Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2012, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2012, Blaðsíða 12
„Algert uppnám“ n Árborg ályktar um skýrslu KPMG B æjarráð Árborgar samþykkti ályktun á fundi sínum á fimmtu- dag þar sem hugmyndum um að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustu úr 7 prósentum í 25,5 prósent er mótmælt harðlega. Álykt- unin var samþykkt með tveimur at- kvæðum fulltrúa D-lista en fulltrúi S-lista sat hjá. „Slík fyrirvaralaus, ein- hliða ákvörðun myndi setja rekstur greinarinnar í algert uppnám eins og fram kemur í úttekt KPMG frá 31. ágúst 2012. Bæjarráð skorar á þingmenn að standa vörð um uppbyggingu eins helsta vaxtarsprota í atvinnulífinu á Ís- landi,“ segir í ályktuninni. Í útreikningum KPMG og skýrslu sem gerð var um mögulega hækkun virðisaukaskatts mun ferðaþjónustan ekki þola áformaða hækkun. Í skýrsl- unni voru tilteknar þrjár mögulegar afleiðingar hækkunarinnar: Í fyrsta lagi að ferðaþjónustuaðilar tækju hana alla á sig, í öðru lagi yrði henni velt út í verðlag og í þriðja lagi að henni yrði skipt á milli þeirra sem kaupa þjón- ustuna og þeirra sem hana veita. Breytingin á að skila þremur milljörð- um til ríkisins. 12 Fréttir 7.–9. september 2012 Helgarblað Byrjendajóga Mjúkt jóga Kundalini Jóga Hatha Jóga Meðgöngujóga Mömmujóga Karlajóga Krakkajóga Yoga Nidra Kennaranám Ýmis námskeið HAUSTÖNNIN ER HAFIN Ný og fjölbreytt stundarskrá L ítið mál virðist vera að leyna fjár- hagsupplýsingum fyrirtækja og komast hjá því að skila ársreikn- ingum. Lög kveða á um að fyrir- tæki skili ársreikningi eftir hvert rekstrarár og eru ársreikningar að- gengilegir öllum í gegnum Fyrirtækja- skrá ríkisskattstjóra. Sektirnar við því að skila ekki ársreikningi eru í einhverj- um tilfellum lægri en kostnaðurinn sem fylgir því að láta útbúa ársreikning. Þegar fyrirtæki skila ekki ársreikn- ingum hefur það takmörkuð áhrif. Starf opinberra aðila og eftirlit þeirra með fyrirtækjunum skerðist ekki. Það er hins vegar svo að upplýsingar á borð við ársreikninga eiga að vera opin berar öllum þeim sem eftir þeim óska. Sá réttur er tryggður í lögum. Af- leiðingarnar af því að skila ekki árs- reikningum felast þannig í því að skapa leyndarhjúp yfir fjárhagsstöðu fyrir- tækis gagnvart almenningi og þeim að- ilum sem ekki sinna opinberu eftirliti með viðkomandi fyrirtæki. Tveir ársreikningar á átta árum Dæmi um slíkt er félagið FAD 1830 ehf. sem átti allt hlutafé í Olíuverslun Ís- lands, Olís, en félagið hefur ekki skilað ársreikningi nema tvisvar á síðustu átta árum, samkvæmt upplýsingum Fyrir- tækjaskrár. Hundruð milljóna hafa ver- ið greiddar út úr Olís og inn í félagið í formi arðgreiðslna á síðustu árum en litlar sem engar upplýsingar fást hins- vegar um hvað hefur síðan orðið um peningana. Félagið skipti um nafn í febrúar á þessu ári, á sama tíma og nýtt félag með gamla nafninu var stofnað. Þær litlu upplýsingar sem þó eru til um fjárhagsstöðu fyrirtækisins koma fram í ársreikningi dótturfélags þess. Í árs- reikningi Olís fyrir rekstrarárið 2010 kemur fram að staða félagsins sé slæm og að 1,4 milljarða króna krafa Olís á dótturfélagið sé ekki örugg. Fleiri hafa hunsað B.M. Vallá hf., sem nú er gjaldþrota, skilaði heldur ekki ársreikningum. Fé- lagið skilaði í raun ekki einum ein- asta ársreikningi til Fyrirtækjaskrár á tímabilinu 1995 til 2010, þegar félag- ið fór í þrot. Svo virðist sem ákvörðun hafi verið tekin um að hunsa lög um ársreikningaskil. Í byrjun þessarar aldar var mál rekið fyrir dómstólum gegn fyrirtækinu og stjórnendum þess vegna vanskilanna en þá var niður- staða dómarans að félagið hefði ekki brotið af sér með því að hunsa reglur um ársreikningaskil. Síðan þá hefur lögum um fyrirtækjaskrá verið breytt. Félag Björns Inga Hrafnssonar, Caramba – hugmyndir og orð, er ann- að dæmi um félag sem ekki skilaði árs- reikningum. Fjallað var um félagið í rannsóknarskýrslu Alþingis í tengslum við háar lánafyrirgreiðslur til fjölmiðla- manna. Félagið varð gjaldþrota á síð- asta