Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2011, Blaðsíða 4
4 | Fréttir 30. mars 2011 Miðvikudagur
Opið virka daga kl. 9 -18
og á laugardögum kl. 11 - 16
Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is
AIR-O-SWISS
rakatækin
• Bæta rakastig og vinna gegn
• Slappleika og þreytu
• Höfuðverkjum
• Augnþurrki
• Astma
Auka vellíðan og afköst
Skuldamáli gegn
Sigurði frestað
Máli Arion banka gegn Sigurði
Einarssyni, fyrrverandi stjórnar-
formanni Kaupþings, var frestað í
annað skipti á skömmum tíma í Hér-
aðsdómi Reykjavíkur á þriðjudag.
Um er að ræða skuldamál sem Arion
banki höfðaði á hendur Sigurði upp
á tugi milljóna króna.
Málið var á dagskrá héraðsdóms í
síðasta mánuði en þá var því frestað
þar sem vonast var til að sátt gæti
náðst í málinu. Það hefur hins vegar
ekki enn tekist.
Sigurður fékk á árunum fyrir
hrun lán frá bankanum upp á marga
milljarða króna. Í Rannsóknar-
skýrslu Alþingis segir meðal annars
að lán bankans til Sigurðar til hluta-
bréfakaupa í bankanum sjálfum
hafi numið rúmum sex milljörðum
króna. Ekki liggur ljóst fyrir hvort
málið tengist lánum sem Sigurður
fékk fyrir hlutabréfakaupum.
Sigurður Einarsson var stjórn-
arformaður bankans allt fram að
hruni. Mál tengd honum hafa verið
til rannsóknar hjá embætti sér-
staks saksóknara en ekki er svo langt
síðan alþjóðleg handtökuskipun var
gefin út á hendur Sigurði í gegnum
alþjóðalögregluna Interpol. Sigurður
mætti að lokum í yfirheyrslu hjá sak-
sóknara en var ekki handtekinn.
Leyfir tónlist
sína á Bylgjunni
Tónlistarmaðurinn Jóhann G.
Jóhannsson hefur ákveðið að
afnema bann við flutningi tón-
listar sinnar á Bylgjunni og öðr-
um útvarpsstöðvum á vegum
365 miðla. Bannið tók gildi þann
22. febrúar síðastliðinn og segir
Jóhann að það hafi leitt til mál-
efnalegra viðræðna á milli annars
vegar hans og hins vegar fulltrúa
365 og STEFs
„Í ljósi nýlegs samkomulags
milli FTT (Félags tónskálda og
textahöfunda) og Bylgjunnar,
sem gert var í kjölfar bannsins, og
góðra undirtekta sem hugmyndir
mínar varðandi flutning íslenskr-
ar tónlistar hafa fengið í nefndum
viðræðum, þá tel ég að bannið
hafi skilað viðunandi árangri.“
n Hannes Hólmsteinn Gissurarson fékk 13 milljónir en ekki 10 frá fjár-
málaráðuneytinu vegna skattaverkefnis n Ekki er að sjá að verkefninu
hafi verið lokið eða að lokagreiðsla hafi verið innt af hendi
Frá 7. maí 2007 til 14. október 2008
greiddi fjármálaráðuneytið samtals
13,2 milljónir króna vegna samnings
sem Félagsvísindastofnun Háskóla Ís-
lands gerði við ráðuneytið um mat á
áhrifum skattbreytinga. Skyldi pró-
fessor Hannes Hólmsteinn Gissurar-
son annast rannsóknina. Samnings-
upphæðin nam 10 milljónum króna
án virðisaukaskatts eins og DV hef-
ur greint frá og skyldu greiðslur ráðu-
neytisins berast á tímabilinu frá 1.
desember 2007 til nóvembermánaðar
2008 en þá voru áætluð verklok.
Samkvæmt gögnum, sem fjármála-
ráðuneytið hefur afhent að beiðni
DV, voru greiðslurnar fimm samtals á
framangreindu tímabili. Þrjár þeirra
voru jafnháar, eða kr. 3.112.500, og var
sú síðasta afgreidd 14. október 2008.
