Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2012, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2012, Blaðsíða 41
SárSaukafullt að loSa Sig við ruSlið Menning 41Helgarblað 7.–9. september 2012 segir hann og brosir lúmskt. Brosið gefur til kynna að það hafi verið heitt í kolunum í kolanum. „Við eignuðu- mst frumburðinn, dóttur okkar, mjög ung. Ég var ekki til staðar á þeim tíma, ég var að spila og djamma. Konan mín hefur alltaf verið til staðar og það er lánið í mínu lífi. Ég held að ástin sé ofsalega mikilvæg. Það er mikilvægt að maður geti hvílt í einhverju. Eins og góðu sambandi. Þegar samband er traust verður sátt um hver maður er. Þannig að maður geti stundum líka verið með alla sína neikvæðu hluti án þess að makinn taki því persónulega. Eins lengi og hann fær að kynnast þeim jákvæðu lengur og meira. Ég finn það líka í gegnum börnin mín hversu mikilvægt það er að eiga góð sambönd. Því meira sem ég legg í að kynnast börnunum mínum og vera með þeim, því meira kynnist ég sjálf- um mér. Ef þú vilt ekki kynnast sjálf- um þér, þá skaltu ekki eignast barn,“ segir hann og kinkar kolli. Frelsið er blekking Hann er þakklátur fyrir að hafa feng- ið tækifæri til að breyta lífi sínu og það brennur á honum að segja öðr- um sem sjá ekki nógu skýrt að þeir geti sótt tækifærin. „Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til þess að breyta lífi mínu. Mér finnst það mikil- vægt og það brennur á mér að segja frá því. Allir þurfa að fara í gegnum Þyrni- gerðið einhvern tímann. Sérstaklega í dag. Nú er einhver hugmynd um að allir séu frjálsir en það er blekking. Við segjum: Gerðu bara það sem þú vilt. En það er blekking. Þú getur ekk- ert gert hvað sem þú vilt. Þú vilt ekk- ert gera hvað sem er. Öllum er eitt- hvað gefið sem þeir þurfa að rækta. Ég er með köllun. Mig langar til þess að allir öðlist hamingju. Mér finnst það eiginlega meira virði að heyra frá fólki að tónlistin mín hafi hvatt einhvern til að íhuga sín mál frekar en önnur viðurkenning. Það kemur fólk til mín núna og segir mér að tónlistin hafi gert eitthvað fyrir sig. Þá er þetta orðið svona eins og þjónusta. Mér finnst það svolítið skemmtileg pæling.“ Ekki sama sagan Hann kynnti tónlist sína og fékk oft- ar en ekki þau viðbrögð að þetta væri nú ekkert í líkingu við það sem hann gerði áður. Útkoman þótti óvenjuleg og nokkrum líkaði það ekki. „Svo kom fyrsta platan mín út og hún skipti mig mjög miklu. Ég kynnti hana og fékk hvatningu til að halda áfram. En aðr- ir voru ekki að fatta þetta og ég skildi viðbrögðin. Börnunum mínum fannst aldrei gaman að fá að heyra nýja sögu. Þeim fannst alltaf meira skemmtilegt að heyra sögu sem þau höfðu heyrt áður. Maður þurfti alltaf að koma nýj- um sögum hægt og rólega inn.“ Æfði sig í sveitasælu Borgarfjörður eystri er sérstakur stað- ur í huga Jónasar. Það var á tónlist- arhátíðinni Bræðslunni, fyrir mörg- um árum, þar sem einhver neisti kviknaði innra með honum. Upplifun hans af fagra bænum milli fjallanna var svo sterk að þangað leitaði hann til þess að búa til tónlist á næstu breiðskífu sína. Í sumar dvaldi hann þar um mánaðarskeið í húsi ljósmóð- ur sem tók á móti flestum bæjarbú- um. „Þetta er fallegur bær. Öll hús- in heita eitthvað og ég bjó í Merki, fallegu húsi við fjöruna. Þar bjuggu Diddi og Dísa, yndislegt fólk skilst mér. Dísa var ljósmóðir og tók á móti mörgum Borgfirðingum. Þegar ég spilaði í fyrsta sinn á Bræðslunni þá gerðist eitthvað stórkostlegt innra með mér. Það er þess vegna sem ég ákvað að dvelja á þessum stað. Ég fór þangað til að brjóta af mér gamla vana og búa til eitthvað nýtt. Ég ákvað til dæmis að halda