Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2012, Síða 26
Hafliði litli þurfti skurðaðgerð
n Vaknaði kvalinn en þakklátur og glaður
H
afliði Hafþórsson er
ung hetja sem fangaði
hjörtu þjóðarinnar
á síðasta ári. Hafliði
fæddist fótalaus en með
aðstoð stoðtækjaframleið-
andans Össurar getur hann
hlaupið og hefur gefið jafn-
öldrum sínum lítið eftir.
Móðir Hafliða er Ebba
Guðný Guðmundsdóttir sem
gefur Íslendingum hollustu-
uppskriftir á mbl.is.
Um 11 mánaða aldur
gekkst Hafliði undir aðgerð
þar sem vansköpuðu fæt-
urnir hans voru fjarlægð-
ir svo eftir væru lögulegir
stubbar fyrir neðan hné sem
hentuðu vel fyrir gervifætur.
Rúmum mánuði síðar fékk
hann svo sína fyrstu hjálpar-
fætur. Ebba Guðný sagði frá
því á Facebook-síðu sinni
nýverið að Hafliði hefði þurft
að gangast undir aðra að-
gerð á stúfunum og var hann
5 klukkustundir á skurð-
arborðinu. Hún þakkaði
vinum sínum ómetanlegan
stuðning, það hefði verið
kvíðvænlegt fyrir móður að
horfa upp á barn sitt kvalið.
Viðhorf Hafliða er til mik-
illar eftirbreytni og frásögn
Ebbu Guðnýjar af því þegar
hann vaknaði sárkvalinn
hefur hreyft við mörgum.
„Allt í einu heyrðist lítill
kútur í myrkrinu segja við
mömmu sína (hann fann
svo til með mér en þetta á að
vera öfugt); Elsku mamma
mín, þetta var allt alveg
rétt hjá þér, þetta er mjög
gaman, það er mjög margt
skemmtilegt hérna, allir svo
góðir við mig, ég er búinn
að fá pakka og ís og þetta er
ævintýraferð og þú ert besta
mamman og ég elska þig svo
mikið,“ segir Ebba Guðný á
Facebook.
Hafliði litli er að jafna
sig eftir aðgerðina, á næstu
vikum verða smíðaðir nýir
fætur fyrir hann og útlitið er
bjart.
26 Fólk 19. mars 2012 Mánudagur
Kremin
virka!
Hinn eini sanni poppprins
okkar Íslendinga, Páll Óskar
Hjálmtýsson varð 42 ára á
föstudaginn líkt og kom fram
í helgarblaði DV. Af þessu til-
efni birti Páll Óskar á Face-
book-síðu sinni mynd af sér
og skrifaði við: „Já, það er
satt. Ég er 42 ára í dag. Fædd-
ist 16. marz 1970. KREMIN
VIRKA! Ást til allra, Palli
xox,“ greinilega ánægður
með unglegt útlit sitt sem
hann má svo sannarlega vera
stoltur af.
Varð næstum
fyrir bíl
Anna Mjöll, söngfuglinn
fagri í Los Angeles, lenti
næstum því fyrir bíl á dögun-
um. Hún gekk í makindum
sínum yfir götu og tók ekki
eftir hraðskreiðum bíl sem
nálgaðist á ógnarhraða. Bíll-
inn náði að snarhemla rétt
við fætur Önnu Mjallar sem
hugsar um atburðinn sem
vakningu.
Þakklát móðir Ebba Guðný
þakkaði vinum sínum stuðninginn
síðustu daga og lýsti reynslu
Hafliða af erfiðri skurðaðgerð.
H
ann tók bara stóran
hluta fyrirtækisins
gjörsamlega af lífi.
Þetta var ógeðslega
fyndið. Björn var
virkilega góður,“ segir gestur
á árshátíð 365 sem haldin var
með pompi og prakt á Hilton
Hótel Nordica á laugardags-
kvöldið. Sjónvarpsmaður-
inn Björn Bragi Arnarsson
sem stýrir Týndu kynslóð-
inni á Stöð 2 var veislustjóri
og fór gjörsamlega á kostum
en árshátíðargestir hrósuðu
honum á Facebook, Twitter
og í samtali við blaðamann
DV.
