Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2011, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2011, Page 6
„Þetta fór fyrir rétt og það náðist sátt. Ég bað um að fá húsið þann 31. mars svo ég gæti leigt það frá mánaðamót- um. Hún fór fram á að fá að vera fram til 5. apríl og fékk það. Það er eins og hún eigi allan réttinn og ég engan,“ segir Hjördís Ágústsdóttir sem bú- sett er á Akranesi. DV greindi frá því í febrúar að leigusamningur sem Hjör- dís gerði við leigjendur sína hafi runn- ið út í nóvember en þeir væru enn í húsinu og hafi ekki greitt leigu. Sam- kvæmt upplýsingum DV mun sýslu- maður framkvæma útburð næstkom- andi föstudag. Dómsátt Málið fór fyrir dóm fyrir stuttu þar sem dómsátt náðist og bendir Hjör- dís á að í dómsáttinni komi fram að leigjandinn, María Jósefsdóttir, hafi átt að rýma húsið fyrir klukkan 12 í hádeginu á þriðjudag. Hjördís segir í samtali við DV að hún hafi því farið með föður sínum að húsinu á hádegi til að athuga með stöðu mála. „Pabbi bankaði, opnaði og kallaði inn og í því komu þeir. Hann sagði að við værum með dómsvottorð og að samkvæmt því ættum við að fá húsið afhent,“ seg- ir Hjördís og bætir við að þá hafi maki Maríu ráðist á föður hennar. Hún seg- ir að faðir sinn hafi þurft að leita að- hlynningar á slysavarðstofu eftir at- vikið. Miðnætti en ekki hádegi DV hafði samband við Maríu vegna málsins og segir hún að þau hafi hald- ið að rýma þyrfti húsið fyrir miðnætti. Hún hafi verið stödd hjá sýslumanni til að biðja um frest þegar hringt var í hana vegna uppákomunnar heima hjá henni. „Ég er búin að reyna að finna annað húsnæði í þrjá mánuði en hef alls staðar komið að lokuðum dyrum. Ég bað hana (Hjördísi) upp- haflega að gefa mér þriggja mánaða frest til að finna annað húsnæði en hún harðneitaði því og það næsta sem ég vissi var að komin var útburðar- beiðni til sýslumanns,“ segir hún. Það mál hafi endað með fyrrgreindri dóm- sátt. „Ég er öryrki og bóndinn er með sama og engar tekjur. Hann fótbrotn- aði fyrir rúmum mánuði og hefur ekki getað unnið.“ Lögregla skakkaði leikinn Aðspurð hvað hafi gerst á þriðjudag segir hún að Hjördís hafi komið ásamt föður sínum og þau sagst vera komin til að „sækja“ hús sitt. „Hún stóð hér og sagðist vera löglegur eigandi og hefði rétt á að koma hér inn. Bóndinn sagði hins vegar að svo væri ekki þar sem hann ætti hér enn lögheimili. Auk þess væru hér börn og ef þau ætluðu að þrýsta sér inn ætti fyrst og fremst að kalla á lögregluna og barnaverndar- yfirvöld.“ Þá hafi komið til handalög- mála sem enduðu með því að mað- ur Maríu tók upp golfkylfu og hótaði föður Hjördísar með henni. Lögreglan kom stuttu síðar á staðinn. Eins og í lygasögu Hjördís segir málið allt hið skrýtnasta og í rauninni eins og í lygasögu. „Ég á þetta hús en hef ekki fengið að stíga fæti inn í það síðan í október og það er enginn leigusamningur. Dómar- inn sagði að það verði að breyta þess- um lögum sem voru hert vegna þess að leigusalar gátu verið svo ósvífnir og hent fólki út án fyrirvara. Ég rak hana hins vegar aldrei út, samningurinn rann út í nóvember og ég hafði ekki hugsað mér að leigja henni lengur. Ég rak hana aldrei út,“ segir hún og bæt- ir við að auðvitað sé útburður síðasta úrræðið. Hún hafi bara ekki haft aðra kosti og hún sé jafn örvæntingarfull og María. Hvert eigum við að fara? „Þetta er einungis vegna fjárhags- vandamála sem við erum í þessari stöðu. Við værum fyrir löngu farin úr þessu húsi ef við hefðum átt í önn- ur hús að venda. Við fengum frest til 31. mars til að vera hér en ég bað um frest til 5. apríl þar sem við vorum að ferma um síðustu helgi. Nú erum við að pakka og undirbúa flutning en hvert eigum við að fara? Út í tjald?“ spyr María og segir að minnsta kosti sé enginn áhugi hjá þeim að vera á Akra- nesi lengur. 