Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2012, Blaðsíða 24
Stefnir alltaf á
hámarkSárangur
24 Umræða 7.–9. september 2012 Helgarblað
Vinsæl
ummæli
við fréttir DV.is í vikunni
„Ég er karlmaður og
verð líklega steiktur
á teini, en ... getur
allavega hluti af þessum
launamun kynjanna verið
vegna þess að konur eru oft
og tíðum ragari við að krefjast
launahækkana, bónusa etc?
Ég get ekki ímyndað mér að
þorri stjórnenda fyrirtækja
gefa konum lægri laun bara
vegna þess að þær eru konur.“
Snæbjörn Ólafsson í
athugasemd við pistil sem Stef-
anía Jónasdóttir birti í Morgun-
blaðinu. DV fjallaði um efni pistilsins en í
honum sagðist Stefanía vera komin með
leið á jafnréttistali íslenskra kvenna.
„Það jafnrétti sem
þarf að nást er sömu
laun fyrir sömu vinnu.
Konur eiga að berjast fyrir því.
Þegar þeim árangri er náð
kemur allt annað af sjálfu sér.
Þessi kynjabarátta um störf
er ótrúlega leiðinleg. Af hverju
berjast konur ekki um kynja-
jafnrétti í leikskólastörfum,
sjómennsku, bifvélaverk-
stæðum og fleira?“
Herdís Ragna einnig í
athugasemd við pistilinn sem
Stefanía Jónasdóttir birti í
Morgunblaðinu og DV fjallaði um.
„Vá, þvílík spilling.
Á sama tíma lokar
velferðarráðherra
göngudeild fyrir hjartasjúk-
linga vegna sparnaðar […] á
sama tíma er öðru starfsfólki
sagt upp til að spara, á sama
tíma fá sjúklingar sífellt minni
og minni þjónustu vegna
sparnaðar […] held að það sé
gott fyrir fólk að hafa þessa
forgangsröðun hæstvirts vel-
ferðarráðherra í huga þegar
gengið er til kosninga.“
Ragnheiður Rafnsdóttir í
athugasemd við frétt þess efnis
að Guðbjartur Hannesson vel-
ferðarráðherra hafi hækkað laun Björns
Zöega, forstjóra Landspítalans, um 450
þúsund krónur á mánuði.
„Það er erfitt að
gera upp við sig
hvort er fyrirlitlegra,
veruleikafirringin eða sjálfs-
vorkunnin og heimtufrekjan.“
Magnús Helgason í
athugasemd við nærmynd af
Magnúsi Kristinssyni, útgerðar-
manni í Vestmannaeyjum. Magnús, sem
á margar viðskiptafléttur að baki, sagðist
á dögunum líta á sig sem fórnarlamb en
það gerði hann eftir að tilkynnt var um
sölu útgerðarfyrirtækisins hans, Berg-
Hugin.
„Þetta heitir líklega
að eiga við foreldra-
vandamál að stríða.
Held hann ætti að segja sig
frá samstarfi við föður sinn.“
Haukur Már Haraldsson við
frétt þess efnis að Kristbjörg
ÍS-177, sem er í eigu útgerðarfyr-
irtækisins Lotnu ehf. hafi verið gripið við
framhjálöndun. Knattspyrnukappinn Gylfi
Þór Sigurðsson er stjórnarformaður Lotnu
en hefur sagt að hann komi ekki nálægt
rekstrinum.
15
23
31
37
Sigurður Magnússon: Sæll
vinur og til hamingju með
starfið. Nú eru þessir strákar
sem eru búnir að vera sem lengst í
liðinu allir á besta aldri. Sérðu ekki
fyrir þér að við getum náð enn betri
árangri í komandi keppnum?
Aron Kristjánsson: Sæll. Takk
fyrir það. Við eigum að sjálfsögðu
möguleika á því að halda áfram
góðu gengi landsliðsins. Það
má þó hafa í huga þá miklu
samkeppni sem er í alþjóðlegum
handbolta. T.d. voru Svíar að ná
silfri á ÓL eftir nokkur mögur ár og
Ungverjar 4. sæti. Markmið HSÍ er
að halda liðinu stöðugt í topp 10.
