Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2011, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2011, Blaðsíða 14
Fékk nýjar rósir n Lofið fær verslunin Garðheimar en kona sem keypti þar rósir var sérstak- lega ánægð með þjónustuna. „Rós- irnar drápust strax og ég fór með þær aftur. Konan sem afgreiddi mig var alveg yndisleg og lét mig strax fá nýjar auk þess að ég fékk tvær í kaupbæti. Ég þurfti ekki að sýna kvittun og þetta var allt með bros á vör. Þetta kalla ég góða þjónustu.“ Léleg þjónusta n Lastið að þessu sinni fær Laundro- mat sem var nýlega opnað í Austur- stræti. „Við fórum þangað fljótlega eftir að staðurinn var opnaður og ég pantaði mér samloku. Það tók klukkutíma að fá matinn. Þegar sam- lokan loksins kom var brauðið svo hart að varla var hægt að skera það og kjötið á henni seigt. Vinkona mín ætlaði að fá að skipta út frönskum í stað græn- metis en hefði þurft að borga 300 krónur aukalega fyrir það. Mér fannst þetta ekki góður matur og þjónusta fyrir peninginn sem við þurftum að borga.“ SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS LOF&LAST Notkun stöðuskilta samræmd Fatlaðir einstaklingar á ferða- lögum erlendis sem eru handhafar íslenskra stöðuskilta hafa nú óskoraðan rétt til þess að nýta sér sérmerkt bílastæði fyrir fatlaða í flestum löndum innan Evrópska efnahagssvæðisins. Á heimasíðu Félags íslenskra bifreiðaeigenda kemur fram að reglur um notkun stöðuskilta hafa verið samræmdar á EES-svæðinu að Íslandi meðtöldu. Stöðuskiltin líta nú eins út alls staðar og merkja það sama. Sum lönd, til dæmis Austur- ríki, ætlast þó til að fatlaðir ferðalangar prenti út sérstakan miða og hafi hann í framrúðu við hlið stöðuskiltis. Miðann má nálgast á heimasíðu FÍB og til að forðast óþægindi er æskilegt að fatlaðir einstaklingar hafi miðann tiltækan á ferðalögum erlendis. 14 | Neytendur Umsjón: Baldur Guðmundsson baldur@dv.is 30. mars 2011 Miðvikudagur E ld sn ey ti Verð á lítra 231,9 kr. Verð á lítra 236,8 kr. Bensín Dísilolía Verð á lítra 231,5 kr. Verð á lítra 236,4 kr. Verð á lítra 232,9 kr. Verð á lítra 236,8 kr. Verð á lítra 231,4 kr. Verð á lítra 236,3 kr. Verð á lítra 231,5 kr. Verð á lítra 236,4 kr. Verð á lítra 231,9 kr. Verð á lítra 236,8 kr. Algengt verð Almennt verð Algengt verð Höfuðb. svæðið Melabraut Algengt verð Þrífum saltið og tjöruna af Eftir veturinn er mikilvægt að taka bílinn í gegn en með reglulegum þvotti og góðri umhirðu endist bíllinn lengur og verður síður ryði að bráð. Félag íslenskra bifreiðaeigenda gefur ráð um þvott á bílum en þar segir að byrja eigi á því að spúla bílinn vel. Best sé að nota háþrýsti- þvottatæki en einnig sé hægt að nota vatnsslöngu með bunustilli. Nauð- synlegt sé að spúla vélina þar sem salt og aur geta setið undir bretta- köntum og í kringum hjól. Mikil- vægt sé að þrífa salt- og tjöruagnir af lakkinu eftir veturinn og er það gert með fituleysandi hreinsiefnum. Bent er á að eingöngu eigi að nota slík efni á þvottaplönum bensínstöðva því þar eiga að vera niðurföll fyrir óæskileg efni. Eftir þetta skal bíllinn þrifinn með sápulegi og volgu vatni en gott sé að skola bílinn vel og reglulega á meðan á sápuþvottinum stendur. Að lokum skal bíllinn þurrkaður með vaskaskinni eða gúmmísköfu. Það er ekki einungis fyrir veturinn sem við þurfum að yfirfara bílinn og athuga hvort allt sé í standi því þó svo að snjó hafi tekið upp og salt og frost herji ekki lengur á bílana okkar er ým- islegt sem bíleigendur þurfa að huga að. Sumarið er sá árstími sem við not- um bílana jafnan hvað mest og því eitt og annað sem þarf að skoða og yfirfara áður en haldið er í ferðalög um landið. Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur sett saman upplýsingar á heimasíðu sinni um hvað sé mikilvægt að athuga í sambandi við bílinn áður en sumarið kemur. Fjarlægjum naglana í tíma Til að byrja með er vert að minna á að yfir sumartímann er ekki heimilit að aka á negldum vetrardekkjum. Sektir við því eru 5.000 krónur og ef þú ert tekinn á nagladekkjum, sem eru auk þess slitin og skemmd, getur þú átt von á því að vera sektaður um 5.000 krónur á hvert dekk sem er undir bíln- um. Það er svo ekki fyrr en 1. nóvem- ber sem heimilt er að setja nagladekk- in undir aftur. Fyrir ferðalagið Áður en lagt er af stað í ferðalag út fyr- ir bæinn er mikilvægt að yfirfara bíl- inn en það er frumskilyrði að ástand ökutækisins sé gott áður en lagt er af stað. Ef gera þarf við bílinn verður að gera viðeigandi ráðstafanir í tíma því