Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2012, Page 18
18 Fréttir 13.–15. apríl 2012 Helgarblað
Jóhanna
fordæmdi
kínversk
stJórnvöld
F
orsætisráðherra Kína, Wen
Jiabao, kemur til Íslands 20.
apríl næstkomandi. Dag
skrá heimsóknarinnar hefur
ekki verið gerð opinber vegna
öryggissjónarmiða, samkvæmt upp
lýsingum frá forsætisráðuneytinu.
Það liggur þó fyrir að fjölmennt
fylgdarlið mun koma hingað til lands
með Jiabao. Engar upplýsingar hafa
fengist hjá kínverska sendiráðinu á
Íslandi um heimsókn Jiabao.
Samkvæmt heimildum DV munu
hátt settir kínverskir ráðamenn koma
til landsins með Jiabao og eiga fundi
með íslenskum ráðherrum. Sjálfur
mun Jiabao funda með Jóhönnu
Sigurðardóttur forsætisráðherra og
Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Ís
lands. Í tilkynningu frá forsætisráðu
neytinu kemur einnig fram að Jiabao
muni kynna sér sérstaklega jarð
varmanýtingu Íslendinga en hann er
menntaður jarðfræðingur.
Jóhanna og Ögmundur
mótmæltu
Ekki liggur ljóst fyrir hvort Jóhanna
Sigurðardóttir og Ögmundur Jónas
son innanríkisráðherra muni ræða
mannréttindabrot kínverskra stjórn
valda á fundum með Jiabao. Bæði
hafa þau opinberlega fordæmt
„harðlega gróf mannréttindabrot
kínversku harðstjórnarinnar heima
fyrir sem og á hernámssvæðum
hennar“. Þetta gerðu þau meðal ann
ars í auglýsingu sem birt var í fjöl
miðlum þar sem liðsmenn Falun
Gong voru beðnir afsökunar á við
brögðum íslenskra stjórnvalda við
komu þeirra hingað til lands árið
2002. Auk þeirra tveggja skrifaði
Össur Skarphéðinsson, nú utanrík
isráðherra, undir sömu yfirlýsingu
ásamt fleiri núverandi og þáverandi
þingmönnum.
Búast má við mótmælum
„Allar vangaveltur um hvort stjórn
völd muni koma í veg fyrir friðsam
leg mótmæli í tilefni af komu Wen
Jiabao eru fullkomlega óþarfar,“ sagði
Jóhanna Sigurðardóttir á Facebook
síðu sinni á fimmtudag. Sagði hún
þar að kínverskum stjórnvöldum
hefði verið gert það fullljóst að frið
samleg mótmæli væru lýðræðislegur
réttur á Íslandi og stjórnvöld myndu
ekki koma í veg fyrir þau. Þetta er
ákveðin stefnubreyting frá heimsókn
forseta Kína árið 2002.
Búast má við að komu Jiabao
hingað til lands verði mótmælt með
einum eða öðrum hætti líkt og áður
hefur verið gert við komu kínverskra
leiðtoga hingað til lands. Falun
Gongliðar vöktu mikla athygli fyrir
um tíu árum þegar forseti Kína, Jian
Zemin, kom hingað til lands í opin
bera heimsókn. Þeir tóku sér stöðu
víða um borgina til að mótmæla
mannréttindabrotum sem framin
eru í Kína í skjóli þarlendra stjórn
valda. Liðsmenn Falun Gong fengu
vægast sagt kaldar móttökur við
komuna hingað til lands og voru um
75 liðsmenn hreyfingarinnar látnir
sæta varðhaldi þangað til þeir skrif
uðu undir yfirlýsingu um að þeir ætl
uðu að hlíta lögum og reglum. Lögð
hefur verið fram þingsályktunartil
laga þess efnis að stjórnvöld biðjist
afsökunar á meðferðinni.
Heimsóknin lengi í undirbúningi
Heimsókn Jiabao hingað til lands á
sér margra ára aðdraganda en hana
má rekja til heimboðs sem Hall
dór Ásgrímsson, þáverandi for
sætisráðherra, sendi kínverskum
stjórnvöldum árið 2006. Kínverskum
stjórnvöldum þótti ekki ástæða
fyrr en á síðasta ári að leggja drög
að heimsókn forsætisráðherrans
hingað til lands en þá voru fjöru
tíu ár liðin frá því að stjórnmála
samband komst á meðal þjóðanna
tveggja. Ekkert varð hins vegar að
heimsókninni og voru leiddar að því
líkur í þjóðmálaumræðunni að það
hafi verið vegna tímaskorts af hálfu
Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráð
herra. Opinber skýring á því er hins
vegar að forsætisráðherra Kína hafi
einfaldlega ekki haft tíma til að koma
hingað sumarið 2011.
n Gefur ekki upp hvort hún muni ræða mannréttindi við Wen Jiabao„Allar vangaveltur
um hvort stjórn-
völd muni koma í veg fyrir
friðsamleg mótmæli í til-
efni af komu Wen Jiabao
eru fullkomlega óþarfar.
Umdeildur Forsætisráðherra
Kína, Wen Jiabao, er rétt eins og
stjórnvöld í Kína umdeildur vegna
mannréttindabrota kínverskra
stjórnvalda. Hann þykir þó engu
að síður umbótasinnaðari en
margir samflokksmenn hans í
kínverska kommúnistaflokknum.
Aðalsteinn Kjartansson
blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is
Funda bæði með Jiabao Jóhanna Sigurðardóttir og Ólafur Ragnar Grímsson munu
funda með Wen Jiabao.
Trefjar fá
verðlaun
Trefjar ehf. fengu á fimmtudag Út
flutningsverðlaun forseta Íslands.
Verðlaunin veitti Ólafur Ragnar
Grímsson forseti við hátíðlega at
höfn á Bessastöðum. Trefjar fékk
verðlaunin fyrir að vera í forystu
í þróun og smíði báta úr trefja
plasti til fiskveiða. Í tilkynningu frá
forsetaembættinu segir að Trefjar
hafi sýnt lofsvert frumkvæði í
markaðsfærslu og vöruþróun. Auk
Útflutningsverðlaunanna var veitt
sérstök heiðursviðurkenning. Að
þessu sinni var það Ragnar Axels
son ljósmyndari sem hlaut heið
ursviðurkenninguna fyrir að hafa
með störfum sínum borið hróður
Íslands víða um heim og þannig
stuðlað að jákvæðu umtali um
land og þjóð.
Naglar bannaðir
frá og með
sunnudegi
Ólöglegt er að aka um á negldum
dekkjum frá og með sunnudegi.
Er því hver að verða síðastur
að skipta af nagladekkjum yfir
á sumardekk. Í tilefni af þessu
gerði verðlagseftirlit Alþýðusam
bands Íslands verðkönnun á skipt
ingu, umfelgun og jafnvægisstill
ingu hjá 22 hjólbarðaverkstæðum
víðs vegar um landið síðastliðinn
mánudag. Samkvæmt könnun
inni var fyrirtækið ABvarahlutir
á Akureyri með lægsta verðið á
fyrrnefndri þjónustu í flestum til
vikum. Þrettán fyrirtæki vildu ekki
taka þátt í könnun verðlagseftir
litsins.