Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2011, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2011, Blaðsíða 24
24 | Sport Umsjón: Tómas Þór Þórðarson tomas@dv.is 30. mars 2011 Miðvikudagur Adel Taarabt gæti fengið spilað með Real Madrid á næsta tímabili: Real fylgist með liðsfélaga Heiðars Marokkómaðurinn Adel Taarabt hjá QPR er undir smásjá stór- liðsins Real Madrid samkvæmt frétt í spænska íþróttablaðinu AS. Þessi 21 árs gamli framherji hefur gjörsamlega farið á kostum með QPR í Championship-deildinni á Englandi, þeirri næstefstu. Þar er hann búinn að skora fimmtán mörk og gefa fimmtán stoðsend- ingar í þrjátíu og sjö leikjum. Íslenski landsliðsframherjinn Heiðar Helguson spilar með Taa- rabt hjá QPR og hefur notið krafta hans í framlínunni. Það er ekki síst vegna frammistöðu Taarabts að QPR er langefst í Champion- ship-deildnni og býður liðs- ins sæti í ensku úrvalsdeildinni næsta haust. Taarabt hefur allt tímabilið verið undir smásjá Manchester United og Arsenal en bæði lið hafa verið sögð áhugasöm um að landa framherjanum unga. Taa- rabt kom til Englands árið 2007 þegar Tottenham keypti hann frá franska liðinu Lens. Hjá Totten- ham gekk honum illa að fóta sig og var hann sendur á lán til QPR árið 2009. Sá lánssamningur varð að varanlegum félagaskiptum síðasta sumar en síðan þá hefur hann fest sig í sessi sem besti leik- maður liðsins. Spænska íþróttablaðið AS heldur því fram að Taarabt sé leikmaður sem Real Madrid horfi nú til og ætli sér að gera tilboð í hann í sumar. Taarabt hefur á sínum ferli spilað átta leiki fyrir landslið Marokkó en í þeim hefur hann skorað þrjú mörk. tomas@dv.is Botnbaráttan í algleymingi n Tuttugasta og næstsíðasta um- ferð N1-deildar karla fer fram á fimmtudagskvöldið. Mikil barátta er á botninum þar sem úrslit geta ráðist í þessari umferð. Botnlið Selfyssinga mæt- ir Valsmönnum að Hlíðarenda á meðan Aftur- elding heim- sækir nýkrýnda deildarmeistara Akureyrar. Takist Aftureldingu að leggja Akureyri og Selfoss tapar fyrir Val er það ljóst að það verður Selfoss sem fellur en Afturelding fer í umspilið um áframhaldandi sæti í deildinni. Hverjir fara í úrslitakeppnina? n Það er einnig mikil spenna í N1- deildinni um hvert verður fjórða liðið inn í úrslitakeppnina. Um það bítast HK og Haukar sem bæði hafa 20 stig. Haukar mæta FH í Hafnafjarðar- slag á fimmtu- dagskvöldið á meðan HK á leik úti gegn Fram sem er komið aft- ur á mikið skrið. Þó má ekki útiloka Valsmenn í baráttunni um fjórða sætið því ef þeir vinna báða sína leiki sem eftir eru og HK og Haukar tapa sínum fer Valur í úrslitakeppnina. Úrslitakeppnin heldur áfram n Úrslitakeppnin í Iceland Ex- press-deild karla í körfubolta er í algleymingi og verður spilað bæði á miðvikudags- og fimmtudags- kvöld. Í kvöld, miðvikudag, mætir Keflavík liði KR en Suður- nesjamenn þurfa heldur betur að girða sig í brók eftir tapið í DHL- höllinni. Í Stykkishólmi taka svo Íslandsmeistarar Snæfells á móti Stjörnunni en síðastliðið sunnu- dagskvöld varð Stjarnan fyrsta liðið til þess að leggja Snæfell á þess heimavelli. Víkingar mæta Fram n Þrír áhugaverðir leikir eru í Lengjubikarnum á fimmtudag- inn. Pepsi-deildar liðið Víkingur og Fram eigast við á gervigrasi Víkinga klukkan 19.00 en á sama tíma mæta sjóð- heitir Valsmenn liði Leiknis í Eg- ilshöllinni. Fyrir norðanmenn er um að gera að minna á Akureyrarslag Þórs og KA sem hefst klukkan 20.00 í Boganum á Akureyri. Þórsarar leika í efstu deild í fyrsta skipti í sjö ár ár í sumar en KA menn leika í 1. deild eins og undanfarin 6 ár. KR samdi ekki við Danann n Danski miðvörðurinn Mikkel Christ­ offersen sem hefur verið á reynslu hjá KR að undanförnu fær ekki samning hjá liðinu. Hann þótti ekki standa undir vænt- ingum og hefur verið sendur heim á leið. KR- ingar reyna nú hvað þeir geta að bólstra varnar- línu sína en þar vantar liðinu breidd fyrir sumarið. Gunnar Þór Gunnarsson er enn að jafna sig af krossbandaslitum og er óvíst hvort hann verði klár í fyrsta leik. Molar Óvænt félagaskipti? Taarabt gæti farið til Real Madrid. MYND REUTERS Brasilíumaðurinn Neymar er á allra vörum þessa dagana enda talinn einn