Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2012, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2012, Blaðsíða 48
48 Afþreying 7.–9. september 2012 Helgarblað Spilað með ímyndunaraflið É g á alltaf bágt með að trúa því að manneskj- ur geti virkilega séð drauga. Ég trúi hins vegar á virkt ímyndunarafl og hvern- ig söknuðurinn getur kallað fram afar sterkar minningar af ástvinum sem eru farnir yfir móðuna miklu. Ég var því ekk- ert alltof spenntur fyrir því að horfa á fyrsta þáttinn af Óupp- lýstu á Skjá einum þar sem boð- að var að fjallað yrði um hið yf- irnáttúrulega, í þessu tilviki drauga. Meginþráðurinn fjallaði um feðgin sem þurftu að tak- ast á við sorgina eftir að móð- irin féll frá. Dóttirin var aðeins sjö ára gömul þegar móðirin dó og fór að sjá og tala við móð- ur sína eftir það. Mér fannst öll úrvinnslan á því efni hreint út sagt ágæt. Leikararnir sem fóru með hlutverk þessarar þriggja manna fjölskyldu stóðu sig með prýði og öll tækniúrvinnslan var mjög góð. Í þættinum er leitast við að spila með ímynd- unarafl áhorfenda til að kalla fram ótta og er það nokkuð vel gert, þá sérstaklega atriðin með ungu stúlkunni. Það er þekkt stef í hrollvekjunni að notast við börn til að kalla fram ótta og virkaði það ágætlega í þess- um þætti, þó svo atriðin minntu óhjákvæmilega mörg hver á kvikmyndina The Sixth Sense með meistara Bruce Willis. Það sem mér fannst þó draga þáttinn niður voru þessi við- töl við manneskjur sem tengd- ust meginþræðinum ekki neitt. Þær voru engan veginn áhuga- verðar en ég get þó trúað því að þær hafi verið það fyrir fólk sem hefur gífurlegan áhuga á þessu málefni. Ég hef það að minnsta kosti ekki. Niðurstaðan er því ágætis byrjun á þessari þátta- röð sem framleiðendur hennar eru eflaust ánægðir með. Sjónvarpsdagskrá Föstudagur 7. september Stöð 2RÚV Stöð 2 Sport dv.is/gulapressan Þó það Vinsælast í sjónvarpinu 29. ágúst – 4. september Dagskrárliður Dagur Áhorf 1. Ísþjóðin með Ragnhildi Steinunni Fimmtudagur 33,2% 2. Popppunktur Laugardagur 32,4% 3. Útsvar Föstudagur 29,2% 4. Landinn Sunnudagur 27,5% 5. Bónorðið (The Proposal) Laugardagur 26,8% 6. Fréttir Vikan 26,0% 7. Konfektkassinn Sunnudagur 24,4% 8. Glæpahneigð (Criminal Minds V) Fimmtudagur 24,1% 9. Veðurfréttir Vikan 23,8% 10. Fréttir Stöðvar 2 Vikan 23,4% 11. Lífverðirnir (Livvagterne) Sunnudagur 23,2% 12. Helgarsport Sunnudagur 22,8% 13. Ísland í dag Vikan 16,5% 14. Veður 18:23 Vikan 12,3% 15. Ísland í dag (Helgarúrval) Laugardagur 11,6% HeimilD: CapaCent Skákveisla í Ráðhúsinu Efnt verður til skákveislu í Ráðhúsi Reykjavíkur, laugardaginn 8. sept- ember klukkan 14, í tilefni vest- norrænu hátíðarinnar Nýjar slóðir. Gestum og gangandi er boðið að spreyta sig í skák gegn meisturum frá Færeyjum, Grænlandi og Íslandi. Össur Skarphéðinsson utanríkisráð- herra setur skákveisluna og kynnir til leiks skákmeistarana Flóvin Þór Næs, Stefán Kristjánsson og Paulus Napatoq. Færeyingurinn Flóvin Þór Næs, sem er stærðfræðingur og auk þess Þingeyingur í móðurætt, og Stefán Kristjánsson, yngsti stórmeistari Ís- lendinga tefla fjöltefli við alla sem þora, og eru skákáhugamenn á öll- um aldri hjartanlega velkomnir. Meðal þeirra sem hafa boðað komu