Samkvæmt gögnunum er ekki að
sjá að síðasta greiðslan hafi borist á
áætluðum tíma sökum þess að Hann-
es Hólmsteinn eða Félagsvísinda-
stofnun höfðu sýnilega ekki afhent
fullnægjandi gögn um verklok.
Borgum ekki
Baldur Guðlaugsson, þáverandi ráðu-
neytisstjóri, ritaði Félagsvísindastofn-
un bréf þann 8. desember 2008. Þar
kemur fram að ráðuneytinu hafði bor-
ist reikningur frá stofnuninni að upp-
hæð liðlega 3,1 milljón króna. Baldur
vísar til þess að í upphaflegum verk-
samningi hafi verið ráð fyrir því gert
að skrifuð yrði skýrsla um áhrif skatt-
breytinga á árabilinu frá 1991 til 2007
auk álitsgerða og greina eftir innlenda
og erlenda sérfræðinga. „Ráðuneyt-
inu hefur ekki borist tilvitnuð skýrsla
eða aðrar tilgreindar útgáfur og getur
því ekki sannreynt að umsömdu verki
sé lokið. Lokagreiðsla samkvæmt verk-
samningnum verður ekki innt af hendi
fyrr en það liggur fyrir. Ráðuneytið
óskar hér með eftir upplýsingum um
stöðu verksins.“
Við þessu brugðust Félagsvísinda-
deild og Hannes Hólmsteinn og sendu
lista yfir útgefið efni. Ekki er ljóst af
listanum hvort efnið var afrakstur af
verkefninu sem samið hafði verið um
við ráðuneytið 3. september 2007. Að-
eins er tilgreind bókin „Cutting Taxes
to Increase Prosperity“, safn fyrirlestra
sem haldnir höfðu verið á vegum
skattaverkefnisins. Ritstjóri bókar-
innar auk Hannesasr Hólmsteins var
Tryggvi Þór Herbertsson. Annað efni
á listanum er tengt efni, einkum eftir
Hannes Hólmstein sjálfan, sem birst
hafði á samningstímabilinu.
Meiri bréfaskriftir
Baldur ritar því annað bréf á Þorláks-
messu 2008 til Félagsvísindastofn-
unar. Bréfið er ritað nærri þremur
mánuðum eftir bankahrunið og fimm
vikum áður en ríkisstjórn Geirs H.
Haarde féll og Árni Mathiesen, sá er
gerði umræddan samning, hvarf úr
ráðherrastóli í fjármálaráðuneytinu.
Á þessum tíma var verulega farið að
syrta í álinn hjá ríkissjóði auk þess
sem reiði og ólga kraumaði meðal al-
mennings í garð stjórnvalda.
Í umræddu bréfi segir Baldur
ráðuneytisstjóri: „Það er misskilning-
ur að með fyrrnefndu bréfi ráðuneyt-
isins hafi verið farið fram á skýrslu um
gang rannsóknarverkefnisins. Spurst
var fyrir um hina sérstöku skýrslu
sem samkvæmt verksamningum skal
skrifuð á íslensku um verk þar sem
Félagsvísindastofnun tók að sér og
um aðrar tilgreindar útgáfur. Hefur
verksamningurinn að geyma ítarlega
lýsingu á verkefninu og þeim spurn-
ingum sem leita átti svara við. Verk-
inu telst ekki lokið fyrr en umrædd
skýrsla hefur verið skrifuð og hefur
borist ráðuneytinu. Síðasta greiðsla
samkvæmt verksamningnum greiðist
við verklok.“
Undir bréfið ritaði Baldur fyrir
hönd Árna Mathiesen fjármálaráð-
herra.
Hvar er afraksturinn?
Samkvæmt gögnunum er ekki að sjá
að umsamin skýrsla með verklokum
hafi borist fjármálaráðuneytinu þótt
staðið hafi verið við ýmsa aðra verk-
þætti, svo sem fyrirlestrahald. Ekki er
að sjá að skýrsla eða bók um velferð
og skatta og áhrif skattbreytinga á ár-
unum 1991 til 2007 hafi nokkurn tíma
komið út og því hafi lokagreiðsla ekki
verið innt af hendi af hálfu fjármála-
ráðuneytisins. Athygli vekur að alltaf
er miðað við árið 1991 en það ár tók
fyrsta ríkisstjórn Davíðs Oddssonar við
völdum.