Þorsteinn Guðmundsson:
Ég veit að HSÍ hefur ákveðið
markmið, sem er topp 10. Er
ekki raunhæft að stefna hærra miðað
við gengi síðustu ára?
Aron Kristjánsson: Það veltur
allt á því hver staðan á liðinu er á
hverju móti fyrir sig. Erum við með
alla okkar sterkustu menn og þeir í
góðu formi? Við erum eitt af þeim
liðum sem eiga möguleika á að
vinna til verðlauna en það eru líka
10–12 aðrar þjóðir. Við munum að
sjálfsögðu stefna á hámarksár-
angur hverju sinni.
Aðalsteinn Kjartansson:
Vinnum við gull undir þinni
stjórn?
Aron Kristjánsson: Það væri
óskandi. Við þurfum þó að halda
okkur á jörðinni og reyna að vera
meðal þeirra fremstu í hvert
skipti. Innan fárra ára kemur líka
að vissum kynslóðaskiptum sem
við þurfum að undirbúa vel.
Aðalsteinn Kjartansson: Þú
talar um kynslóðaskipti á
næstu árum, eigum við nóg
af ungum og efnilegum handbolta-
mönnum?
Aron Kristjánsson: Þessi kjarni
sem er núna í liðinu ætti að geta
verið saman í 2–4 ár í viðbót ef
þeir hafa löngun og getu til. Það
þarf hins vegar að undirbúa þessa
efnilegu stráka sem við eigum.
Bilið hefur breikkað og því er
mikilvægt að skapa þeim verkefni
og tryggja að þeir verði klárir í
slaginn.
Heiðar Hrafn Halldórsson:
Myndirðu segja að íslenska
deildin sé að skila af sér
jafnmikilli framleiðslu af góðum
handboltamönnum eins og hún gerði
þegar þín kynslóð var að stíga upp ?
Aron Kristjánsson: Það eru
alltaf fleiri og fleiri sem halda á
vit draumanna erlendis sem gerir
það að verkum að leikmennirnir í
deildinni verða alltaf óreyndari og
yngri. Bilið milli þeirra sem hafa
myndað landsliðið síðustu ár og
t.d. strákanna hérna heima hefur
breikkað töluvert síðustu ár. Þetta
er atriði sem við viljum vinna í
og því stytta þetta bil. Það eru
margir efnilegir strákar að koma
upp sem þarf að hlúa vel að og
jafnframt þurfa þeir að vinna hart
að því að bæta sig. Hér áður fyrr
voru fleiri eldri og reyndari menn í
deildinni.
Fundarstjóri: Kom það þér á
óvart að HSÍ skyldi leita til þín
um að verða næsti
landsliðsþjálfari?
Aron Kristjánsson: Ég get ekki
sagt það. Ég er hins vegar mjög
stoltur og ánægður með að þeir
hafi trú á mér í þetta verkefni.
Sigurður Þórðarson: Til
hamingju með nýja starfið,
Aron, og gangi þér sem allra
best. Sérðu fram á miklar breytingar í
leikkerfum eða ætlarðu að vinna
áfram með það sem Guðmundur
hefur notað?
Aron Kristjánsson: Takk fyrir.
Liðið hefur verið vel skipulagt
og mun ég byggja áfram á þeim
grunni. En með hverjum þjálfara
eru alltaf áherslubreytingar. Ég
mun því koma með nýjungar inn í
liðið eftir því sem líður á.
Ingi Vilhjálmsson: Hver mun
taka við leiðtogahlutverkinu í
landsliðinu nú þegar Ólafur
Stefánsson er horfinn á braut?
Aron Kristjánsson: Ólafur
Stefánsson er einn besti hand-
knattleiksmaður sögunnar og
mikill leiðtogi. Að sjálfsögðu verður
sjónarsviptir að honum og stórt
skarð sem þarf að fylla. Það verður
væntanlega ekki fyllt með einum
manni. Það þurfa nokkrir þættir
að sameinast um það. Margir leik-
mannanna eru miklir karakterar
og eigum við t.d. mjög sterkan
leiðtoga í Guðjóni Val.
