Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2012, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2012, Blaðsíða 8
„Dregið úr trúverðugleika mínum“ n Ummæli Gunnlaugs í meiðyrðamáli gegn Teiti Atlasyni vekja athygli A ðalmeðferð í meiðyrðamáli hjónanna Gunnlaugs M. Sigmundssonar og Sigríð- ar G. Sigurbjörnsdóttur gegn bloggaranum Teiti Atlasyni fór fram á miðvikudagsmorgun en hjónin stefndu Teiti vegna bloggfærslu sem hann birti á bloggi sínu á DV.is í febr- úar í fyrra þar sem hann rifjaði upp viðskipti Gunnlaugs með fyrirtækið Kögun. Í dómssal talaði Gunnlaugur meðal annars um að málið hefði far- ið mjög illa í eiginkonu hans og nán- ustu fjölskyldu. „Þá hefur þetta dreg- ið úr trúverðugleika mínum því ég var viðurkenndur sem heiðarleg- ur og góður rekstrarmaður,“ sagði Gunnlaugur þegar lögmaður hans spurði hvernig þetta mál hefði kom- ið við fjölskyldu hans. Þetta kom fram á Eyjunni. Þessi ummæli Gunn- laugs, um að vera viðurkenndur sem heiðarlegur og góður rekstrarmaður, vekja athygli þegar litið er til aðkomu hans að fjárfestingarfélaginu Mætti sem framkvæmdastjóri. Í lok árs 2010 var félagið úrskurð- að gjaldþrota og fékkst ekkert upp í 22 milljarða kröfu sem gerð var á fé- lagið, en þar af var Íslandsbanki með kröfu upp á 20,8 milljarða króna. Í skýrslu sem skiptastjóri Máttar, Jó- hannes Ásgeirsson, vann um starf- semi félagsins fyrir kröfuhafa þess í fyrra kom fram að rekstur Mátt- ar hefði verið glórulaus að hans mati. Máttur var í eigu Milestone og eignarhaldsfélaga Einars og Bene- dikts Sveinssona, Hrómundar og Hafsilfurs. Máttur átti meðal annars hlutabréf í Icelandair og BNT. 8 Fréttir 7.–9. september 2012 Helgarblað E ndurskoðendafyrirtæk- ið KPMG vann fyrir fjár- festingarfélagið Ardvis sem kært verður til lögreglunn- ar á næstunni. Ardvis hafði meira en 130 milljónir króna af tug- um einstaklinga sem lögðu félaginu til fé. Sviðsstjóri endurskoðunar- sviðs KPMG, Auður Þórisdóttir, seg- ir hins vegar að fyrirtækið hafi hafn- að því að taka að sér endurskoðun á bókhaldi félagsins eftir að hafa fundað með forsvarsmönnum þess. „Við vorum beðin að taka að okk- ur endurskoðun á félaginu en við höfnuðum því.“ Forsvarsmönnum félagsins var umhugað að fá þekkta, viðurkennda aðila til liðs við sig til að auka trúverðugleika Ardvis-ver- kefnisins og leituðu þeir meðal annars til stórra, þekktra lögmanns- stofa hér á landi en þær vildi ekki vinna fyrir félagið. Rekstrarfélag Ardvis, Costa, hef- ur verið tekið til gjaldþrotaskipta og er unnið að skiptum á búinu – engar eignir eru inni í því. Pen- ingar fjárfestanna voru að hluta notaðir í einkaneyslu stærsta hlut- hafa Ardvis og helsta hugmynda- fræðings, Bjarna Þórs Júlíusson- ar. Sérfræðingur á fjármálamarkaði sagði í viðtali við DV að Ardvis hefði öll einkenni píramídasvindls. Skiptastjóri Costa sagði, í viðtali við DV, að starfsemi félagsins yrði kærð til lögreglunnar á höfuðborgar- svæðinu. Unnu við gagnaendurskoðun Ardvis réð KPMG til að sjá um ým- iss konar gagnaendurskoðun fyr- ir sig. Meðal annars kom endur- skoðendafyrirtækið að samningi þar sem fram kom að rekstrarfélag Ardvis, Costa, átti að fá 600 milljónir króna frá Ardvis fyrir vinnu sína fyr- ir félagið. Þeir fjárfestar sem lögðu til peninga greiddu þá til Ardvis sem svo aftur greiddi þá til Costa þar sem þeir voru notaðir í rekstur Ardvis. Þessi samningur var undir- ritaður sumarið 2010 og átti að gilda til loka septembermánaðar 2012. Um þetta atriði í starfsemi Ardvis sagði skiptastjóri Costa í DV á mánu- daginn: „Reikningur Costa var eigin- lega einkareikningur hans [Bjarna, innskot blaðamanns]. Hugmyndin virðist hafa verið sú að Costa tók við þeim peningum sem hluthafarnir lögðu Ardvis til.