Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2011, Side 25

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2011, Side 25
Sport | 25Miðvikudagur 30. mars 2011 Hann er Alain Prost og ég Ayrton Senna, segir Hamilton: Alonso erkióvinur Hamiltons Það er alvitað að grunnt er á því góða milli fyrrverandi heimsmeistaranna í Formúlu 1, Lewis Hamilton á McLa­ ren og Fernandos Alonso hjá Ferrari. Þegar þeir óku báðir fyrir McLaren kom þeim afar illa saman en Spán­ verjinn Alonso gat aldrei sætt sig við að ungstirnið Hamilton skyggði á hann. Kemur fram í nýrri bók um ævi Bernies Ecclestone að Alonso bað liðstjóra McLaren meðal annars um að sjá til þess að Hamilton yrði bens­ ínlaus í Ungverjalandskappakstrin­ um árið 2007. Í viðtali við breska blaðið The Guardian segir Lewis Hamilton þýska heimsmeistarann Sebasti­ an Vettel ekki sinn aðalkeppninaut, þrátt fyrir að vera ríkjandi meistari og á besta bílnum í ár. Bendir hann á það undirliggjandi hatur sem er á milli hans og Alonso og segir Spán­ verjann þann sem hann vill sigra. „Ég mun alltaf halda því fram að Fernando sé erkióvinur minn og helsti keppinautur,“ segir Hamilton í viðtali við The Guardian. „Í sögu­ legu samhengi lít ég á Fernando sem Alain Prost ef við værum Prost og Senna. Ég væri auðvitað Senna,“ seg­ ir Hamilton en Prost og Senna háðu marga hildi í Formúlu 1 á árum áður. Hamilton hélt áfram að líkja nú­ verandi ökumönnum við þá sem gerðu íþróttina fræga. Hann segir Se­ bastian Vettel vera líkan Nigel Man­ sell sem varð heimsmeistari í For­ múlu 1 árið 1992. „Vettel er ekki minn helsti keppi­ nautur. Ef hann heldur áfram að vera á bíl eins og Red Bull er með núna, þá kannski. En þegar McLaren­bíll­ inn minn verður orðinn jafnfljótur fáum við að sjá alvöru kappakstur. Ætli hann sé ekki hinn nýi Mansell? Ekki það að ég myndi segja hann jafngóðan og Mansell samt,“ segir Lewis Hamilton. tomas@dv.is Mun segja já við Arsenal n Hollenski landsliðsmarkvörðurinn Martin Stekelenburg sem lengi hefur verið undir smásjá Manchester Uni­ ted er nú sam­ kvæmt fregnum á teikniborðinu hjá Arsenal. Uni­ ted hefur verið með útsendara á öllum leikjum Stekelenburgs undanfarið ár en nú virðast rauðu djöflarnir vera komnir í samkeppni við fjandmenn sína hjá Arsenal. Stekelenburg hefur líka áhuga á að fara til Arsenal. „Ef tilboð kemur það, þá tek ég því,“ segir Stekelenburg við spænska blaðið Sport. Passaðu drykkjuna n Enski landsliðsþjálfarinn Fabio Capello hefur tekið framherja Liver­ pool, Andy Carroll, á eintal og varað hann við afleið­ ingum mikillar áfengisdrykkju en Carroll hefur í gegnum tíðina ekki þótt leiðin­ legt að fá sér að­ eins í aðra tána. „Andy finnst gott að fá sér bjór en hann verður að bæta sig og drekka minna. Ég er búinn að tala við hann um þetta,“ sagði Capello fyrir leik Englands gegn Gana í gærkvöldi þar sem Carroll var í byrjunarliðinu. Mega fá Canales n Real Madrid hefur látið Liverpool vita að liðið getur fengið spænska miðjumanninn Sergio Canales í sumar borgi það uppsett fé. Liver­ pool reyndi að fá Spánverjann unga í janúar en Real var þá ekki tilbúið að láta hann af hendi á miðju tímabili. Canales kom til Real frá Racing Santander en hefur fengið lítið af tækifærum undir stjórn Jose Mourinho. Hann kost­ aði Real 4,5 milljónir evra en hvað Liverpool þarf að greiða er óvíst. Halda Chicharito ferskum n Javier Hernandez, framherji Man­ chester United, hefur verið einn mest spennandi leikmaðurinn í Evrópuboltan­ um á tímabilinu. Sir Alex Ferguson sagðist í viðtali við bandaríska útvarpsstöð vera mjög ánægður með framgöngu hans til þess en nú sé mikilvægt að halda honum ferskum. „Javier spilaði á HM, mætti svo beint í æf­ ingaferð með okkur og hefur spilað vel síðan. Við verðum að passa upp á að hann verði með fríska fætur út tímabilið,“ segir Ferguson. Engar áhyggjur af markaleysinu n Spænski framherjinn Fernando Torres hefur litlar áhyggjur af marka­ þurrðinni sem hrjáir hann eftir 50 milljón punda vistaskiptin til Chelsea. „Ég legg mig allan fram fyrir Chelsea og spænska lands­ liðið eins og ég hef alltaf gert. Ég geri ávallt hvað ég get til að hjálpa báðum liðum til sigurs. Það er mun