Hallgrímur Frostason: Nú er
nokkuð ljóst að Ólafur
Stefánsson er hættur að spila.
Mér skilst að Rúnar Kárason sé meiddur
í einhvern tíma. Hefurðu áhyggjur af
stöðu örvhentrar skyttu hjá liðinu?
Aron Kristjánsson: Það má ekki
mikið út af bregða. Alexander og
Ásgeir hafa verið að spila töluvert í
þessari stöðu og ættu t.d. að geta
fyllt þetta hlutverk.
Gunnhildur Steinarsdóttir:
Er raunhæft að Ísland nái
verðlaunasæti á HM á Spáni í
janúar? Hvaða sæti telurðu raunhæft?
Aron Kristjánsson: Það er mikil
samkeppni í þessum mótum og
lítið sem má út af bregða með
meiðsli og fleira. Við stefnum að
sjálfsögðu á góðan árangur. Fyrsta
skref á HM verður að ná hagstæðu
sæti í riðlinum.
Jón Helgason: Er góður varnarleikur mikilvægari en góður sóknarleikur? Þ.e. eru
bestu liðin best vegna góðs varnarleiks
eða sóknarleiks?
Aron Kristjánsson: Ég hef þá
skoðun að ef hámarksárangur á að
nást sé það með góðum varnarleik,
markvörslu og hraðaupphlaup-
um. Eins og sagt er: „Þú vinnur
titla með varnarleik en leiki með
sóknarleik.“
Birgir Olgeirsson: Hver eru
átrúnaðargoð þín í boltanum?
Aron Kristjánsson:
Þegar ég var yngri þá var Alfreð
Gíslason í miklu uppáhaldi í
íslenska landsliðinu. Síðan voru
leikmenn á við Magnus Wislander
og Talant Dushebajev í miklu
uppáhaldi.
Ágúst Borgþór Sverrisson:
Muntu viðhalda núverandi
vinnubrögðum varðandi
ítarlega skoðun og kortlagningu á
andstæðingum?
Aron Kristjánsson: Já. Ég hef
alltaf unnið þannig sjálfur og mun
halda því áfram.
Gísli Halldórsson: Sérðu
fram á að keyra á sömu
markmönnum og Gummi
hefur gert eða getum við átt von á
breytingum þar? Hverjir eru t.d.
möguleikar Danna í FH og Arons í
Haukum á að koma sér í hópinn?
Aron Kristjánsson: Þeir mark-
menn sem standa sig best og eru
líklegastir til þess á alþjóðlegum
vettvangi munu spila. Bæði Daníel
og Aron eru inni í myndinni eins og
aðrir markmenn sem standa sig
vel.
Höskuldur Þorvarðarson:
Hver myndir þú telja að sé/
hafi verið helsti styrkleiki og
helsti veikleiki íslenska landsliðsins?
Aron Kristjánsson: Við höfum oft
átt í vandræðum með varnarleik og
markvörslu. Eftir að við fórum að
laga okkur meira að mótherjunum
og spila óhefðbundna 6:0 vörn þá
höfum við náð betri tökum á þessu.
En dettum því miður niður á milli.
Einnig hefur breiddin stundum
verið vandamál og fáir leikmenn
verið notaðir á stórmótum. Helstu
styrkleikar eru hinn íslenski bar-
áttuvilji og vinnusemi. Einnig hafa
hraðaupphlaupin verið góð og við
oft skorað mikið af mörkum.
Atli Fanndal: Er ekki
formsatriði að komast upp úr
riðlinum í forkeppni EM?
Andstæðingar okkar eru Hvíta-Rúss-
land, Rúmenía og Slóvenía ...?
Aron Kristjánsson: Markmiðið
er að komast upp úr riðlinum og
tryggja okkur til Danmerkur 2014.
Þetta eru hins vegar andstæðingar
sem ber að bera virðingu fyrir.
Slóvenar unnu okkur nokkuð auð-
veldlega á EM 2012. Hvít-Rússar
eru að koma upp með gott lið, t.d.
er hinn sterki leikmaður Barcelona
Sergej Rutenka byrjaður að spila
með þeim aftur. Rúmenar eru
síðan mjög erfiðir heim að sækja.
