Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2011, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2011, Blaðsíða 22
22 | Lífsstíll 30. mars 2011 Miðvikudagur Chili súkkulaðikaka Súkkulaði og chili eiga einstaklega vel saman. Mörgum finnst það ótrú- legt en súkkulaði og chili er vinsælt að tefla saman. Prófaðu að laga súkkulaðiköku með chili. Bragð- laukarnir taka kipp og það er gaman að bera fram köku á við þessa eftir þunga kjötmáltíð. Uppskrift: 200 g smjör 200 g dökkt súkkulaði 250 g sykur 5 egg Rúm msk. hveiti 1½ tsk. afar fínt skorinn chilipipar Aðferð: Bræðið smjörið og súkkulaðið saman í litlum potti. Færið yfir í skál og bætið sykrinum saman við. Hrærið með trésleif og leyfið blöndunni að kólna aðeins. Bætið þá eggj- unum út í, einu í einu, og hrærið vel á eftir hverju eggi. Bætið rúmri matskeið af hveiti og afar smátt skornum chili út í og blandið vel saman. Hellið í form og bakið í 10–12 mínútur. Kælið á grind og skreytið með flórsykri og rifnum appelsínuberki. Skiptu um áklæði Ef fjárráðin eru lítil geta litlar breyt- ingar á innanstokksmunum gert mikið fyrir heildarútlitið. Skiptu til að mynda um áklæði á stólum og sjáðu hvort það lifnar ekki yfir heim- ilinu. Í sumum tilfellum þarf fag- mann til verksins en ef á stólunum eru lausar sessur er verkið tiltölulega einfalt og krefst minniháttar kunn- áttu á saumavél. K eflavík í mars. Snjórinn ræð- ur ríkjum úti en inni í hús- inu er gulklædd stelpa að sippa á striga. Það hefur hún gert í þó nokkur ár. Stelpan er eitt af fólkinu hennar Sossu. Kannski minning úr bernsku. Það er fleira fólk að bardúsa eitthvað á striga á þessu heimili. Sossa var sjálf lítil stelpa þegar hún fékk áhuga á myndlist. Henni fannst gaman að teikna og það gerði hún oft. Hún var fimm ára þegar hún málaði mynd af reiðri konu með hatt og fjöður. Sú mynd er ennþá til. Myndin er gul og rauð. „Ég er búin að vera með sama litaspjaldið síðan ég var fimm ára,“ segir listakonan en guli og rauði liturinn eru áberandi í málverkunum hennar. Hún segist vera upptekin af fígúr- um. Konum. „Ætli ég sé ekki að mála sjálfa mig; hvernig mér líður, hvernig ég er og hvað ég hef upplifað. Fígúr- urnar hafa orðið ferkantaðri á und- anförnum árum; á einhverjum tíma- punkti endaði einn haus sem hús. Ég mála hausa og hús eiginlega ná- kvæmlega eins.“ Hún er líka farin að mála lands- lag. Hún ferðast mikið og verður fyrir áhrifum. Hún fór einhvern tímann til Færeyja og hélt áfram að mála þegar heim kom. „Ég var greinilega inspí- reruð af Færeyjum. Litirnir breyttust. Ég fór að nota græna liti sem ég notaði yfirleitt ekki. Ég veit ekki hvernig þetta gerist. Það bara gerist.“ Hvað með stílinn? „Þetta er ein- hver expressjónismi. Fígúratívur ex- pressjónismi. Samt yfir í abstrakt. Það er erfitt að henda reiður á hvernig stíll þetta nákvæmlega er. Þetta er bara minn stíll sem er innblásinn af mörg- um öðrum.“ Hlýlegt, notalegt og persónulegt Sossa situr við eldhúsborðið þar sem er líka eldað. Eldhúsborðið er svolítið eins og skúlptúr. Listaverk. Það sama er að segja um eldhúsinnréttinguna sem Baldvin Baldvinsson innanhúss- arkitekt hannaði. Hún er blá og rauð. Stálið leikur líka örlítið hlutverk. Reið kona með hatt og fjöður Myndlistarkonan Sossa galdrar fram ævintýra- heima á striganum; fólk í gul- og rauðleitum heimum. Það má kannski segja að heimilið hennar sé strigi út steypu. Svava Jónsdóttir heilsaði upp á Sossu og fólkið hennar. Innlit Eldhúsið Baldvin Baldvinsson innanhússarkitekt hannaði innrétinguna og Einar Gunnarsson sá um smíðar. Hallandi skápurinn minnir á þá sem voru í eldhúsum á þeim tíma þegar húsið var byggt. Sofðu til að léttast Rétt eins og gott mataræði og góð hreyfing er lykillinn að þyngd- artapi hefur svefnleysi og aukið stress þveröfug áhrif. Vísinda- menn við Kaiser-heilbrigðisstofn- unina í Portland framkvæmdu rannsókn á 472 einstaklingum sem glíma við ofþyngd og fylgdust með þeim í nokkra mánuði. Sam- kvæmt niðurstöðunum léttust þeir einstaklingar minnst sem sváfu minnst. Að sama skapi léttust þeir mest sem voru með góðar svefn- venjur, eða sváfu að jafnaði átta klukkustundir á hverri nóttu. Að sama skapi áttu þeir einstaklingar sem þjáðust af stressi erfiðara með að losna við aukakílóin en aðrir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.