Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2012, Blaðsíða 21
Viðtal 21Helgarblað 7.–9. september 2012
„Alls stAðAr verið
Að hlAupA hrAtt“
vilja fara yfir málefni Evrópusam-
bandsins og umsókn Íslands. „Við
sáum það ekki fyrir að haustið 2012
værum við enn á þessum stað. Það
gefur alveg tilefni til að fara yfir stöð-
una. Það er fullur einhugur að baki
þeirri kröfu okkar að nú viljum við
fara yfir málið og ræða í okkar her-
búðum, við samstarfsflokkinn og á
öðrum vettvangi – í utanríkisnefnd,
ráðherranefnd um Evrópumál og í
ríkisstjórn,“ segir Steingrímur. „Það
getur líka verið fullgilt að segja að
nú séum við komin hingað. Fjórum
árum eftir hrun erum við að ná vopn-
um okkar. Efnahagslífið er að kom-
ast í gang.“ Hann bendir á að ekki sé
hægt að segja það sama um mörg ríki
Evrópu. „Með sama hætti er líka mik-
ilvægt að þeir sem hafa fundið þessu
allt til foráttu og hafa viljað stoppa
þetta lengi eða jafnvel frá upphafi
að þeir undirbúi þá sínar kröfur um
slíkt með rökum. Það finnst mér líka
á köflum skorta á.“ Steingrímur seg-
ir sama hvernig umsókn Íslands þró-
ist. Það verði aldrei litið framhjá því
að samskipti Íslands við Evrópu séu
mikil, til að mynda í gegnum EES og
samstarf á sviði menningu og vís-
inda. Um þau samskipti verði að
finna einhvern ramma.
Hvort VG hafi með einhverju
móti tafið fyrir mikilvægum köfl-
um í ljósi þess að þeir kaflar sem
enn hafa ekki verið opnaðir heyrðu
undir ráðuneyti VG segir Steingrím-
ur allt kapp lagt á að vinna heils-
hugar að samskiptum við Evrópu-
sambandið í dag. „Allavega höfum
við lagt mikla vinnu í það núna að
fullmóta og vera sem best tilbú-
in með áherslur okkar til dæmis í
sjávarútvegskaflanum. Það stendur
ekki á okkur þar. Við bíðum eftir að
Evrópusambandið opni sína rýni-
skýrslu og höfum gert í mánuði.
Varðandi landbúnaðinn, þar höf-
um við unnið tímasetta áætlun um
það hvernig við, vel að merkja eftir
að þjóðin hefði þá samþykkt aðild,
myndum ráðast í breytingar á lög-
um og stofnunum. Ekki fyrr og það
er skjalfest í þeim gögnum að Ísland
mun engar breytingar gera fyrr en
eftir að aðild hefði verið samþykkt
í þjóðaratkvæðagreiðslu. Allt þetta
tal um aðlögun fyrirfram fellur um
sjálft sig um leið og málið er skoðað.
Það er eiginlega nokkuð dapurlegt
að fólk skuli samt tönnlast á þessu.“
Dapurlegt ef stjórnarskrár-
breytingar misheppnast
Steingrímur segir dapurt ef
breytingar á stjórnarskránni náist
ekki í höfn. Hann segir ferlið hafa
verið með öðrum hætti en áður,
enda sé það svar við endurteknum
og misheppnuðum tilraunum til að
fara í heildarendurskoðun stjórn-
arskrárinnar. „Nú reyndu menn að
fara öðruvísi í þetta og mæta þeirri
sterku kröfu sem var í búsáhalda-
byltingunni um umbætur á þessu
sviði eins og svo mörgum öðr-
um. Þjóðin var tekin að borðinu.
Haldinn var þjóðfundur og síðan
var kosið stjórnlagaráð. Það fór eins
og það fór með niðurstöðu hæsta-
réttar í því máli. Þá völdu menn að
biðja engu að síður það ágæta fólk
sem hafði hlotið mikinn stuðn-
ing til að fara í verkið að setjast í
stjórnlagaráð og semja þessi drög
að stjórnarskrá. Það er búið að setja
mikla vinnu í þetta og sú vinna hef-
ur verið með aðkomu þjóðarinnar.
