Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2012, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2012, Blaðsíða 16
EigEndurnir á flótta F lutningaskipið Saga, sem áður hét Axel, hefur nú hring sólað við strendur Noregs meira eða minna í mánuð. Á því tímabili hefur skipið tvisvar sinnum skipt um nafn. Flutningaskipið var í gær, fimmtudag, við strendur Tromsø í Norður Noregi, samkvæmt upplýs- ingum á vefsíðunni marinetraffic. com. Þá lá skipið við strendur norsku eyjarinnar Humla í þrjár vikur án þess að leggja festar við bryggju. Heimildir DV herma að í Tromsø leiti skipverjar nú að nýjum verk- efnum. Skiptastjóri félaganna sem héldu utan um rekstur skipsins seg- ir málið óvenjulegt, en hann mun funda með kröfuhöfum í næstu viku, þeirra á meðal eru Lýsing og Íslands- banki. Eigendur félaganna reyna að láta lítið fyrir sér fara og skella ítrek- að á þegar blaðamaður nær til þeirra. Dularfullt mál Málið þykir hið dularfyllsta en það hefur reynst DV erfitt að hafa uppi á þeim sem hefur verið skráður fyr- ir skipinu lengst af, Ara Axel Jóns- syni. „Heyrðu, hann bara finnst ekki hér á staðnum,“ sagði eiginkona hans í samtali við DV þegar reynt var að hafa upp á honum í ágúst. Þegar blaðamaður hringdi svo aftur í sama heimasíma sem skráður er á Ara Axel í gær, fimmtudag, svaraði eldri karl- maður sem vildi ekkert kannast við nafn Ara Axels. „Nei, það er einhver vitleysa,“ sagði maðurinn og lagði á þegar honum var bent á að Ari Axel Jónsson væri skráður fyrir símanúm- erinu. Blaðamaður hingdi aftur og ítr ekað í sama númer en án árangurs, enginn svaraði. Rússneskur skipstjóri flutninga- skipsins sem þá hét Axel, flúði með það úr Akureyrarhöfn að kvöldi dags þann 28. júlí síðastliðinn. Líklegt þyk- ir að hann hafi verið undir þrýstingi frá eiganda skipsins, Ara Axel. Skip- ið hafði verið kyrrsett í höfninni af sýslumannsembættinu á Akureyri, en kyrrsetningin var gerð að beiðni skiptastjóra félaganna Dregg ehf. og Dregg Shipping ehf. Félögin, sem nú eru gjaldþrota, voru í eigu Ara Axels Jónssonar, athafnamanns á Akureyri. Þau héldu utan um rekstur flutn- ingaskipsins áður en hann var færð- ur yfir á annað félag í Færeyjum. Þögn eigenda Jónas Sigmarsson, er eigandi SPF Saga Shipping, en það fyrirtæki er skráð í Færeyjum og er núverandi eigandi flutningaskipsins Axel. Sam- kvæmt heimildum DV munu kaup Jónasar á flutningaskipinu árið 2009 vera á meðal þess sem er til skoðun- ar hjá efnahagsbrotadeild ríkislög- reglustjóra. Þar liggur meðal annars grunur á að söluverð hafi ekki verið eðlilegt þar sem um tengda aðila hafi verið að ræða. Þegar blaðamaður náði loks tali af Jónasi í gær, fimmtu- dag, var fátt um svör: „Ég vill ekkert tjá mig um þetta mál,“ sagði Jónas og skellti á blaðamann. Þannig virðist nær í ómögulegt að ná tali af eigend- um þeirra félaga sem tengjast dular- fulla skipinu. Heimildarmaður DV segir flóttann frá Akureyri benda til þess að verið sé að reyna að koma eignum undan. Málið hefur verið kært til efnahags- brotadeildar ríkislögreglustjóra sem fer með rannsókn málsins. „Það verð- ur skiptafundur á mánudaginn eftir viku þar sem fjallað verður um þessi mál, og ráðstöfun á skipinu,“ segir Sig- mundur Guðmundsson, skiptastjóri Dregg ehf. og Dregg Shipping ehf. í samtali við DV. Hann segir að þar verði farið yfir frekari ráðstafnir sem ef til vill þurfi að grípa til. Aðspurð- ur um málið sem slíkt, segir hann það óvenjulegt: „Maður lendir ekki í þessu á hverjum degi.