Dagblaðið Vísir - DV - 29.02.2012, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 29.02.2012, Page 2
2 Fréttir 29. febrúar 2012 Miðvikudagur Sextíu daga skilorð: Ók undir áhrifum og stal fartölvu Karlmaður á þrítugsaldri var á þriðjudag dæmdur til 60 daga skil- orðsbundinnar fangelsisvistar fyrir ítrekuð umferðarlagabrot, fíkni- efnabrot og þjófnað. Maðurinn var einnig sviptur ökuréttindum í tvö ár og var honum gert að greiða 434 þúsund krónur í sakarkostnað. Maðurinn var dæmdur fyrir að hafa í þrígang á nokkurra mánaða tíma- bili keyrt undir áhrifum fíkniefna og fyrir að hafa í þrígang verið með amfetamín á sér. Maðurinn var líka dæmdur fyrir innbrot þar sem hann stal Dell In- spiraon 1545-fartölvu, Marantz DVD-spilara, Denon-heimabíó- magnara, Air Free-loftsíu og lykla- kippu með húslyklum og bíllykli. Maðurinn játað skýlaust brot sín og þótti sannað með játningunni og öðrum gögnum málsins að hann væri sekur. Sérstaklega var litið til þess að brotaferill mannsins hafi hafist árið 2001, þegar hann var 18 ára. Síðan þá hafi hann sex sinnum verið dæmdur fyrir þjófnað og brot á lögum um ávana- og fíkniefni. Síðast var hann dæmdur árið 2010 og árið 2011 gert sátt við lögreglu- stjórann á höfuðborgarsvæðinu fyrir að hafa gerst brotlegur við lög um ávana- og fíkniefni. Dómurinn lét einnig gera upp- tæk 3,74 grömm af maríjúana, 3,66 grömm af amfetamíni, 120 óþekktar töflur, 14 millilítra af stungulyfinu trebolon og 29 belgi af óþekktu efni. Allt voru þetta efni sem lögregl- an lagði hald á við rannsókn mála hans. Í lífshættu eftir líkamsárás Karlmaður liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild eftir að hann varð fyri árás í samkvæmi í fjöl- býlishúsi við Laugaveg aðfara- nótt mánudags. Maðurinn er meðvitundarlaus og talinn vera í lífshættu. Til átaka kom í sam- kvæminu sem enduðu með því að manninum var ýtt niður stiga þar sem hann hrasaði. Mað- urinn fannst fyrir utan húsið út ataður í blóði. Í ljós kom að hann var höfuðkúpubrotinn og gekkst hann undir aðgerð. Einn maður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald fram til föstu- dags vegna málsins. Fleiri eru taldir tengjast málinu en ekki hefur verið talin ástæða til að fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim. Málið telst upplýst. 220 plöntur haldlagðar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í húsi í Kópavogi á mánudag. Við hús- leit þar fundust um 220 kannabis- plöntur á ýmsum stigum ræktunar. Húsið er komið nokkuð til ára sinna og virtist yfirgefið en lögreglan hafði hins vegar haft með því auga vegna grunsemda um kannabisræktun innandyra. Karl á þrítugsaldri var handtekinn þegar hann var að koma út úr húsinu en viðkomandi angaði af kannabislykt og viður- kenndi hann aðild sína að málinu. É g fékk nett sjokk þarna úti, bjóst aldrei við að þetta yrði meira en þessi eini kassi, en svo urðu þeir þrír,“ sagði Sævar Sverrisson, einn sakborninga í Straums- víkurmálinu svokallaða, í skýrslu- töku fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudag. Þannig lýsti hann við- brögðum sínum þegar hann fékk pakka í hendurnar í Hollandi sem innihéldu bæði stera og fíkniefni. Hann hafði búist við því að þetta yrði „ekki neitt, neitt“ og fullyrti að hafa aðeins talið að um stera væri að ræða. Aðspurður sagði hann það ekki hafa hvarflað að sér að pakkarnir inn- héldu eitthvað annað. Hann sagðist ekki hafa treyst sér til að opna kassana til að kíkja á innihaldið því honum hafði verið tjáð að það hefði kostað 4.000 evrur, eða 660 þúsund krónur, að pakka því inn. Þá sagðist hann lítið þekkja til stera en honum hefði verið sagt að þeir væru á mörkunum að vera ólöglegir. Alls eru sex einstaklingar ákærðir í umræddu fíkniefnamáli, sem er veru- lega umfangsmikið. Lögregla notað- ist meðal annars við símahleranir og hleranir á heimilum sakborninga við rannsókn málsins. Í gæsluvarðhaldi í fjóra og hálfan mánuð Sævar sætir þyngstum ákærum í mál- inu ásamt Geir Hlöðveri Ericssyni sem talinn er höfuðpaurinn. Þeir eru ákærðir fyrir stórfellt fíkniefna-, tolla-, lyfja- og lyfjasölulagabrot með því að hafa staðið að innflutningi á tæp- um 10 kílóum af amfetamíni, 8.100 E-töflum, rúmum 200 grömmum af kókaíni, mörg þúsund steratöflum og steralyfjum í vökvaformi. Þáttur annarra sakborninga er mismikill og tengjast þau málinu með beinum eða óbeinum hætti. Fíkniefnin fundust í gámi sem kom hingað til lands með gámaflutn- ingaskipi frá Rotterdam í Hollandi og lagðist að bryggju við höfnina í Straumsvík þann 10. október síðast- liðinn, en lögregla lagði hald á efnin samdægurs. Gámurinn var merktur innflutningsfyrirtækinu Nokk ehf. sem Sævar starfaði hjá. Hann var handtekinn á heim- ili sínu sama dag og fíkniefnin voru haldlögð og hefur sætt gæsluvarð- haldi á Litla-Hrauni síðan, eða í um fjóra og hálfan mánuð. Sendu prufusendingu Töluvert bar á milli í framburði sak- borninga fyrir dómi, en Geir neit- ar aðild að innflutningi á sterum og fíkniefnum. Sævar sagði þá þó lengi hafa rætt um innflutning á sterum og viðurkenndi að þeir hefðu flutt inn prufusendingu áður en stóra send- ingin kom í október. Hann kvaðst þó ekki muna hvenær prufusend- ingin kom til landsins. Sagðist verða að viðurkenna að hann væri „nett stressaður“, enda ekki vanur því að gefa skýrslu fyrir dómi. Hann virtist þó svara spurningum saksóknara og lögmanna eftir bestu getu og virkaði samvinnuþýður. Sævar sagðist hafa haft mikil sam- skipti við Geir í gegnum síma, sem sá síðarnefndi notaði eingöngu vegna málsins. Sævar sagðist margoft hafa hringt til að rukka Geir um sinn hlut fyrir prufusendinguna. „Vældi“ um peninga og fíkniefni Geir hafði þó aðrar skýringar á sím- tölum hans og Sævars. Hann hélt því fram að Sævar hefði boðið honum hálft kíló af amfetamíni til sölu á tvær og hálfa milljón króna og komið með það í poka á heimili hans. Þar sem Geir stóð illa fjárhagslega á þeim tíma dróst að greiða Sævari fyrir fíkniefnin. Að sögn Geirs var Sævar því sífellt að hringja í hann og „væla“ um peninga eða fíkniefni. Geir var töluvert uppstökkur við skýrslutökuna og svaraði mörgum spurningum Huldu Elsu Björgvins- dóttur saksóknara með þjósti. Hún lét það þó ekki slá sig út af laginu og þjarmaði að honum. Hann kvaðst þó oft ekki muna málavexti þegar hann var inntur eftir skýringum á atburðum. „Hef átt það til að fá mér í nefið“ Sævar fullyrti fyrir dómi að ósatt væri að hann hefði boðið Geir fíkniefni til sölu, enda vissi