Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2011, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2011, Blaðsíða 12
12 | Fréttir 30. mars 2011 Miðvikudagur - Þegar hreinlæti skiptir máli Sími 510 1200 www.tandur.is TASKI kynningarverði A T A R N A EFTIRLÝSTUR FYRIR OFBELDISHÓTANIR n Býr á götunni n Er á flótta undan lögreglunni n Hótaði starfsfólki Vinnumálastofnunar ítrekað ofbeldi n Sat í fangelsi fyrir að rassskella konu og ráðast á sýslumann „Tel ég það skipulagt bögg og fer því fram á að ef við X eigum einhvern tíma að hittast að yfirmaður hennar verði viðstaddur ... Ég skal svo redda sjúkrabílnum eftir þörfum á þeim fundi ... (Ég er margdæmdur ofbeld- ismaður ... Og víla ekki fyrir mér að kaghýða konur úti á miðri götu ...!).“ Afdrifaríkt fundarboð Þetta er smá brot úr svari Sævars Óla Helgasonar við þessum pósti frá Vinnumálastofnun: „Góðan dag, þú ert boðaður í viðtal hjá ráðgjafa Vinnumálastofnunar, mánudaginn 27. desember kl. 13:30 að Engjateig 11. Vinsamlegast hafðu ferilskrá þína meðferðis.“ Eins og sjá má brást Sævar Óli hinn versti við fundarboðinu og er nú á flótta undan lögreglunni sem leitar hans vegna hótana um líkams- meiðingar sem komu fram í þessum tölvupósti og fleirum. Sævar Óli, sem ætlar ekki að gefa sig fram við lög- reglu strax, hafði samband við DV í von um að koma sögu sinni á fram- færi. Það verður ekki gert hér og nú. Málið á sér þó dýpri rætur þar sem Sævar Óli hefur lengi barist gegn embættismannakerfinu sem hann sakar um að hafa brotið á sér. Býr á götunni Hann hefur tvisvar setið í fangelsi vegna líkamsárása, í annað skiptið fyrir að rassskella konu og í hitt skipt- ið fyrir árás á sýslumanninn á Sel- fossi. Oftar hefur hann verið tengd- ur við hin ýmsu mál, þar á meðal líkamsárás gegn fósturföður sínum og fjármögnun á fíkniefnasmygli án þess að hægt hafi verið að færa sönn- ur fyrir því. Engu að síður hefur það orðið til þess að hann þurfti að segja sig frá veitingarekstri sem hann var með, missti fótanna og öll tengsl við fjölskylduna. Nú býr hann á götunni, fær að gista eina og eina nótt hjá vin- um og kunningjum og lifir á atvinnu- leysisbótum. Og stendur í stríði við Vinnumálastofnun. Óttaðist tekjumissi Ástæðuna fyrir þessum harkalegu viðbrögðum segir hann að rekja megi til þess að hann ætlaði sér að vera úti á landi yfir hátíðarnar og fram á nýja árið. Hann hafi ver- ið skítblankur og hræddur um að missa bæturnar ef hann mætti ekki á fundinn. Í svari sínu krafðist hann einn- ig skýringa á því af hverju hann var boðaður óvænt til þessa fundar og kvartaði hann undan því að fá „no reply“-póst sem lendir sjálfkrafa í ruslhólfinu. Sagðist síðan hafa ítrek- að reynt að ná sambandi við viðkom- andi ráðgjafa en án árangurs. „Þegar hún hringdi til baka lét hún hringja í það stuttan tíma að ómögulegt var að ná símanum.“ Í samtali við DV segir hann að það hafi staði til að skerða bætur hans ef hann mætti ekki á fundinn, sem hann komst ekki á þar sem hann ætlaði að vera úti á landi hjá vinum yfir hátíðarnar. Honum þykir ófor- kastanlegt að hægt sé að beita hann slíkum brögðum ella skerða bætur hans. „Það var enginn tími til þess að kæra það og fá leiðréttingu áður en til næstu útborgunar kæmi,“ útskýr- ir hann en hann á ekki rétt á fullum bótum og fær allajafna um 140.000 krónur útborgaðar um hver mánaða- mót. Vegna leiðréttingar á persónu- afslætti hefur hann þó ekki fengið nema 100.000 krónur síðustu mán- uði. Sér ekki eftir þessu Óskammfeilinn viðurkennir hann að tölvupósturinn sem hann sendi hafi verið ansi harðorður en segist ekki sjá eftir orðum sínum. „Ég sé ekkert eftir þessu,“ segir hann og bætir því við að hann hafi verið kominn í þrot. Þótt það réttlæti ekki gjörðir hans segist hann hafa reynt að ná eyrum ráðamanna en