mikilvægara fyrir mig að liðið vinni en ég skori. Auðvitað væri gaman að vera búinn að skora tíu mörk fyrir nýja félagið en ég er að aðlagast og mörkin munu koma,“ segir Torres. Molar Töggur í stráknum Hamilton er hættur að vera dúllan á ráslínunni og segir nú það sem honum finnst. MYND REUTERS „Þetta er alveg frábær tilfinningin og þvílíkur léttir að vera búinn að klára deildina,“ segir hornamaður Akur­ eyrar, Oddur Gretarsson, sem ásamt liðsfélögunum sínum landaði deild­ armeistaratitlinum á mánudaginn með sigri á HK í Digranesi. Þetta er fyrsti titill Akureyrar síðan liðið var stofnað árið 2006. Mikið hefur geng­ ið á í stuttri sögu Akureyrar en fyrr­ verandi þjálfari liðsins, Rúnar Sig­ tryggsson, tók á sig stórt verkefni að sameina lið sem hötuðu hvort ann­ að út af lífinu, Þór og KA. Atli Hilm­ arsson sem nú stýrir Akureyri var síðasti þjálfarinn til að vinna titil með norðlensku liði er hann hamp­ aði Íslandsmeistaratitlinum með KA 2002 og varð á mánudaginn fyrsti maðurinn til þess að vinna titil með Akureyri. Gekk illa að landa titlinum Á mánudaginn átti Akureyri þriðja sénsinn á að vinna deildarmeist­ aratitilinn en það hafði verið liðinu torsótt að landa þeim fyrsta í sögu félagsins. Akureyri var mest ellefu mörkum yfir, 24–13, en vann á end­ anum þriggja marka sigur, 32–29. „Það kom upp smá kæruleysi hjá okkur, menn hættu að þora að sækja á markið og spiluðu enga vörn,“ seg­ ir Oddur Gretarsson. „Við náðum samt að klára þetta og það er það sem skiptir máli. Það er alveg frá­ bært að vera búinn að landa fyrsta titli félagsins. Það sást líka eftir leik að við vorum búnir bíða eftir þessu lengi. Við vorum búnir að tala um að mæta dýrvitlausir í leikinn og það sást alveg strax í byrjun. Það var bara komið að þessu hjá okkur,“ seg­ ir Oddur. Akureyri fékk ekki síður gullið tækifæri til að landa sínum fyrsta stóra titli í febrúar þegar liðið mætti Valsmönnum í úrslitaleik bikar­ keppninnar. Sá leikur tapaðist þó á dramatískan hátt. „Það var klárlega eitthvað sem kveikti í okkur. Það var virkilega svekkjandi að tapa þeim leik. Því er þetta smá sárabót að vinna deildarmeistaratitilinn en nú er bara sá stærsti eftir,“ segir Oddur og vitnar auðvitað í Íslandsmeist­ aratitilinn. Erfið fæðing Akureyrar Oddur var aðeins táningur þeg­ ar hans lið, Þór, og KA, sameinuð­ ust í Akureyri í meistaraflokki og 2. flokki. KA og Þór eru þó ennþá til í yngri flokkum. Beðinn um að rifja upp byrjun samstarfsins við­ urkennir Oddur strax að samein­ ingin hafi verið erfið til að byrja með. „Menn voru ekkert alltof sátt­ ir, sérstaklega ekki stuðningsmenn félagsins. Þeir voru ekkert alveg nægilega sáttir við að fara styðja lið sem þeir höfðu alltaf hatað. Þetta gekk erfiðlega fyrst en menn þurftu bara að spila sig saman. Það var mjög skrýtið að spila harðan gran­ naslag árið á undan og síðan vera í sama liði og andstæðingarnir árið eftir,“ segir Oddur en í dag er öldin önnur. „Í dag er ekkert KA eða Þór leng­ ur, það er bara Akureyri. Ég er búinn að gleyma því hverjir eru Þórsarar og KA­menn í þessu liði. Nú reyna menn bara að vinna leiki saman. Bestu félagar mínir í dag eru KA­ menn sem ég hataði kannski áður. Það er svolítið skrýtið,“ segir Odd­ ur kátur en erfiðast var að fá fólkið með sér. „Þegar leikmenn voru búnir að spila sig saman þurfti að fá stuðn­ ingsmennina með. En það hefur komið smám saman í gegnum árið. Síðustu tvö ár hafa verið virkilega fín og mætingin mjög góð á alla leiki. Svo hjálpar árangur okkar auðvitað til. Í dag hefur fólkið tekið þetta í sátt og búið er að gera tíu ára samstarfssamning milli liðanna. Þetta er því komið til að vera,“ segir Oddur Gretarsson, deildarmeistari með Akureyri. Tómas Þór Þórðarson blaðamaður skrifar tomas@dv.is ELSKAR MENN SEM HANN HATAÐI n Akureyri landaði fyrsta titlinum í fimm ára sögu félagsins n Oddur Gretarsson man ekki lengur hverjir koma hvaðan í liðinu n Stefna núna á Íslandsmeistaratitilinn „ Í dag er ekkert KA eða Þór lengur, það er bara Akureyri. Titill í húsi Akureyringar unnu á mánudaginn sinn fyrsta titil í sögu félags- ins. MYND SIGTRYGGUR ARI JÓHANNSSON

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.