Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2011, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2011, Page 17
Finndu ódýrasta netið Á vefsvæðinu reiknivel.is er að finna ágætt tæki sem hentugt er að nota þegar velja á internettengingu eða símaþjónustu. Á afar einfaldan hátt má finna hvaða þjónustuleið er ódýrust. Ef valin er til dæmis miðlungs notkun á internettenginu þá kemur upp að ódýrasta tengingin sem völ er á er hjá fyrirtækinu Hringdu. Þar má fá 20GB tengingu sem kostar 2.995 krónur á mánuði. Sú dýrasta kostar 8.990 krónur á mánuði en mikill munur er þó líklega á hraða og gagnamagni. Á sama hátt má skoða allar þjónustuleiðir sem eru í boði í símaviðskiptum. Póst- og fjarskiptastofnun starfrækir reiknivélina. Neytendur | 17Miðvikudagur 6. apríl 2011 Cafe Catalina n Hamraborg 11 n 200 Kópavogur n Sími: 554 2166 n www.catalina.is Kanaríeyjakvöld á Catalinu Borðhald hefst kl. 20 í tilefni af afmæli Örvars Kristjánssonar Föstudaginn 8. apríl Óli Sæm fer með gamanmál Hljómsveitin Arizona leikur fyrir dansi ásamt Örvari og Rúnu panta þarf matinn fyrir miðviku- daginn 6. apríl! m a t s e ð i l l Fo R R ét tuR Laxa og lúðulag með Norry og fyllt rauðspretta með rækjumús og piparrótarsósu AðAlR ét tuR Grillað lambalæri og svínahamborgarhryggur gratín kartöflur, ristað grænmeti, sveppasósa og ferskt salat kr. 4.800.- Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is Nú er sá tími kominn þegar margir fara að huga að hjólum sínum og koma þeim í stand fyrir sumarið. Ekki kunna allir að skipta um dekk og bremsupúða eða stilla gíra. Enn færri geta teinað upp gjarðir eða skipt um olíu á dempurum sjálfir. Ís- lenski fjallahjólaklúbburinn stend- ur fyrir viðgerðarnámskeiðum nú í apríl en þar geta reiðhjólaeigendur yfirfarið hjólin sín og fengið tilsögn hjá sér reyndara fólki. Samkvæmt upplýsingum frá klúbbnum eru all- ir velkomnir og námskeiðin ókeypis. Það er því tilvalið fyrir fólk að athuga heimasíðu þeirra og fá nánari upp- lýsingar. Verð eftir ástandi hjóls Þeir sem vilja losna við að gera þetta sjálfir eða treysta sér ekki til þess hafa önnur úrræði en flestar reið- hjólabúðir bjóða upp á viðgerð af þessu tagi. Einnig má finna nokk- ur verkstæði sem bjóða upp á slíka þjónustu. DV kannaði hvert hægt er að fara með hjólin og hvað slík þjón- usta kostar. Verðin eru að sjálfsögðu misjöfn eftir ástandi hjólsins en dæmigerð yfirferð á öllum stöðum er stilling gíra og á bremsum ásamt smurningu. Biðraðir að myndast Viðgerðarmenn voru sammála um að vorið væri komið í þeim skiln- ingi að fólk væri farið að flykkjast til þeirra með hjólin. Þeir finna fyrir mikilli aukningu í viðskiptum sínum og telja að hana megi rekja til aukins áhuga fólks á að nota reiðhjólin sem ferðamáta. Ekki þarf að panta tíma í viðgerð eða yfirferð en mikið er að gera á verkstæðunum og því ráð að koma hjólinu sínu að sem fyrst. Hjólaverkstæði Best er að láta fagmann yfir- fara hjólið og koma því í gott lag fyrir sumarið. n Það er ekki seinna vænna að ná í reiðfákinn og koma honum í stand fyrir sumarið n DV kannaði hvert reiðhjólaeigendur geta farið með hjólin í yfirferð og viðgerð og hvað það kostar n Ís- lenski fjallahjólaklúbburinn býður upp á námskeið í viðgerðum KOMUM HJÓL- UNUM Í STAND n Borgarhjól á Hverfisgötu tekur frá 3.900 krónum og upp úr fyrir yfirferð á hjóli og fer það eftir ástandi hjólsins. Þeir sem hafa geymt hjólin inni yfir veturinn gætu sloppið með tæplega 4.000 krónur en þær upplýsingar fengust að verðið gæti farið lang leiðina upp í 10.000 krónur. Þar er tímakaupið 5.900 krónur. n Hjólameistarinn á Nýbýlavegi tekur 4.000 krónur á tímann. Yfirferð á hjólum sem eru vel með farin kostar á bilinu 3.000 til 5.000 krónur. Fólk sem kemur með illa farið hjól gæti þurft að borga 8.000 til 15.000 krónur fyrir viðgerð en inn í þeirri upphæð eru varahlutir. n Hjólasprettur í Bæjarhrauni tekur 6.000 krónur á tímann. Fyrir hjól sem hafa staðið inni og þurfa í raun bara smurningu og stillingu þá er verðið á bilinu 3.000 til 5.000 krónur. Fyrir þau sem hafa staðið úti gæti fólk átt von á því að greiða á milli 5.000 og 10.000 krónur. Það gæti þó farið upp í 15.000 krónur ef þau eru mjög illa farin. n GÁP tekur á milli 3.000 og 4.000 krónur fyrir létta yfirferð svo sem stillingur og smurningu. Önnur sem þurfa meira kosta á bilinu 5.000 til 10.000 krónur en það fari allt eftir ástandi hjólsins. Þar fengust þó upplýsingar að oftast komi fólk með hjól sem þurfa einungis létta yfirferð. n Örninn tekur 6.000 á tímann fyrir viðgerð. Létt yfirferð kostar 3.300 krónur en það hækkar eftir því sem þarf að gera meira. Reiðhjólaeigendur gætu þurft að greiða á milli 5.000 til 10.000 krónur fyrir hjól sem koma illa undan vetrinum. n Markið rukkar 1.600 krónur fyrir korters vinnu en lítil yfirferð kostar í mesta lagi 3.200. Það er um það bil hálftíma vinna. Meiri viðgerð fyrir illa farin hjól fer eftir ástandi en gæti verið 5.000 til 7.000 krónur. Það er breytilegt eftir því hvaða hluti þarf að skipta um og hvað þeir kosta. Viðhald Fólk má búast við að greiða allt upp í 15.000 krónur fyrir viðgerð á hjólum hafi þau staðið úti í allan vetur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.