Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2011, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2011, Blaðsíða 10
10 | Fréttir 30. mars 2011 Miðvikudagur Guðbjörg Matthíasdóttir, útgerð- arkona úr Vestmannaeyjum, fjár- festingarfélagið Gift, félag í eigu Birkis Kristinssonar, starfsmanns Glitnis, og tveir aðrir starfsmenn Glitnis voru meðal þeirra sem seldu hlutabréf sín í Glitni á fyrri hluta árs 2008, nokkrum mánuðum fyrir ís- lenska efnahagshrunið. Þetta kemur fram í hluthafalista Glitnis frá árun- um 2006 til 2008 sem DV hefur und- ir höndum. Greint hefur verið frá hluthafa- listanum í tveimur síðustu tölublöð- um DV. Á mánudaginn var til dæmis greint frá því að Bjarni Benedikts- son, núverandi formaður Sjálfstæð- isflokksins, og faðir hans Benedikt hefðu samtals selt rúmlega 57 millj- ón hluti í bankanum í febrúar árið 2008. Áætlað söluverðmæti þessara hluta var tæpur milljarður króna. Af hluthafalistanum að dæma voru hluthafar og lánardrottnar þeirra byrjaðir að flýja Glitni strax á fyrstu mánuðum ársins 2008 en hlutabréfaverð í bankanum hafði þá lækkað úr um 30 á hlut þegar það fór hæst sumarið 2007 og niður í tæplega 17 í febrúarlok 2008. Meðal þeirra sem flýðu bankann voru er- lendar fjármálastofnanir eins og Citibank, sem seldi 300 milljón hluti í febrúar, og Morgan Stanley, sem ákvað að hætta að fjármagna hluta- bréf eins stærsta hluthafa Glitnis, Þáttar International, í febrúar þetta sama ár. Hélt eftir bréfum Kristins ehf. Guðbjörg, sem var stór hluthafi í Glitni í gegnum eignarhaldsfélag sitt Kristin ehf., seldi tæplega 7,4 millj- ónir hluta í Glitni í maí 2008 sem skráðir voru á hana persónulega. Verðmæti þessara hlutabréfa var í kringum 130 milljónir króna. Þetta eru ekki háar fjárhæðir þegar litið er til þess að Kristinn hélt utan um nærri 254 milljónir hluta. Líkt og frægt er orðið seldi Guðbjörg um helming þessara bréfa skömmu fyrir bankahrunið haustið 2008. Þau viðskipti byggðu á samningi sem hún hafði gert þegar hún seldi FL Group hlutabréf sín í Tryggingamið- stöðinni árið 2007. Guðbjörg fékk að hluta til greitt fyrir bréfin í Trygg- ingamiðstöðinni með hlutabréfum í FL Group, stærsta hluthafa Glitnis, og Glitni. Söluréttur var á hluta bréf- anna sem gerði henni kleift að selja bréfin í september 2008. Þennan rétt nýtti hún sér. Guðbjörg hafði eignast umrædd hlutabréf í Glitni sem skráð voru á hana persónulega í janúar 2008, samkvæmt hluthafalistanum. Þetta var því eftir að hún seldi FL Gro- up hlutabréf sín í Tryggingamið- stöðinni. Guðbjörg seldi því bréfin sem hún átti persónulega en hélt eftir bréfunum sem skráð voru á Kristin ehf. Þetta er svipað og átti sér stað með Bjarna Benediktsson og föður hans sem seldu þau bréf sem þeir áttu persónulega en Bene- dikt hélt eftir hlut í gegnum Þátt International. Gift fjárfestingarfélag, sem meðal annars var í eigu Finns Ingólfsson- ar fjárfestis, eignaðist sömuleiðis og seldi svo aftur 105 milljónir hluta í Glitni á tímabilinu janúar til mars 2008. Um var að ræða um tveggja milljarða króna viðskipti miðað við að gengi hlutabréfa Glitnis fór úr 20 og niður í um það bil 17 á umræddu þriggja mánaða tímabili. Birkir seldi – Magnús keypti Einn starfsmanna einkabankaþjón- ustu Glitnis, Birkir Kristinsson, seldi umtalsvert magn hlutabréfa í Glitni fyrir hrunið 2008. Birkir virðist því hafa verið búinn að missa trú á Glitni á þessum tíma. Í janúar 2008 seldi eignarhaldsfélag í hans eigu, BK-42 ehf., rúmlega 10 milljón hluti í Glitni. Gengi bréfa í Glitni í lok janúar var 19,5 þannig að ætla má að um hafi verið að ræða í kringum tveggja milljarða króna viðskipti. Annað félag í eigu Birkis, BK-44 ehf., seldi sömuleiðis nærri 151 milljón hluti í tveimur hlutum í apríl og júlí 2008. DV hefur áður greint frá þess- ari sölu. Verðmæti þessara hluta- bréfaviðskipta var rúmlega 2,2 millj- arðar króna sé miðað við gengi bréfa í Glitni í lok júlí 2008 þegar Birkir seldi nærri 121 milljón hluti. Athygli vekur að bróðir Birkis, Magnús Kristinsson útgerðarmaður í Vestmannaeyjum, keypti nærri 107 milljón hluti í Glitni í maí 2008, um tveimur mánuðum áður en Birkir seldi þau hlutabréf sem hann átti eftir í bankanum. Magnús tapaði megninu, um 80 milljón hlutum, af þessum bréfum í bankahruninu haustið 2008. Fleiri starfsmenn Glitnis áttu í viðskiptum með hlutabréf í bank- anum á þessum tíma því í maí 2008 fóru rúmlega 7 milljónir hlutir af nafni eins framkvæmdastjóra bank- ans, Vilhelms Más Þorsteinsson- ar, og nærri 7,3 milljón hlutir fóru af nafni Jóhannesar Baldurssonar, annars framkvæmdastjóra hjá bank- anum. Báðir fengu þeir Vilhelm Már og Jóhannes nærri 800 milljóna króna lán til að kaupa rúmlega 46 milljón hluti í bankanum. Því kann að vera að færslan á hlutabréfun- um af þeirra nafni hafi verið hluti af þeim viðskiptum að veita þeim lán til að kaupa hlutabréf í Glitni í gegn- um einkahlutafélög. Hugsanlegt er að hlutabréfin hafi einfaldlega ver- ið færð af þeim persónulega og inn í einkahlutafélög. Guðbjörg seldi bréf sín í Glitni í maí 2008 n Guðbjörg Matthíasdóttir útgerðarkona seldi bréf í Glitni í maí 2008 n Gift fjárfestingarfélag seldi fyrir á annan milljarð n Starfsmaður Glitnis seldi öll hlutabréf sín n Bróðir starfsmannsins keypti aftur á móti fyrir nærri 2 milljarða„Athygli vekur að bróðir Birkis, Magn­ ús Kristinsson útgerðar­ maður í Vestmanna­ eyjum, keypti nærri 107 milljón hluti í Glitni í maí 2008, um tveimur mán­ uðum áður en Birkir seldi þau hlutabréf sem hann átti eftir í bankanum. Hluthafalisti Glitnis Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is 3. hluti Seldu í Glitni Guðbjörg Matthías- dóttir, fjárfestingarfélagið Gift sem Finnur Ingólfsson átti í, og Birkir Kristinsson, starfsmaður Glitnis, voru meðal þeirra sem seldu hlutabréf í Glitni á árinu 2008.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.