Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2011, Blaðsíða 20
20 | Fókus 30. mars 2011 Miðvikudagur
Tónleikar til heiðurs Jóni Múla Árnasyni sem hefði orðið níræður 31. mars:
„Skemmtileg lög sem lifa“
Útvarpsmaðurinn og lagahöfund-
urinn Jón Múli Árnason hefði orð-
ið níræður fimmtudaginn 31. mars
næstkomandi. Í tilefni af því verð-
ur efnt til tónleika í Salnum í Kópa-
vogi þar sem Ómar Ragnarsson,
Ragnar Bjarnason, Ellen Kristjáns-
dóttir, Magga Stína og Sigurður
Guðmundsson munu syngja mörg
þekktustu lög Jóns Múla við texta
Jónasar bróður hans.
Hljómsveitina skipa Eyþór
Gunnarsson, Óskar Guðjónsson,
Scott MacLemore og Valdimar
Kolbeinn Sigurjónsson. Tónleik-
arnir hefjast klukkan 20.
Eyþór segir lög Jóns Múla
óþrjótandi uppsprettu fyrir tón-
listarfólk að leika sér að. „Þetta eru
skemmtileg lög sem lifa og enda-
laust gaman að spila þau,“ segir Ey-
þór sem lofar skemmtilegu kvöldi.
„Ragnar Bjarnason söng mörg
upphafleg laga Jóns Múla með
Ellý Vilhjálmsdóttur, á tónleikun-
um kemur Ellen Kristjánsdóttir í
hennar stað og syngur með hon-
um þessi lög. Þá syngja Magga
Stína og Sigurður Guðmundsson í
Hjálmum saman nokkur lög, þau
eru óborganlegur dúett, og Ómar
Ragnarsson gerir nokkrum lögum
hans góð skil eins og honum er
einum lagið.“
Eyþór ætlar sjálfur að taka lagið
með dætrum sínum þremur, Sig-
ríði, Elísabetu og Elínu, sem allar
eru söngkonur. „Ég syng nú sjaldn-
ast en ætla að gera það í þetta
skiptið. Saman ætlum að syngja
lagið Brestir og brak.“
kristjana@dv.is
Jón Múli heiðraður Tónlistarfólk heiðrar
minningu Jóns Múla Árnasonar í tilefni þess
að hann hefði orðið níræður á fimmtudag-
inn. Hér er litið inn á æfingu undir stjórn
Eyþórs Gunnarssonar.
Glæpasaga
til styrktar
langveikum
börnum
Morð og möndlulykt,
nóvella úr smiðju
Camillu Läckberg, er
komin út í bókbandi.
Camilla Läckberg er
meðal vinsælustu
glæpasagnahöfunda
Evrópu og íslenskir lesendur hafa tekið
bókum hennar vel. Nú hefur hún í samstarfi
við bókaútgáfuna Uppheima kosið að
styrkja Umhyggju, félag til stuðnings lang-
veikum börnum. 100 kr. af andvirði hverrar
seldrar bókar renna til félagsins.
Eldri konur vilja
vera kynverur
Eldri konur vilja vera meiri kyn-
verur á hvíta tjaldinu. Þetta segir
könnun sem breska kvikmyndaráðið
gerði um daginn um ímyndir í kvik-
myndum. 61% kvenna á aldrinum
51–75 svaraði í þessa áttina. Í sömu
könnun kemur í ljós að samkyn-
hneigðir og svartir vilja minni athygli
í þessa veru og að svartir deila mjög
á hversu mikið tilvera þeirra er tengd
fíkniefnum og glæpum. Til stend-
ur að leggja breska kvikmyndaráð-
ið niður og er þessi rannsókn með
þeim síðustu sem ráðið gerir.
Takmarkalaus
Kvikmyndin Limitless, eða Tak-
markalaus, er sú mynd sem íslensk-
ir bíógestir vilja helst sjá um þessar
mundir á eftir íslensku myndinni
Okkar eigin Osló sem hefur einnig
gengið vel í íslenska bíógesti. Í
myndinni segir af vonlitlum rit-
höfundi sem kynnist dularfullum
manni sem býður honum að prófa
nýtt lyf sem á að opna fyrir skilning-
arvitin og víkka sjóndeildarhring-
inn. Rithöfundurinn ákveður að
prófa lyfið og í kjölfarið tekur hann
stakkaskiptum. Hann skrifar þó
ekki verðlaunaskáldsöguna heldur
gerist fjármálasnillingur. En líkt
og með mörg önnur lyf hefur það
aukaverkanir og í þessu tilfelli afar
óheppilegar og eykst þá spennan.
