Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2012, Blaðsíða 20
Þ
ýski bankinn Hauck & Auf-
häuser greiddi bara hluta
kaupverðsins á þeim rúm-
lega 16 prósenta hlut í Bún-
aðarbankanum sem hann
var skráður fyrir. Bankinn var sagð-
ur vera stærsti einstaki hluthafi
Búnaðar bankans eftir einkavæðingu
hans í ársbyrjun 2003 en efast hefur
verið um að hann hafi í reynd tekið
þátt í viðskiptunum.
Tilkynnt var um þátttöku þýska
bankans í kaupum S-hópsins, Kers,
VÍS, Samvinnulífeyrissjóðsins og
eignarhaldsfélags Samvinnutrygg-
inga, sama dag í janúar 2003 og skrif-
að var undir kaupsamninginn. Sölu-
verðið á 46 prósenta hlut ríkisins í
Búnaðarbankanum nam í heildina
11,4 milljörðum króna og þótti að-
koma erlends fjármálafyrirtækis að
viðskiptum S-hópsins hafa ráðið úr-
slitum um að S-hópurinn fékk að
kaupa bankann.
Greiddi 1,5 milljarð af 2,5
Á millifærslukvittunum frá uppgjörs-
sviði fjársýslu ríkisins, sem DV hefur
undir höndum, sést að þýski bank-
inn greiddi bara hluta af kaupverð-
inu sem hann átti að greiða í mars
og desember 2003. Kvittanirnar sýna
hvernig kaupverð Búnaðarbankans
var greitt á árinu 2003. Eingöngu
er að finna millifærslukvittanir
frá Hauck & Aufhäuser sem sýna
greiðslu upp á ríflega 1.500 milljónir
íslenskra króna en bankinn átti að
greiða ríflega 2.500 milljónir króna
fyrir hlutinn.
Ker eignaðist hlutinn í apríl
2004
Í grein um einkavæðingu Búnaðar-
bankans eftir sagnfræðinginn Björn
Jón Bragason, sem birtist í tímaritinu
Sögu í fyrrahaust, var fjallað um að-
komu þýska bankans að kaupunum
á Búnaðarbankanum. Þar kom með-
al annars fram að Hauck & Aufhäuser
hefði átt helmingshlut í eignarhalds-
félaginu Eglu, sem eignaðist rúm 70
prósent af hlutafé ríkisins í Búnaðar-
bankanum eftir einkavæðinguna, en
að í febrúar 2004 hefði þessi eignar-
hlutur minnkað niður í 17 prósent.
Þýski bankinn hafði átt helmings-
hlutinn í Eglu á móti tæplega 50 pró-
sentum sem voru í eigu eignarhalds-
félagsins Kers, sem meðal annars var
í eigu Ólafs Ólafssonar.
Í grein Björns Jóns kom fram að
Kristinn Hallgrímsson, lögmaður
S-hópsins, hefði sent bréf til við-
skiptaráðuneytisins í febrúar og
óskað eftir undanþágu frá kaup-
samningnum svo Ker gæti tekið
yfir 33 prósenta hlut Hauck & Auf-
häuser í Eglu. Orðrétt sagði Krist-
inn í bréfinu: „Erindi þetta felur í
sér minniháttar frávik frá upphaf-
legum kaupsamningi aðila, og felur
einvörðungu í sér að Egla hf. og/eða
hluthafar þess breyti eignarhlutföll-
um innan hópsins.“ Egla fékk þetta
leyfi skömmu síðar og var Ker þá
orðið langstærsti eigandi Eglu.
Ker greiddi milljarðinn
Millifærslukvittanirnar sem DV
hefur undir höndum sýna að Ker
greiddi í reynd þann milljarð króna
sem Hauck & Aufhäuser átti að
greiða fyrir hlut sinn í Eglu. Þetta
gerðist hins vegar árið 2003, áður en
beiðni um undanþáguna frá kaup-
samningnum var send til viðskipta-
ráðuneytisins í febrúar 2004. Hauck
& Aufhäuser virðist því ekki hafa
greitt það sem bankinn átti að greiða
vegna kaupanna á Búnaðarbank-
anum árið 2003. Greiðslur Kers, og
annarra kaupenda Búnaðarbankans,
voru inntar af hendi með svipuðum
hætti og greiðslur Hauck & Aufhäu-
ser, í gegnum bandarískar fjármála-
stofnanir.
