Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2012, Blaðsíða 19
Erlent 19Helgarblað 7.–9. september 2012
L
uo Meizhen er engin venju-
leg kínversk kona. Ef marka
má hana er hún langlífasta
manneskja sögunnar. Luo
hélt upp á afmæli sitt í síðustu
viku en tæpast hefur fjölskylda henn-
ar splæst í eitt kerti á afmælistert-
una fyrir hvert ár sem hún hefur lif-
að. Til þess hefði þurft 127 kerti. Luo
er nefnilega fædd, samkvæmt kín-
verska dagatalinu, þann 9. júlí árið
1885. Þann dag bar upp á þann 25.
ágúst síðastliðinn.
Elsta skráða manneskjan sem vit-
að er, hin franska Jeanne Calment,
lést árið 1997, þá 122 ára og 164 daga
gömul. Ef rétt reynist er Luo því fimm
árum eldri en langlífasta manneskja
sögunnar.
Viðurkennt langlífissvæði
Ef það er ekki nóg að vera elsta mann-
eskja sögunnar þá kveðst Luo hafa
eignast son sinn þegar hún var 61 árs
gömul. Saman búa mæðginin í Bama
í Guangzi-héraði en íbúar Bama eru
að gera eitthvað rétt þegar kemur að
því að lifa lengi. Sýslan er nefnilega
heimsþekkt fyrir langlífa íbúa. Sam-
kvæmt manntali ársins 2000 voru
skráðir 74 einstaklingar þar sem voru
hundrað ára eða eldri. Það er nokkuð
mikið þegar haft er í huga að aðeins
búa um 238 þúsund manns í Bama.
Hlutfall tíræðra á svæðinu er því
30.8 á hverja 100 þúsund íbúa sem
er talsvert yfir því sem kalla mætti
langlífisheimsmeðaltalið sem er 25
tíræðir einstaklingar á hverja 100
þúsund. Um er að ræða meðaltal
í samfélögum langlífra sem viður-
kennt er af International Natural
Medicine Society.
Barist um metið
Afmælisveisla Luo Meizhen var
hátíðlegt tilefni og fagnaði hún
áfanganum með fjölskyldu og ætt-
ingjum sínum auk þess sem fjöl-
miðlar fengu að fylgjast með. Og
sú gamla tók hraustlega til mat-
ar síns í eigin veislu. Skál af hrís-
grjónum, tvær sneiðar af svína-
kjöti, sneið af andakjöti sem og
kjúklingi auk tveggja kökusneiða
var það sem Luo gleypti í sig af til-
efni dagsins.
Einhverjir munu þó hafa uppi
efasemdir um að Luo sé jafn göm-
ul og hún segist vera, eins og oft vill
verða þegar hin ýmsu heimsmet ber
á góma.
Besse Cooper, frá Monroe í Ge-
orgíu-ríki í Bandaríkjunum, er elsta
núlifandi manneskjan í veröldinni og
hefur það verið staðfest og hún hlot-
ið viðurkenningu Heimsmetabókar
Guinness upp á það. Hún hélt uppá
116 ára afmæli sitt þann 26. ágúst
síðastliðinn, umkringd fjölskyldu
og vinum á hjúkrunarheimilinu þar
sem hún býr nú. Lykilinn að langlíf-
inu sagði hún hafa verið að skipta sér
ekki af því sem sér kæmi ekki við og að
borða ekki ruslfæði. n
n Segist fædd árið 1885 n Kemur frá heimsþekktu langlífishéraði
Er þetta elsta
kona sögunnar?
Sigurður Mikael Jónsson
blaðamaður skrifar mikael@dv.is
Góð veisla Fjölskylda Luo kom saman til að fagna stórafmælinu.
Reynsla Ef þú
fæðist 1885 og
ert enn á lífi þá
hefur þú séð
tímana tvenna.