tón- leika á sama stað á hverju kvöldi í þrjár vikur. Því maður býr sér til eitthvert öryggi, segir sögu sem virkar og segir eitthvað. Er með sömu fras- ana fyrir sama fólkið. Þá fer það að sjá í gegnum mann. Þetta er gildra. Eitt sem ég lærði á þessu er að mað- ur getur alveg sagt sömu söguna aft- ur og aftur. Maður verður bara að segja hana frá hjartanu. Þá virkar hún alltaf. Þegar ég gerði Þyrnigerðið þá ákvað ég að gera þetta að sköpunar- leik. Í stað þess að hugsa um að selja meira þá ákvað ég að einbeita mér að því hvað mér finnst gaman að vinna að tónlist. Í dag er bransinn breyttur. Ég finn ekki fyrir þessum áherslum í bransanum í dag sem mér fannst brjóta mig niður áður. Mér finnst allt á persónulegri og fjölskylduvænni nótum. Mér finnst unga kynslóð tón- listarmanna á Íslandi hrikalega flott. Viðhorf ungra tónlistarmanna er að hafa gaman, það er ekkert kúl að vera stjarna. Það er meira kúl að vera góð manneskja.“ Afraksturinn skilaði sér Jónas og Ritvélar framtíðarinnar vöktu athygli með líflegri framkomu sinni í lokaatriði á tónleikum á Menningarnótt og sérstaka athygli vakti stúlknakórinn sem ferðað- ist með honum yfir landið þvert og endilangt. „Strákarnir sem unnu með mér að því að skipuleggja tónleikaröðina á Borgarfirði eystri voru alltaf að reyna að gera eitthvað með mér. Ein hug- myndin var að hafa með kvennakór, ég nota mikið kvennaraddir með því röddin mín er svo hrjúf. Við fórum að fá nokkrar stelpur með okkur, þetta voru stúlkur á aldrinum 13–14 ára til þrítugs. Þær vönduðu sig svo mik- ið og mössuðu þetta. Síðasta kvöldið sem við spiluðum saman þá var mér boðið að vera með á Menningarnótt. Þá ákvað ég bara að taka þær með.“ Nú er hann að leggja lokahönd á nýju plötuna sem kemur út í október. Landsmenn fá að heyra fleiri lög á næstunni og eftir að hafa þreifað fyr- ir sér í sveitasælunni á Borgarfirði eystri ákvað hann að leita í heima- bæinn sinn, Þorlákshöfn. Hann ætlar að nota lúðrasveitina sem hann sjálf- ur spilaði í þegar hann var unglingur og kór aldraðra í Þorlákshöfn syngur einnig á plötunni, í kórnum er móð- ir hans. Platan verður því áhugaverð, lífleg og persónuleg. „Ég kvíði engu, þetta er svo skemmtilegt,“ segir hann með bros á vör. n Þyrnigerðið Það eru klukkur uppi á veggjum sem aldrei ganga munu til bakaÞað eru tankar ÚT með ströndum sem frusu fastir við þennan klaka Og það er skrýtið til þess að hugsa að ÞAÐ VAR þessi sami heimurÞetta sama rúm Þetta rými sem við áttum aldrei saman Fyrir þyrnigerðið Það stoðar LÍTT að steyta sinn hnefa En komast ekkert áfram, með ekkert að gefa Meðan á bak við hverja hurð er ný minning Og þú situr bara fastur Ert andsetinn AF EFA Og maður getur ekki bara sagt Það er allt í lagi þó minn innri maður sé vofa Og það er einum of ódýrt að geta bara verið gæi rétt á meðan aðalspaðarnir sofa En kannski er eitthvað nýtt upphaf í boði Ef ég kemst mina leið Í gegnum Þyrnigerðið Nú vekur mig nýr dagur Sem upprisinn er úr rökkrinu Svo fagur Ég hugsa mér til hreyfings Losa um fjötrana Þakka lífsbókinni lexíuna Ég brýst í gegnum gerðið Sem rífur hold mitt Það skiptir engu því skipið bíður Ég reisi upp mastrið með dúnhvítum seglum ég sigli út hafið og rokið það blæs mina leið Og við hittumst handan við hafið þar sem heimurinn beiðVið þyrnigerðið Með köllun „Ég er með köllun. Mig langar til þess að allir öðlist hamingju. Mér finnst það eiginlega meira virði að heyra frá fólki að tónlistin mín hafi hvatt einhvern til að íhuga sín mál frekar en önnur viðurkenning.“ Myndir Eyþór árnAson„Ég var ekk- ert að detta í það, mér fannst ég vera að slaka á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.