Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2011, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2011, Blaðsíða 3
Fréttir | 3Miðvikudagur 30. mars 2011 hún kynntist oftar en ekki ofbeldis- fullt. „Í raun var það meira og minna tengt ofbeldi, það snerist um það að strákarnir upplifðu sig valdamikla. Allt snerist um þá. Stundum sögðu þeir að ég væri feit, ljót og ógeðsleg og ætti ekkert gott skilið, það vildi mig enginn þannig að ég ætti að vera þakklát fyrir það að þeir vildu sofa hjá mér,“ segir hún og bætir því við að hún hefði alveg getað lifað án þess. „Eins var þetta oft harkalegt, þeir rifu í hárið á mér og flengdu mig. Stundum var ég marin og blá eft- ir þá og þegar verst lét átti ég erfitt með gang út af bólgum og sárum. Eitt skiptið vaknaði ég eftir blackout með ör undir brjóstinu. Ég veit ekki hvað gerðist og vona að ég fái aldrei að muna það. Sennilega var það eitt- hvað kynlífstengt. En ég fór aldrei til læknis því ég vildi ekki að þetta frétt- ist. Auðvitað var ég uppfull af skömm yfir því að leyfa fólki að koma svona fram við mig. Að þora ekki að segja nei og standa með sjálfri mér. Ég held að skömmin muni alltaf fylgja mér.“ Óttaðist um líf sitt Eitt af því sem hún óttaðist var að verða lamin ef hún gerði ekki það sem ætlast var til af henni. Sá ótti var ekki ástæðulaus. „Ég var stundum lamin. Einu sinni var ég lamin eft- ir átta daga vöku þegar ég var orðin svo rugluð að ég var farin að heyra ofheyrnir, sjá ofsjónir og dauðann fyrir aftan mig. Ég var skíthrædd við að deyja og kallaði á mömmu mína.“ Þrátt fyrir annarlegt ástand var hún tekin með í sveppaleit en skil- in eftir í bílnum því hún var hvorki í ástandi til þess að ganga um né halda andlitinu ef aðra vegfarend- ur bæri að garði. Geðheilsan var þó ansi tæp þar sem hún sat ein inni í bíl, útkeyrð og óttaslegin. „Ég var orðin skíthrædd og lagðist á flautuna til að fá fólkið sem fyrst aftur að bíln- um. Það virkaði en strákurinn kom hlaupandi, reif upp hurðina, dró mig út og skellti mér í steinahrúgu. Þar lagðist hann ofan á hálsinn á mér á meðan kærastan hans skrapaði steinum eftir andlitinu á mér. Bara af því að ég gaf frá mér hljóð um leið og ég var að biðja um hjálp. Þau vildu ekki vekja athygli á sér eða því að ég væri þarna með þeim í þessu ástandi.“ Skalf öll og nötraði Einhvern veginn fékk hún kraft til þess að ýta honum af sér og ná and- anum. „Þá henti hann mér inn í bíl þar sem þau sögðust ætla að taka mig með sér heim og nota mig sem boxp- úða, ég væri að fara að deyja. Um leið og ég felldi tár kýldi hún mig þar sem ég sat í aftursætinu. Þau áttu að skutla mér heim til vinar míns en neituðu að gera það eftir þetta. Sem betur fer hringdi hann og spurði hvar í fjand- anum ég væri, hann væri að bíða eftir mér. Eftir smá rifrildi gáfust þau upp og skutluðu mér til hans. Ég var ansi illa farin þegar ég kom til hans, skalf öll og nötraði, var útgrátin með hárið úti um allt. Ég var eins og lestarslys.“ Klukkutíma seinna fékk hún taugaáfall. „Ég skalf eins og víbra- tor í fullum gangi, gat hvorki talað né gengið. Ég vildi bara fá mömmu og pabba og hélt að hann væri að fela þau fyrir mér. Ég hélt líka að lögregl- an væri þarna. En ég var bara í áfalli.