Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2012, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2012, Blaðsíða 40
SárSaukafullt að loSa Sig við ruSlið 40 Menning 7.–9. september 2012 Helgarblað Þ að er skortur á fullorðnu fólki sem er tilbúið til að deila reynslu sinni,“ segir Jónas Sigurðsson, einn þekktasti tónlistarmaður landsins. „Fullorðið fólk tekur sjálft sig svo há­ tíðlega,“ segir hann og brosir svo­ lítið út í annað þar sem hann situr í bakaríi í austurborginni og fær sér morgunkaffið. „Einhverjir þurfa að vísa veginn, að segja sannleikann. Að lífið sé ekki glansmynd. Að sjálfsvirðing sé lífs­ nauðsyn, að hamingjan og draumar séu þessu virði að elta. Ungt fólk upp­ lifir sig sem lúsera þegar því tekst ekki að finna hamingjuna í þessum glans­ myndum. Það fer sína leið en á röng­ um forsendum. Mér finnst mikilvægt að koma þeim skilaboðum áfram að það sé þess virði að leita hamingj­ unnar. Að fólk treysti á sjálft sig.“ Það brennur á Jónasi að segja fólki frá því að það þurfi ekki að finna til, að vera fast og lifa í kvíða. Hann veit um hvað hann er að tala. Sjálfur týndi hann sjálfsvirðingunni sem ungur maður. Hann er afslappaður og hefur þægilega nærveru, kannski af því að hann er á heimavelli. Í þetta bakarí kemur hann oft með konu og börn­ um. Það er nálægt heimili hans. Við hliðina á bakaríinu er ísbúð. Þang­ að fara þau líka oft saman og hann gantast með að það sé mesta furða að þau séu ekki öll vaxin eins og tröll. Jónas er kominn til að hitta blaða­ mann og segja honum frá því sem honum er helgast. Tónlistinni og hamingjuleitinni sem honum finnst mikil vægt að allir taki þátt í. Sársaukafullt að losa sig við ruslið Þyrnigerðið, fyrsta smáskífan af þriðju breiðskífu Jónasar Þar sem himin ber við haf sem er væntanleg í október, er persónulegt lag. Í því tal­ ar hann til þeirra sem þurfa að breyta einhverju í lífi sínu. „Þyrnigerðið táknar þetta rusl sem við þurfum að ryðjast í gegnum til þess að verða sterk og sátt. Allir hafa sitt sem þjakar og heftir. En okk­ ur skortir leiðsögn. Glansmyndirnar villa og það er ekki endilega til auð­ veld leið í gegnum lífið en við erum mörg haldin ranghugmyndum um slíkt. Sjáðu kvikmyndir eins og Rocky, vonandi man einhver eftir honum,“ segir hann og hlær. „Maður horfir á myndir þar sem fólk umbreytist og þroskast og nær að takast á við eitt­ hvað stórfenglegt. En sársaukinn og helvítið er túlkað í stuttu tónlistar­ atriði þar sem Rocky boxar út í loft­ ið og gerir armbeygjur. Í raun og veru þá er þetta ekki svo einfalt, að losa sig við ruslið tekur langan tíma og er sársaukafullt. Sannleikurinn er sá að flest fólk skammast sín fyrir að hafa ekki lifað lífinu á beinu brautinni. Það deilir því ekki reynslu sinni með þeim sem eru að hefja vegferð sína. Þannig erum við mörg dæmd til að fara langa leið. Týna okkur og finna til. En ég ákvað að deila. Ég er ekki lengur hræddur og þori að segja: Mér mistókst.“ Of viðkvæmur og of hræddur „Mér fannst að minnsta kosti eins og mér hefði mistekist,“ segir Jónas og rifjar upp löngu liðna tíð þegar hann varð landsþekktur poppari á tíunda áratugnum með Sólstrandargæjun­ um. Hann keyrði sig út í túrum um landið. Spilaði á ótal sveitaböllum og djammaði og tónlistin var ekki sú sem Jónas langaði sjálfan að búa til. Heima var unnusta hans með ný­ fætt stúlkubarn. Honum fannst hann svíkja sjálfan sig og fjölskylduna líka og kvíðinn fór að sækja á hann. „Ég tók mig of alvarlega. Var of harður við sjálfan mig og of viðkvæmur og hræddur.