Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2012, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2012, Blaðsíða 32
32 Viðtal 7.–9. september 2012 Helgarblað Hetjur á himnum Sindri Dagur Garðarsson F. 28.02.1997 D. 24.6.2011 Sjúkdómur: Neurofibromatosis, týpa 1. Sjúkdómurinn olli góðkynja æxlisvexti á taugaslíðrum sem geta komið hvar sem er í líkamanum. Í hans tilfelli voru þrjú æxli í höfðinu, 2 á sjóntaugum og eitt í heilastofni. Elísa Sól Sonjudóttir F. 10.11.1998 D. 11. 08.2011 Sjúkdómur: Ataxia Telangiectasia, hrörnunarsjúkdómur sem leggst á tauga- og ónæmiskerfið. Elísa Sól háði harða baráttu og gekk í gegnum veikindi sín af miklu æðruleysi og sýndi mikla þrautseigju. Guðmundur Emil Oddgeirsson F. 31.10.2010 D.17.01.2012 Sjúkdómur: GM1 sem er banvænn og sjaldgæfur efnaskiptasjúkdómur. Vegna þess hversu sjaldgæfur sjúkdómurinn er þá fékk hann ekki greiningu fyrr en tveimur vikum áður en hann lést þrátt fyrir ítrekaðar rannsóknir frá sex mánaða aldri. Hann þurfti stöðuga umönnun frá okk- ur foreldrunum og þegar hann fór að veikjast meira og öndunin varð erfiðari var hann í raun í gjörgæslu á heimilinu, nótt sem dag, þar til við vorum flutt á sjúkrahúsið um síðustu jól vegna öndunarstopps hjá honum. Eftir það dvöldum við á sjúkrahúsinu þar til hann kvaddi. Þórhildur Nótt Mýrdal F. 21.04.2008 D. 17.12.2011 Sjúkdómur: Spinal Muscular Atrophy, týpa 1 (SMA1) sem veldur hrörnun á taugum og vöðvum. Þórhildur var níu vikna gömul þegar hún greindist með genagallann. Hún var yndisleg og fyndin stelpuskotta, þrjósk, ákveðin og skýr. Í þessu ferli hjálpaði það okkur að passa að missa ekki sjónar á fallegu stelpunni okkar, það þarf að passa sig á því að týna ekki einstaklingnum í umönnunarferlinu. heldur aldrei til þess að passa Svan­ fríði Briönu eða vera með hana yfir nótt. Þeim fannst það of mikil ábyrgð því ef barkatúpan myndi stíflast og þau vissu ekki hvernig þau ættu að bregðast við þá gat hún dáið og það vildi enginn hafa það á samviskunni. Þannig að það var ekki hlaupið að því að fá hjálp. Í flestum tilfellum eru það mæð­ ur sem sinna þessum börnum heima. Við erum einangraðar frá þjóðfél­ aginu og komumst lítið frá. Þegar ég kynntist pabba hennar Álfrúnar var ég orðin virkilega félagsfælin. Hann bauð mér í bíó og ég reyndi með öll­ um mögulegum ráðum að komast undan því. Mér fannst svo erfitt að vera innan um allt þetta fólk þegar ég hafði verið ein með Svanfríði Briönu og varla átt samskipti við aðra en fag­ fólk. Þannig að þegar hún fékk stuðn­ ingsfjölskyldu sem hún var hjá aðra hverja helgi var mikið átak að þiggja þá aðstoð. Ég var andvaka heima af áhyggjum yfir því hvort þau gætu raunverulega séð um hana. Ég hélt að það gæti það enginn nema ég. Ég átti mjög erfitt með að sleppa tökunum og treysta öðrum fyrir henni en það varð að gerast og það lærðist um leið og ég steig inn í óttann.