Íslenskir lista-
menn hrifnir af
Tiger Lillies
Það var hljómsveitin Tiger Lillies
sem samdi nýjan söngleik, Strý-
hærða Pétur, sem nú er færður upp
á fjölum Borgarleikhússins. Söng-
leikurinn hefur hlotið fjölda við-
urkenninga og verðlauna, meðal
annars Laurence Olivier-verðlaun-
in sem besta gamanleikrit ársins
2002 og þá fékk leikritið tilnefningu
til Grammy-verðlauna árið 2003.
Sveitin sem syngur helst um undir-
heimalýð Lundúna fyrri daga á hug
og hjörtu íslenskra listamanna um
þessar mundir en Tiger Lillies samdi
eins og kunnt er upphafslag myndar
Valdísar Óskarsdóttur, Sveitabrúð-
kaups.
H
allgrímur Ólafsson leikari
hefur í vetur leikið í Gaura-
gangi, Fjölskyldunni, Fólk-
inu í Kjallaranum og Elsku
barni. Fyrir öll hlutverk sín hefur
hann fengið glimrandi góða dóma.
Einn þann besta fékk hann fyrir hlut-
verk sitt í Elsku barni sem er eitt það
dramatískasta hlutverk sem hann
hefur tekið að sér á leikferli sínum.
Í dómi Jón Viðars um leikverkið
segir til að mynda: „En bestur var
Hallgrímur Ólafsson sem eiginmaður
konunnar, faðir hinna dánu barna.
...Þetta var frábærlega vel túlkað af
Hallgrími, og auðheyrt og -fundið að í
salnum voru ýmsir djúpt snortnir. Það
hefur verið gaman að fylgjast með
þessum unga leikara frá því hann
byrjaði hjá Leikfélagi Akureyrar, fór
síðan í Borgarleikhúsið með Magn-
úsi Geir; hversu vel hann hefur nýtt
öll tækifæri sem hann hefur fengið,
bæði í alvöru og skopi, og vaxið jafnt
og þétt. Með sama áframhaldi stefnir
hann í að verða stór dramatískur leik-
ari; hann hefur alla tilfinningalega og
vitsmunalega burði til þess, eða ann-
að fæ ég ekki ráðið af því sem ég hef
séð til hans. En það er auðvitað allt
undir því komið að leikhúsið búi vel
að honum.“
Langar að reyna sig frekar í
dramatík
Hallgrímur segist taka góðum dóm-
um vel, sérstaklega Jóns Viðars.
„Maður les nú alltaf dómana hans
því hann er svo beinskeyttur. Hann
hefur minnst á það nokkrum sinnum
að leikstjórar eigi að láta á mig reyna
í dramatík, ekki bara gríni og glensi,
og ég held að því hafi bara verið hlýtt,
segir hann og brosir. „Sjálfum finnst
mér ég eiga auðveldara með hlutverk
sem eru músíkölsk og einkennast af
gríni og glensi en nú er ég samt for-
vitin eftir þessa reynslu af að leika
í Elsku barni að reyna mig frekar í
dramatík.“
Sápukúlur og konfetti í stað
blóðs og hryllings
Nú fer Hallgrímur með nokkur hlut-
verk í fjörugri sýningu, einhvers kon-
ar farsakenndum hryllingi eða rusl-
óperu, Strýhærða Pétri.
„Ég fer með nokkur hlutverk í
þessari sýningu. Ég leik Manga, strák
sem er orðinn of feitur og neitar að
borða matinn sinn þannig að hann
horast niður og deyr. Svo er ég hann
Konráð þumaltott, strákur sem vill
ekki hætta að sjúga á sér þumal-
inn þannig að það kemur maður og
klippir hann af.“
Þetta hljómar nokkuð ógnvæn-
legt, eru leikhúsgestir ekki að óa og
æja yfir þessu? „Nei, alls ekki,“ segir
Hallgrímur. „Jón Páll leikstjóri lagði
upp með það í upphafi að upplifun-
in yrði ekki slík. Í sýningunni er vatn
ekki vatn og blóð er ekki blóð. Þess í
stað eru sápukúlur og konfetti-papp-
írsskraut. Þetta er því alvöru leikhús,
ógeðið á sér stað inni í hausnum á
þér. Ekki á sviðinu.“
Róar ungbarnið með
hryllingstónlist
Hallgrímur er tveggja barna faðir og
í sambúð með unnustu sinni, Matt-
hildi Magnúsdóttur lögfræðingi.
