Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2011, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2011, Blaðsíða 18
18 | Umræða 30. mars 2011 Miðvikudagur „Þetta ofbeldi bitnar fyrst og fremst á ís- lenskum laun- þegum.“ n Vilhjálmur Birgisson,formaður Verkalýðsfélags Akraness, leggur til að Alþýðusamband Íslands skipuleggi allsherjarverkfall í einn dag til að mótmæla því sem hann kallar ofbeldi Samtaka atvinnulífsins gagnvart íslenskum launþegum. – mbl.is „... þá tel ég að bannið hafi skilað viðunandi árangri.“ n Tónlistarmaðurinn Jóhann G. Jóhannsson sem hefur ákveðið að afnema bann við flutningi tónlistar sinnar á Bylgjunni og öðrum útvarps- stöðvum á vegum 365 miðla. Jóhann telur bannið hafa skilað tilætluðum árangri. – DV.is „Það er nú bara þannig að í alvarlegum slysum skipt- ir hver sekúnda máli.“ n Þórarinn Björn Steinsson sem árið 2005 vann mikla hetjudáð þegar samstarfskona hans í Norðuráli á Grundartanga lenti í alvarlegu vinnuslysi. Þórarinn lyfti þungum bita ofan af konunni en slasaðist sjálfur í baki. Norðurál vill ekki viðurkenna meiðsli hans sem vinnuslys. – DV „Hún er jafn stór og höndin á mér.“ n Hinn 25 ára gamli Marcel Wojcik, sem fann lifandi tarantúlu í strætó. Marcel lét hana í plastbox sem hann var með á sér en hún drapst skömmu síðar. – DV Þið munið hann Alfreð G ullnáma Reykvíkinga, Orku- veita Reykjavíkur, er orð- in að sligandi grjóthrúgu sem er á góðri leið með að gera út af við eigendur sína fjár- hagslega. Ruglið í kringum þetta óskabarn Reykjavíkur hefur stað- ið árum saman. Ekki er fráleitt að upphafið megi rekja til pólitískrar óráðsíu. Þið munið hann Alfreð. Sú var tíðin að framsóknarmaður- inn Alfreð Þorsteinsson stýrði fyr- irtækinu eftir sínu höfði. „Það er ekki gaman að horfa upp á þetta. Þetta er staða sem ég átti ekki von á að kæmi upp,“ segir Alfreð nú í samtali við vefritið Pressuna. Ein- hverjir hefðu kallað þetta krókó- dílatár manns sem lagði grunninn að hruni risans. Stærstan hluta ógæfu fyrirtæk- isins má rekja til þeirra sem réðu ferðinni á liðnum árum. Höll var reist utan um starfsemina og starfs- mönnum fjölgaði með þeim ógnar- hraða að þegar húsið var fullbyggt var ekki pláss fyrir allt starfsfólk- ið. Sjálfstæðismenn bentu ítrek- að á spillinguna sem var í kringum Línu.Net, dótturfyrirtæki Orku- veitunnar, sem Alfreð og félagar stóðu að á sama tíma og þeir fjár- mögnuðu eldi á risarækju undir merkjum orkufyrirtækisins. Stór- veldisdraumar og oflátungshátt- ur einkenndu rekstur fyrirtækis- ins sem á endanum dróst ofan í frægt svað sem kennt er við Reykja- vík Energi Invest, eða REI. Þar var í aðal hlutverki arftaki Alfreðs, Björn Ingi Hrafnsson, sem steig orkudans- inn við útrásarvíkingana Jón Ásgeir Jóhannesson, Hannes Smárason og Bjarna Ármannsson. Hörmungar- saga REI er kunn. Stórtap hlaust af og málið allt varð eitt heitasta póli- tíska deilumál síðari tíma. Í dag er Orkuveitan rústir einar. Það ósanngjarna er að almenning- ur þurfi að axla byrðar vegna þeirra sem brugðust. Þá er sorglegt að Jón Gnarr og Besti flokkurinn sæti for- dæmingu í björgunarstarfinu. Við blasir að eigendurnir, íbúar í Reykjavík, þurfi að greiða stórfé til að koma risafyrirtækinu aftur á lappirnar. Í því ljósi hlýtur að vera nauðsynlegt að gera ítarlega úttekt á því hvað fór úrskeiðis. Hvað var það sem drap gullgæsina? Ekki verður undan því vikist að líta til valdatíð- ar þáverandi forystumanna Fram- sóknarflokksins sem stjórnuðu fyr- irtækinu. Sögu óráðsíu verður að halda til haga. Aldrei má gleymast sá þáttur útrásarinnar sem snýr að Orkuveitunni. Sú ljóta saga þarf að koma upp á borðið. Leiðari Máttu neyta sveppa? „Samkvæmt mataræði má ég alveg neyta sveppa en eigum við ekki að segja að allt sé gott í hófi,“ segir Einar Bárðarson útvarpsstjóri. Einar