Baldur Guðmundsson: Aron
Pálmarsson hefur verið
langyngsti leikmaðurinn á
undanförnum stórmótum, og virðist í
sérflokki sinnar „kynslóðar“. Hefurðu
áhyggjur af því hve fáir menn í
landsliðsklassa hafa verið að koma
upp?
Aron Kristjánsson: Ég tel að
margir efnilegir strákar standi
handan við hornið. Biilið milli
þeirra og landsliðsins hefur að vísu
breikkað síðastliðin ár þar sem
fáir ungir leikmenn hafa fengið
tækifæri með landsliðinu. Það þarf
að finna verkefni svo við getum
undirbúið þessa stráka betur.
Baldur Guðmundsson:
Geturðu nefnt nokkra sem eru
handan við hornið?
Aron Kristjánsson: T.d. Ólafur
Guðmundsson, Sigurbergur
Sveinsson, Ólafur Gústafsson,
Arnór Gunnarsson, Aron Rafn
Eðvarðsson, Bjarki Már Elísson,
Stefán Rafn Sigurmannsson og
fleiri strákar.
Dóra Gunnarsdóttir: Af
hverju er Óla Stefáns ekki
boðin staða aðstoðarþjálfara
hjá landsliðinu?
Aron Kristjánsson: Ólafur er í fríi
hvað varðar handbolta núna. Svo
er spurning hvort Ólafur stefni að
því að verða þjálfari. HSÍ mun að
sjálfsögðu leita í smiðju Ólafs í
framtíðinni.
Ásgeir Jónsson: Hvernig
sérðu fyrir þér að deildin hér
heima þróist í vetur?
Aron Kristjánsson: Það hafa
orðið töluverðar breytingar á
liðunum fyrir veturinn. Mörg spurn-
ingamerki. Mér finnst Valur, FH,
Haukar og Afturelding hafa litið
ágætlega út í undirbúningnum.
Hef ekki séð Akureyri ennþá.
Bjarni Árnason: Var það rétt
ákvörðun að láta Snorra Stein
taka þetta mikilvæga víti,
kaldur af bekknum, á Ólympíuleikun-
um?
Aron Kristjánsson: Ég hef
ákveðið að setja mig ekki í spor
dómara í þessu máli þó ég hefði
viljað sjá Ólaf taka þetta víti. Snorri
er mjög góð vítaskytta og hefur
verið með góða nýtingu undanfarin
ár.
Birgir Olgeirsson: Hverju ertu
stoltastur af á ferli þínum sem
leikmaður og þjálfari?
Aron Kristjánsson: Leiktímabilið
2009–2010 þegar við unnum alla 4
titlana, veturinn með Haukunum.
Einnig var tíminn í Skjern, þegar við
urðum danskir meistarar 1999 sem
nýliðar í deildinni og bikarmeistar-
ar 2000, mjög skemmtilegur.
Gísli Ásgeirsson: Ertu
fylgjandi reyklausu og
munntóbakslausu landsliði?
Aron Kristjánsson: Ég reyki ekki
og tek ekki munntóbak og hvet því
menn til þess að sleppa því.
Baldur Guðmundsson:
Sérðu fyrir þér að halda í
þessa óhefðbundnu 6:0 vörn,
sem þó hefur skilað okkur þeim
verðlaunapeningum sem liðið hefur
unnið? Þetta er vörn sem Gummi fann
eiginlega upp, er ekki svo?
Aron Kristjánsson: Ég mun halda
í hana og er mikilvægt að laga
hana að styrkleikum og veikleikum
andstæðinganna. Með tíð og tíma
mun ég síðan leggja inn annað
varnarafbrigði þannig að við
getum nýtt fleiri en eina vörn.
Jón Helgason: Það virðist oft
gerast að mörkunum í
leikjunum á stórmótum
fækkar eftir því sem nær dregur
úrslitaleik. Getur verið að það sé vegna
þreytu eða betri varnarleiks?
