Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2011, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2011, Blaðsíða 8
8 | Fréttir 30. mars 2011 Miðvikudagur Stúlkan sem varð undir hundraða kílóa stálbita í Norðuráli: „Þakklát Þórarni“ „Ég er ótrúlega þakklát Þórarni og finnst þetta mjög leiðinlegt. Mér finnst þetta mjög ósanngjarnt hans vegna og kannski kenni ég sjálfri mér pínu um það. Ég vona að allt endi vel hjá honum,“ segir stúlka sem varð undir mörg hundruð kílóa stálbita í Norðuráli og var bjargað af Þórarni Birni Steinssyni. Þórarinn sagði frá því í DV á mánudag hvernig hann hefði verið óvinnufær síðan vegna bakmeiðsla sem hann hlaut við að lyfta bitanum af stúlkunni sem kýs að koma ekki fram undir nafni. Norður- ál og Sjóvá vilja ekki viðurkenna að atvikið flokkist undir vinnuslys en Þórarinn stendur í málaferlum við fyrirtækin. Stúlkan segist vera mjög fegin að þeir hafi lyft bitanum strax af henni í staðinn fyrir að nota kranann. Ólíkt Þórarni hefur stúlkan ekki borið var- anlegan skaða af slysinu. „Ég var frá vinnu í tæpan mánuð. Ég slasaðist á ökklanum á vinstri fæti og í kringum hnéð á hægri fæti og gat svo illa beitt mér. Ég er með ljótt ör á lærinu en það er allt og sumt.“ Norðurál sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfar fréttar DV. Þar er fullyrt að ým- islegt sé ranghermt í frétt DV án þess að bent sé á einhver dæmi um slíkt. Í yfirlýsingunni segir: „Umræddur starfsmaður starfaði hjá Norðuráli á árunum 2005 og 2006. Umrætt atvik verður í september 2005 og er það til- kynnt til allra hlutaðeigandi aðila, þar á meðal til Vinnueftirlitsins. Starfs- maðurinn lét að eigin ósk af störfum í árslok 2006 og réði sig þá til annarra starfa.“ Í lok yfirlýsingarinnar er tekið fram að Norðurál hafi enga beina aðkomu að umræddum málaferlum enda fjalli þau um túlkun skilmála trygginga sem fyrirtækið kaupi. hanna@dv.is Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Reykjavík - Reykjanesbæ Akureyri - Húsavík Vestmannaeyjum - Flúðum Gæða glersteinn – ótal lausnir Atvinnuleysi jókst lítillega Atvinnuleysi á Íslandi jókst um 0,1 prósent á milli mánaða samkvæmt tölum sem Vinnumálastofnun hefur birt. Atvinnuleysi á Íslandi mælist því 8,6 prósent, að því er fram kemur á vef stofnunarinnar. Atvinnuleysi hefur verið nokkuð stöðugt undanfarna mánuði þó lít- ilsháttar aukning hafi mælst síðustu mánuði. Eins og flestum er kunnugt jókst atvinnuleysi gífurlega í kjölfar efnahagshrunsins haustið 2008 en það hefur verið á bilinu 7,5 til 8,5 prósentustig síðan. Barn tekið með fíkniefni Lögreglan á Akranesi hafði í síðustu viku hendur í hári fimmtán ára ung- lings sem var með fíkniefni í fórum sínum. Eðli málsins samkvæmt er hann ósakhæfur. Í tilkynningu frá lögreglunni á Akranesi kemur fram að málið hafi verið sent félagsmála- yfirvöldum til meðferðar. Annað fíkniefnamál kom upp á Akranesi í liðinni viku en í báðum tilfellum var um lítilræði af efnum að ræða. Lenti á andlitinu Ölvaður karlmaður var fluttur á slysadeild Landspítalans aðfaranótt þriðjudags en honum skrikaði fótur með þeim afleiðingum að hann datt fram fyrir sig og lenti á andlitinu. At- vikið átti sér stað við verslun 10-11 í Engihjalla en manninum hafði sinn- ast við öryggisvörð í versluninni. Maðurinn var ósáttur við afskipti ör- yggisvarðarins en féll um koll þegar hann ætlaði að vaða í hann. Mikið blæddi úr nefi hans en sjúkraflutn- ingamenn stöðvuðu blæðinguna áður en þeir fluttu hann á slysadeild til frekari aðhlynningar. Engin ábyrgð Talsmaður Norðuráls segir fyrirtækið ekki hafa neina beina aðkomu að umræddum málaferlum. 28. mars 2011. Hvorki samtök launafólks né sam- tök atvinnurekenda segjast merkja viðleitni stjórnvalda til þess að taka þátt í að semja í þríhliða viðræðum um kaup og kjör til næstu þriggja ára. Þrátt fyrir að gagnrýnin bein- ist að ríkisstjórninni um þetta atriði eru forystumenn samtaka launafólks allt annað en ánægðir með samþykkt Samtaka atvinnulífsins á mánudags- kvöld um að fresta fyrirhuguðum kjaraviðræðum í vikunni vegna óvissu um ýmis mál sem eru á borði ríkis- stjórnarinnar. Forystumenn vinnumarkaðarins ganga til fundar við ríkisstjórnina í dag, miðvikudag, til að ræða stöðu mála. Atvinnurekendur berjast gegn stefnu