sína í fjölteflið gegn Flóvin og Stefáni eru þingmennirnir Guðlaugur Þór Þórðarson, Vigdís Hauksdótt- ir og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og borgarfulltrúarnir Óttarr Proppé, Kjartan Magnússon og Oddný Sturludóttir. Þá munu mörg af efnilegustu börnum og ungmennum landsins reyna sig í fjölteflinu. Grænlenski pilturinn Paulus Napatoq kemur frá Ittoqqortoormiit, sem er afskekktasta þorpið á norðurhveli jarðar. Paulus er tvítugur og blind- ur frá fæðingu. Hann lærði að tefla þegar liðsmenn Hróksins og Kalak heimsóttu þorpið hans í fyrsta sinn, og var Paulus eldsnöggur að læra mannganginn og sigraði á grunnskólamóti þar sem keppendur voru hátt í hundrað. Paulus mun tefla blindskák við Helga Hjörvar alþingismann og fv. forseta Norðurlandaráðs, en Helgi hefur frá unga aldri verið lunk- inn og sókndjarfur skákmaður. Paulus mun síðan taka við áskorunum frá þeim sem vilja tefla við þennan unga grænlenska snilling, sem er af mikl- um veiðimannaættum á Grænlandi. Kjörorð skákveislunnar á laugar- daginn eru ,,Saman erum við sterkari“ en þau orð lét Jonathan Motzfeldt landsfaðir Grænlendinga falla, eftir að hafa teflt í liði með Ivan Sokolov á fyrstu skákhátíðinni á Grænlandi, sem haldin var í Qaqortoq árið 2003. dv.is/blogg/skaklandid Stefán Bergsson skrifar Skáklandið paulus að tefla Þessi græn- lenski snillingur mun tefla í Ráðhúsinu á laugardag. 13.50 Ólympíumót fatlaðra - Sund (Sund - riðlakeppni) 15.55 Ólafur Þórðarson Ólaf- ur Þórðarson var einn af stofnendum Ríó tríósins á sjöunda áratugnum. Hann var tónmenntakennari og dagskrár- gerðarmaður á Rás 1 um langt árabil. Sýnd eru atriði úr þáttum sem tengjast starfi hans og ferli sem tónlistarmanns allt frá 1967. Umsjón og dagskrárgerð: Andrés Indriðason. 888 e 16.50 Snillingarnir (58:67) (Little Einsteins) 17.15 Bombubyrgið (4:26) (Blast Lab) 17.45 táknmálsfréttir 18.00 Fréttir 18.25 Veðurfréttir 18.30 landsleikur í fótbolta (Ísland - Noregur, karlar) Bein útsending frá leik karlaliða Íslendinga og Norðmanna í forkeppni HM sem fram fer á Laugardalsvelli. 20.45 Útsvar (Árborg - Ísafjarðarbær) Spurningakeppni sveitarfé- laga. Í fyrsta þætti vetrarins keppa lið Ísafjarðarbæjar og Árborgar. Umsjónarmenn eru Sigmar Guðmundsson og Brynja Þorgeirsdóttir. 21.55 Romy og michele: Upphafið (Romy and Michele: In the Beg- inning) Æskuvinkonur í Tucson í Arizona langar að búa innan um ríka og fræga fólkið í Hollywood og láta drauminn rætast. Leik- stjóri er Robin Schiff og meðal leikenda eru Katherine Heigl, Alexandra Breckenridge og Kelly Brook. Bandarísk gamanmynd frá 2005. 23.25 Dráparinn: auga fyrir auga (4:6) (Den som dræber: Øje for øje) Dönsk mynd um æsispennandi leit dönsku lögreglunnar að raðmorðingja. Meðal leikenda eru Laura Sofia Bach, Jakob Cedergren og Lars Mikkelsen. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna. 00.50 Gallalaus (Flawless) Bresk bíómynd frá 2007 um bíræfna demantaþjófa í London árið 1960. Leikstjóri er Michael Radford og meðal leikenda eru Demi Moore, Michael Caine, Lambert Wilson og Nathaniel Parker. e 02.35 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 07:00 Barnatími Stöðvar 2 08:30 ellen 09:15 Bold and the Beautiful 09:35 Doctors (140:175) 10:15 Sjálfstætt fólk (17:30) 10:50 Cougar town (12:22) 11:15 Jamie Oliver’s Food Revolution (5:6) 12:05 Stóra þjóðin (1:4) 12:35 nágrannar 13:00 the majestic 15:25 Barnatími Stöðvar 2 (13:23) 16:45 Bold and the Beautiful 17:10 nágrannar 17:35 ellen 18:23 Veður 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:47 Íþróttir 18:54 Ísland í dag 19:11 Veður 19:20 Simpson-fjölskyldan (3:22) 19:45 týnda kynslóðin (1:24) Týnda kynslóðin er frábær skemmti- þáttur í stjórn Björns Braga Arnarssonar og félaga sem munu fá til sín landskunna gesti í skemmtileg og óhefðbundin viðtöl þar sem gestirnir taka virkan þátt í dagskrárgerðinni í formi innslaga af ýmsu tagi. 20:10 So You think You Can Dance (12:15) Stærsta danskeppni í heimi þar sem efnilegir dansarar fá tækifæri til að slá í gegn. Í hverri viku fá þeir krefjandi ver- kefni og það fækkar í hópnum þar til ný dansstjarna er krýnd. 21:35 the mask Heimsfræg metað- sóknarmynd með stórstjörnunni Jim Carrey í aðalhlutverki. Þegar hinn litlausi bankastarfsmaður, Stanley Ipkiss, finnur forna grímu, gjörbreytist líf hans. 23:15 Skinwalkers Hörkuspennandi hrollvekja um átök milli tveggja fylkinga varúlfa sem hafa ólíkar lífsskoðanir. 00:45 3000 miles to Graceland Spenna og hasar á léttum nótum. Elvis-eftirhermur streyma til Las Vegas en árleg uppákoma þeirra stendur fyrir dyrum. Nokkrir glæpafélagar ákveða að notfæra sér ástandið og ræna spilavíti á meðan gleðin stendur sem hæst. Þeir þykjast vera með pottþétt plan í farteskinu en ekki gengur það nú fullkomlega upp. 02:45 the Contract Spennutryllir með Óskarsverðlaunaleikaran- um Morgan Freeman og John Cusack frá Óskarsverðlauna- leikstjóranum Bruce Beresford. Myndin fjallar um feðga sem fara í útivistarferð og verða vitni að árekstri þar sem verið er að flytja hættulegan fanga. Án þess að gefast tími til að hugsa málið til enda tekur faðirinn málið í sínar hendur þegar ljóst er að fangaverðirnir eru fallnir frá og ákveður að leiða fangann í hendur lögreglunnar. 04:20 Smokin’ aces Spennumynd um plötusnúð sem hefur fulla ástæðu til að óttast um líf sitt þegar fleiri en einn leigu- morðingi eru á eftir honum. Með aðahlutverk fara Tom Berenger og Vinnie Jones. 05:45 Fréttir og Ísland í dag SkjárEinn 06:00 pepsi maX tónlist 08:00 Rachael Ray e 08:45 pepsi maX tónlist 17:05 One tree Hill (8:13) e 17:55 Rachael Ray 18:40 GCB (1:10) e 19:30 america’s Funniest Home Videos (3:48) e 19:55 america’s Funniest Home Videos (8:48) e 20:20 america’s Funniest Home Videos (26:48) Bráðskemmti- legur fjölskylduþáttur þar sem sýnd eru fyndin myndbrot sem venjulegar fjölskyldur hafa fest á filmu. 20:45 minute to Win it Einstakur skemmtiþáttur undir stjórn þúsundþjalasmiðsins Guy Fieri. Þátttakendur fá tækifæri til að vinna milljón dollara með því að leysa þrautir sem í fyrstu virðast einfaldar. Atvinnulaus fjögurra barna faðir fer í lið með sjávarlí- fræðingi og saman vonast þeir til að næla sér í verðlaun. 21:30 the Biggest loser (18:20) Bandarísk raunveruleika- þáttaröð um baráttu ólíkra einstaklinga við mittismálið í heimi skyndibita og ruslfæðis. 