“ Auður segir hins vegar að ráðn- ingarsamningurinn við Ardvis hafi í reynd aldrei verið kláraður. „Eins og ég segi þá var ráðningarsamningur- inn ekki kláraður en við eyddum ein- hverjum klukkutímum í að skoða þetta. Við gáfum aldrei út neinn reikning fyrir þessari vinnu. Ég held reyndar að við höfum aðstoðað þá fyrir nokkrum árum að stofna fyr- irtæki. [...] Það er til tölvupóstur frá mér til stjórnenda Ardvis þar sem ég sagði að við sæjum okkur ekki fært að halda áfram með þetta verk- efni og framfylgja þessum þjónustu- samningi. Það eru einhverjir mánuð- ir síðan þessu var slitið,“ segir Auður. Hnattrænt markaðstorg Markmið Ardvis og nákvæmlega hvernig félagið átti að starfa var ekki fyllilega ljóst út frá heimasíðu félags- ins, sem nú hefur verið tekin niður, eða þeim gögnum um félagið sem DV hefur undir höndum. Meginhug- myndin virðist hafa verið sú að þegar fólk hafði ákveðið að fjárfesta í Ardvis áttu hluthafarnir að fá aðgang að því sem aðstandendur fjárfestingarfé- lagsins kölluðu „hnattrænt mark- aðstorg“ á netinu. Markaðstorgið átti að heita Corpus Vitalis. Á þessu hnattræna markaðstorgi áttu hluthafarnir að geta keypt vör- ur og þjónustu og átti hagnaðurinn af sölunni á þessum vörum síðan renna að 90 prósentum aftur til hlut- hafanna í formi arðgreiðslna. Hug- myndin var þá sú að Corpus Vital- is yrði milliliður á milli þeirra sem framleiða vörur og selja þjónustu og hluthafa Ardvis. Hluti af hagnaðin- um af þessum viðskiptum í gegnum Corpus Vitalis átti svo að renna aftur í vasa hluthafanna sjálfra. 10 prósent af hagnaði Corpus Vitalis átti hins vegar að renna til góðgerðamála og áttu hluthafarnir að geta valið til hvaða góðgerðasamtaka þeir gæfu hluta af sínum arði. Fólkið sem lagði Ardvis til fé hef- ur ekki enn fengið fjármuni sína til baka og er ólíklegt að svo verði úr þessu. KPMG vann fyrir ardvis n Slitu þjónustusamningi fyrir nokkrum mánuðum„Við vorum beðin að taka að okkur endurskoðun á félaginu en við höfnuðum því. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Unnu fyrir Ardvis KPMG vann fyrir Ardvis en hafnaði beiðni um að taka að sér endurskoðun á reikningum félagsins. Samningi slitið Sviðsstjóri endurskoðunarsviðs KPMG segir að þjónustusamningi við Ardvis hafi verið slitið fyrir nokkrum mánuðum. Bjarni Þór Júlíusson var framkvæmdastjóri Ardvis. m y n d E y þ ó r Á r n A S o n Lögreglan leitar vitna Lögreglan á höfuðborgarsvæð- inu óskar eftir vitnum að um- ferðarslysi sem varð norðan við gatnamót Álfabakka og Árskóga í Reykjavík síðdegis á miðviku- dag. Tilkynning um slysið barst klukkan 17:45 en svo virðist sem bifhjólamaður, sem átti þarna leið um, hafi misst stjórn á hjól- inu og slasast illa. Rétt hjá gatna- mótunum eru brú og undirgöng en bifhjólið lá við steinsteyptan vegg austanmegin ganganna þegar komið var á vettvang. Öku- maðurinn, karl um sjötugt, var skammt frá hjólinu þegar að var komið. Meiðsli hans voru alvar- leg. Þeir sem urðu vitni að slys- inu eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000 en einnig má senda upplýsingar í tölvupósti á netfang- ið abending@lrh.is. Innbrot í Reykjavík Lögreglunni á höfuðborgarsvæð- inu var tilkynnt um innbrot og þjófnað á Dvergshöfða 27 aðfara- nótt fimmtudags en ekki er vit- að hvað var tekið. Lögregla þurfti einnig að hafa afskipti af manni sem var handtekinn á Skúlagötu eftir að hafa brotið þar rúðu í fjöl- býlishúsi. Maðurinn var ofurölvi og var hann vistaður í fanga- geymslu lögreglu. Vilja ekki láta nauðga sér Sæunn Kjartansdóttir sálgreinir ritar grein í Fréttablaðið í kjölfar umræðu um smásagnabókina Fantasíur. Sæunn tekur það fram að hún hafi ekki séð umrædda bók en hefur hnotið um umfjöll- un þar sem spurt er hvort skrif af þessu tagi séu til þess fallin að endurvekja mýtuna um að innst inni þrái konur að láta nauðga sér. „Mér finnst brýnt að árétta að himinn og haf eru á milli fantasíu um að vera þvingaður til kynlífs- athafna og raunverulegrar nauðg- unar. Í fantasíunni er hugmyndin sköpuð af konunni og henni er stjórnað af konunni,“ skrifar Sæ- unn sem segir að í raunverulegri nauðgun sé öllum formerkjum umturnað. „Konan vill ekki láta nauðga sér. Hún hefur enga stjórn, hvorki á aðstæðum né atburðarás. Þolendur nauðgana finna hvorki fyrir spennu eða nautn heldur sársauka, hræðslu, vanmætti og niðurlægingu og margir óttast um líf sitt,“ skrifar Sæunn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.