“ Jónas ákvað að hætta að spila tónlist með Sólstrandargæjunum og vildi losna úr hringiðunni. „Það er ekki gott að standa í sviðsljósinu ósáttur við það sem maður er að gera,“ útskýrir hann. „Maður verður að standa þar sterkur og með sann­ færingu.“ Langaði til að verða geimfari Hann hætti í Sólstrandargæjunum og hellti sér í viðfangsefni sem við fyrstu sýn virðist afar ólíkt því að búa til tónlist. Hann skráði sig í kerfis­ fræði í Háskóla Reykjavíkur. Frá því hann var lítill snáði hafði hann ver­ ið heillaður af tækni. Hann hafði einstakt lag á því að taka í sund­ ur tæki og setja þau aftur saman og bernskuhetjan var sjálfur Neil Arm­ strong. „Mig langaði að verða geimfari þegar ég var lítill. Neil Armstrong var algjörlega bernskuhetjan mín. Ég dýrkaði hann og dáði. Heima voru til árbækur og ég las þær sem sögðu af tunglferðunum 1968–1969 upp til agna. Blaðsíðurnar eru slitn­ ar af lestri. Það er eitthvað við tölvur og tækni sem heillar mig. Ég er rosa­ lega manískur og þegar ég uppgötv­ aði þessi fræði sökkti ég mér ofan í þau. Ég las allar bækur sem ég fann af ástríðu um kerfisfræði og forritun og mikið var gott að skilja eitthvað vel þegar ég skildi sjálfan mig illa. En innst inni vissi ég að ég var að flýja.“ Gat aldrei setið kyrr Eftir námið ákvað Jónas að bæta við kerfisfræðinám sitt og flutti til Danmerkur. „Þeir eru margir Ís­ lendingarnir sem flýja til Danmerkur,“ segir hann og hlær. Hann fékk vinnu hjá Microsoft og vann sig upp hjá fyrirtækinu. „Í námi og vinnu fór ég að sjá sjálf­ an mig í jákvæðara ljósi. Hjá Microsoft fór ég að vinna sjálfur við ráðningar­ viðtöl og vegna þess las ég bækur eftir framámenn í tölvubransanum. Þá fór ég að sjá þetta mynstur. Ég var að lesa um menn sem fannst þeir ekki vera klárir, fannst þeir ekki passa inn. En þeir gátu lesið í tæknina og þeir höfðu áhuga og ástríðu. Í æsku var þeim oft lýst sem bráðgerðum og hvatvísum. Ég fór að hugsa um sjálfan mig og hversu hart ég hafði dæmt mig. Sjálfur gat ég aldrei setið kyrr í skóla. Ég gat alveg lært en fæturnir iðuðu undir mér. Ég fór að sjá og skilja. Mér fannst ég alltaf svo týndur en kannski var leiðin sem ég valdi eina færa leiðin. Hugur minn starfar hratt, það getur verið góður eiginleiki, en þegar ég missi stjórn á þessum eiginleika þá skaða ég mig. Tek fljótfærnislegar ákvarðanir og hvatvísar og verð svo sárreiður út í sjálfan mig fyrir.“ Notaði áfengi til að deyfa kvíðann Í byrjun dvalar sinnar og fjölskyldunn­ ar í Danmörku leið honum vel. Hon­ um fannst hann öruggur í öðru landi og í fyrsta skipti í mörg ár fannst honum hann geta hugað að tón­ listinni aftur. En kvíðinn og eirðarleys­ ið sóttu fljótt að honum. „Ég var loksins farinn að skapa aft­ ur. Í fyrstu fannst mér það frábært. Ég sá það fyrir mér í hillingum. En svo læddist kvíðinn að mér. Ég var svo brenndur af poppinu. Þarna var ég; tveggja barna faðir og forritari í Dan­ mörku og mér fannst ég bara vera bú­ inn. Útbrunninn og búinn að vera. Ég var búinn að missa trúna á þessu og svolítið á sjálfum mér líka. Mér fannst þetta óspennandi heimur. Allt þetta plögg og allt þetta rugl og djamm. Ég gat ekki hugsað mér að taka þátt í því. En ég gat heldur ekki slitið mig frá því að búa til tónlist.