“ „Eins og litla tíkin þeirra“ Stundum svaf hún hjá stelpum. Aðal- lega til þess að gleðja strákana. „Þeir horfðu á mig gera þetta og hvöttu mig áfram. En síðan báru þeir út sögur um mig og niðurlægðu mig. Oft var búið að krydda þessar sögur verulega en ég reyndi að hlusta ekki á þær. Láta þær bara fara inn um annað eyrað og út um hitt svo ég héldi sönsum. Sumt var bara helber lygi, eins og að ég væri búin að fara í fóstureyðingu eða eitthvað. Annað sneri að því hvernig ég leit út að neðan, hvern- ig ég var vaxin og hvernig ég leit út. Ég sé það svo skýrt í dag hvernig þeir brutu mig niður og fylltu mig af van- líðan svo þeir gætu komið að hugga mig og fengið mig til þess að gera þetta aftur. Þetta var svona hringrás þar sem ég reyndi að gleðja þá og ganga í augun á þeim en var eins og litla tík- in þeirra. Ég gerði allt sem þeir báðu mig um að gera. Alltaf trúði ég þess- um fögru orðum þeirra, um að ég væri svo falleg að ég ætti þetta ekki skilið og að þeir myndu passa mig. Í hvert sinn var ég viss um að þetta myndi ekki gerast aftur. Þvílíkur mis- skilningur,“ segir hún blákalt. Misnotuð í dópgreni Ofbeldið var líka annars konar. Í dópgreni í Breiðholtinu var hún misnotuð af fullorðnum sprautu- fíkli þegar hún var aðeins þrett- án ára. Enn þann dag í dag er hún sannfærð um að henni hafi verið byrluð ólyfjan. „Þrátt fyrir að ég væri á örvandi efnum varð ég allt í einu svo syfjuð að ég varð að fara upp í rúm að leggja mig. Ég fékk lánuð náttföt hjá húsráðanda og fór svo inn að hvíla mig þar sem ég lá eins og lík þegar þessi maður kom inn og misnotaði mig. Mig langaði að kalla á hjálp en gat það ekki.“ Hún lýsir því þegar einhver kona gekk inn á þau og baðst afsökunar á því að hafa truflað. „Ég get ekki ímyndað mér hvernig hún sá það sem var að gerast. Mér fannst það allavega frekar augljóst. Eftir að hann hafði lokið sér af sagði hann að ég hefði átt þetta skilið því ég væri bara skítur. Enn í dag finn ég fyrir afleiðingum af því sem hann gerði mér. Nánd og traust eru ekki til fyrir mér, ég er skíthrædd við það.“ Seldi sig stelpum og strákum Eftir allt sem á undan var gengið bar hún ekki mikla virðingu fyrir sjálfri sér. Það eina sem hún vildi var að gleyma, deyfa sársaukann. Besta leiðin til þess var að dópa sig í hel. Til þess að verða sér úti um fíkni- efni notaði hún allar mögulegar leiðir. Yfirleitt fór hún peningalaus á djammið en fékk fíkniefni í skipt- um fyrir kynlíf. „Það var bara hluti af þessu. Undir það síðasta var bara sagt: „Ég á þetta, viltu?“ og þá vissi ég hvað það þýddi. Ég varð að sofa hjá strákunum eða totta þá. Ef þetta voru stelpur átti ég annaðhvort að fara niður á þær eða leyfa vinum þeirra að sofa hjá mér. Þetta var svona alls konar. Í raun er ekki langt síðan ég við- urkenndi það fyrir sjálfri mér að ég var að selja mig bæði stelpum og strákum fyrir fíkniefni. Ég áttaði mig fyrst á því þegar ég pældi í því hvort ég væri að sofa hjá þessu fólki fyrir sjálfa mig, hvort ég hefði gaman af því og hvort ég myndi gera það alls- gáð, ef ég væri ekki að fá neitt í stað- inn nema unun. Nei, var svarið og þá sá ég hversu djúpt ég var sokkin.