er í stífu átaki þessa dagana og verður að gæta að því hvað hann borðar. Einar var gestur Sveppa og Audda á föstudagskvöld þar sem gert var stólpagrín að holdafari Einars eins og greint hefur verið frá. Spurningin Bókstaflega Reynir Traustason ritstjóri skrifar„Hörmungarsaga REI er kunn. Ófriður í Framsókn n Vigdís Hauksdóttir, þingkona Fram- sóknar, íhugar framboð til vara- formanns gegn Birki Jóni Jónssyni. Margir telja að framganga henn- ar í fjölmiðlum eigi sinn þátt í að Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni hefur ekki tekist að koma Framsókn yfir kjörfylgi. Reyndir flokksmenn kvíða framboði hennar og telja að það geti leitt til harðra átaka á flokksþinginu í apríl milli andstæðinga og fylgjenda ESB- aðildar. Þeir óttast að slík átök gætu verið vísir að klofningi í framtíðinni. Vigdís telur hins vegar að framboð í varaformennsku geti ekki nema styrkt stöðu hennar hvort sem hún vinnur eða tapar. Formaður í úlfakreppu n Í Reykjavík er þegar komin hreyf- ing fyrir því að Guðmundur Stein- grímsson þingmaður bjóði sig fram gegn Vigdísi Hauksdóttur í Reykjavík. For- maðurinn, Sig- mundur Davíð Gunnlaugsson, er sagður vilja halda í Birki Jón Jónsson sem varaformann en er tregur til að að beita sér gegn framboði Vigdísar. Ástæðan er sú að helsti stuðningsmaður Vigdísar er nánasti ráðgjafi Sigmundar Davíðs, sjálfur Guðni Ágústsson fyrrverandi formaður og mágur Vigdísar. Sig- mundur Davíð er því í úlfakreppu. Góðir bitlingar n Anna Kristín Ólafsdóttur kærði flokkssystur sína forsætisráðherrann fyrir að hafa ekki ráðið sig í Stjórnar- ráðið eftir að hafa lent í fimmta sæti í faglegu mati. Úrskurður féll henni í vil. Í Stjórnarráðinu segja menn að hún geti þó ekki kvartað undan því að hafa ekki notið flokkspólitískra tengsla sinna. Rifja þeir upp að Ingi- björg Sólrún Gísladóttir gerði hana að aðstoðarmanni sínum þegar hún var borgarstjóri, og Þórunn Sveinbjarnar- dóttir, vinkona hennar og formaður þingflokks kratanna, gerði svo Önnu Kristínu að sínum aðstoðarmanni þegar hún varð umhverfisráðherra. Anna Kristín fékk líka góðan bitling þegar hún varð formaður í stjórn Vatnajökulsþjóðgarðsins. Aðstoðarmaður á spena n Þegar Þórunni Sveinbjarnardóttur var ýtt út úr ríkisstjórn lenti Anna Kristín Ólafsdóttir aðstoðarmaður ekki á flæðiskeri því Jóhanna Sigurðardótt- ir sjálf gerði hana að starfsmanni nefndar sem átti að sjá um endur- bætur á stjórnkerfinu. Þar á undan mun hún hafa verið í einhverju verk- efni fyrir ráðuneyti Samfylkingarinn- ar í tengslum við ferðamál. Viðkom- andi bitlingar voru ekki auglýstir og í Stjórnarráðinu eru menn handvissir um að tengslin við Samfylkinguna hafi ekki skipt nokkru máli þegar Jó- hanna gaukaði góðu að henni. Sandkorn TRYGGVAGÖTU 11, 101 REYKJAVÍK Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: Jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson, ingi@dv.is Ritstjórnarfulltrúi: Jóhann Hauksson, johann@dv.is Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is Umsjón innblaðs: Ásgeir Jónsson, asgeir@dv.is DV á netinu: dv.is Aðalnúmer: 512 7000, Ritstjórn: 512 7010, Áskriftarsími: 512 7080, Auglýsingar: 512 7050. Smáauglýsingar: 512 7004. Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Í fréttatilkynningu frá Háskóla Ís- lands 11. febrúar 2011 má líta harðar ávítur, sem beinast gegn átta þingmönnum Alþingis. Ástæðan var, að 26. janúar 2011 höfðu þeir borið fram þingsályktun- artillögu um takmarkanir á útirækt- un erfðabreyttra lífvera í því skyni að hefta útbreiðslu þeirra og lífefna frá þeim, sem ekki væru að fullu rann- sökuð, en gætu verið skaðleg mönn- um og öðrum lífverum. Í lok fréttar háskólans er vísað til bréfs 37 vís- indamanna til Alþingis vegna til- lögunnar, dagsett 10. febrúar 2011. Hins vegar er í fréttinni hvorki