Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2011, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2011, Blaðsíða 23
Lífsstíll | 23Miðvikudagur 30. mars 2011 Stílisti í símanum Ef til stendur að gera umfangsmiklar breytingar á heimilinu er betra að hafa varann á. Það er leiðinlegt að mála stofuna í lit sem á endanum gengur ekki upp. Þú þarft hins vegar ekki stílista til að minnka hættuna á mistökum. Sér í lagi ekki ef þú átt síma þar sem hægt er að hala niður litlum forritum sem geta aðstoð- að þig við að ákveða hvaða litir og mynstur koma vel út. Í iPod og iP- hone er til að mynda hægt að hlaða niður forritinu ColorChange. Með því getur þú tekið mynd af herberg- inu sem til stendur að mála. Með forritinu geturðu skipt um liti í stof- unni með einföldum hætti. Skreyttu með greinum Vorið er seint á ferðinni hér á landi og páskarnir minna okkur á komu þess. Það er skemmtilegur siður að notast við greinar af runnum og trjám til þess að skreyta heim- ilið með á þessum árstíma. Flestir klippa tré sín um þetta leyti og því má finna mikið af fallegum greinum í nágrenninu, jafnvel í stærra laginu. Settu greinarnar í fallegan vasa og skreyttu þær með léttu og fallegu heimagerðu skrauti. Brátt opnast brumið og húsið ilmar. Ekki tapa þér Gott mótstöðuafl gegn álagi hefur mun meiri áhrif á heilsufar en flestir vilja horfast í augu við. Heilsufarið byggist hreinlega á því hversu hæfir einstaklingar eru í því að laga sig að því. Hversu vel sem ónæmiskerfið starfar raskast það ef of mikið er á það lagt. Hvort sem um er að ræða lélegt mataræði og lífsstíl, reykingar, ofdrykkju, streitu, hreyfingarleysi, áföll eða slæmar svefnvenjur. Temdu þér jákvætt hugarfar og æðruleysi öllu framar og taktu smá skref hvað annað varðar ef það er í ólagi. Sandblásið gler er í stað glugga- tjalda. Innihurðirnar eru upprunalegar. Rauðmálaðar. „Húsið var byggt árið 1954 en við festum kaup á því fyrir 17 árum. Við breyttum því; við brutum niður veggi þannig að maður getur ekki haft eins mikið af málverkum og maður vildi.“ Þau eru samt nokkur málverkin og myndirnar á heimilinu svo sem eft- ir Sossu sjálfa, Stórval, Kjarval og Jón Engilberts. Baldvin Baldvinsson innanhúss- arkitekt var Sossu og eiginmanni hennar, Ólafi Jóni Arnbjörnssyni, innan handar við fleira en bara eld- húsinnréttinguna og má segja að út- koman sé hin glæsilegasta – alveg í stíl við húsið. „Okkur finnst mikilvægt að blanda saman gömlu og nýju; það er ákveð- inn sjarmi við þetta gamla. Sófaborð- ið er til dæmis gamalt borðstofuborð frá ömmu mannsins míns.“ Um heimilið segir Sossa: „Það er hlýlegt, notalegt og persónulegt.“ Er heimilið strigi? Strigi úr steypu? „Algjörlega. Mér finnst ofsa- lega gaman að breyta. Ef ég er ein heima rútta ég stundum öllu til og þegar karlinn kemur heim þá kemur hann í allt öðruvísi hreiður.“ Fær listakonan útrás fyrir sköpun- arþörfina í húsinu? „Já, það þarf ekki að vera nema uppstilling; maður raðar upp eins og maður sé að mála.“ Keflavík og Kaupmannahöfn Við förum út í snjóinn. Litla stelpan í gula kjólnum er ennþá að sippa á striganum. Finnur Björgvinsson arkitekt hannaði vinnustofu Sossu. Nú- tímalega byggingu á lóðinni. Stór gluggi til suðurs og við innganginn standa tveir kolsvartir, uppstoppað- ir hrafnar. Sossa kallar þá Hugin og Muninn. Vinnustofan minnir svolítið á bóhemískar vinnustofur og heimili listamanna í bíómyndum. Þarna er kaffikanna, vaskur og nóg pláss. Gamalt, danskt sófasett og tann- læknastóll. Málverk á veggjum og upp við vegg. Þetta er ekki eina vinnustofa Sossu. Hin er í Kaupmannahöfn, rétt við Thorvaldsen-safnið og Kristjáns- borgarhöll. Sossa nam í Danmörku á sínum tíma og þar finnst henni gott að vera. Þar heldur hún reglulega sýningar. „Maður verður að komast annað. Maður verður að sjá eitthvað annað en torfuna. Það er mikilvægt fyrir mig. Ég er mjög upptekin af fólki og sitúasjónum.“ Þarna, í vinnustofunni, skapar Sossa heima. Gula og rauða. Svava Jónsdóttir Sossa í vinnustofunni „Þetta er einhver expressjónismi. Fígúratívur expressjónismi. Samt yfir í abstrakt. Það er erfitt að henda reiður á hvernig stíll þetta nákvæmlega er. Þetta er bara minn stíll sem er innblásinn af mörgum öðrum.“ MYNDIR RÓBERT REYNISSON Borðstofan Rautt og blátt – í stíl við eldhúsinnréttinguna. Stóra málverkið er eftir Sossu. Reið kona með hatt og fjöður Sossa segist hafa málað myndina þegar hún var fimm ára. Hurðirnar Þær eru gamlar og voru málaðar rauðar – í stíl við hluta eldhúsinnréttingarinnar. Málverkið er eftir Óla G. Jóhannsson. Glæsileg stofa Amma húsbóndans átti borðið. Skenkurinn Hjónin keyptu skenkinn á skransölu í Bandaríkjunum er Sossa var við nám í Boston. Sossa málaði stærra málverkið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.