Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2012, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2012, Qupperneq 20
Þ ýski bankinn Hauck & Auf- häuser greiddi bara hluta kaupverðsins á þeim rúm- lega 16 prósenta hlut í Bún- aðarbankanum sem hann var skráður fyrir. Bankinn var sagð- ur vera stærsti einstaki hluthafi Búnaðar bankans eftir einkavæðingu hans í ársbyrjun 2003 en efast hefur verið um að hann hafi í reynd tekið þátt í viðskiptunum. Tilkynnt var um þátttöku þýska bankans í kaupum S-hópsins, Kers, VÍS, Samvinnulífeyrissjóðsins og eignarhaldsfélags Samvinnutrygg- inga, sama dag í janúar 2003 og skrif- að var undir kaupsamninginn. Sölu- verðið á 46 prósenta hlut ríkisins í Búnaðarbankanum nam í heildina 11,4 milljörðum króna og þótti að- koma erlends fjármálafyrirtækis að viðskiptum S-hópsins hafa ráðið úr- slitum um að S-hópurinn fékk að kaupa bankann. Greiddi 1,5 milljarð af 2,5 Á millifærslukvittunum frá uppgjörs- sviði fjársýslu ríkisins, sem DV hefur undir höndum, sést að þýski bank- inn greiddi bara hluta af kaupverð- inu sem hann átti að greiða í mars og desember 2003. Kvittanirnar sýna hvernig kaupverð Búnaðarbankans var greitt á árinu 2003. Eingöngu er að finna millifærslukvittanir frá Hauck & Aufhäuser sem sýna greiðslu upp á ríflega 1.500 milljónir íslenskra króna en bankinn átti að greiða ríflega 2.500 milljónir króna fyrir hlutinn. Ker eignaðist hlutinn í apríl 2004 Í grein um einkavæðingu Búnaðar- bankans eftir sagnfræðinginn Björn Jón Bragason, sem birtist í tímaritinu Sögu í fyrrahaust, var fjallað um að- komu þýska bankans að kaupunum á Búnaðarbankanum. Þar kom með- al annars fram að Hauck & Aufhäuser hefði átt helmingshlut í eignarhalds- félaginu Eglu, sem eignaðist rúm 70 prósent af hlutafé ríkisins í Búnaðar- bankanum eftir einkavæðinguna, en að í febrúar 2004 hefði þessi eignar- hlutur minnkað niður í 17 prósent. Þýski bankinn hafði átt helmings- hlutinn í Eglu á móti tæplega 50 pró- sentum sem voru í eigu eignarhalds- félagsins Kers, sem meðal annars var í eigu Ólafs Ólafssonar. Í grein Björns Jóns kom fram að Kristinn Hallgrímsson, lögmaður S-hópsins, hefði sent bréf til við- skiptaráðuneytisins í febrúar og óskað eftir undanþágu frá kaup- samningnum svo Ker gæti tekið yfir 33 prósenta hlut Hauck & Auf- häuser í Eglu. Orðrétt sagði Krist- inn í bréfinu: „Erindi þetta felur í sér minniháttar frávik frá upphaf- legum kaupsamningi aðila, og felur einvörðungu í sér að Egla hf. og/eða hluthafar þess breyti eignarhlutföll- um innan hópsins.“ Egla fékk þetta leyfi skömmu síðar og var Ker þá orðið langstærsti eigandi Eglu. Ker greiddi milljarðinn Millifærslukvittanirnar sem DV hefur undir höndum sýna að Ker greiddi í reynd þann milljarð króna sem Hauck & Aufhäuser átti að greiða fyrir hlut sinn í Eglu. Þetta gerðist hins vegar árið 2003, áður en beiðni um undanþáguna frá kaup- samningnum var send til viðskipta- ráðuneytisins í febrúar 2004. Hauck & Aufhäuser virðist því ekki hafa greitt það sem bankinn átti að greiða vegna kaupanna á Búnaðarbank- anum árið 2003. Greiðslur