Björn Bragi tók um sam-
starfsmenn sína engum vett-
lingatökum. Þvert á móti tók
hann marga þeirra algjör-
lega í gegn. Gekk hann svo
langt að skjóta á sjálfan Ara
Edwald, forstjóra 365, og hjú-
skaparmál hans. Þá tók hann
sjálfan stríðniskónginn Loga
Bergmann Eiðsson í gegn fyr-
ir gróusögu sem hefur flogið
fjöllum hærra um hann.
„Ég ákvað bara að fara
með þetta alla leið og hafa
smá „roast“-stemningu,
eða eins og Ricky Gervais
hefur verið að gera á Golden
Globes,“ segir Björn Bragi.
„Það var svo krökkt af liði í
salnum til að gera grín að
náttúrlega. Bæði þekkt and-
lit og skrautlegir karakterar.
Það var virkilega skemmtilegt
verkefni að vera veislustjóri
á mínum eigin vinnustað og
fá að grínast aðeins á mínum
heimavelli,“ segir hann.
Björn segir að menn og
konur hafi bara tekið gríninu
vel. „Þeir sem fengu mest að
finna fyrir því eru með þykk-
an skráp og vissu að þeir yrðu
teknir fyrir. Svo er fjölmiðla-
fólk svo sjálfhverft að menn
sem voru ekki teknir fyrir
urðu bara móðgaðir. Maður
dansaði svona á línunni en ég
var ekki með nein leiðindi,“
segir Björn Bragi en hann
fékk strax góð viðbrögð um
kvöldið.
„Það var ótrúlega mikil
ánægja með þetta og margir
komu til mín eftir þetta alveg
hrikalega ánægðir. Bæði þeir
sem fengu að finna fyrir því
og aðrir. Þeir sögðust allavega
vera ánægðir en maður veit
ekki hvort þeir hafi svo farið
heim og grátið í koddann,“
segir hann en býst hann
nokkuð við að verða tekinn á
teppið? „Það verður allavega
spennandi að sjá hvort mín
bíði uppsagnarbréf,“ segir
hann og hlær dátt.
Þetta var ekki í fyrsta
skipti sem Björn Bragi er
veislustjóri. „Ég hef ver-
ið að gera slatta af þessu
sem og að mæta í fyrirtæki
og á skemmtanir bara með
uppistand. Svo hef ég verið
að skemmta með Mið-Ís-
landi. Það hefur því ver-
ið svolítið mikið að gera í
þessu en toppurinn var að
fá þessa veislu um helgina,“
segir Björn Bragi. „Ég myndi
allavega þiggja það aftur með
þökkum ef mér byðist þetta
aftur.“
Árshátíðin var öll hin
glæsilegasta og mættu allir
starfsmenn 365 í sínu fín-
asta pússi á Hilton. „Það var
ótrúlega góð stemning og
vel að þessu staðið. Þetta var
frábært kvöld í alla staði og
því bara gaman að gera þetta
svolítið eftirminnilegt,“ segir
Björn Bragi Arnarsson.
tomas@dv.is
björn Grillaði
yfirmennina
n Björn Bragi fór á kostum sem veislustjóri á árshátíð 365
Fór á kostum Björn Bragi
dansaði á línunni en allir
hlógu. Mynd Hörður SVeinSSon
Sterkir í
dyrunum
Það var hvergi til sparað á
árshátíð 365 sem fram fór
á Hilton Hótel Nordica á
laugardagskvöldið. Veislu-
gestir gátu til dæmis ekki
verið mikið öruggari því
dyraverðir voru sterkustu
menn landsins, þeir Stefán
Sölvi Pétursson og Hafþór
Júlíus Björnsson. Hafþór er
ríkjandi sterkasti maður Ís-
lands en Stefán Sölvi vann
keppnina árið 2011 og hefur
borið höfuð og herðar yfir
aðra kraftajötna hér á landi
undanfarin ár.