Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2011, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2011, Blaðsíða 26
26 | Fólk 30. mars 2011 Miðvikudagur Sirkus Íslands efnir til Burlesque- kvölds í baksal skemmtistaðarins Bakkusar að viku liðinni, þann 9. apríl. Tilefnið er að burlesque-dans- arinn og vinkona Sirkuss Íslands, Freya West, er væntanleg til lands- ins. Margrét Erla Maack, dagskrár- gerðarkona í Kastljósi, verður í framlínunni. Hún hefur verið með- limur í Sirkusi Íslands í rúm tvö ár og er mikil áhugakona um burles- que-dansa. „Þetta er enginn klámsirkus,“ segir Margrét Erla og skellir upp úr. „Burlesque-atriði eru fyrir fólk með opinn huga, þetta er er ögr- andi, hjákátlegt grín. Kabarett- stemning og fallegt skraut. Þetta er sýning fyrir augað,“ bætir Margrét við og segist oft þurfa að útskýra fyrir fólki að vissulega stundi hún ekki nektardans. „Það er himinn og haf á milli þess sem var einu sinni nektardans og nektardans í dag. Við dönsum í anda gamla tímans og þá er um að ræða stríðnislegt grín og skemmtun.“ Sirkus Íslands hefur haldið fjölda sýninga síðastliðið ár við mikinn fögnuð gesta. Margrét Erla segir íslenska gesti hálfforviða þeg- ar þeir sjá að þeir sem standa á sviðinu og sýna listir sínar séu ís- lenskir listamenn. „Viðbrögðin eru ávallt hin sömu: Ertu íslensk?“ Stemning í íslensku menningar- lífi er þó heldur betur að breytast, heldur Margrét Erla. „Menningar- lífið er að lifna við og það er mikil stemning fyrir meiri breidd í upp- ákomum og gjörningum. Nú er til að mynda starfrækt vinsælt leikhús listamanna í Þjóðleikhúskjallaran- um og uppistandskvöld eru gríðar- vinsæl. Þetta er í samræmi við það sem hefur verið að gerast annars staðar í heiminum. Fólk vill fara út til að skemmta sér og hlæja, sjá eitthvað óvænt og litríkt.“ kristjana@dv.is Vignir þarf að setja setuna niður „Frábært, þetta þurfti náttúrulega að gerast hérna í næsta húsi,“ ritar Berglind Halla Elfudóttir, kærasta Vignis Svavarssonar landsliðsmanns í hand- bolta, á Facebook-síðu sína. Hlekkjar hún við færsluna frétt á visir.is þar sem sagt er frá kyrkislöngu sem kom upp í klósettskál í Hannover í Þýskalandi. Vignir er einmitt leikmaður Hannover- Burgdorf. Áður en meindýraeyðir náði að koma og fjarlægja slönguna hafði hún horfið aftur á braut niður í ræsin og eru íbúar Hannover því varir um sig þessa dagana. „Ef þetta kennir mönnum ekki að setja setuna og lokið niður á eftir sér veit ég ekki hvað gerir það eiginlega,“ skrifar Berglind kímin. í sumar Þórdís Elva Þorvaldsdóttir: Á skjánum É g held að þetta verði bara mikið ævintýri,“ segir Þór- dís Elva Þorvaldsdóttir, leikkona, leikskáld og rit- höfundur, en hún verður einn af sumarafleysingarstarfsmönnum fréttastofu RÚV. Þetta er í fyrsta skipti sem Þórdís starfar sem frétta- maður en hún segist allt eins geta ímyndað sér starfið til framtíðar ef henni tekst vel upp í sumar. Þór- dís hefur þegar farið í starfsþjálfun og bíður spennt eftir því að taka til starfa. „Ég hef ekki beinlínis starfað í fréttamennsku áður. En ég hef að vísu skrifað fyrir tímarit og svo skrifaði ég líka bók sem var unnin í rannsóknarblaðamennskustíl.