hann ekki hvar hann hefði átt að fá þau efni. Hann sagði Geir hafa greitt sér um 1,3 milljónir króna fyrir prufusendinguna á ster- unum, ásamt nokkrum grömmum af kókaíni. Þegar lögmaður Geirs, Vil- hjálmur Vilhjálmsson, spurði hvort hann liti á sig sem fíkil svaraði hann því neitandi. „Ég hef átt það til að fá mér í nefið,“ viðurkenndi hann þó. Ætlaði að „versla föt á drenginn“ Sævar viðurkenndi að hafa komið á heimili Geirs með fimm til tíu kíló af laktósa sem hann bað hann um að útvega sér. Sævar sagðist í fyrstu ekki hafa vitað með vissu hvað Geir ætlaði að gera við laktósann. Þegar Hulda Elsa Björgvinsdóttir saksóknari gekk á hann svaraði hann: „Það vita það allir að þetta er notað sem íblöndunarefni fíkniefna.“ Í kjölfarið spurði hún Sævar út í það hvers vegna hann hefði tekið að sér að flytja inn pakka fyrir Geir vit- andi af fíkniefnatengslum hans. Hann sagðist hafa talið að annar aðili sæi um innflutning á fíkniefnum fyrir hann. Sævar sagðist sjálfur hafa skipu- lagt ferðina til Hollands til að taka við pökkunum og koma þeim fyrir í gám- inum. Um var að ræða fjölskylduferð þar sem megintilgangurinn var „að versla föt á drenginn fyrir skólann og koma þessum kössum í gám,“ eins og Sævar orðaði það. Hann sagðist þó hafa fengið heimilisfangið hjá mann- inum sem lét hann hafa pakkana, hjá Geir. Maðurinn lét Sævar í fyrstu hafa einn pakka en kom svo með tvo til við- bótar á hótelið til hans skömmu síðar. Sævar kom pökkunum svo til kunn- ingja sinna sem komu þeim fyrir í gámnum. Geir fyrst einn til rannsóknar Nafnlaus ábending til lögreglu vorið 2011 varð til þess að rannsókn máls- ins hófst á sínum tíma. Hún beindist í upphafi eingöngu að Geir en Sævar fléttaðist inn í málið eftir að hlerun hófst á síma Geirs í kjölfar húsleitar á heimili hans. Vilhjálmur, lögmaður Geirs, krafð- ist þess oftar en einu sinni að fá aðgang að öllum upptökum í málinu. Hann hélt því fram að eingöngu valdar upp- tökur hefðu verið spilaðar. Dómarinn gaf að lokum eftir og fyrirskipaði að að- staða til hlustunar yrði sett upp á lög- reglustöð. Aðalmeðferðin mun því taka lengri tíma en gert var ráð fyrir í fyrstu. Ekki bara vegna upptakanna, heldur þarf einnig að kalla til vitni frá Hollandi. Þegar ljóst varð að málið drægist á langinn brást Sævar ókvæða við, en gæsluvarðhaldsúrskurður yfir honum hefur verið framlengdur um fjórar vik- ur. Keypti föt á barnið og sótti fíKniefni n Sævar Sverrisson vissi ekki að sterarnir væru ólöglegir „Ég hef átt það til að fá mér í nefið Þekktur tónlistarmaður Sævar var þekktur bæði sem tónlistar- og umboðsmaður frá átt- unda og fram á tíunda áratuginn en lítið hefur farið fyrir honum síðastliðin ár. Hann er einna þekktastur fyrir að hafa sungið lagið Andartak með Rafni Jónssyni, sem gefið var út á sam- nefndri plötu árið 1991. Þá söng Sævar einnig með Bubba Morthens og starfaði sem umboðsmaður hans á svipuðum tíma og platan Fingraför kom út. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is Var í fjölskylduferð Sævar Sverrisson sótti stera og fíkniefni í Hollandi og lét koma þeim fyrir í gámi sem sendur var til Íslands, þegar hann var í með fjölskyldu sinni á ferðalagi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.