Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2011, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2011, Blaðsíða 16
Michelle Bachmann, formaður flokksbrots Repúblikanaflokksins sem kennir sig við Teboðshreyf- inguna í fulltrúadeild Bandaríkja- þings, er nú talin líkleg til að sækjast eftir útnefningu repúblikana til for- setakosninga á næsta ári. Bachmann er, rétt eins og Teboðshreyfingin öll, mjög umdeild en nýtur á sama tíma vaxandi fylgis í Bandaríkjunum. Bachmann hefur átt þingsæti í full- trúadeildinni síðan árið 2007. Bachmann þykir um margt minna á flokkssystur sína Söruh Palin. Þær virðast vera á sama máli þegar kem- ur að félagslegri íhaldssemi þó Bach- mann sé líklega róttækari í þeim efn- um ef eitthvað er. Bachmann á það einnig sammerkt með Palin að hún er fimm barna móðir og skartar síðu dökku hári, sem hefur orðið til þess að vekja enn meiri athygli á saman- burðinum. Bachmann hefur einnig sýnt að hún býr yfir hæfileika sem skiptir óhemjumiklu máli í banda- rískum stjórnmálum, en það er hæfi- leikinn til að safna fé til kosningabar- áttu. Síðast þegar hún bauð sig fram til fulltrúadeildarinnar tókst henni að safna 13,5 milljónum dala, sem var ein hæsta upphæð sem nokkrum frambjóðanda tókst að safna. Var í Demókrataflokknum Það kann að þykja ótrúlegt í dag, en Bachmann hóf feril sinn í stjórn- málum þegar hún starfaði sem sjálf- boðaliði í kosningabaráttu Jimmys Carter árið 1976. Ári síðar gerði hún þá merkilegu uppgötvun um sjálfa sig þar sem hún las skáldsögu eftir háðfuglinn Gore Vidal að hún væri ekki demókrati. Í skáldsögunni, Burr, gerir Vidal grín að nokkrum þeirra sem taldir eru til landsfeðranna svo- kölluðu. Vidal hefur löngum haft víðtæk tengsl við Demókrataflokk- inn og sagði Bachmann í viðtali að þarna hefði hún orðið fyrir vitrun: „Ég lagði bókina frá mér og horfði út um gluggann og hugsaði með mér: Veistu hvað? Ég held að ég sé ekki demókrati. Ég hlýt að vera repú- blikani.“ Í næstu forsetakosningum starfaði hún sem sjálfboðaliði fyrir Ronald Reagan og hóf síðan bein af- skipti af stjórnmálum árið 1988, þeg- ar hún gerðist ein helsta talskona baráttunnar gegn fóstureyðingum í heimaríki sínu, Minnesota. Kristileg gildi Bachmann starfaði sem skattalög- fræðingur frá 1988 til ársins 1993 þegar hún hætti störfum sem lög- fræðingur til að geta einbeitt sér að móðurhlutverkinu. Hún hélt þó áfram að berjast gegn fóstureyðing- um, meðal annars með því að skipu- leggja mótmælafundi við heilsu- gæslustöðvar þar sem slíkar aðgerðir voru framkvæmdar. Hún og maður- inn hennar sáust iðulega krjúpandi á hnjánum fyrir utan slíkar heilsu- gæslustöðvar þar sem þau báðu til Guðs á milli þess sem þau kölluðu ókvæðisorð að þeim konum sem hugðust nýta rétt sinn til fóstureyð- ingar. Þetta er eitt af því sem Bachmann telur til kristilegra gilda, sem eru henni, og Teboðshreyfingunni, ofar- lega í huga. Árið 1993 stofnaði hún, ásamt öðrum kristnum foreldrum, grunnskóla í Minnesota sem byggði á þessum gildum. Þrátt fyrir að skól- inn hafi verið rekinn fyrir almannafé var námskráin alls ekki í takt við opinbera námskrá sem gefin var út af Minnesota-ríki. Var þar þróunar- kenningunni meðal annars hafnað og notast var við boðorðin 10 sem siðareglur. Stefna skólans komst í há- mæli þegar stjórnendur hans ákváðu að banna teiknimyndina um Alladín og töfralampann, því myndin boðaði að þeirra sögn áróður um heiðni og fjölkynngi. Hluti af kristilegum gildum Bach- mann er að viðhalda ímyndinni um bandarísku kjarnafjölskylduna. Það þarf vart að taka fram að hún er ötul baráttukona fyrir „heilagleika hjónabandsstofnunarinnar“, það er: Hún berst gegn réttindum samkyn- hneigðra við hvert tækifæri. Hún hef- ur gengið svo langt að leggja tvisvar fram tillögu um stjórnarskrárbreyt- ingu sem myndi banna hjónabönd