Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2012, Side 31

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2012, Side 31
Smágerð en ótrú- lega sterk og falleg Okkur er alveg svakalega brugðið Göngugarpur um leikkonuna Kate Winslet sem kleif Hvannadalshnjúk. – DV Pétur Olgeirsson óttast um dóttur sína Lindu Pé sem dvelur í Indónesíu. – DV Ögmundur Jónasson myndi banna fjárhættuspil á netinu ef hann væri einráður. – DV Núna erum við Norðmenn N úna þegar við Íslendingar sjáum krónuna okkar verða að engu, er kominn tími til að við leitum upprunans og föllum aftur í faðm okkar norsku ættjarðar. Þar eru peningarnir og þar er allt í lukkunnar velstandi. Við erum út­ rásarvíkingar; svona forgangsfólk og við eigum alltaf að láta bjóða okkur aðeins hið besta. Við erum hin út­ valda þjóð Óðins og eigum sem slík að gera tilkall til þeirra auðæfa sem ættingjar okkar hafa aflað á með­ an við höfum verið hér í útlegð og ánauð, fjarri þeim miklu kjötkötlum sem norska ríkið hefur fengið að kynda af kappi. Núna er kominn tími til þess að eyjaskeggjarnir komi úr skápnum, allir sem einn, og játi fyrir heim­ inum hina norsku föðurlandsást. Við þurfum að viðurkenna það að við höfum aldrei hætt að vera Norð­ menn. Við höfum alltaf átt bakpoka og við höfum alltaf elskað hrökk­ brauð með osti; við erum sann­ ir Norðmenn og höfum ekkert að skammast okkar fyrir. Við skruppum bara frá Noregi og höfum verið að færa út kvíar konungdæmisins; fundum Ísland, Grænland og Ameríku (jafnvel þótt viðurkenningarnar hafi – enn sem komið er – látið á sér standa). Núna ættum við að vera í betri aðstöðu en Gyðingarnir voru 1948 þegar þeir fengu að stofna Ísrael. Þeir höfðu ekki neitt afmarkað land til að snúa til; einungis sögusagnir um ríki sem kannski hafði verið til í grárri forn­ eskju. En við höfum okkar gamla ríki ljóslifandi og margfalt ríkara en það var þegar við ákváðum að skreppa í leiðangur okkar um höfin blá. Núna er rétta tækifærið. Við eigum að gera þá kröfu að norska ríkisstjórnin viðurkenni okkur eins­ og Drottinn sjálfur dró til sín hinn týnda son. Við eigum svo í fram­ haldinu að fá okkar skerf af því sem þjóð okkar hefur safnað í sjóði á okkar gömlu og yndislegu grund. Við erum Norðmenn og eigum að vera stolt. Allavega hef ég aldrei heyrt af neinni óyggjandi sönnun þess að ættmenn mínir hafi á ein­ hverjum vissum tímapunkti hætt að tilheyra okkar forna og fagra ríki. Í Noregi er alltaf talað um Snorra Sturluson sem Norðmann og alltaf talað um Leif Eiríksson sem norskan landkönnuð. Og Kristján Hreinsson, skáld og Leifur Eiríksson eiga það sameiginlegt að vera fæddir hérna í útjaðri konungdæmisins. Sækjum okkar forna ríkisborgara­ rétt og losnum þannig undan karpi um forsetakosningar og nýja stjórn­ arskrá. Við munum losna við okkar veiku krónu og við munum losna við allar vorar skuldir. Kæru Norðmenn, þetta er lausn­ in. Til upprunans þarf okkar glóð auðvitað að fara og núna á vor norska þjóð að njóta bestu kjara. Verðlaunahafar Hér stinga þeir saman nefjum Ragnar Axelsson ljósmyndari og Auðun Óskarsson, stofnandi og forstjóri Trefja í Hafnarfirði. Fyrirtækið Trefjar halut útflutnings- verðlaun forseta Íslands á fimmtudag og Ragnar fékk sérstök heiðursverðlaun fyrir að bera hróður Íslands um víða veröld með ljósmyndum sínum. Mynd SIGTRyGGUR ARIMyndin Umræða 31Helgarblað 13.–15. apríl 2012 Skáldið skrifar Kristján Hreinsson Vinsæl ummæli við fréttir DV.is í vikunni „Það á að húð- strýkja þennan Sullenberger og læsa hann inni til lífstíðar. Sænsk rannsókn leiddi í ljós, að ef þú borðar 1.127 kg af þessu Cocoa Puffsi daglega í 845 ár, þá eru 11,23% líkur á að þú berir af því skaða. Svo er þessi djöfull í mannsmynd að selja okkur þetta. Og til þess að kóróna glæpinn, þá er þetta eitursull hans bragðgott!