23:00 Jimmy Kimmel Húmoristinn Jimmy Kimmel hefur staðið vaktina í spjallþættinum Jimmy Kimmel Live! frá árinu 2003 og er einn vinsælasti spjallþátta- kóngurinn vestanhafs. Jimmy lætur gamminn geysa og fær gesti sína til að taka þátt í ótrúlegustu uppákomum. e 23:45 CSi: new York (3:18) Bandarísk sakamálasería um Mac Taylor og félaga hans í tæknideild lögreglunnar í New York. Lík kvenna í Ferrary bílum finnast og rannsóknarteyminu grunar að þetta sé bara toppurinn á ísjakanum. e 00:35 monroe (5:6) Bresk þáttaröð sem fjallar um taugaskurð- lækninn Gabriel Monroe. Aðalhlutverk er í höndum John Nesbitt. Taugaskurðlæknirinn stendur frammi fyrir því að þurfa að framkvæma aðgerð á samstarfskonu sinni eftir að hún hrynur óvænt niður. Bremmer tekur ákvörðun varðandi ástarlíf sitt og Monroe hjálpar sinni fyrverandi að byrja nýtt líf. e 01:25 a Gifted man (1:16) Athyglis- verður þáttur um líf skurðlæknis sem umbreytist þegar konan hans fyrverandi deyr langt fyrir aldur fram og andi hennar leitar á hann. e 02:15 pepsi maX tónlist 06:00 eSpn america 07:45 BmW Championship 2012 (1:4) 10:45 Golfing World 11:35 BmW Championship 2012 (1:4) 14:35 the Sport of Golf (1:1) 15:35 BmW Championship 2012 (1:4) 18:35 inside the pGa tour (36:45) 19:00 BmW Championship 2012 (2:4) 22:00 pGa tour - Highlights (32:45) 22:55 BmW Championship 2012 (2:4) 01:55 eSpn america SkjárGolf 20:00 Hrafnaþing 21:00 motoring 21:30 eldað með Holta ÍNN 08:00 mamma mia! 10:00 austin powers. the Spy Who Shagged me 12:00 algjör Sveppi og leitin að Villa 14:00 mamma mia! 16:00 austin powers. the Spy Who Shagged me 18:00 algjör Sveppi og leitin að Villa 20:00 Just Wright 22:00 the Wolfman 00:00 Sleepers 02:25 american pie: the Book of love 04:00 the Wolfman 06:00 extract Stöð 2 Bíó 15:35 Sunnudagsmessan 16:50 tottenham - norwich 18:40 WBa - everton 20:30 pl Classic matches (West Ham - Sheffield Wed, 1999) 21:00 Heimur úrvalsdeildarinnar 21:30 ensku mörkin - neðri deildir 22:00 pl Classic matches (Arsenal - Man United, 1998) 22:30 Wigan - Stoke 00:20 West Ham - Fulham Stöð 2 Sport 2 07:00 Barnatími Stöðvar 2 08:00 Dóra könnuður 08:25 Áfram Diego, áfram! 08:50 Doddi litli og eyrnastór 09:00 UKi 09:05 Stubbarnir 09:30 lína langsokkur 09:55 mörgæsirnar frá madagaskar 10:15 Stuðboltastelpurnar 10:40 Histeria! 11:00 Disney Channel 17:05 m.i. High 17:35 iCarly (17:25) 18:00 tricky tV (17:23) Stöð 2 Krakkar 18:20 Doctors (21:175) 19:00 ellen 19:45 the Big Bang theory (19:24) 20:05 2 Broke Girls (18:24) 20:30 How i met Your mother (22:24) 20:50 Up all night (6:24) 21:15 mike & molly (4:23) 21:35 Weeds (7:13) 22:05 ellen 22:50 the Big Bang theory (19:24) 23:10 2 Broke Girls (18:24) 23:35 How i met Your mother (22:24) 23:55 Up all night (6:24) 00:20 mike & molly (4:23) 00:40 Weeds (7:13) 01:10 tónlistarmyndbönd frá popptíví Stöð 2 Gull 08:00 Formúla 1 - Æfingar Bein útsending frá fyrstu æfingu ökumanna fyrir kappaksturinn á Ítalíu. 12:00 Formúla 1 - Æfingar 17:05 Spænsku mörkin 17:35 Kraftasport 20012 18:10 pepsi deild kvenna 20:00 meistaradeild evrópu - fréttaþáttur 20:30 Fa bikarinn (Chelsea - Liver- pool) 22:20 UFC live event (UFC 120) Birgir Olgeirsson birgir@dv.is Sjónvarp Óupplýst Sýnt á Skjá einum Óupplýst Er á dagskrá Skjás eins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.