“ Yfirgefin á dánarbeðinum Seinni eiginmanni sínum kynntist Hanna Sigurrós í gegnum frænku sína. „Hún var búin að reyna að koma okkur á „blind date“ en við þrjóskuðumst bæði við. Svo fór Svanfríður Briana til stuðn­ ingsfjölskyldunnar og ég fór út að skemmta mér með frænku minni. Á meðan ég var í sturtu hringdi hún í hann og bað hann um að keyra okkur í bæinn. Hann var til í það og við náðum strax saman. Hann steig inn í þetta verkefni með mér og gat gert allt sem því fylgdi. Hann lærði að skipta um barkatúpuna og gerði það alveg eins og ég,“ segir Hanna Sigurrós og viðurkennir að henni hafi fund­ ist það ógnvekjandi til að byrja með. „Mér var kennt að gera þetta úti í Bandaríkjunum. Í fyrsta sinn sem ég átti að gera það horfði ég bara á læknana og spurði hvort það væri ekki í lagi með þá, ég ætlaði ekki að gera þetta. Þeir spurðu á móti hvernig ég ætlaði þá að hugsa um þetta barn. Ég þurfti bara að stíga inn í óttann og láta vaða. Svo vandist þetta fljótt og var orðið eðlilegasti og einfaldasti hlutur í heimi. Það er ótrúlegt hvað maður aðlagast aðstæðum hratt.“ Hann gekk Svanfríði Briönu í föð­ urstað og reyndist henni góður fað­ ir. Eftir því sem veikindin ágerðust jókst álagið á sambandið og eftir tíu ára sambúð sótti hann um skilnað á meðan barnið var í líknandi með­ ferð á Landspítalanum. Hún segir að á þessari stundu hafi þau vita að hún væri í líknandi meðferð. „En ég veit ekki hvort hann gerði sér grein fyrir því að hún væri að deyja.“ Þetta var í mars en hún dó í maí. „Ég veit ekki hvað gerðist,“ segir Hanna Sigurrós, og þó: „Ég var kom­ in upp á spítala með henni og hann var hættur að vinna til þess að halda utan um allt heima. Álagið var mjög mikið og fjölskyldan var splundruð, ég var uppi á spítala frá því í febrú­ ar og fram í maí og hann var heima með Álfrúnu. Fjárhagurinn hrundi, það hrundi allt í kringum okkur og ég held að hann hafi hrunið með. Í raun held ég að ef við hefðum feng­ ið meiri stuðning þá hefði þetta ekki farið svona.“ Búin að missa allt Vináttan lifir enn og þau styðja hvort annað í gegnum sorgina. „Ég held að það geti enginn skilið þetta nema hann hafi staðið í þessum sporum sjálfur. Sá sem ekki hefur misst barn veit ekki hvað það er. Fólk er svolítið duglegt að segja mér að drífa mig í sund eða í ræktina þegar það vill peppa mig upp. Það veit ekki betur.“ Hún er nú að vinna í því að ná sátt við allt sem gerðist. Eftir þessa reynslu eyðir hún ekki orku sinni í reiði eða gremju gagnvart öðrum. Orkan hef­ ur farið í annað og æðruleysisbænin er hennar mantra. „Frá því að Svan­ fríður Briana fæddist hefur fókus­ inn alltaf verið á að halda áfram. Það var líka hennar boðskapur, að takast alltaf á við næsta verkefni, að standa ekki í stað og bakka aldrei. Það krafð­ ist endalausrar sjálfsskoðunar og þess að ég tæki ábyrgð í stað þess að kenna öðrum um. Það getur verið sárt en ef ég vil lifa almennilegu lífi þá verð ég að gera það og halda áfram.“ Hún gaf Svanfríði Briönu loforð á dánarbeðinum sem hún ætlar sér að standa við. „Ég lofaði henni því að það yrði allt í lagi með mig, ég myndi halda áfram og vera til staðar fyrir Álf­ rúnu. Það er ekki í boði að leggjast í sjálfsvorkunn yfir því hvað ég á bágt af því að hún dó. Auðvitað er það sárt og það væri auðvelt að setjast nið­ ur og gefast upp, leggjast í eitthvert þunglyndi. Það er ekki alltaf auðvelt að vakna á morgnana, fara fram úr og takast á við daglegt líf. Oft velti ég því fyrir mér hvað heldur mér uppi og af hverju ég stend enn í fæturna. Þetta er eins og svarthol sem virðist oft vera óendanlegt. Þetta tóm sem er svo stórt og svart að ég sé ekki fyrir end­ ann á því hellist oft yfir mig og stund­ um allt í einu þegar ég held að ég eigi góðan dag. Það er hluti af sorgarferl­ inu og ég held að ég jafni mig aldrei á þessu. Þetta batnar aldrei en ég læri að lifa með þessu.