“ Hjalti Garðarson um frétt á DV.is um húsleit hjá versluninni Kosti vegna Cocoa Puffs.. „Samsærið mikla. Halldór Halldórsson fyrrverandi bæjarstjóri og áhrifamaður í kvennaarmi sjálfsstæðis flokksins var að safna undir skriftum fyrir Þóru hér á hótelinu. Evrópusambandið er líka talið standa að framboði Þóru svo og fjölmargt Samfylkingarfólk og VGkommarnir. Nú upplýsir Ástþór að fleiri koma að þessu samsærisframboði Þóru. Úuúh ég er nú bara hræddur, hvernig endar þetta!!!“ Rögnvaldur Þór Óskarsson um Ástþór Magnússon sem segir framboð Þóru vera runnið undan rifjum 365 og RÚV. „Bara svona svo menn hafi það á hreinu. Það er engin framleiðslustýring á kindakjötsframleiðslu á Íslandi. Það eru engir út- fluttningsstyrkir fyrir kjöt sem flutt er úr landi. Sem betur fer var öll fram- leiðslustýring afnuminn fyrir um allavega rúmum áratug. Styrkjakerfið sem er við líði í lambakjöts- framleiðslu núna bindur sauðfjárbændur ekki til að gera neitt nema vera sauðfjárbændur og hvað þeir framleiða síðan mikið er algjörlega þeirra mál.“ Sigurður Þór Guðmundsson um frétt þar sem Íslendingur í Noregi þakkaði Íslendingum fyrir að geta keypt niðurgreitt íslenskt lambakjöt þar í landi. „Ekki dæma alla blinda eða sjón- skerta ónot- hæfa, það er margt sem við getum gert þó það taki okkur bara miklu meiri tíma en alsjáandi mann- eskju. Það á að gefa öllum tækifæri til að sanna sig“ Elma Finnbogadóttir, sem er lögblind, við frétt um blindan hár- greiðslumeistara sem fór í mál við Kópavogsbæ. 128 15 35 14 Forsetafarsinn H Hann er byrjaður, forsetafars­ inn. Svarthöfði sér þær dynja á okkur, fréttirnar um forseta­ frambjóðendurna, dag eftir dag, næstu mánuði fram að kosningunum í sumar. Nýir frambjóðendur koma fram, boða blaðamannafundi og til­ kynna um framboð sín. Umræða um fortíð frambjóðendanna mun koma upp, hver gerði hvað, á kostnað hvers og hvenær? Hvar eru líkin í skottinu? Nú þegar er þetta byrjað þrátt fyrir að mánuðir séu til kosninga: Um leið og Þóra Arnórsdóttir býður sig fram til forseta er 20 ára gamalt dómsmál gegn sambýlismanni hennar, Svavari Hall­ dórssyni, dregið fram og skeggrætt á netinu. Aldrei hafði þetta mál komið til tals áður þrátt fyrir að Svavar hefði verið opinber persóna um árabil vegna starfs síns hjá Ríkissjónvarpinu. Þeir sem bjóða sig fram til forseta gefa höggstað á sér og jafnvel sínum, það er vitað. Fortíðin þarf helst að vera alveg tandurhrein, ekkert rúm fyrir breyskleik, yfirborðið slétt. Svo langt er síðan alvöru kosningabarátta um forsetaembættið hefur verið háð á Ís­ landi, árið 1996, að reynslan af slíkum kosningum er nánast gleymd. Síðan þá hafa að mestu einungis kynlegir kvistir eins og Ástþór Magnússon boðið sig fram, menn sem að mati Svarthöfða getur ekki verið full alvara með fram­ boði sínu. Nú er öldin önnur og stefna frambjóðendur að því að leggja Bessa­ staðabóndann. Margt hefur breyst síðan 1996, þegar Ólafur Ragnar Grímsson settist á Bessastaði, þessi kosningabarátta gæti orðið sú harðasta í Svarthöfða minnum. Baráttan gæti líkst því sem við sjáum í útlöndum, spunakarlar og stuðningsmenn einstakra fram­ bjóðenda gætu komið óþægilegum upplýsingum um aðra frambjóðend­ ur í fjölmiðla. Hvað gerði þessi eða hinn á balli í Húnaveri árið 1974? Hélt Guðbrandur fram hjá þriðju konunni sinni í Kanaríferðinni með Heimssýn árið 1983? Var Sigrún virkilega rekin úr starfi sínu fyrir mis­ tök árið 1995? Íhugaði Dídí að skipta um kyn eftir menntaskólavistina á Laugarvatni þegar líf hennar var í limbói? Við gætum séð auglýsingar í blöð­ um gegn einstaka frambjóðendum, líkt og við sáum fyrir nokkrum árum þegar auðmaðurinn Jóhannes í Bónus kost­ aði herferð gegn Birni Bjarnasyni og skoraði á frambjóðendur Sjálfstæðis­ flokksins að strika hann út í alþingis­ kosningum. Það sem hefur breyst síðan 1996 er að slík meðöl hafa færst í aukana í stjórnmálum; frambjóðendur leggja meira á sig til að ná árangri gegn mótherjum sínum, fleira er leyfilegt en áður. Svarthöfði sér fyrir sér skítugustu kosningabaráttu lýðveldistímans. Við erum nú þegar byrjuð að finna smjör­ þefinn af því sem koma skal. Svarthöfði Ég er ekki einráður í þessum efnum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.