Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2012, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2012, Síða 3
Fréttir 3Mánudagur 7. maí 2012 klúbb sem bjóði upp á aukaafslátt fyrir viðskiptavini, sem og magnaf- slætti fyrir þá sem eru í stórum fram- kvæmdum. Í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 á sunnudag sagðist Sigurð- ur ósáttur við auglýsingar Bauhaus þar sem fullyrt er að þeir séu með besta og lægsta verðið. Hann gerir ráð fyrir að fyrirtækið muni leita til Neytendastofu vegna málsins. Ólíkt Byko hefur Húsasmiðjan ekki markvisst verið að undirbúa sig undir opnun Bauhaus, að sögn Sig- urðar. Hann viðurkennir þó Húsa- smiðjan hafi endurskipulagt inn- kaup og breytt hjá sér verðlagningu undanfarið ár. Sigurður gerir ekki frekar en Guðmundur ráð fyrir að verðstríð skelli á. „Mér sýnist að verðin séu svona tiltölulega í jafn- vægi svona heilt yfir.“ „Vor í lofti í efnahagslífinu?“ Þrátt fyrir að Guðmundur taki sam- keppninni fagnandi segir hann það vissulega liggja í augum uppi að Bauhaus muni taka af þeim ein- hverja markaðshlutdeild. En við náttúrulega stöndum vel að vígi. Og er svo ekki vor í lofti í efnahags- lífinu? Þá er meira til skiptanna. En auðvitað eigum við eftir að finna fyrir þeim, það er ekki hægt að neita því.“ Sigurður tekur undir með Guð- mundi að vissulega muni innkoma Bauhaus hafa töluverð áhrif á mark- aðinn. „Okkar markmið er bara að vera leiðandi á markaði eins og við höfum verið. Mjög mikið af okkar starfsemi er úti á landsbyggðinni þar sem við gegnum mjög mikil- vægu hlutverki. Þannig við höldum áfram á fullu með okkar stefnu og við erum sannfærð um að það mun tryggja okkar stöðu á markaðnum,“ segir Sigurður sem hefur engar áhyggjur af því að Húsasmiðjan geti ekki keppt við byggingavörurisann Bauhaus. Táknmynd kreppunnar Blaðamaður DV var staddur fyrir utan Bauhaus þegar verslunin var opnuð á laugardagsmorgun. Eftir- væntingin skein úr andlitum þeirra fjölmörgu sem vaknað höfðu fyrir allar aldir til að fá loksins að berja þessa risastóru byggingavöruhöll augum að innan. En sjálft húsnæð- ið hafði staðið autt og ónotað við Úlfarsfellið frá því fyrir hrun. Líkt og táknmynd kreppu og efnahags- þrenginga sem minnti á sig í hvert skipti sem Íslendingar keyrðu út úr borginni. Til stóð að opna versl- unina árið 2008, en nú fjórum árum síðar er biðin loksins á enda. Margir hafa því velt því fyrir sér hvort opnun Bauhaus marki enda- lok kreppunnar. Viðskiptavinir sem blaðamaður DV náði tali af voru þó ekki svo vissir um það. „Ertu frá þér? Þetta er bara verslun,“ komst einn að orði. Húsnæði verslunarinnar er engin smásmíði, en það er 22 þúsund fer- metrar að flatarmáli. Það veitir lík- lega ekki af öllu plássinu því versl- unin hyggst bjóða upp á 120 þúsund vörutegundir fyrir hús, heimili og garða. Hvort opnun Bauhaus marki endalok kreppunnar eður ei munu neytendur án efa njóta góðs af auk- inni samkeppni á byggingavöru- markaði. n Voru undirbúnir Guðmundur H. Jónsson, forstjóri Byko, segir fyrirtækið í raun hafa verið búið að bregðast við innkomu Bauhaus á markaðinn fyrir nokkru síðan. Þeir hafi meðal annars tekið upp nýja verðstefnu. Hefur ekki áhyggjur Sigurður Arnar Sigurðsson, forstjóri Húsasmiðjunnar, hefur ekki áhyggjur af því að fyrirtækið geti ekki keppt við Bauhaus. Þeir hafi verið leiðandi á markaði og ætli sér að vera það áfram. Klappað Starfsfólk Bauhaus bauð fyrstu viðskiptavinina velkomna með lófaklappi. Eftir- væntingin skein úr augum fólksins og ljóst var að margir höfðu beðið þess spenntir að fá að berja dýrðina augum. Spilling eykst við formleysi n Nýjar siðareglur í Stjórnarráðinu S tarfsfólk Stjórnarráðs Ís- lands sem gerist sekt um kaup á vændi er nú brotlegt við siðareglur Stjórnarráðs- ins, jafnvel þótt vændiskaup eigi sér stað í landi þar sem slíkt er löglegt. Nýsamþykktar siðareglur taka að auki til skeytingarleysis