“ Jónas segist hafa notað áfengi til að deyfa kvíðann. Hann segist hafa fest sig í vítahring sem hann á endan­ um ákvað að rjúfa. „Fyrir mig þá var þetta eins og lúppa. Ég var með kvíða og varð slæmur og fékk mér bjór um kvöldið. Ég var ekkert að detta í það, mér fannst ég vera að slaka á. Ég opn­ aði fyrsta bjórinn, dæsti og slakaði á spennunni og svo fékk ég mér annan og fór að hlusta á tónlist og spila demó. Mér fannst tónlistin að sjálfsögðu geð­ veik,“ segir hann og hlær. „Ég fór þá oft að hringja í félagana og segja þeim að bóka stúdíó. Fullur falskrar orku. En svo tók grár hversdagur við. Daginn eftir fannst mér allt ömurlegt. Demó­ in ekki nógu góð. Þá hringdi ég í félag­ ana og afbókaði allt saman. Þetta gerði ég aftur og aftur. Þangað til að ég ákvað að horfast í augu við sjálfan mig og líð­ an mína.“ Sjálfsvirðinguna þarf að rækta Hann hætti að drekka fyrirhafnarlaust. Hann segist hafa þurft að leita að sjálf­ um sér og stunda mikla andlega vinnu. „Ég get ekki lýst því hvað gerðist í orð­ um. Því ég breyttist ekki. Ég varð betri ég,“ segir hann og brosir og þegir í dá­ góða stund. „Það er svolítið það sem Þyrnigerðið fjallar um. Í laginu segir: Og við hittumst handan við hafið þar sem heimurinn beið. Við þyrnigerðið. Það var þannig,“ útskýrir hann. „Ég kynntist fólki sem átti við vanda að etja og ég lærði líka af því og dáðist að því. Fann fyrirmyndir í þessu fólki. En ég var þjakaður. Ég var kom­ inn með alls konar kvíða og fælni og ófrelsi. Ég horfði oft á Hare Krishna­ munkana sem koma syngjandi niður götuna í Danmörku. Þeir eru svo sval­ ir og frjálsir, ég var að svipast um eftir þessu frelsi. Þá hugsaði ég: Ég ætla að prófa að drekka ekki í eitt ár. Ég hætti að drekka nokkuð fyrirhafnarlaust. Líðan mín og hugsanagangur breytt­ ist smátt og smátt. Í stað þess að deyfa kvíðann með áfengi fór ég að horfast í augu við hann. Ég mætti honum og tókst á við hann. Svo held ég að tón­ listin mín hafi verið besta meðferðin. Sjálfsvirðing vex ekki af sjálfu sér. Ég ákvað að rækta hana hægt og bít­ andi. Ég gerði það með því að fara inn í óttann og viðurkenna að ég er góð­ ur í að búa til tónlist. Af hverju fannst mér ég ekki vera tónlistarmaður þegar ég var með 100 lög í tölvunni sem ég hafði samið? Ég þurfti að vaxa og horf­ ast í augu við sjálfan mig. Grafa og grafa inn á við og standa svo með því sem ég fann. Ég komst niður á jörðina, sjálfstraustið jókst. Það er stundum sagt að ef þú viljir sjálfsvirðingu þá verðir þú að gera eitthvað sem þér finnst virðingarvert. Þá vaknar þú einn daginn og segir og trúir: Ég er fínn.“ Fékk ást og stuðning Jónas fékk mikinn stuðning frá eigin­ konu sinni, Áslaugu, meðan hann fet­ aði sína leið. „Konan mín hefur alltaf stutt mig. Á þessum umbrotatíma í Danmörku gaf hún sér góðan tíma til að hlusta á lögin og hvatti mig áfram. Hún vissi líka að ég var breyttur og fann það líklega á undan mér að ég væri tilbúinn.“ Jónas og Áslaug urðu ástfangin rétt rúmlega tvítug. Þau felldu hugi saman í frystihúsinu í Þorlákshöfn þar sem þau unnu, bæði af svæðinu. Hann frá Þorlákshöfn og hún frá Stokkseyri. Þau eiga tvö börn og eru náin. Spurð­ ur hvort ástin sé mikilvæg segir hann hana vera mikilvægara en flest. „Vorum að raða lausfrystum kola á næturvöktum og urðum ástfangin,“ Jónas Sigurðsson er einn vinsælasti tónlistar- maður landsins og hann er með köllun. Hann vill að allir leiti hamingjunnar og losi sig við „ruslið“. Það sem þjakar og heftir. Hann hefur samið lag um reynslu sína: Þyrnigerðið. Sjálfur er hann þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að breyta lífi sínu. Hann hætti að drekka, horfðist í augu við óttann og braust í gegnum þyrnigerðið. Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is Viðtal „Ég er ekki lengur hræddur og þori að segja: Mér mistókst Týnda leiðin „Mér fannst ég alltaf svo týndur en kannski var týnda leiðin bara eina leiðin fyrir mig að fara.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.