allra efnilegasti knatt- spyrnumaður heims um þessar mundir. Neymar, sem heitir fullu nafni Neymar da Silva Santos Júnior, leikur með Santos í heima- landinu en hann er fæddur 5. febrúar árið 1992 og er því nýorð- inn 19 ára. Skoraði í sínum öðrum leik Útsendarar Santos voru fljótir að koma auga á hæfileika þessa unga Brassa og þegar hann var ellefu ára gekk hann í raðir félagsins. Þar hélt hann áfram að vaxa og dafna og þegar hann var sautján ára lék hann sinn fyrsta leik fyrir aðallið félags- ins í 2–1 sigurleik gegn Oeste. Og í öðrum leik hans fyrir Santos, aðeins viku síðar, kom fyrsta mark hans fyr- ir félagið í sigurleik gegn Mogi Mi- rim. Neymar hefur verið líkt við fjöl- marga goðsagnakennda leikmenn brasilíska landsliðsins. Nægir í því samhengi að nefna Pelé og Robinho sem báðir léku með Santos. Augu fjölmargra stórliða í Evrópu bein- ast nú að leikmanninum og má þar nefna Manchester United, Chelsea, Manchester City, Inter, Barcelona og Real Madrid. Þá hefur Ronaldo, sem nýlega lagði skóna á hilluna, fullyrt að Neymar sé lykillinn að velgengni brasilíska landsliðsins á komandi árum. Mikill markahrókur Neymar vakti mikla athygli um helgina þegar hann skoraði bæði mörk brasilíska landsliðsins í 2–0 sigurleik gegn Skotum. Óhætt er að segja að ferill hans með brasilíska landsliðinu byrji vel því hann er bú- inn að skora þrjú mörk í jafnmörg- um leikjum fyrir þjóð sína. Árangur hans með undir 20 ára liði Brasi- líu er einnig eftirtektarverður – níu mörk í sjö leikjum. Og með Santos hefur Neymar skorað 27 mörk í 64 deildarleikjum. Neymar var orðaður við Chel- sea síðasta sumar en samningavið- ræður Santos og Chelsea sigldu í strand þar sem félögin komust ekki að samkomulagi um kaupverð. Þó svo að það stefni í harða baráttu um krafta leikmannsins í sumar er ekki víst að Neymar fari strax til Evrópu. Hann er samningsbundinn Santos til ársins 2014 og hefur sjálfur lýst því yfir að hann ætli ekki að flýta sér til Evrópu. Góð tengsl við United Eftir frammistöðu hans gegn Skot- um um helgina keppast fjölmiðar við að orða hann við hin og þessi stórlið. Vefmiðillinn Soccernet greinir til dæmis frá því að Neym- ar fari til Englands í sumar og þá til Manchester United, Chelsea eða Manchester City. Umboðsmenn kappans eru þeir Wagner Ribei og Pini Zahavi en sá síðarnefndi er sagður hafa afar góð tengsl við Sir Alex Ferguson, knatt- spyrnustjóra Manchester United. Er Ferguson sagður sjá Neymar fyrir sér sem arftaka Ryans Giggs. Þrátt fyrir þessi tengsl á milli Fergusons og Zahavis virðast for- svarsmenn Chelsea og Manchester City hafa meiri áhuga á leikmann- inum. Carlo Ancelotti og Roberto Mancini létu sjá sig á leik Skota og Brasilíu um helgina en forsvars- menn Manchester United voru ekki sýnilegir á svæðinu. Gæti vanist veðrinu Þó svo að Neymar sé enn ungur að árum er ljóst að hann verður ekki ódýr. Í samningi hans er klásúla þess efnis að hann megi yfirgefa Santos komi tilboð upp á 45 millj- ónir evra, eða 39,6 milljónir punda, í hann. Neymar hefur áður lýst því yfir að hann hafi meiri áhuga á að leika á Ítalíu en á Englandi. Eftir leikinn gegn Skotum um helgina, sem fór fram á Englandi, sagði hann hins vegar: „Leikvangurinn er frábær, völlurinn er góður. Veðrið er ekkert sérstakt en ég gæti vanist því.“ Það er því aldrei að vita nema Neymar verði næsta stórstjarna ensku úr- valsdeildarinnar. Aðdáendur enskr- ar knattspyrnu hljóta að fagna því. Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is Næsta stjarna Brasilíu n Brasilíumaðurinn Neymar er talinn einn efni­ legasti knattspyrnumaður heims n Skoraði tvö mörk með landsliðinu um helgina n Stóru liðin í Evrópu keppast um að fá leikmanninn í sumar Tvö mörk um helgina Neymar sýndi hvað í honum býr þegar hann skoraði bæði mörk Brasilíu í 2–0 sigri á Skotum í vináttuleik. MYND REUTERS „Leikvangurinn er frábær, völlurinn er góður. Veðrið er ekkert sérstakt en ég gæti vanist því. Gríðarlegt efni Neymar er afar útsjónarsamur og tæknilega góður leikmaður. Ljóst er að öll helstu stórlið Evrópu munu berjast um leikmanninn í sumar. MYND REUTERS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.