er samt alveg ljóst að Red Bull er með alveg frábæran bíl. Við sýndum samt í dag að við getum alveg keppt við þá. Við þurfum bara að komast enn nær þeim til að setja á þá smá pressu,“ sagði Hamilton sem stóð á verð- launapalli í 38. sinn á sunnudaginn. Sauber-draumurinn eyðilagður Sauber-liðið átti hreint frábæran dag í Ástralíu en ökumenn liðsins, Ser- gio Perez og Kamui Kobayashi end- uðu í sjöunda og áttunda sæti. Algjör draumadagur, sérstaklega fyrir Kob- ayashi sem hélt sig hafa sprautað smá gleði inn í hjörtu landa sinna í Japan eftir hörmungarnar sem hafa dunið á þar. Þegar í endamarkið var komið var stærð afturvængs beggja bíla dæmd of stór og var þeim því vísað úr keppni. Það þýddi að Paul Di Resta, nýliðinn hjá Force India, lyftist upp í tíunda sætið og halaði því inn gott stig í fyrstu keppni sinni í Formúlu 1. „Þetta kemur okkur mikið á óvart og er auðvitað leiðinlegt fyrir okkur,“ sagði tæknistjóri Sauber en liðið áfrýj- aði úrskurðinum. „Þessi vængur hjálp- aði okkur nákvæmlega ekkert í keppn- inni þannig að strákarnir geta alveg fagnað árangrinum í keppninni. En við erum auðvitað stigalausir sem er leiðinlegt eftir svona frábæran dag,“ sagði hann. Ökumenn liðsins, Perez og Kobayashi, voru þó af öllum sérfræð- ingum sagðir hafa ekið best. n Sebastian vann fyrstu For múlukeppni ársins í n Upp- færsla McLaren heppnaðist og Ha- milton varð annar n Draumadagur Sauber eyðilagður í endamarkinu Tómas Þór Þórðarson blaðamaður skrifar tomas@dv.is ÁSTRALÍA 2011 1. Sebastian Vettel Red Bull 1:29:30.259 2. Lewis Hamilton McLaren 1:29:52.556 3. Vitaly Petrov Renault 1:30:00.81 4. Fernando Alonso Ferrari 1:30:02.031 5. Mark Webber Red Bull 1:30:08.430 6. Jenson Button McLaren 1:30:24.563 7. Felipe Massa Ferrari 1:30:55.445 Aðrir voru hringaðir 1. Sebastian Vettel Red Bull 25 2. Lewis Hamilton McLaren 18 3. Vitaly Petrov Renault 15 4. Fernando Alonso Ferrari 12 5. Mark Webber Red Bull 10 6. Jenson Button McLaren 8 7. Felipe Massa Ferrari 6 8. Sebastian Buemi Toro Rosso 4 9. Adrian Sutil Force India 2 10. Paul Di Resta Force India 1 Stigakeppni ökuþóra 1. Red Bull 35 2. McLaren 26 3. Ferrari 18 4. Renault 15 5. Toro Rosso 4 6. Force India 3 Stigakeppni Bílasmiða Langfyrstur Vettel er langlíklegastur til að hampa heimsmeistaratitlinum, annað árið í röð. Ólöglegur Sauber-bílarnir voru dæmdir úr leik. MYND REUTERS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.