Ker greiddi í reynd í tæplega 3,5
milljarða af ríflega 5 milljarða króna
greiðslum Eglu til ríkisins á árinu
2003. Miðað við eignaskiptinguna á
Eglu hefði Hauck & Aufhäuser hins
vegar átt að greiða ríflega 2,5 millj-
arða króna af þessari upphæð eða
um helming. Þetta var hins vegar
ekki gert á árinu 2003.
Tvær millifærslur frá Hauck
Millifærslukvittanirnar sem tengjast
þýska bankanum sem DV hefur í
fórum sínum eru tvær. Fyrri milli-
færslukvittunin er frá 20. mars 2003,
tveimur mánuðum eftir að kaup-
samningurinn var undirritaður. Þá
millifærði bankinn 7,6 milljónir doll-
ara til Seðlabanka Íslands með milli-
göngu Seðlabankans í New York. Dag-
inn eftir var þessum dollurum skipt í
íslenskar krónur í Seðlabankanum á
genginu 80,2 og fengust tæplega 608
milljónir íslenskra króna fyrir dollar-
ana sem runnu upp í kaupverðið.
Þann 23. desember 2003 hafði
Seðlabankinn í New York aftur milli-
göngu um flutning á nærri 13 millj-
ónum dollara, nærri 936 milljónum
króna, til Seðlabanka Íslands. Þess-
um dollurum var svo skipt í íslenskar
krónur á genginu 72,2 þann sama
dag.
Með þessum tveimur greiðslum,
sem millifærslukvittanirnar sýna
að Hauck & Aufhäuser bað um, var
þýski bankinn búinn að greiða 1.544
milljónir króna af þeim ríflega 2.500
milljónum sem bankinn hefði átt að
greiða á þessu ári. Um sumarið 2005
seldi Hauck & Aufhäuser svo þau
hlutabréf í Eglu sem félagið hafði
haldið eftir. Kaupandinn var Kjalar,
fjárfestingarfélag Ólafs Ólafssonar.
Samkvæmt þessu greiddi Hauck
& Aufhäuser fyrir hlutabréf í Bún-
aðarbankanum, þó ekki hafi bank-
inn greitt alla þá upphæð sem hann
hefði átt að greiða samkvæmt kaup-
samningi. Ómögulegt er hins veg-
ar að segja hvaðan þessar peningar
komu á endanum en ljóst er að milli-
færslurnar voru gerðar að beiðni
Hauck & Aufhäuser miðað við gögn-
in sem DV hefur undir höndum. Sig-
urjón Árnason, sem varð bankastjóri
Landsbankans eftir einkavæðingu
hans og hafði áður starfað hjá Bún-
aðarbankanum um árabil, hefur sagt
að hann telji þýska bankann í reynd
hafa verið „fulltrúa fyrir aðra aðila.“
Þetta hefur hins vegar aldrei verið
sannað til hlítar.
20 Fréttir 13.–15. apríl 2012 Helgarblað
Hauck greiddi bara Hluta
af verði búnaðarbankans
n Millifærslukvittanirnar vegna kaupanna á Búnaðarbankanum n Þýski bankinn lét millifæra
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
Sameiningin Tilkynnt var um sameiningu Búnaðarbankans og Kaupþings í apríl 2003, um
þremur mánuðum eftir einkavæðingu fyrrnefnda bankans. Sigurður Einarsson og Hreiðar Már
Sigurðsson sjást hér með Hjörleifi Jakobssyni og Sóloni Sigurðssyni þegar sameiningin var kynnt.
„Erindi
þetta
felur í sér
minniháttar
frávik
Eignaðist hlutabréfin Ólafur Ólafsson,
sem sést hér koma í dómsal í þingfestingu
al-Thani málsins í síðasta mánuði, eignaðist
hlutabréfin í Búnaðarbankanum sem áður
höfðu verið í eigu þýska bankans.