oft tekur það daga eða vikur að fá tíma hjá bifreiðaverkstæðum. Ef panta þarf varahluti getur það tafið enn frekar. Vert er að hafa í huga að á ferðalög- um er bíllinn oftast meira hlaðinn en venjulega og vegir geta verið misgóðir. Þar af leiðandi er álagið á bílinn meira en við daglegan akstur og því mikil- vægt að hann sé í góðu ásigkomulagi. Bíleigendur geta farið yfir ástand bíls- ins sjálfir að hluta til en hemla og ann- an öryggisbúnað á að láta fagmenn skoða. Hjólbarðar Hjólbarðarnir þurfa að vera í lagi þeg- ar haldið er af stað. Munsturdýpt ætti aldrei að vera minni er 1,6 millimetrar og ef langt ferðalag er fram undan er æskilegra að hún sé 2 til 3 millimetr- ar. Þetta er mikilvægt til að mæta sliti á hjólbörðunum á ferðalaginu. Einn- ig er gott að hugsa til þess að álag og slit á hjólbörðunum eykst í hlutfalli við þyngd farþega og farangurs. Kanna skal loftþrýstinginn en auka þarf hann ef bifreiðin er mikið hlaðin. Mikilvægt er að yfirfara einnig vara- hjólbarðann og fullvissa sig um að hann sé í góðu ástandi. Höggdeyfar Höggdeyfar gegna mikilvægu hlut- verki og hafa mikið að segja varðandi aksturseiginleika bifreiðarinnar. Hægt er að framkvæma einfalda athugun á ástandi höggdeyfa.  Byrjið á einu horni bifreiðarinnar og þrýstið hon- um niður þannig að hann hreyfist upp og niður. Ef bifreiðin dúar meira en einu sinni upp og einu sinni niður getur það verið vísbending um léleg- an höggdeyfi. Þegar skipt er um högg- deyfi er ráðlagt að skipta um báða á sama öxli. Ljós Þrátt fyrir björtu sumarnæturnar hér á Íslandi er mikilvægt að athuga ljósa- búnað áður en lagt er af stað.  Ef ein ljósapera fer er ráðlagt að skipta einn- ig út samsvarandi peru á hinni hlið- inni. Gott er að hafa það fyrir reglu að vera alltaf með ljósaperur í bílnum til skiptanna. Verkfæri og varahlutir Yfirfarið verkfærasett bifreiðar- innar.  Gott er að smyrja tjakkinn og jafnvel fleiri verkfæri.  Eftirfarandi verkfæri er ráðlagt að hafa í bíln- um:  felgulykil, skiptilykil, átaksstöng, kertalykil, skrúfjárn, stjörnuskrúf- járn, bittöng, loftþrýstimæli og vasa- ljós. Eins er gott að taka ávallt algeng- ustu varahluti með í ferðalagið, svo sem viftureim, kerti, öryggi, þurrku- blöð, einangrunarband, olíu og frost- lög. Í bílnum á alltaf að vera viðvörun- arþríhyrningur, sjúkrakassi, dráttartóg og bensínbrúsi. Kælikerfi og rafgeymir Kælikerfi vélarinnar gegnir mikilvægu hlutverki og áður en haldið er af stað í ferð verður að ganga úr skugga um að nægur kælivökvi sé á kerfinu. Ef áfyll- ingar er þörf er ráðlagt að blanda vatni og frostlegi í jöfnum hlutföllum sam- an en frostlög á einnig að nota á sumr- in því hann ver kælikerfið gegn ryði. Látið athuga hleðsluhæfi raf- geymis, til dæmis hjá rafgeymaþjón- ustu. Athuga þarf hvort nægilegt vatn sé á rafgeyminum en vanti það skal bætt á með eimuðu vatni. Einnig þarf að hreinsa póla og leiðslur með fínum sandpappír eða vírbusta. Viftureim, smurkerfi, kerti og fleira Mikilvægt er að kanna ástand vift- ureimarinnar og passa skal að reim- in sé hæfilega strekkt. Þó skal það ekki vera meira en svo að hægt sé að sveigja hana til um það bil einn senti- metra þar sem hún leikur laus. Skipta skal um olíu á hreyfli og olíusíu og loftsíu og kerti á að skipta um í samræmi við upplýsingar í eig- endahandbók bifreiðarinnar. Það sem þú getur gert sjálfur n Kannað ástand hjólbarða og hjól- barðaþrýsting. n Yfirfarið ljósabúnað. n Athugað kælivökva. n Kannað ástand og stillingu viftureimar. n Athugað vatnsstöðu í rafgeymi. n Hreinsað geymasambönd. n Smurt hurðalamir og fleira þessa háttar. n Margir geta skipt um olíu, olíusíu, loftsíu og kerti sjálfir. n Kannað ástand höggdeyfa. Það sem fagmenn ættu að framkvæma n Kanna ástand hemlabúnaðar. n Athuga tengsli (kúplingu). n Vélarstilla. n Athuga ástand bensínleiðslna. n Kanna stýrisbúnað. n Skipta um olíu og síur. n Kanna ástand útblásturskerfis.loftsíu og kerti sjálfir. n Tími ferðlaga innalands rennur brátt upp n Mjög mikilvægt að huga að ástandi bílsins áður en lagt er af stað n Frostlög á ekki bara að nota á veturna því hann kemur í veg fyrir að kælikerfið ryðgi „Áður en lagt er af stað í ferðalag út fyrir bæinn er mikilvægt að yfirfara bílinn en það er frumskilyrði að ástand ökutækisins sé gott áður en lagt er af stað. Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is KOMDU BÍLNUM Í TOPPSTAND Naglana burt Óheimilt er að aka á nagladekkjum eftir 15. apríl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.