“ Þórdís á þar við bókina Á manna- máli en hún var meðal annars til- nefnd til Íslensku bókmenntaverð- launanna 2009. „Bókin fjallar um stöðu ofbeldismála á Íslandi. Aðal- lega kynferðisofbeldis.“ Þórdís segir starfið mikla til- breytingu fyrir sig og tekur tæki- færinu fagnandi. „Það að vinna við fréttaöflun gefur manni aðgang að alls konar fólki og stöðum í samfé- laginu sem kannski er ekki á allra færi. Það er bara vonandi að mað- ur geti staðið undir ábyrgðinni sem fylgir þessu starfi.“ Þórdís úti- lokar ekki áframhaldandi starf á fjölmiðlum ef henni gengur vel í sumar. „Ég ætla bara að taka eitt í einu og sjá hvernig þetta leggst í mig. Sjá hvort ég sé yfirhöfuð góð í þessu starfi. Því að ef ég kemst að því að þetta sé eitthvað sem mér ferst ekki vel úr hendi þá ætla ég ekki að stefna á neinn feril í þessu,“ segir hún og hlær. „En ég er nú svo sem ekkert hrædd um það og mun leggja mig alla í þetta.“ Þórdís hefur þegar far- ið í stutta starfsþjálfun þar sem hún fékk smá innsýn í starfið. „Það tóku allir vel á móti mér og voru til- búnir til að hjálpa mér. Kenna mér á allt þannig að það var bara ánægju- leg lífsreynsla.“ Þórdís mun að öllum líkind- um starfa mest í inn- lendum fréttum bæði í útvarpi og sjónvarpi. Aðspurð hvort lands- menn muni sjá hana á sjónvarpsskjánum í sumar segir hún: „Já, það stefnir allt í það. Ég get alveg slegið því föstu.“ En Þórdís er einnig að sinna leikhúsinu og er um þessar mundir að þróa hugmynd að nýju leikriti. „Ég fékk nýverið styrk til að þróa leikverk sem ég hef gengið með í mag- anum í tvö til þrjú ár. Það er ekki komið neitt heiti á það en mig hefur lengi langað til að skrifa leikrit um hugtakið „fyrirgefning“. Hvað fólk kýs að fyrirgefa og hvað ekki, hverju og hverjum, hvort það kjósi að fyrirgefa sjálfu sér og þar fram eftir götunum. Ef ferillinn minn á fréttastofunni verður stuttur þá er þetta verkefni sem ég mun senni- lega sökkva mér í næst en ef fer- illinn verður langur þá mun ég nú sennilega finna mér einhvern tíma til þess að sinna listagyðj- unni.“ asgeir@dv.is n Í sumarafleysingum á fréttastofu RÚV n Spennandi verkefni og mikil ábyrgð n Gæti hugsað sér að halda áfram ef vel gengur n Vinnur að leikriti um fyrirgefningu Þórdís Elva Er ein sumar- starfsmanna fréttastofu RÚV. Margrét Erla Maack og Sirkus Íslands skipuleggja Burlesque-kvöld á Bakkusi: „ÞETTA ER EKKI KLÁMSIRKUS“ Burlesque-dansmeyjar Margrét Erla fyrir miðju. Mikið er lagt upp úr búningum og klæðnaðurinn á eflaust eftir að gleðja gesti leynikvöldsins á Bakkusi þann 9. apríl næstkomandi. Á sviði í Noregi Leikarinn Ívar Örn Sverrisson var ekki lengi að koma sér á leiksvið í Noregi en hann frumsýndi leikritið What a glorious day með norska leikhópnum Grusomhetens Teater um helgina. Ívar Örn hefur verið búsettur í Noregi síðastliðið hálft ár en þangað flutti hann með fjölskyldunni sinni. Í samtali við Vísi segist Ívar kunna vel við sig í Noregi en hann byrjaði á því að vinna á kaffihúsi til að ná góðum tökum á norskunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.