“ Skammast sín heiftarlega Hingað til hefur hún ekki unnið úr þessari reynslu. „Ég held alltaf að ég geti allt sjálf en mér líður samt ekki vel með þetta. Ég skammast mín, ég veit að ég ætti ekki að gera það en ég geri það samt. Ég skammast mín alveg heiftarlega. Á þessum tíma var mér samt al- veg sama. Ég gerði bara það sem ég þurfti að gera. Þráin eftir félagsskap var ekki lengur drifkrafturinn held- ur fíknin. Efnin voru það sem ég sóttist eftir og ég vildi alltaf meira.“ Strauk endurtekið Áður en grunnskólanum lauk var Sigríður tvisvar send í neyðarvistun á Stuðlum og einu sinni á Barna- og unglingageðdeild. Í níunda bekk var hún tekin úr skólanum fram að sam- ræmdu prófunum í tíunda bekk. „Ég var alveg óviðráðanleg, í neyslu og með stæla, rífandi kjaft og með hót- anir. Ég var bara komin með ógeð á lífinu og orðið sama um allt og alla. Í þokkabót var ég alltaf að strjúka að heiman. Ég ætlaði ekki að leyfa foreldrum mínum að ráða ferðinni því þeir gátu ekki sætt sig við þessa þróun og reyndu að stoppa mig af. En mér fannst ég vera fullorðin og sá ekkert annað í stöðunni en að strjúka.“ Með eldri strákum til Hafnar Í eitt skiptið sem hún strauk fór hún austur á Höfn í Hornafirði með fullum bíl af strákum. „Lögreglan komst að því að ég væri með þeim og hringdi í okkur til skiptis þar til þrír þeirra fóru á taugum og lögðu af stað aftur í bæinn án mín. En mér var alveg sama, ég pældi ekkert í því. Ég vildi bara komast frá mömmu og pabba og fá frið til þess að vera í neyslu. Lögreglan náði svo tali af þeim þannig að þeir komu svo aftur að sækja mig.“ Bað um hjálp Eftir að hafa strokið ótal sinnum var hún send á fósturheimili. Þrjú reyndar á unglingsárunum. En allt kom fyrir ekki og hún náði ekki bata fyrr en hún fór á Vog í apríl 2009. Þá náði hún einu og hálfu ári án áfeng- is og fíkniefna. „Ég gat ekki meira. Ég var farin að nota ketamín, sem er staðdeyfilyf fyrir hross, mdma og kókaín en aðallega amfetamín og e- pillur. Litla systir mín er fjórum árum yngri en ég, fíngerð og mjó, en ég passaði í fötin hennar. Ég var ekki neitt neitt, enda komin með búle- míu ofan á allt annað. Ég leit í spegil og þekkti sjálfa mig ekki lengur. Um leið gerði ég mér grein fyrir því að ég var að verða tvítug en hafði ekki hugmynd um það hvað ég hafði gert við líf mitt. Vildi ég lifa í neyslu og deyja þannig – eða vildi ég eiga eitthvert líf? Ég vildi vera litlu systur minni betri fyrirmynd, eignast börn og hugsa um þau í stað þess að lifa sem ræsisrotta sem er ekkert nema byrði á þjóðinni. Þannig að ég bað um hjálp. Ég var orðin að hyski, dóphyski og var mjög sorglegur fíkniefna- neytandi. Ég bjó hér og þar og svaf stundum úti undir berum himni. Það var auðvitað ískalt að sofa úti en þegar þú lifir svona lífi verður þú bara að láta þig hafa það. Mér var alveg sama hvar ég var eða hvað ég gerði. Ég hirti illa um mig, fór aldrei í klippingu og þreif mig sjaldan.