ári en þá hafði það ekki skilað árs- reikningi frá hruni, eftir að hafa staðið skil á reikningum frá 2001. Ekki nóg að sekta Ríkisskattstjóri sektar reglulega fyrir- tæki sem ekki standa skil á ársreikn- ingum eins og lög kveða á um. Fyr- irtæki geta átt von á 250 þúsund króna eða 500 þúsund króna sekt fyrir að skila ekki ársreikningi. Rík- isskattstjóri hefur einnig heimild til að senda mál fyrirtækja sem ítrekað brjóta af sér varðandi ársreikninga- skil áfram til opinberrar rannsóknar. Slíkt hefur hins vegar ekki verið gert síðustu ár. „Í fyrsta lagi er rekið á eftir því með auglýsingu, bréfi til viðkom- andi, tilkynningum og óskum um það að menn standi við þetta. Ef ekki er orðið við því eru lagðar sekt- ir á viðkomandi,“ útskýrir Skúli Egg- ert Þórðarson ríkisskattstjóri. Hann segir að þrátt fyrir heimild um að vísa málum fyrirtækja til opinberrar rannsóknar hafi það ekki verið gert síðustu ár. „Ekkert mál hefur farið til dómstólameðferðar,“ segir Skúli sem segir að þau mál sem send hafa verið áfram hafi verið látin niður falla hjá rannsóknaraðilum vegna tímaleysis. Ráðherra ekki sammála Skúli Eggert hefur talað fyrir harðari aðgerðum gagnvart fyrirtækjum sem ekki standa skil á ársreikningum. Í blaðinu Tíund, sem gefið er út reglu- lega af ríkisskattstjóra, hefur hann viðrað hugmyndir sínar um að félög- um sem ítrekað gerast sek um að skila ekki ársreikningum verði hreinlega slitið. Þá yrðu eigendur fyrirtækjanna persónulega ábyrgir fyrir rekstri fyr- irtækjanna. Hann segir að stjórnvöld hafi gefið lítið fyrir þær hugmyndir. „Þessi hugmynd hlaut ekki brautar- gengi. Ef ég man rétt þá taldi þáverandi efnahags- og viðskiptaráðherra að ástæða væri til að leita annarra leiða,“ segir Skúli Eggert. Hann segir sektirnar hafa mismikil áhrif á viðkomandi fyr- irtæki og segist hafa orðið var við um- ræðu um að sektirnar væru kannski ódýr leið til að leyna upplýsingum. „Það bítur mismikið í viðkomandi að- ila. Ef þetta eru litlir aðilar þá munar þá um þetta en ef þetta eru stórir aðil- ar þá skiptir þetta ekki máli.“ n Auðvelt að leyna fjárhagsstöðu n Félög hunsa lög um ársreikningaskil n Almenningi haldið í myrkri „Ekkert mál hefur farið til dóm- stólameðferðar Skúli Eggert Þórðarson Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is Móðurfélagið FAD 1830, sem var móðurfélag Olís, er eitt þeirra fyrirtækja sem ítrekað hafa hunsað að skila ársreikningi. Mynd HEiða HElGadóTTiR Vill harðari aðgerðir Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri hefur talað fyrir harðari aðgerðum gegn fyrirtækjum sem ekki standa skil á ársreikningum. Þær hugmyndir hans hafa ekki hlotið stuðning ráðherra. Ræktaði dóp og seldi Og meira af kannabisræktun. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í vikunni karlmann í 30 daga fangelsi fyrir að hafa í fórum sínum samtals sextán kannabisplöntur og 360 grömm af marijúana. Efnin fundust við leit, annars vegar í septem- ber 2010 og hins vegar í nóv- ember 2011, og játaði maður- inn brot sín. Maðurinn ræktaði plönturnar sjálfur í íbúð sinni. Maðurinn sem um ræðir er fæddur árið 1986 en hann á að baki þrjá dóma. Auk þess að sæta fangelsi í 30 daga var manninum gert að greiða 73 þúsund krónur. Þá voru 293 þúsund krónur gerðar upptækar en grunur lék á að peningarnir væru ágóði af fíkniefnasölu. 14 kíló af kannabis Lögreglan á höfuðborgarsvæð- inu stöðvaði kannabisræktun í húsi á Kjalarnesi fyrr í vikunni. Við húsleit fundust 65 kanna- bisplöntur á lokastigi ræktun- ar en þær vógu um 14 kíló. Stór hluti hússins var undirlagður af þessari starfsemi og var bún- aðurinn eftir því. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. Sem fyrr minnir lögreglan á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsing- um um fíkniefnamál. Fíkni- efnasíminn er samvinnuverk- efni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkni- efnavandann. Slæmar afleiðingar Bæjarráð Árborgar skorar á þingmenn að standa vörð um ferðaþjónustuna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.