Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2011, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2011, Blaðsíða 29
Fólk | 29Miðvikudagur 30. mars 2011 Ballettdansmærin Sa-rah Lane sem dansaði erfiðustu senurnar fyrir Natalie Portman í myndinni Black Swan er ekki sátt. Sa- rah segist hafa dansað næst- um því allt af því sem sýnt er í myndinni en ekki Natalie Portman líkt og haldið hafi verið fram. Framleiðendur myndarinnar hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir segja það ekki rétt og leik- stjórinn hefur einnig stutt Portman. „Þeir vildu skapa þessa ímynd um að Natalie væri einhvers konar undrabarn. Að hún væri svo hæfileikarík að hún gæti orðið ballerína á einu og hálfu ári. Í raun bara út af Óskarsverðlaununum,“ sagði Sarah í samtali við Entertainment Weekly. „Þetta er móðgandi fyrir greinina alla en ekki bara mig. Ég hef verið í þessu í 22 ár. Getur maður orðið atvinnupíanisti á einu og hálfu ári?“ hélt Sarah áfram og talaði um að Portman líktist atvinnudansara ekki á nokkurn hátt. Hún væri stíf og gæti ekki farið upp á tærnar eins og alvöruballerína. Framleiðendur Black Swan hafa sent frá sér yfir- lýsingu vegna málsins þar sem þeir þökkuðu Lane fyrir samstarfið en sögðu engu að síður að Portman ætti heiðurinn að mestöllum dansinum. Þá hefur leikstjóri myndarinnar stigið fram og gengið enn lengra. „Ég fékk klipparann til þess að fara yfir þetta og svona er raunveruleikinn í þessu máli,“ sagði Dar- ren Aronofsky. „Það eru 139 danssenur í myndinni. 111 eru alfarið með Natalie Portman og í 28 dansar varadansarinn hennar Sarah Lane. Ef maður tekur þetta saman þá er þetta um 80 prósent bara Natalie. Það eru tvær mjög flóknar danssenur í myndinni þar sem andlitinu er breytt en þrátt fyrir það eru skotin af varadansaranum víð og yfirleitt um ein sekúnda. Þannig að meira en 90 prósent af þeim dansi sem sést er Natalie,“ bætti Aronofsky við og tók fram að allt tal um að Portman ætti ekki heiður skilið fyrir frammi- stöðuna í myndinni væri vitleysa. „Þá dansaði hún 85 sekúndna opnunaratriðið alfarið sjálf þar sem hún endar uppi á tá. Þar er engri tölvutækni beitt.“ Sjálf hefur Portman ekkert tjáð sig um málið en hún hreppti Óskarsverðlaunin fyrir hlutverkið á dög- unum auk fjölda annarra verðlauna. Ekki síst vegna þeirra ótrúlegu hæfileika sem hún sýndi sem dans- ari. Rapparinn Snoop Dogg heiðraði um helgina minningu vinar síns og samstarfsfélaga, Nate Dogg, sem lést nýverið. Snoop lét húðflúra stærðarinnar andlitsmynd af rapparanum á hand- legg sér og undir henni stendur „Allir hundar fara til himna“. Snoop og Nate ólust upp saman í rappheim- um ef svo má að orði komast. Þeir áttu báðir stóran þátt í vinsældum vesturstrandarrapps í Bandaríkjun- um í upphafi tíunda áratugarins. Nate Dogg hafði verið heilsulítill undanfarin ár eftir að hann fékk heilablóðfall. Hann lést svo 41 árs að aldri 15. mars síðastliðinn. Poppprinsessan Britney Spears vakti mikla lukku með óvænt-um tónleikum í San Franc- isco á sunnudag. Tónleikagestir og poppspekúlantar voru sammála um að þetta hefðu verið hennar bestu tónleikar í áraraðir. Britney þótti lífleg og áþekk því sem hún var fyrir um áratug þegar hún var að slá í gegn. Tónleikarnir voru í styttri kantinum en Britney tók meðal annars lögin Hold It Against Me, Big Fat Bass og Till the World Ends. Tónleikarnir voru svo sýndir í sjónvarpi á þriðjudag í þættinum Good Morning America. FRÁBÆR BRITNEY Britney Spears Nálgast sitt besta form. Sarah Lane segist eiga heiðurinn af dansinum í Black Swan: DEILT um dans- hæfileika Natalie og Sarah Dönsuðu báðar í myndinni Black Swan. HEIÐRAR MINNINGU FALLINS FÉLAGA Snoop Dogg minnist Nate Dogg: Snoop Dogg Með vin sinn Nate Dogg. www.birkiaska.is Birkilauf (Betulic) hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox). Birkilaufstöflur www.birkiaska.is Minnistöflur Bætir skammtímaminnið. Nýtist fólki sem er undir álagi og fæst við flókin verkefni. Hentar vel fyrir eldri borgara, lesblinda og nemendur í prófum. Dregur úr streitu, eykur ró og bætir skap.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.