Þrátt fyrir að ekki sé að finna neitt
um lokagreiðslu fyrir verkefnið í gögn-
um frá fjármálaráðuneytinu urðu út-
gjöldin engu að síður liðlega 13 millj-
ónir króna til verkefnisins.
Prófessorar ekki skoðað málið
Ríkisendurskoðun gerði snemma
í fyrra athugasemdir við verktaka-
greiðslur til kennara innan tiltekinnar
deildar í Háskóla Íslands. „Ríkisendur-
skoðun telur að fyrirkomulag þessara
verktakagreiðslna sé um margt óeðli-
legt og hefur Háskólinn látið í ljós vilja
til að taka það sérstaklega til skoðun-
ar,“ sagði í skýrslunni. DV bar það mál
sem hér er reifað undir Gísla Má Gísla-
son, formann Félags prófessora við
ríkisháskóla. Hann segir að félagið hafi
engar upplýsingar um verkefnið og
hafi hvorki fjallað um né tekið afstöðu
til verktakagreiðslna af þessum toga.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson hefur talsvert komið við sögu Ríkisútvarpsins, einkum
í tengslum við dagskrárgerð fyrir sjónvarp. Hann gerði ásamt Ólafi Þ. Harðarsyni
stjórnmálafræðiprófessor átta þætti um aldamótin þar sem fjallað var um sögu 20.
aldarinnar, „Saga 20. aldarinnar“.
Guðmundur Jónsson sagnfræðingur fjallar um sýn höfundanna á 20. öldina í grein í Sögu,
tímariti Sögufélagsins árið 2004. Í greininni segir Guðmundur að Ríkissjónvarpið hafi
lengi verið með Hannes Hómstein í „fastri áskrift“ sem þáttargerðarmann:
„Svo það helsta sé rakið síðustu fimm árin gerðu Hannes H. Gissurarson og Alvís samning
við Ríkisssjónvarpið um gerð 100 viðtalsþátta undir heitinu Maður er nefndur og hófst
sýning þeirra sumarið 1999. Þeir komu sér vel því að á sama tíma unnu þeir félagar að
undirbúningi Sögu 20. aldarinnar til sýningar í Ríkissjónvarpinu og voru viðtölin óspart
notuð sem heimildaefni í þáttunum. Námsgagnastofnun keypti sýningarétt á Sögu
20. aldarinnar fyrir grunnskóla landsins fyri 2,4 milljónir króna. Um svipað leyti gerði
Hannes. H. Gissurarson og Kvikmyndagerðin Leifur heppni (Sigurgeir Orri Sigurgeirsson)
samning við Ríkissjónvarpið um gerð þriggja þátta um Ísland og Atlantshafsbandalagið
í telefni af 50 ára afmæli samtakanna. Þetta er hið menningarpólitíkska umhverfi
þáttaraðarinnar Sögu 20. aldarinnar.“
Mikilvirkur í ríkisfjölmiðlinumJóhann Hauksson
blaðamaður skrifar johannh@dv.is
13 MILLJÓNIR AF SKATTFÉ
TIL VERKEFNIS HANNESAR
„Verkinu telst
ekki lokið
fyrr en umrædd
skýrsla hefur ver-
ið skrifuð og hefur
borist ráðuneytinu.
Verkefni um skattalækkun
Árni Mathiesen samdi við Hannes
Hólmstein og Félagsvísinda-
stofnun um 10 milljóna framlag til
skattaverkefnis. Milljónirnar urðu
13 þótt lokagreiðsla bærist ekki.
Ráðuneytisstjórinn fyrrverandi
Baldur Guðlaugsson þráaðist við að greiða
lokagreiðslu enda hafði ráðuneytið ekkert
í höndunum um að verkefni Hannesar Hólm-
steins væri lokið. MYND RÓBERT REYNISSON