Þess vegna finnst manni það sár-
grætilegt ef allt er gert til að bregða
fæti fyrir það. Ég vona enn að okkur
beri gæfu til að ná saman um heild-
stætt stjórnarskrárfrumvarp. “
„Við erum að komast út úr þessu“
Hvort hann óttist afdrif ríkisstjórn-
arflokkanna og þá sérstaklega VG
í næstu kosningum segir Stein-
grímur svo ekki vera. „Ég er ekki
í nokkrum vafa um að það hefur
skipt miklu fyrir velferðarsamfélag-
ið á Íslandi að það tókst að mynda
þessa ríkisstjórn. Ég er ekki að biðja
um önnur verkalaun en þau að ver-
kefnið heppnist og við komum Ís-
landi út úr þessum erfiðleikum. Það
er að takast og menn eru hættir að
geta neitað því.“ Hvort flokksfélagar
Steingríms og hann sjálfur hafi á
sínum tíma velt fyrir sér afleiðing-
um þess að setjast í ríkisstjórn eftir
hrunið segir hann flesta hafa áttað
sig á að verkefnið yrði erfitt. „Flokk-
ur sem byði sig fram og segði við
erum að bjóða okkur fram til þings
en við munum aldrei taka sæti í
ríkisstjórn. Hvað væri slíkur flokk-
ur í raun að segja? Jú, hann er auð-
vitað að lýsa því yfir að hann ætli
alltaf að vera á hliðarlínunni. Hann
ætli aldrei að reyna að hafa áhrif í
gegnum það að vinna með öðrum
og ná sínu fram með samkomu-
lagi og málamiðlunum. Sá flokkur
væri í raun líka að segja sig frá einu
af megin hlutverkunum sem Al-
þingi er kosið til, sem er að mynda í
landinu starfhæfa ríkisstjórn í þing-
bundnu lýðræði. Þetta verða menn
alltaf að hafa í huga þegar menn eru
að tala um þessi mál og mega ekki í
hita leiksins láta sjálfan sig og sinn
heilagleika einan alltaf hafa völdin.“
Steingrímur segir VG hafa axlað
ábyrgð þegar kallað var eftir því
með aðkomu sinni að ríkisstjórn.
„Ég sagði þá að þetta væri ekki bara
spurning um hvað okkur fyndist
eða vildum né hvað væri taktískt
fyrir Vinstri græn. Þetta var líka
spurning um okkar ábyrgð. Hvað
værum við að segja ef við værum
ekki til í þetta. Værum við þá ekki
að skorast undan þeirri ábyrgð
sem hvílir á okkur að leggja okkar
af mörkum þegar skyldan kallar og
það gerði hún svo sannarlega þarna
stuttu eftir hrun.
Ég sé ekki eftir einni einustu
klukkustund, þótt þær séu orðnar
margar sem hafa farið í þetta síðan
og nálgast nú óðum fjögur árin. Þá
fyrst finnst mér að við hefðum ver-
ið að bregðast okkur skyldu ef við
hefðum ekki verið til í að fórna okk-
ur í þetta verkefni vitandi mjög vel
að það yrði erfitt. Við höfum líka
uppskorið ríkulega og náð miklum
árangri sem ég er stoltur af. Auð-
vitað hefur ekki allt gengið eins og
maður óskaði sér. Oft hefur þetta
verið erfitt. Því skal enginn neita.
Í það heila er árangur margfald-
ur á við hitt sem ekki hefur geng-
ið vel.“ n
„Við verðum að
horfast í augu
við að sjálf hljótum við
að bera höfuðábyrgð á
trausti þingsins.
Engin eftirsjá Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, segist ekki sjá eftir einni klukkustund sem farið hefur í ríkisstjórnarstarfið eftir hrun. mynD jg„Auðvitað hefur
ekki allt gengið
eins og maður óskaði
sér. Oft hefur þetta ver-
ið erfitt. Því skal enginn
neita.