Kers, og annarra kaupenda Búnaðarbankans, voru inntar af hendi með svipuðum hætti og greiðslur Hauck & Aufhäu- ser, í gegnum bandarískar fjármála- stofnanir. Ker greiddi í reynd í tæplega 3,5 milljarða af ríflega 5 milljarða króna greiðslum Eglu til ríkisins á árinu 2003. Miðað við eignaskiptinguna á Eglu hefði Hauck & Aufhäuser hins vegar átt að greiða ríflega 2,5 millj- arða króna af þessari upphæð eða um helming. Þetta var hins vegar ekki gert á árinu 2003. Tvær millifærslur frá Hauck Millifærslukvittanirnar sem tengjast þýska bankanum sem DV hefur í fórum sínum eru tvær. Fyrri milli- færslukvittunin er frá 20. mars 2003, tveimur mánuðum eftir að kaup- samningurinn var undirritaður. Þá millifærði bankinn 7,6 milljónir doll- ara til Seðlabanka Íslands með milli- göngu Seðlabankans í New York. Dag- inn eftir var þessum dollurum skipt í íslenskar krónur í Seðlabankanum á genginu 80,2 og fengust tæplega 608 milljónir íslenskra króna fyrir dollar- ana sem runnu upp í kaupverðið. Þann 23. desember 2003 hafði Seðlabankinn í New York aftur milli- göngu um flutning á nærri 13 millj- ónum dollara, nærri 936 milljónum króna, til Seðlabanka Íslands. Þess- um dollurum var svo skipt í íslenskar krónur á genginu 72,2 þann sama dag. Með þessum tveimur greiðslum, sem millifærslukvittanirnar sýna að Hauck & Aufhäuser bað um, var þýski bankinn búinn að greiða 1.544 milljónir króna af þeim ríflega 2.500 milljónum sem bankinn hefði átt að greiða á þessu ári. Um sumarið 2005 seldi Hauck & Aufhäuser svo þau hlutabréf í Eglu sem félagið hafði haldið eftir. Kaupandinn var Kjalar, fjárfestingarfélag Ólafs Ólafssonar. Samkvæmt þessu greiddi Hauck & Aufhäuser fyrir hlutabréf í Bún- aðarbankanum, þó ekki hafi bank- inn greitt alla þá upphæð sem hann hefði átt að greiða samkvæmt kaup- samningi. Ómögulegt er hins veg- ar að segja hvaðan þessar peningar komu á endanum en ljóst er að milli- færslurnar voru gerðar að beiðni Hauck & Aufhäuser miðað við gögn- in sem DV hefur undir höndum. Sig- urjón Árnason, sem varð bankastjóri Landsbankans eftir einkavæðingu hans og hafði áður starfað hjá Bún- aðarbankanum um árabil, hefur sagt að hann telji þýska bankann í reynd hafa verið „fulltrúa fyrir aðra aðila.“ Þetta hefur hins vegar aldrei verið sannað til hlítar. 20 Fréttir 13.–15. apríl 2012 Helgarblað Hauck greiddi bara Hluta af verði búnaðarbankans n Millifærslukvittanirnar vegna kaupanna á Búnaðarbankanum n Þýski bankinn lét millifæra Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Sameiningin Tilkynnt var um sameiningu Búnaðarbankans og Kaupþings í apríl 2003, um þremur mánuðum eftir einkavæðingu fyrrnefnda bankans. Sigurður Einarsson og Hreiðar Már Sigurðsson sjást hér með Hjörleifi Jakobssyni og Sóloni Sigurðssyni þegar sameiningin var kynnt. „Erindi þetta felur í sér minniháttar frávik Eignaðist hlutabréfin Ólafur Ólafsson, sem sést hér koma í dómsal í þingfestingu al-Thani málsins í síðasta mánuði, eignaðist hlutabréfin í Búnaðarbankanum sem áður höfðu verið í eigu þýska bankans.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.