Skyldi hann hræða þau með svona
ógurlegum ævintýrum heima við?
„Stelpan mín er að verða tólf ára
og hún er búin að koma og sjá sýn-
inguna. Ég var búinn að vera að
hræða hana með sögum úr sýning-
unni en hún lét það lítið á sig fá og
skemmti sér vel á sýningunni. Síðan
er það svo undarlegt með minn litla.
Hann er nú aðeins 8 mánaða en ekk-
ert kemur honum í jafngott skap og
tónlistin úr Strýhærða Pétri. Ég er
með hana á diski í bílnum og sú tón-
list er sú eina sem dugar,“ segir Hall-
grímur og skellir upp úr.
Talar fallega um Davíð Oddsson
„Ég er nú annars lítið í því að hræða
börnin mín skipulega. Sjálfur var ég
alltaf hræddur með því að mér yrði
skutlað rakleiðis upp í „Villingaholt“
ef ég hætti ekki að vera óþekkur. Þar
átti að vera einhver Jón sem var aga-
lega, skelfilegur.“
Fram undan hjá Hallgrími er að
klára sýningar leikhússins. Einhverjar
æfingar verða með vorinu á verkum
haustsins og er Hallgrímur farinn að
máta sig í ýmis hlutverk næsta leikárs.
Þótt væntingar til Hallgríms séu
hvað mestar hjá leikdómurum hvað
varðar dramatískan leik þá þykir hann
flinkur gamanleikari og sjálfur er
hann með endemum stríðinn. Blaða-
maður ber undir hann sögur af stríðni
hans í leikhúsinu. „Jú, ég er stundum
að varpa svona sprengjum og hleyp
svo bara í burtu. Tala kannski fallega
um Davíð Oddsson í tvær mínútur og
labba svo bara í burtu. Þú ættir að sjá
hvað gerist!“ segir hann og skellir upp
úr.
Kallaður „No nonsense Halli“
Hallgrímur er stundum kallaður „No
nonsense-Halli“ af vinum sínum.
Honum þykir eitt helsta skáldverk Ís-
lendinga, Íslandsklukkan, afbragðs-
svefnlyf, á bágt með að umgangast
fólk sem talar ekki um annað en spelt
og hörfræolíu og þolir ekki tilgerð.
„Ég er bara svo einfaldur,“ segir
Hallgrímur. „Það þarf ekkert að vera
að flækja allt svona ógurlega mikið
með einhverju bulli.“
Hallgrímur segir upplifun sína af
Leiklistarskólanum hafa verið nokk-
uð sterka í þessu tilliti. „Ég átti ekki
heima þar, býst ég við. Ég kom frekar
seint inn í leiklistarnám, hafði áður
starfað sem sölumaður og kom frá
Akranesi í þokkabót þar sem lífið þyk-
ir ekki flókið,“ segir hann og hlær.
kristjana@dv.is
Hallgrímur Ólafsson
leikari er stundum kallaður
„No nonsense-Halli“ af
félögum sínum. Honum
þykir eitt helsta skáldverk
Íslendinga, Íslandsklukkan,
afbragðssvefnlyf, á bágt
með að umgangast fólk
sem talar ekki um annað
en spelt og hörfræolíu og
þolir ekki tilgerð. Hallgrímur
hefur fengið glimrandi
góða dóma fyrir hlutverk
sín í vetur og þykir einn sá
efnilegasti í leikhúsinu í dag.
Þolir ekki tilgerð
„Ég tala
kannski
fallega um
Davíð Oddsson
í tvær mínútur
og labba svo
bara í burtu.
Stríðnispúki Hallgrímur er
mikill stríðnispúki og getur
sjaldnast látið það vera að
gera at í fólki. MYND RÓBERT REYN ISSON