vísað til sjálfrar tillögunnar né lesendum gefið tækifæri til að kynna sér inni- hald hennar. Samkvæmt siðareglum Háskóla Íslands, sem settar voru árið 2003, í tíð Páls Skúlasonar rektors, eiga starfsmenn skólans að gæta réttmæt- is í ummælum sínum: „Með reglum um málsmeðferð er ... skapaður far- vegur trúnaðar og óhlutdrægni fyr- ir rökstuddar ásakanir um misbrest og stuðlað að því að leyst verði úr ágreiningi á málefnalegan hátt“. Svo virðist sem talsmenn Háskóla Ís- lands hirði ekki lengur um þessar siðareglur, en leggist samheldið á sveif með þeim, sem sendu kvörtun- arbréfið til Alþingis. Samheldnin virðist auk þess teygja arma sína lengra, út fyrir hinn akademíska heim, allt yfir í einka- geira fyrirtækja. Það er erfitt að draga aðra ályktun af kvörtun vísinda- mannanna en þá, að þeir hafi fylkt liði til stuðnings fyrirtækinu ORF líf- tækni hf, sem er eina fyrirtækið, sem í augnablikinu hefur beinan hag af því að rækta erfðabreyttar lífverur ut- andyra. Óháður háskóli Flestir íslenskir háskólar, þar á meðal Háskóli Íslands, eru opin- berar stofnanir, sem heyra und- ir löggjafarvald lýðveldisins, eru skipaðir af Alþingi og eiga tilvist sína undir því. Háskóla Íslands er árlega veitt fé til starfsemi sinn- ar af Alþingi, annaðhvort beint á fjárlögum eða gegnum ráðuneyti og opinberar stofnanir. Á síðustu árum hefur Háskóli Íslands þó í auknum mæli leitað til einkafyrir- tækja til að fjármagna vissa hluta starfsemi sinnar. Meðal þeirra eru líftækni- og lyfjafyrirtæki, svo sem DeCode, Actavis og ORF, sem auk þess hafa á ýmsan annan hátt komið beint að starfsemi há- skólans, rannsóknum og jafnvel kennslu. Það er oft rætt, bæði innan og utan hins akademíska heims, hvað gerist þegar einkafyrirtæki leggja fé og fólk af mörkum til vís- indalegra rannsókna innan opin- berra háskóla. Reyndin er oftast sú, að fyrirtækin reyna á einn eða annan hátt að hafa áhrif á hvað er rannsakað, hvernig og hvaða niðurstöður eru birtar úr þessum rannsóknum og jafnvel „hverjar“ niðurstöðurnar eru. Slíkt fyrir- komulag er auðvitað óásættanlegt. Rannsóknir, sem fjármagnaðar eru af almannafé, eiga að vera frjáls- ar og óháðar, auka fræðagildi, al- menna kunnáttu og velmegun landsmanna. Hagsmunir Hér vakna siðferðilegar spurning- ar um hvaða hagsmuna Háskóli Ís- lands eigi að gæta: Á Háskóli Íslands að gæta eigin hagsmuna, hagsmuna sinna manna og hagsmuna tengdra fyrirtækja eða hagsmuna íslensks almennings og Alþingis? Eða ætti markmið Háskóla Íslands að vera eitthvert annað en hagsmunagæsla, til dæmis fræðsla og óháðar rann- sóknir? Ef markmið Háskóla Íslands er hagsmunagæsla, hvaða meðul er skólanum þá leyfilegt að nota til að ná þessu markmiði? Að benda á al- gjöra vanþekkingu og skilningsleysi „andstæðingisins“, ófrægja hann og grafa undan áliti hans? Argument- um ad hominem er velreynt úrræði, sem þrætendur og lögspekingar hafa frá alda öðli gripið til þegar önnur rök þrýtur. Vissulega væna talsmenn Háskóla Íslands ekki sjálf- ir alþingismennina um ofannefnda eiginleika, en þar sem þeir færa hvorki fram rök til varnar ásökunun- um né gefa hinum ásökuðu tækifæri til að koma sínum rökum á fram- færi, má hins vegar draga þá álykt- un, að talsmenn Háskóla Íslands séu í raun að eigna alþingismönn- unum þessa slæmu eiginleika. Í framandi löndum er stundum notuð líking, sem er á þá leið, að ekki sé vænlegt að bíta í höndina, sem réttir manni matinn. Þá verð- ur að spyrja, hvort nú séu aðallega einkafyrirtæki komin í þetta hlut- verk gagnvart Háskóla Íslands, þeg- ar rétt þykir að ávíta þá, sem eru þessum fyrirtækjum ekki þóknan- legir? Eða er Alþingi orðið svo tann- laust, að úthúða megi alþingis- mönnum að geðþótta? Samheldni og siðferði Kjallari Valdimar Briem

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.