“ Vildi ekki vera án mömmu Síðasta vetur datt hún aftur í það en entist ekki lengi. Tveimur mánuðum síðar var hún komin aftur inn á Vog, búin að keyra sig í kaf og loka öllum dyrum að baki sér. „Ég bjó með strák sem var trúlofaður vinkonu minni áður en ég kom upp á milli þeirra. Ég er alveg siðlaus í neyslu og það var allt í klessu í kringum mig. Þetta var ekki staður sem ég vildi vera á. Bróðir minn afneitaði mér og lét sem ég væri ekki til. En það hjálpaði mér að hætta að allir skyldu loka á mig og neita að hjálpa mér fyrst ég valdi þessa leið. Ég hafði kynnst því að búa hjá foreldrum mínum, eiga öruggt þak yfir höfuðið og hafa alltaf aðgang að mat. Mig langaði í það aft- ur. Mig langaði að sjá mömmu mína á hverjum degi, geta tekið utan um hana og fengið hlýju. Ég vildi ekki vera án þess lengur. Og núna tekur bróðir minn utan um mig og segir mér að hann elski mig.“ Situr ekki föst í sjálfsvorkunn Með tímanum hefur hún lært að sættast við sig og reynslu sína. „Mér hefur tekist að hætta að kenna sjálfri mér um það hvernig líf mitt hefur verið. Auðvitað á ég stundum slæma daga þar sem ég ásaka sjálfa mig fyr- ir allt, en alla jafna er ég meðvituð um það að ég var fórnarlamb að- stæðna á þessum tíma. En það þýð- ir ekki að ég sé fórnarlamb í dag, ég er það ekki og ætla mér ekki að sitja föst í sjálfsvorkunn. Ég hef annað og betra við tímann að gera. Ég veit þó að ég þarf hjálp til þess að vinna úr þessu og setja mörk, þótt það hafi lagast og ég nái stund- um að segja nei. Það tekur enn á að standa með sjálfri mér og ég upplifi mig bæði vonda og leiðinlega. En ég lærði það hjá geðlækninum mínum að fara reglulega inn í sjálfa mig, taka utan um mig og gefa mér smá hlýju. Það gengur misvel en ég ætla ekki að hætta því fyrr en það tekst.“ „Ég valdi að lifa“ Nú er hún í meðferð vegna kvíða og þunglyndis. Óttinn fylgir henni enn. „Ég er skíthrædd við að hitta þetta fólk en ég veit ekki hvort það muni yfirhöfuð eftir mér eða hvort það myndi þá segja eitthvað. Þess vegna vil ég helst ekki vera ein neins staðar nema heima hjá mér þar sem ég er örugg. Ljósi punkturinn í því er að ein- manaleikinn fylgir mér ekki lengur. Ég á líka bæði vinkonu og kærasta sem ég get talað við og stjúpdóttur sem er hænd að mér. Lífið er æði þegar ég kynntist því í raun. Bara það að einhver þurfi á mér að halda og vilji vera til staðar fyrir mig er mögnuð tilfinning,“ segir hún bros- andi um leið og hún útskýrir það af hverju hún vilji segja sögu sína í DV. Það eru tvær ástæður fyrir því. „Margir þekkja brot úr minni sögu og dæma mig fyrir það hver ég er og hvaðan ég kem. Því vil ég að rödd mín heyrist. Síðan vil ég hjálpa öðrum sem kunna að vera í sömu stöðu og ég var í. Mig lang- ar að þeir viti það að þeir eru ekki einir og að það þarf enginn að lifa svona. Í dag á ég mér bjarta fram- tíð, annars staðar en í snörunni. Fyrir mér var þetta spurning um líf eða dauða, því neyslan bauð ekki upp á líf, bara dauða. Ég valdi að lifa.“ „Mér leið rosalega illa, eins og ég væri Palli sem var einn í heiminum, fangi í þessum heimi. „Eins var þetta oft harkalegt, þeir rifu í hárið á mér og flengdu mig. Stundum var ég marin og blá eftir þá og þegar verst lét átti ég erfitt með gang út af bólgum og sárum. „ Fyrir mér var þetta spurning um líf eða dauða, því neyslan bauð ekki upp á líf, bara dauða. Ég valdi að lifa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.