6 | Fréttir 6. apríl 2011 Miðvikudagur Formaður rafiðnaðarsambandsins um Icesave: Nei siglir viðræðum í strand „Hefur forysta  atvinnurekenda og verkalýðsfélaga hótað  að slíta við- ræðum um kjarasamninga  fyr- ir hönd sinna umbjóðenda, kjós- enda í landinu,  ef þeir kjósa ekki í samræmi við vilja forystunnar? Eru menn alveg búnir að tapa áttum og tengslum við þá sem þeir eru að vinna fyrir?“ spyr Eygló Harðardótt- ir, þingmaður Framsóknarflokksins á bloggsíðu sinni. Eygló greinir þar frá því að Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndagerð- armaður hafi sent þingmönnum, stjórnlagaráðsmönnum og ýmsum fjölmiðlum póst þar sem hann hvet- ur þá til að segja „nei“ í komandi Icesave-kosningum. Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnað- arsambands Íslands, er einn þeirra sem svarar bréfinu og biður um að vera tekinn af póstlistanum. Svo segir hann: „Er ákaflega vel inni í efnahagsforsendum og að ef Nei verður ofaná þá verður samninga- viðræðum slitið í Karphúsinu vegna forsendubrests það gildir um báða aðila.“ DV hafði samband við Guðmund vegna þessa sem furðar sig á Eygló að hafa sett þetta á bloggsíðuna. „Mér finnst yfirgengilegt að hún sé að taka svona út og slíta það úr sam- hengi til þess að búa til eitthvað úr því,“ sagði hann en vildi lítið láta hafa eftir sér um málið. Hann sagði þó að það hefði lengi legið fyrir að allar forsendur kjarasamninga gætu breyst ef Icesave yrði hafnað. Það væru engar nýjar fréttir enda hefðu Vilhjálmur Egilsson og fleiri vart komið fram í fjölmiðlum undanfarið án þess að benda á þá staðreynd. baldur@dv.is Bæjarins beztu fá meðmæli: Bestu pylsur í heiminum? „Það eru allar líkur á því að bestu pylsur í heimi sé að finna á Íslandi,“ skrifar Victoria Haschka, matar- og ferðarýnir Huffington Post, í pistli sem birtist á vefsíðu blaðsins á mánudag. Victoria er yfir sig hrifin af pylsunum sem fást á Bæjarins beztu. Í grein sinni lofsyngur hún pyls- urnar og segist, eftir að hafa smakk- að, skilja fullkomlega af hverju það sé biðröð við litla hvíta kofann, sem stendur steinsnar frá flóamarkaði (Kolaportinu), á öllum tímum sólar- hringsins. Haschka hefur greinilega pantað sér eina með öllu og ljóst er að þessi „þjóðarréttur Íslendinga“ hefur runnið ljúft niður. Hún er yfir sig hrifin af kjötinu í pylsunum en segir að „hetja“ réttarins sé laukurinn. Bæði sá steikti og hrái, sambland þeirra sé ekkert annað en tær snilld. Haschka lýkur pistli sínum með því að benda á þá staðreynd að það sé margt skemmtilegt hægt að gera á Íslandi, fara í Bláa lónið, skoða hveri og fá frábært kaffi á hverju horni. En fólk geri sjálfu sér mikinn greiða með því að renna við á þessum besta pylsustað í heiminum í leiðinni. Minna áfengi selt en áður Alls seldust 12.286 lítrar af áfengi í mars síðastliðnum, að því er fram kemur á heimasíðu Vínbúðarinnar. Þar kemur fram að ekki sé mark- tækur samanburður við fyrra ár þar sem sala fyrir páska í fyrra var í mars en verður nú í apríl. Dagarnir fyrir páska eru jafnan mjög annasamir í Vínbúðunum. Það sést berlega þegar salan dagana 27. til 31. mars er skoðuð en í ár seldust 109 þúsund lítrar af áfengi. Sömu daga í fyrra var salan 441 þúsund lítrar. Tímabil- ið janúar til mars er að sama skapi ómarktækt í samanburði. Þegar eingöngu er horft til lítrasölu á tíma- bilinu er salan um tíu prósent minni en á sama tíma í fyrra. Liggur fyrir Guðmundur undrast vinnubrögð Eyglóar. LEIGJENDUR NEITA AÐ YFIRGEFA HÚSIÐ n Til átaka kom á Akranesi þegar húseigandi reyndi að fá leigjendur til að yfirgefa húsið n Leigusamningur rann út í nóvember n Leigjandi segist ekki eiga í önnur hús að venda „Ég er öryrki og bóndinn er með sama og engar tekjur. Hjördís Ágústsdóttir Hjördís skilur ekki hvernig rétturinn getur verið allur hjá leigjendum. MYND: SIGTRYGGUR ARI JÓHANNSSON Ágreiningur Lögreglan kom að Mánabraut 21 í gær eftir að ágreiningur kom upp á milli leigusala og leigjenda. MYND: SIGTRYGGUR ARI JÓHANNSSON Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.