ríkisstjórnarinnar varðandi stjórn fiskveiða en frumvarp þar að lútandi hefur ekki enn verið lagt fram. Ríkissjóður tapar ef ekkert gerist „Okkur er sagt að fram sé að koma frumvarp,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, í samtali við DV. Ég er viss um að ef umræður geti farið fram um þetta gæti það liðkað fyrir kjaravið- ræðum. En það þarf ekki nema mann með meðalgreind til að sjá að þetta mál er í uppnámi innan stjórnarflokk- anna. Við ætluðum að reyna að ganga frá samkomulagi við atvinnurekend- ur fyrir lok vikunnar ef ekki tækist að ráða fram úr þessu með stjórnvöld- um. Við gerðum samning um þetta við SA að boða alla í hús og hefja við- ræður í dag [miðvikudag]. Atvinnu- rekendur ákváðu að hætta við og krefj- ast skýrari svara frá stjórnvöldum. Ég heyri fjármálaráðherra segja að þetta snúist aðeins um sjávarútveginn. Ég verð ekkert var við að ríkisstjórnin hafi áhuga á að hér verði gerðir kjara- samningar til þriggja ára, að minnsta kosti ekki af þeim viðbrögðum sem við höfum fengið. Í hvert skipti sem nefnd eru orkumál er bara talað um rammaáætlun sem er einhvers staðar í gíslingu. Við getum ekki gert annað en að fara í beinar viðræður við at- vinnurekendur um launahækkanir og efni fundarins í dag verður að fá úr því skorið hvort þetta verður niðurstað- an. Ef hjól endurreisnarinnar snú- ast hægar en ráð var fyrir gert eins og nú horfir, tapar ríkissjóður öllu þessu ári og hluta af því næsta í auknum tekjum. Að sleppa til dæmis Helguvík vegna einhvers sem kannski verður eða kemur í staðinn. Því ef ekkert ger- ist myndast tugmilljarða gat hjá ríkis- sjóði. Það er ekki í boði að hætta við launahækkanir og því mikilsvert að fá botn í þetta,“ segir Gylfi. Ekki í slag fyrir LÍÚ Undir þetta tekur Guðmundur Gunn- arsson, formaður Rafiðnaðarsam- bands Íslands. „En útspil SA í fyrra- kvöld sló okkur út af laginu. Það er alveg ljóst að hér verða engir samn- ingar gerðir á næstu mánuðum ef ætl- unin er að fallast á allar kröfur sem Landssamband íslenskra útvegs- manna gerir varðandi kvótakerfið. Það er heldur ekki samstaða um slíkt innan samtaka launamanna. Eins og staðan er í augnablikinu er hætta á að þetta renni út í sandinn. Við vit- um ekki hvar skaðinn yrði mestur, hjá ríkissjóði, atvinnurekendum eða hjá launamönnum. En atvinnurekendur hafa viljað að við stæðum með þeim í þessu. Við höfum sagt á móti að við tækjum ekki þátt í slag þeirra í þágu LÍÚ. Ég held að atvinnurekendur hafi ekki hugsað þetta til enda því aðgerðir þeirra leggjast ekki vel í launafólk. Það breytir ekki því að vandinn er einnig sá að ríkisstjórnin virðist ekki geta komið sér saman um nokkurn hlut.“ Upp með fjárfestingarnar Vilhjámur Egilsson, framkvæmda- stjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að fjárfestingar í landinu séu hættu- lega litlar. „Við verðum að ná fjárfest- ingum á strik. Það er stóra málið. Við berjumst fyrir þessu á þremur svið- um. Í fyrsta lagi snertir þetta almenn starfsskilyrði, svo sem gjaldeyrishöft, opnun lánamarkaða, skatta og fleira. Í öðru lagi verður sjávarútvegurinn að fá viðunandi framtíðarsýn sem styður við fjárfestingar í greininni. Í þriðja lagi snýr þetta að fjárfesting- arverkefnum; Helguvík, Þingeyjar- sýslum, vegagerð og fleiri verkefn- um. Þannig viljum við varða leiðina út úr kreppunni. Við verðum að vita hvort ríkisstjórnin vill vera með okk- ur í þessu.“ n Ríkisstjórnin er áhugalaus eða dregur lappirnar, segja forystumenn á vinnumarkaði n Fundur með ríkisstjórninni í dag n Þrýst á auknar fjárfestingar sem sagðar eru hættu- lega litlar n Erum ekki í slag fyrir útgerðarmenn, segja forystumenn samtaka launafólks VIÐRÆÐUR Í UPPNÁMI „Það er ekki í boði að hætta við launahækkanir og því mik- ilsvert að fá botn í þetta Jóhann Hauksson blaðamaður skrifar johannh@dv.is Áhugalaus ríkisstjórn? „Ég verð ekkert var við að ríkisstjórnin hafi áhuga á að hér verði gerðir kjarasamningar til þriggja ára,“ segir Gylfi Arnbjörnsson. Leggst ekki vel í fólk Aðgerðir atvinnu- rekenda leggjast illa í fólk, segir Guðmundur Gunnarsson. Fjárfestingar lífsnauðsyn Vilhjámur Egilsson og SA snéru við blaðinu í vikunni og vilja nú afdráttarlaus svör ríkisstjórnarinnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.