Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2011, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2011, Page 2
Klafinn á börnunum 2013 minni en 2003 Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor „Stór orð hafa verið höfð uppi um áhrif samþykktar fyrirliggjandi lausnar á Ice- save-málinu á hag barnabarna núlifandi Íslendinga. Þekkt auglýsingarödd líkir þeim sem vilja samþykkja samkomulag- ið við barnasölumenn á 15. öld. Skoðum staðreyndir: Á árabilinu 1990 til 1998 sveiflaðist hrein erlend skuldastaða Íslands á bilinu milli 40 og 50 prósent af vergri lands- framleiðslu. Næstu ár á eftir fóru hreinar erlendar skuldir allt upp í 80% af vergri landsframleiðslu. Hver er skuldastaða Íslands nú? Hver verður hún 2013/2014? Til að svara þess- um spurningum þarf að gera sér grein fyrir því hversu stór hluti af skuldastafla Kaupþings, Glitnis og gamla Lands- bankans verður afskrifaður. Sérfræðingar Seðlabanka Íslands hafa lagt mat á þetta og skrifað stórmerka skýrslu undir heitinu „Hvað skuldar þjóðin?“. Niðurstaða þeirra er að í árslok 2013 verði hrein erlend skuldastaða íslensku þjóðarinnar á bilinu 7 til 27 prósent af vergri landsframleiðslu! Icesave-skuldir eru inni í þessum tölum (en Actavis er meðhöndlað sem erlent fyrirtæki enda hafa kröfuhafar þar tögl og hagldir). Ef Icesave-samkomulagið verður sam- þykkt verða skuldir Íslands sem hlutfall af landsframleiðslu meira en helmingi lægri á árinu 2013 en þær voru 2003. Hafi menn ekki haft áhyggjur af skuldaklafa sem þeir voru að leggja á börn sín og barnabörn árið 2003 er helmingi minni ástæða fyrir þá að hafa áhyggjur af þeim skuldaklafa sem eftir stendur verði Icesave-samkomu- lagið endanlega samþykkt. Það er líka ástæða til að benda á að erlendir lánar- drottnar eru ekki einasta að afskrifa lán sem tekin voru á útrásartímabilinu 2003 til 2008. Þeir eru líka að afskrifa drjúgan hluta af þeim lánum sem tekin voru ára- tuginn þar á undan.“ 2 | Fréttir 6. apríl 2011 Miðvikudagur Hvað segja þau um Icesave? n „Við þurfum að skapa okkur traust á nýjan leik“ n „Ég þekki marga góða menn sem segjast ætla að segja já, þótt ég voni að þeir skipti um skoðun“ n „Kostnaður af frekari töfum verður alltaf miklu meiri en hugsanlegur ávinningur“ „Þetta er svona eins og að gefa sér það fyrir fram að landið verði gjaldþrota innan skamms. Upp úr hjólförunum Lára V. Júlíusdóttir, hæstaréttarlögmaður og háskólakennari Bretar og Hollendingar axla ekki ábyrgð Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðiprófessor Áhættan er okkur í vil Guðmundur Ólafsson hagfræðingur „Ég ætla að samþykkja Icesave-samninginn. Þetta er kostaboð og „góður díll“, eins og sagt er, miðað við það lið sem við er að eiga hér. Ég sá að eitthvert félag, sem kallar sig Gamma, taldi að áhættan af þessum samn- ingi væri allt að 223 milljarðar króna. Þetta er hrein lygi. Þarna er því haldið fram að verðminni króna hækki skuldina þegar hið rétta er að veikar krónur verða fleiri en skuldin stendur óhögguð í evrum eða pundum. Þess- ir menn gera ráð fyrir 2 prósenta veikingu krónunnar á ársfjórðungi, eða 8,24 prósenta verðbólgu, áratugum saman. Þetta er svona eins og að gefa sér það fyrir fram að landið verði gjaldþrota innan skamms. Skuldirnar eru aftur á móti háðar gengi evru og punds og það hefur áhrif á skuldina. Það eru allar líkur á því að gengi punds og evru dali hægt og bítandi eins og verið hefur raunin með flesta gjaldmiðla. Þannig eru allar líkur á því að gengisáhættan sé engin og jafnvel okkur í vil. Þetta stafar af því að verðbólga er í öllum löndum. Þannig er lang- líklegast að skuldin lækki vegna þess að evra og pund veikist lítillega. Þetta er óskiljanlegt rugl og alvarlegt að menn skuli nota lygar málstað sínum til framdráttar.“ „Sjálfur ætla ég að segja nei, en ég þekki marga góða menn, sem segjast ætla að segja já, þótt ég voni að þeir skipti um skoðun. En Aðalsteinn Jónasson lögfræðingur hefur sett fram afar skýr rök fyrir því að segja nei, og geri ég orð hans að mínum,“ segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson í pistli á Pressunni í vikunni. Rök Aðalsteins eru ítarleg en varða efnislega eftirfarandi sjö atriði: 1) Fjárhæð skuldbindingar er háð algerri óvissu þrátt fyrir samning og upp- hæðin getur hækkað um tugi, jafnvel hundruð milljarða króna. „Vissulega er dómstólaleiðin háð óvissu en hún er svo sannarlega ekki meiri en af því að samþykkja samninginn. Þvert á móti hafa menn fært góð rök fyrir því að sú leið sé í raun áhættuminni.“ 2) Bretar og Hollendingar axla enga ábyrgð samkvæmt samningnum. 3) Samningsbrot leiðir ekki sjálfkrafa til skaðabóta- skyldu. 4) Engin trygging er fyrir því að aðgangur atvinnulífs að lánsfé muni aukast. 5) Samfélag án ábyrgðar verður samfélag án frelsis. „Með lög- unum um heimild til handa fjármálaráðherra til að gangast í ríkisábyrgð fyrir Icesave-skuldinni er ákvæðum laga nr. 121/1997 um ríkisábyrgðir vikið til hliðar. Þjóðin mun því ekki njóta góðs af þeirri vernd sem þeim lögum var ætlað að veita.“ 6) Freistnivandi leiðir til óábyrgrar hegð- unar. „Ef íslenskt samfélag viðurkennir að einkafyrirtæki geti stofnað til skuld- bindinga á kostnað ríkisins skapast sú hætta að stjórnendur fyrirtækja og ein- staklingar freistist til að hegða sér með óábyrgum hætti (freistni- vandi), t.d. með óhóflegri skuldasöfnun eins og gerðist hjá mörgum fyrirtækjum í aðdraganda hrunsins.“ 7) Grundvallar-mann- réttindi að fá að beina réttarágreiningi til dómstóla. „Afstaða mín til Icesave-kjörsins á laugar- daginn er skýr. Ég mun segja já. Ástæður þess eru meðal annars þær að ég tel áhættuna af því að semja nú mun minni heldur en áhættuna af því að segja nei. Við þurfum að skapa okkur traust á nýjan leik á alþjóðavettvangi og það gerum við ekki með langdregnum málaferlum á al- þjóðavettvangi. Auk þess tel ég bráðnauð- synlegt fyrir okkur sem þjóð að komast upp úr hjólförunum sem við duttum í með Icesave-umræðunni og snúa okkur að brýnum úrlausnarmálum við uppbygg- ingu efnahagslífsins.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.