“ Tengdasonur í hafnarstjórn Bjarni Sigurðsson, fyrrum fram- kvæmdastjóri Dregg Shipping ehf. og viðskiptafélagi, Ara Axels situr í stjórn Hafnarsamlags Norðurlands, sem heldur meðal annars utan um rekstur Akureyrarhafnar. Bjarni sem er tengdasonur Ara Axels kemur ekki nálægt daglegum störfum hafnar- innar þrátt fyrir stjórnarsetu sína, að sögn hafnarstjóra Akureyrarhafn- ar. Þá fengust þau svör frá Akur- eyrarhöfn að tengsl stjórnarmanns- ins Bjarna við flutningaskipið væru ekki talin skipta máli. Öllum vinnu- reglum hefði verið fylgt. Ekki náðist í Bjarna við vinnslu þessarar fréttar þrátt fyrr ítrekaðar tilraunir. Erfitt getur verið fyrir þrotabú að nálgast eigur sem skráðar eru er- lendis. Einn viðmælandi blaðsins líkti nafnabreytingunum og eigenda- skiptunum á skipinu við kennitölu- flakk og aðrar aðferðir sem helst mætti sjá þegar fjallað væri um svokölluðuð skattaskjól. Eftir því sem eigendakeðjan lengdist væri verið að gera kröfuhöfum erfiðara fyrir. n 16 Fréttir 7.–9. september 2012 Helgarblað Viðskiptafélagar Ari Axel Jónsson og tengdasonur hans Bjarni Sigurðsson eru viðskipta- félagar en Bjarni situr einnig í stjórn Hafnarsamlags Norðurlands. n Enginn vill kannast við flutningaskip sem hefur hringsólað við strendur Noregs„Maður lendir ekki í þessu á hverjum degi Jón Bjarki Magnússon blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is Einnig úrval af hvíldarstólum, bókahillum, sófaborðum. Full búð af glæsilegum Ít ölskum sófasettum Heimilisprýði ehf Sími 553-8177 heimilisprydi@simnet.is Skoðið heimasíðu okkar H eimilisprydi.is Sendum frítt út á land! Ei nig úrval af hvíldarstólum, bókahillum, sófaborðum. Fu l búð af gl silegu Ít ölsku sófasettu Heimilisprýði ehf Sími 53-81 7 heimilisprydi@simnet.is Skoðið heimasíðu o kar H eimilisprydi.is Sendum frí t út á land!Einnig úrval af hvíldarstólum, bókahillum, sófaborðum. Full búð af glæsilegum Ítölskum sófasettum Heimilisprýði ehf Sími 553-8177 heimilisprydi@simnet.is Skoðið heima íðu okkar Heimilisprydi.is Sendum frítt út á land! Einnig úrval af hvíldarstólum, bókahillum, sófaborðum. Full búð af glæsilegum Ítölskum sófasettum Heimilisprýði ehf Sími 553-8177 heimilisprydi@simnet.is Skoðið heimasíðu okkar Heimilisprydi.is Sendum frítt út á land!Einnig úrval af hvíldarstólum, bókahillum, sófa orðum. Full búð af glæsilegum Ítölskum sófasettum Heimilis rýð ehf Sími 553-8177 heimilisprydi@simnet.is Skoðið heimasí u okkar Heimilisprydi.is Sendum frítt út á land! Full búð af glæsilegu ítöls sófasettum Skoði i í u ok a eimilisprydi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.