“ Hún segir að einfaldir hlutir geti reynst henni ofviða. „Þetta eru hlutir sem ég hef ekki tekist á við af því að ég var í þessu hlutverki með þessu veika barni. Eftir tólf ár er ég búin að missa allt, það að sinna henni var ekki bara vinnan mín, það var lífið mitt. Mitt líf snerist um hana. Ég sé ekki eftir einni sekúndu af þessari baráttu og er sátt því ég veit að ég gerði eins vel og ég gat. Ég barðist fyrir hana og var röddin hennar. Það gefur mér styrk til þess að halda áfram eins og ég lofaði henni að gera. Núna er ég ekki lengur mamma hennar Svönu eða ummönnunaraðili henn­ ar. Ég þarf að finna út úr því hver ég er og hvað ég vil, hver áhugamálin mín eru. Ég þarf að átta mig á því hvað ég ætla að gera við restina af mínu lífi, því það er fullt eftir. Það eina sem ég veit er að ég á litluna mína og ætla að vera til staðar fyrir hana. Hún var að missa systur sína og það er ekkert auðvelt.“ Aldrei elskað eins heitt Það var þann 21. maí sem Svan­ fríður kvaddi þennan heim. Hún var komin með sýkingu í blóð­ ið og til þess að uppræta hana hefði þurft að fjarlægja alla að­ skotahluti úr líkama henn­ ar, þar með talið barkatúpuna, gastróstómíuna og æðalegginn. „Þá var tekin ákvörðun um að hætta að gefa henni sýklalyf og auka verkjalyfin. Hún var búin að vera kvalin svo lengi og það var erfitt að horfa upp á það. Henni leið illa en hafði samt áhyggjur af mér ef hún sá að mér leið illa. Það var ekk­ ert hægt að gera fyrir hana og ég var búin að fá nóg af því að horfa upp á þetta.“ Þessa síðustu helgi kom fjölskyldan til þess að kveðja hana. Bróðir hennar sem nú býr erlendis kom og amma hennar einnig. Hún var umvafin fólkinu sínu og henni þótti það gott. „Hún átti til dæmis góðan dag með systkinum sínum þar sem þau hlógu saman og lituðu. Hún vildi að allir lituðu með sér. Hún þoldi illa áreiti og vildi helst ekki að fólk talaði mikið við sig. En henni fannst gott að hafa okkur nærri og það var nóg að við sætum þarna og lituðum.“ Þessa síðustu daga voru sjúkra­ rúmin færð saman og Hanna Sigur­ rós lá við hlið dóttur sinnar og vakti yfir henni. „Hún var orðin máttfar­ in og gat ekki talað en ég var hjá henni og hélt í höndina á henni. Ég fékk bros og einstöku knús. Ég fékk að vita að hún elskaði mig. Hún lét fólkið sitt alltaf vita að hún elskaði það. Ég hef stundum sagt að ég vissi ekki að það væri hægt að elska svona heitt. Hún var þessi karakter en hún gaf svo mikið af sér til þeirra sem stóðu henni næst. Ef maður var móttækilegur fyrir því gaf hún óendanlega. Ég fann svo sterkt fyr­ ir því að vera svona elskuð, það var magnað. Ég hafði ekki upplifað þetta áður en hún fæddist. Kannski var það svona skýrt af því að við gengum í gegnum allt þetta saman. En ef þú elskar einhvern svona mikið verður þú líka að geta sleppt tökunum – af ást,“ segir Hanna Sigur rós blíðlega. Leyfði henni að deyja „Ég kvaddi hana af því að hún var orðin fangi í líkama sem kvaldi hana. Þegar súrefnisþörfin jókst vissi ég að nú væri komið að því þannig að ég sat hjá henni og talaði við hana. Hún var með iPod­inn sinn og hlustaði á tón­ list og við hlustuðum saman. Ég þurfti að gefa henni leyfi til þess að fara. Hún hafði svo miklar áhyggj­ ur af mér og ég óttaðist að hún væri að halda í þetta líf af því að hún vildi ekki skilja mig eftir eina. Þannig að ég gaf henni leyfi til þess að fara.