Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2012, Blaðsíða 42
42 Lífsstíll 7.–9. september 2012 Helgarblað
É
g hef alltaf haft mikinn áhuga á
þessum tískuheimi og var sífellt
að skipuleggja tískusýningar og
slíkt sem unglingur. Áhuginn
vaknaði því snemma,“ segir Jó-
hanna Pálsdóttir, framkvæmdastjóri
Elite á Íslandi. Elite Model Look,
stærsta fyrirsætuleit í heimi, hefst á
Íslandi á laugardaginn þegar stúlkum
á aldrinum 14–22 ára býðst tækifæri
til að láta reyna á drauma sína um að
feta í fótspor heimsþekktra fyrirsæta
á borð við Cindy Crawford og Gisele
Bündchen.
Jóhanna, sem starfaði sem mark-
aðsstjóri hjá Íslenska dansflokknum,
finnur sig vel í heimi tískunnar en
hún og kærastinn, tískulöggann Arn-
ar Gauti Sverrisson, sjá um leitina hér
á landi. Umfang keppninnar spannar
fimm heimsálfur og 70 lönd og vinn-
ingshafar frá hverju landi taka þátt
í Elite Model Look World í Sjanghaí
þar sem draumar um að komast á
skrá hjá einni virtustu fyrirsætuskrif-
stofu í heimi geta orðið að veruleika.
Persónuleikinn skiptir máli
„Þessi keppni hefur verið haldin
reglulega hér á landi en þetta er í
fyrsta skiptið sem við tökum þetta
upp á þetta level. Við verðum með
opnar prufur og stelpurnar geta kom-
ið, gengið fyrir okkur og látið mynda
sig. Þetta verður umfram allt létt og
skemmtilegt og ég hvet allar stelpur
sem eiga þennan draum að mæta og
reyna fyrir sér,“ segir Jóhanna og bætir
við að undir lok dags verði um það bil
50 stúlkur valdar í undanúrslit.
„Þær sem geta ekki mætt í Smára-
lind, eru úti á landi eða eiga erfitt
um vik af einhverjum ástæðum, geta
skráð sig á Facebook. Þær fimm sem
fá flestu „like-in“ þar komast líka í
undanúrslitin. Auðvitað er best að
koma í Smáralind og hitta okkur því
persónuleikinn skiptir miklu máli.“
Fordómar gagnvart bransanum
Jóhanna segir marga haldna fordóm-
um gagnvart fyrirsætubransanum.
„Bransinn á það til að gera svaka-
legar kröfur. Sumir vilja stelpurn-
ar mjög grannar sem veldur því að
sumar þeirra fara ekki nógu vel með
sig. Það er alls ekki nóg að lifa bara á
sígarettum og kaffi. Slíkt drepur alla
útgeislun. Þær stelpur sem komast í
undanúrslit fara í þjálfunarbúðir þar
sem þær munu fræðast um svefn,
hreyfingu og næringu.
Við förum í gegnum alla þessa
mikilvægu þætti því ef þú ætlar að
verða fyrirsæta þarftu að byrja að
hugsa sem slíkt. Það þýðir ekkert að
ætla bara að liggja í súkkulaði og kóki
og það er heldur ekki nóg að ætla sér
bara að verða mjó með því að svelta.
Þetta snýst um að vera heilbrigður og
líta vel út.“
Í sambandi við mömmurnar
Vinningshafi Elite Model Look
Iceland 2011 var hin unga Magdalena
Sara Leifsdóttir en Magdalena tók
þátt í stóru keppninni í Sjanghaí í
fyrra og kom heim með samning
við Elite World sem er einn stærsti
samningur sem íslensk stúlka hefur
fengið. Jóhanna segir að þegar stúlk-
urnar séu mjög ungar séu þær und-
ir miklu og góðu eftirliti hjá forsjár-
mönnum keppninnar.
„Þær eru hreinlega teknar í fóstur
hjá Elite. Við erum líka alltaf í góðum
samskiptum við mæður stelpnanna
og í Magdalenu tilviki fór mamma
hennar með henni út.
Það eru gildrur í þessum heimi
eins og annars staðar en svo lengi
sem við erum upplýst og höldum vel
utan um hvert annað þá er möguleiki
á góðum frama. Þetta er ekki eins og
í gamla daga þegar stúlkum var bara
hent út í þennan heim og ekkert litið
til með þeim.“
Eins og knattspyrnuferill
Sjálf segist Jóhanna ekki hafa geng-
ið með drauma um frægð og frama í
tískuheiminum sem unglingur. „Ég er
frekar lítil og þar sem það eru ákveðn-
ar kröfur um hæð kom það ekki til
greina. Ég var meira að sprikla í dansi.
Það eru margar kallaðar í fyrirsætu-
heiminum en fáar útvaldar en þetta
getur orðið stórkostlegt tækifæri fyrir
þær stúlkur sem vinna hér heima og
veitt gífurlega reynslu.
Þessi heimur er eins og atvinnu-
mennska í knattspyrnu. Ferillinn er
stuttur en ef vel gengur getur hann
verið mjög ábatasamur, sérstaklega
hjá þeim sem tekst að koma sér á er-
lendan markað.“
Kærastinn tískulögga
Jóhanna og Arnar Gauti tóku við
Elite fyrir ári en þau sjá einnig um
Fashion Academy Reykjavík. „Þetta
er tiltölulega nýr heimur fyrir mér en
alls ekki svo fjarlægur. Arnar Gauti
þekkir þennan bransa náttúrlega vel
enda tískulögga og mikill fagurkeri,“
segir hún brosandi en bætir við:
„Hann er með alveg rosalega gott nef
fyrir þessu og er mjög skapandi mað-
ur. Hann er fæddur í þetta!“
Aðspurð segir hún Ella vera upp-
áhalds íslenska merkið sitt. „Ella er
með ofsalega fallegar og vandaðar
vörur og svo er E-label líka í uppá-
haldi. Annars held ég líka upp á Jos-
eph, sem er frá London, og svo H&M
og Prada. Svona bland í poka.
Svo er voðalega notalegt að eiga
kærasta sem er með þetta allt á
hreinu. Hann heldur mér allavega
réttum megin við línuna og á örugg-
lega eftir að verða fúll yfir að ég hafi
ekki nefnt Gucci og Burberry sem
mín uppáhaldsmerki því þau eru í
uppáhaldi hjá honum,“ segir hún
hlæjandi að lokum.
indiana@dv.is
Leita að næstu
ofurfyrirsætu
Gamalt fegrunarráð - í nútímalegum búningi
Dreingaraðili Danson ehf :: Sími 588 6886
Agúrku roll on
n Íslenskar stelpur í fótspor Cindy Crawford n Prufur í Smáralind á laugardag
„Það er alls
ekki nóg að
lifa bara á sígar-
ettum og kaffi.
Slíkt drepur alla
útgeislun
Sigurvegarinn í fyrra Magdalena Sara
Leifsdóttir vann keppnina hér heima í fyrra.
Hún tók einnig þátt í Sjanghæ og kom
þaðan með flottan samning heim.
Jóhanna Pálsdóttir Jóhanna var áður markaðsstjóri ÍD. Hún segist alltaf hafa haft áhuga á tísku og að hún hafi verið ung þegar hún var
farin að setja upp tískusýningar með vinkonum sínum.