Aron Kristjánsson: Það er sam-
spil þessara þátta. Þreyta spilar
mikið inn í en liðin læra líka betur
inn á hvert annað í stórmótum.
Oft hafa það verið liðin sem eiga
einhvern ás í erminni þegar komið
er í átta liða úrslit eða undanúrslit
sem ná bestum árangri. Það getur
t.d. verið óþreyttur leikmaður sem
hitt liðið er ekki eins vel undirbúið
fyrir.
Kristensa Valdís
Gunnarsdóttir: Sæll og til
lukku með nýja starfið. Hvert
er uppáhaldsliðið þitt í enska?
Aron Kristjánsson: Takk fyrir.
Liverpool er uppáhaldsliðið.
Stefán Bergsson: Hefurðu
kynnt þér hugmyndir Siguróla
Magna Sigurðssonar um
fjölgun liða á Íslandsmótinu? T.d. að
sterk lið „fóstri“ önnur minni lið o.s.frv.
Ertu bjartsýnn á fjölgun liða?
Aron Kristjánsson: Ég var einn
af þeim sem komu með svipaða
hugmynd á ársfundi HSÍ 2007 eða
2008 og er því þeirrar skoðunar
að það þurfi að gera eitthvað í
þessum málum. Það þarf t.d. að
endurskoða 2. flokks keppnina
og hvernig leikmenn verða best
undirbúnir fyrir mfl. og t.d. U-21
árs landsliðið og A-landsliðið.
Við virðumst sitja aðeins á eftir
öðrum þjóðum frá 18 ára aldri hvað
varðar framfarir. Sérstaklega hjá
þeim leikmönnum sem eiga ekki
greiða leið inn í meistaraflokkslið
síns félags. Við þurfum að bæta
keppnisfyrirkomulagið þarna.
Haukur Jóhannsson: Hæð
íslenska landsliðsins hefur oft
borið á góma. Telurðu að það
þurfi ekki að vinna markvissara að því
að fá hávaxna, unga leikmenn í
handboltann í stað körfunnar sem
dæmi?
Aron Kristjánsson: Við þurfum
klárlega að vera vakandi fyrir
þjálfun á stærri krökkum. Þeir eru
oft svifaseinni á unglingsárunum
og virðast þjálfarar þá oft leiðast
til að vinna meira með minni
leikmenn sem ráða betur við
stærðina. Það er mikilvægt að við
höfum fókus á þessu og reynum að
fá hávaxna krakka í handboltann.
Það eru viss forréttindi í handbolta
að vera stór og sterkur.
Máni Atlason: Heldur þú að
Lebron James gæti orðið
heimsklassa handboltamað-
ur ef hann myndi hætta í körfunni og
einbeita sér 100% að handbolta frá og
með deginum í dag?
Aron Kristjánsson: Er hann ekki
ca. 28 ára gamall? Ég er ekki viss
um það, væntanlega aðeins of
seint. Hefði hann valið handbolt-
ann fyrr þá hefði hann væntanlega
orðið mjög góður .
Jón Helgason: Hver er besti
handboltaþjálfari sögunnar?
Aron Kristjánsson: T.d.
hafa þjálfarar á borð Valero Rivera,
Claud Oniesta og Alfreð Gíslason
náð frábærum árangri.
Lárus Gunnarsson: Hverjir
verða Íslandsmeistarar í
karla- og kvennaflokki?
Aron Kristjánsson: Valur virðist
ennþá vera með sterkasta liðið í
kvennaflokki og tel ég þær vinna.
Þar sem ég er að þjálfa Hauka í
vetur í karlaflokki þá spái ég að
sjálfsögðu okkur sigri.
Nafn: Aron Kristjánsson
Aldur: 40 ára
Menntun: Grunnskólakennari
og meistaragráða frá evrópska
handknattleikssambandinu
Starf: Landsliðsþjálfari í
handbolta
11
Aron Kristjánsson, nýráðinn landsliðsþjálfari karla í handbolta, var á Beinni línu DV.is á miðvikudag.
M
y
N
D
IR
e
y
Þ
Ó
R
Á
R
N
A
S
O
N