“ Það er ekki átakalaust að rifja þetta upp og Hanna Sigurrós grætur. „Ég sagði henni að vinir hennar væru að bíða eftir henni og afi líka, að það væri allt í lagi að fara til þeirra. Það yrði allt í lagi með mig, ég myndi halda áfram. Ég lofaði að ég myndi ekki gefast upp og að það yrði allt í lagi. Hún var eig­ inlega hætt að geta tjáð sig en hún gat kreist hendurnar á mér og ég var hjá henni þar til hún dró síðasta andar­ dráttinn.“ Þegar Hanna Sigurrós lítur til baka þá er það þakklæti sem kemur fyrst og fremst upp í huga hennar. „Svan­ fríður Briana var mér mikill kennari. Þegar fólk sér þessi börn en ekki bara veikindi þeirra sér það hvað lífsljósið í augunum á þeim er sterkt. Hún gat ekki talað en hún tjáði sig án orða, hvatti mig áfram og gaf mér allt. Þar sem við lágum saman á dánarbeði hennar þakkaði ég henni fyrir að velja mig sem móður og fara með mér í gegnum þetta. Ég er betri manneskja fyrir vikið. Fyrir það er ég þakklát.“ n Safnað fyrir stuðningsmiðstöð Hér á landi eru um 50 börn með sjaldgæfa, mjög alvarlega, ólæknandi sjúkdóma. Þessi hópur hefur farið ört stækkandi á undanförnum árum, en framfarir í tækni og lækna- vísindum leiða af sér að þau geta lifað lengur. Áður dóu mörg þessara barna snemma lífsleiðinni en með bættri meðferð ná mörg að lifa góðu lífi. Sú jákvæða þróun hefur orðið að langveik börn dvelja ekki lengur mánuðum og árum saman á sjúkrahúsum eins og áður þekktist heldur búa þau heima hjá fjölskyldum sínum. Engu að síður þurfa þau mjög sérhæfða og flókna umönnun allan sólarhringinn sem er nú aðallega í höndum foreldra þeirra. Segja má að í dag séu rekin á Íslandi 50 lítil hátæknisjúkrahús inni á heimilum þessara barna með ýmsum tækjum eins og til dæmis öndunarvélum, sog- og súrefnistækjum, hóstavélum, blóðskilunarvélum, næringar- dælum og dælum til að gefa næringu í æð. Veikindunum fylgir gríðarlegt álag á alla fjölskylduna og sumar hverjar eru hreinlega að sligast undan þessu álagi. Í ár snýst átakið Á allra vörum um að safna fyrir stuðningsmiðstöð fyrir veikustu börnin, en þar fengi hver fjölskylda sinn liðstjóra sem verður sérfræðingur í málefnum þess og ávallt reiðubúinn til að aðstoða fjölskylduna við að uppfylla þarfir hennar. Þá gætu þessar fjölskyldur eytt sínum dýrmæta tíma og orku í annað en baráttu fyrir bættri þjónustu. Miðstöðin hefur fengið nafnið Nótt og dagur. Söfnunarreikningur Á allra vörum: Kennitala: 510608–1350. Bankaupplýsingar: 0101–26–55555. „Ég fann svo sterkt fyrir því að vera svona elskuð, það var magnað Orðin einstæð á ný Seinni eiginmaður Hönnu Sigurrósar yfirgaf hana á meðan Svan- fríður Briana lá á banabeðinum. Eftir tólf ára baráttu er hún að reyna að enduruppgötva sjálfa sig og lífið með yngstu dóttur sinni. Gaf henni loforð Hanna Sigurrós lofaði Svanf ríði Briönu því að gefast ekki upp um leið og hú n gaf henni leyfi til þess að fara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.