samkynhneigðra í öllum ríkjum Bandaríkjanna. Umhverfið og orkan Bachmann er orðin leið á því hve Bandaríkin eru háð innfluttri orku. Hefur hún þess vegna verið einn helsti talsmaður þess að leita ætti að olíu á Dýraverndunarsvæði norður- skautsins í Alaska (Arctic National Wildlife Refuge). Svæðið hefur ver- ið skilgreint sem friðað síðan árið 1960 en þar er að finna ríkulegt dýra- og plöntulíf sem talið er einstakt á norðurhveli jarðar. Bachmann virð- ist kæra sig kollótta um þá mengun sem gæti hlotist af tilraunum til að finna olíu á svæðinu og hvaða áhrif sú mengun hefði á lífríkið. Bachmann lætur ekki þar við sitja. Hún er þeirrar skoðunar að kenning- in um hlýnun jarðar sé lítið annað en svikamylla. Hún segir að aukin los- un koltvísýrings geti ekki annað en verið af hinu góða. „Koltvísýringur er náttúrulegt efni sem sér til þess að plöntur þrífist. Það er verið að segja okkur að takmarka losun á efni sem er fullkomlega náttúrulegt,“ sagði Bachmann þegar hún lýsti því yfir að hún væri á móti takmörkun gróður- húsalofttegunda. Bachmann gekk í raun svo langt að hún hvatti kjósendur sína í Minne- sota til að grípa til vopna og mót- mæla fyrir framan þinghúsið þegar leggja átti skatta á þau fyrirtæki sem losuðu gróðurhúsalofttegundir um- fram fyrirframákveðinn kvóta. Með ljósaperur á heilanum Barátta Bachmann fyrir bættu um- hverfi er sérstök, svo ekki sé meira sagt. Hún er til að mynda mikill and- stæðingur þess að sett hafi verið í lög að innan tíðar þurfi allar ljósaperur að vera svokallaðar „sparperur“. Þrátt fyrir að það sé margsannað að orku- sparnaður á hvert heimili yrði mun minni, svo ekki sé minnst á að spar- perurnar myndu spara orkuverum talsverða orku sem þá mætti nýta í annað, segir Bachmann að við notkun á sparperum verði mun meiri losun á kvikasilfri út í náttúruna. Vísinda- menn hafa bent á að orkuverin sem framleiða orkuna sem fer í ljósaper- ur losi langtum meira magn af kvika- silfri en sparperur gætu nokkurn tím- ann gert, en það virðist ekki hafa áhrif á Bachmann. Hún notar í raun ljósa- perumálið sem rök til að sýna fram á getuleysi Baracks Obama sem forseta Bandaríkjanna við hvert tækifæri. „Af hverju kemur stjórn Obama ekki fram með nýja áætlun til að berjast gegn atvinnuleysi í stað þess að einbeita sér að ljósaperum?“ sagði hún í við- tali nýlega. Tekur ákvörðun í júlí Bachmann hefur enn ekki staðfest að hún muni sækjast eftir tilnefningu Repúblikanaflokksins til forseta en hefur þó staðfest að hún muni taka ákvörðun þar að lútandi í júlí. Fari svo að hún ákveði að taka slaginn er það talið vera henni til happs að fyrsta ríkið sem mun kjósa um full- trúa flokksins verður Iowa, en þar fæddist Bachmann einmitt og nýtur hún þar talsverðra vinsælda. Henn- ar helsti keppinautur frá hægri væng Repúblikana yrði óneitanlega Sarah Palin, ef Palin ákveður að bjóða sig fram – sem hún hefur einmitt ekki gert. Er það talið hafa skapað tæki- færi fyrir Bachmann, að Palin réð sig nýverið í starf sem stjórnmálaskýr- andi á bandarísku fréttastöðinni Fox News – en þar virðist hún kunna afar vel við sig. 16 | Erlent 30. mars 2011 Miðvikudagur n Michele Bachmann er orðin vonarstjarna Teboðshreyfingarinnar n Gæti sóst eftir til- nefningu repúblikana til forseta Bandaríkjanna n Er á móti fóstureyðingum og hjóna- böndum samkynhneigðra n Trúir ekki á hlýnun jarðar og er með ljósaperur á heilanum „Koltvísýringur er náttúrulegt efni sem sér til þess að plöntur þrífist. Það er verið að segja okkur að takmarka losun á efni sem er fullkomlega náttúrulegt. Björn Teitsson blaðamaður skrifar bjorn@dv.is Michele Bachmann Er orðin ein skærasta stjarna Teboðshreyf- ingarinnar. Orðin stjórnmálaskýrandi Bachmann þykir minna um margt á Söruh Palin. NÝJA STJARNAN Í TEBOÐINU

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.