um lög og virðingarleysi eða dónaskap gagnvart þeim sem leita til stofnana Stjórnarráðsins. Reglunum er ætlað að auka fagmennsku innan stjórn- sýslunnar og vera til stuðnings við gildandi lög. Brot á reglunum getur varðað áminningu en líklega aðeins þegar brotin varða lög. Umboðs- maður Alþingis mun fara með úr- skurðarvald vegna brota. Hafi frumkvæði að birtingu upplýsinga Samhæfingarnefnd um siðferðis- leg viðmið innan stjórnsýslunnar vann reglurnar í samráði við ráðu- neytisstjóra og opinbera starfs- menn. Meðal annars er fjallað um ásættanlega hegðun á samfélags- miðlum líkt og Facebook sem og hagsmuna- og vinatengsl sem var- ast beri í starfi. Sérstakur kafli er um samskipti embættismanna við fjölmiðla, almenning og eftirlits- aðila. Þar er kveðið á um siðferðis- lega skyldu til frumkvæðis þegar kemur að því að upplýsa almenn- ing og fjölmiðla. „Starfsfólk er vak- andi yfir málefnum sem eðlilegt er að upplýsa fjölmiðla og almenning um og bendir yfirmanni á slíkt, eftir því sem við á,“ segir meðal annars í reglunum. Íslenskar spillingargryfjur Samráðsnefndin telur íslenskar aðstæður til þess gerðar að skapa spillingarhvata sem beri að var- ast. Nefnir hópurinn sérstaklega fámenni íslenskrar stjórnsýslu sem auki hættu á vina- og ættar- tengslum og um leið hagsmuna- árekstrum. Þá sé hætta á form- leysi sem lýsi sér í skeytingarleysi um formlegar kröfur valdamikilla embætta og að lokum sé viðvarandi skortur á fagmennsku, það er til- hneigingu til að gera lítið úr kvöð- um sem fylgja embætti og ábyrgð. Þess utan verði íslenskir embættis- menn að vera meðvitaðir um hefð- bundna hvata til spillingar líkt og almenna hagsmunaárekstra og virðingarleysi gagnvart mannhelgi. Þá sé hér líkt og annars staðar hætta á óeðlilegum áhrifum vegna gjafa og sérstakra fríðinda eða ann- arra tækifæra sem bjóðast til að misnota stöðu sína. Sérstaklega er tekið fram í siðareglunum að trún- aður embættismanna sé gagnvart almenningi umfram hagsmuna- hópa. DV nýtt sem dæmi Í viðauka skýrslu samráðshóps um siðareglur eru rakin nokkur dæmi um siðferðisleg álitamál sem kom- ið geta fram í opinberu starfi. Í einu dæmi eru afleiðingar umfjöllunar DV teknar fyrir. „Skrifstofustjóri í ráðuneyti er með ráðherra sínum í erlendri borg í opinberum erinda- gjörðum. Eftir að þeim lýkur tekur skrifstofustjórinn sér helgarleyfi til að njóta lífsins í borginni. Þar slett- ir hann ærlega úr klaufunum og til hans fréttist á vafasömum stöð- um. Nokkrum dögum seinna birtist grein í DV ásamt mynd af skrifstofu- stjóranum góðglöðum á þekktu vændishúsi.“ Um er að ræða verk- efnavinnu fyrir starfsmenn þar sem þeim er gert að íhuga rétt viðbrögð við aðstæðum og hugsanlega þörf á að siðareglur nái til slíkrar hegð- unar. Væntanlega hafa opinberir starfs- menn talið eðlilegt að siðareglurnar næðu yfir slíka hegðun enda ákvæði um vændiskaup sérstaklega bætt við reglurnar en þær byggja að miklu leyti á siðareglum ráðherra þar sem er ákvæði um mannhelgi sem nær yfir vændiskaup, þótt ekki sé það nefnt á nafn. n Atli Þór Fanndal blaðamaður skrifar atli@dv.is Siðareglur kynntar Frá fundi samráðs- hóps um siðareglur stjórnarráðsins þar sem reglurnar voru kynntar. Jóhanna Sigurðardóttir Stjórnarráðið setur sér siðareglur. Verðkönnun Samkeppnisaðilarnir sendu her verðkönnunaraðila á vettvang sem allir voru vopnaðir verðskönnum. Sagað á timbrið Ekki var klippt á borða þegar verslunin var formlega opnuð, enda er betur við hæfi að saga í sundur timbur þegar byggingavöru- verslun er opnuð. Verslað og skoðað Eflaust fóru einhverjir gagngert í Bauhaus bara til að skoða og svala forvitninni, en fjölmargir gerðu þó stórinnkaup. Nóg pláss Þrátt fyrir að fjölmenni legði leið sína í Bauhaus á opnunardaginn virtist vera nóg pláss fyrir alla, enda verslunin heilir 22 þúsund fermetrar að flatarmáli.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.