án árangurs. Nú sé kominn tími til þess að á hann sé hlustað. Auk þess sem hann hótaði um- ræddum starfsmanni hótaði hann einnig að loka starfsstöðinni ef ekki yrði samþykkt að Vinnumálastofnun myndi greiða fargjaldið til Reykjavík- ur og gistingu á hóteli ef svo færi að hann yrði skikkaður til þess að mæta á fundinn, því eins og áður sagði ætl- aði hann að eyða hátíðunum úti á landi í faðmi góðra vina. Hótaði manni og öðrum Forstjóri Vinnumálastofnunar, Giss- ur Pétursson, hafði þá samband við Sævar Óla, fann annan fundar- tíma með honum og bað hann svo um að láta af þessum hótunum ell- egar myndi hann kæra hann til lög- reglunnar. Sævar Óli sætti sig ekki við það og sneri því í kjölfarið upp á Gissur að hann væri að hóta sér. Í kjölfarið sendi hann bréf bæði á Vinnumálastofnun og velferðar- ráðuneytið þar sem hann sagði meðal annars: „Svona hegðun er ekkert annað en skýr ögrun, hótun og embættismannahroki af sinni hreinustu sort... Og ég er brjálaður útaf...!“ Hann bætti því svo við að ef Gissur myndi ekki biðja hann af- sökunar, persónulega og skriflega, á bæði hegðun sinni og framferði, sem og vegna sinnar stofnunar og starfsfólks lofaði hann því að ganga milli bols og höfuðs á honum. Hann lét ekki þar við sitja held- ur sagði að ef ekki yrði skipað- ur hlutlaus aðili til fundarstjórn- ar og eftirlits með hegðun fulltrúa Vinnumálastofnunar á væntanleg- um fundi þeirra myndi hann ekki ábyrgjast líkamlegt heilbrigði við- komandi starfsmanns. „Því ég mun væntanlega taka út allan þann pirr- ing sem samskipti mín við Vinnu- málastofnun og forstjóra hennar hafa skapað á líkama viðkomandi starfsmanns... Minni ég því enn og aftur á að ég er margdæmdur of- beldismaður. Og ég tek ekki svona hegðun, ögrunum, virðingarleysi og valdsmannshroka þegjandi og/eða án ofbeldis.“ Betra að láta handtaka sig Málinu hefur verið vísað til lög- reglu sem lítur það alvarlegum augum þegar svona hótanir ber- ast að sögn Friðriks Smára Björg- vinssonar sem er yfir rannsóknar- deildinni. Hann segir þó að mál af þessu tagi séu ekki mjög algeng, þar sem fólki sé hótað með alvarlegum hætti. Nú sé búið að boða Sævar Óla til yfirheyrslu sem hann sinnti ekki og því hefur verið gefin út handtökuheimild á hann eins og lög gera ráð fyrir. Lög- reglan bankaði svo upp á hjá vini hans sem skýtur reglulega yfir hann skjóls- húsi en Sævar Óli var ekki þar. Sá kom skilaboðum til hans og hefur Sæv- ar Óli ver- ið á flótta síðan, tók batteríin úr sím- anum þannig að ekki væri hægt að ná í hann eða fylgj- ast með honum. Friðrik Smári segir að lögreglunni takist alltaf að hafa uppi á eftirlýstum ein- staklingum fyrir rest en það geti tekið mislangan tíma og það fari eftir eðli málsins hversu mikið sé lagt í að hafa uppi á viðkom- andi. Sjálfur segist Sævar Óli vera á flótta: „Ég lít svo á að ég sé á flótta undan lögreglunni. Ef ég er kallað- ur til yfirheyrslu greiðir hún ekki lögfræðikostnað fyrir mig en hún gerir það ef ég verð handtekinn. Það er því betra fyrir mig að þeir elti mig uppi og handtaki mig en að ég gefi mig fram.“ Hann segist nefnilega ekki hafa tök á að greiða sjálfur fyrir aðstoð lögmanns. „Þetta er ekkert líf“ Sævar Óli er eins og fyrr segir á ver- gangi, fær að gista eina og eina nótt hjá vinum sínum, sefur stundum úti undir berum himni og borðar lítið sem ekkert. Hann telur að brotið hafi verið á sér og vill að réttlæt- ið nái fram að ganga en er orðinn þreyttur, reiður og vonlaus: „Þetta er ekkert líf,“ segir hann um leið og hann bíður þess að fara aftur í fangelsi. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is „Ég er margdæmdur ofbeldismaður ... Og víla ekki fyrir mér að kaghýða konur úti á miðri götu ...! MYND RÓBERT REYNISSON

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.