Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2012, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2012, Blaðsíða 28
28 Viðtal 7.–9. september 2012 Helgarblað H anna Sigurrós Ásmundsdótt­ ir tekur brosandi á móti mér á heimili sínu í Grafarvog­ inum og býður mér til stofu. Á meðan hún fer inn í eld­ hús að sækja drykkjarföng sýnir sex ára gömul dóttir hennar mér svartan dreka sem var málaður á upphand­ legg hennar um helgina. Álfrún sem er að verða sjö, er klædd í síðan erma­ lausan og eldrauðan kjól, og snýr sér í hringi á skrifborðsstólnum. Hún vill helst vera eins og strákur „með strákatattú og strákaklippingu“, segir hún og snýr ljósum kollinum að mér: „Sjáðu, ég er með skott.“ Þessi litla hnáta hefur á sinni stuttu ævi reynt meira en margur. Það hefur móðir hennar líka gert og þegar hún hefur borið kristal á borð sýn­ ir hún mér altarið í stofunni, hilluna sem er tileinkuð Svanfríði Briönu, dóttur Hönnu Sigurrósar sem lést í vor eftir tólf ára baráttu við langvinn­ an og afar sjaldgæfan sjúkdóm. Þar hefur Hanna Sigurrós safnað saman myndum, minningarorðum og föndri frá Svanfríði Briönu og stillt upp und­ ir krossinum. Þar er líka hönd henn­ ar mótuð úr hvítu gifsi og skreytt með glimmeri. Afsteypuna gerði Svanfríð­ ur síðasta veturinn sem hún lifði. Ung móður Hanna Sigurrós sest í sófann. Hún er hávaxin, ljóshærð og grönn, með tvo lokka í andlitinu og Felix á brjóstinu. Húðflúrið af kettinum Felix er reynd­ ar bara eitt af mörgum sem skreyta líkama Hönnu Sigurrósar, á öðrum handleggnum er hafmeyja og álfa­ mey á hinum. Á bakinu eru nokkur og meðal annars dreki sem þekur allan neðri hlutann. Hún er klædd í hlýrabol með tígris mynstri og hettupeysu, stutt pils og svartar leggings. Viðmótið er vina­ legt en hún ætlar að segja sögu sína til þess að halda minningu Svanfríð­ ar Briönu á lofti og leggja baráttunni fyrir auknum stuðningi við foreldra langveikra barna lið. Áður en hún hefur frásögnina stendur hún reynd­ ar upp og kveikir á sjónvarpinu fyrir dóttur sína inni í herbergi. Lífshlaup Hönnu Sigurrósar hef­ ur ekki alltaf verið dans á rósum, hún ólst upp á alkóhólísku heimili þar til foreldrar hennar skildu. Faðir henn­ ar lést þegar hún var aðeins þrett­ án ára gömul og hún gerði uppreisn, hætti í grunnskóla og gekk í skóla lífs­ ins – það var allavega planið. Þegar móðir hennar flutti til útlanda þegar Hanna Sigurrós var sextán ára fór hún að heiman og hóf sambúð með manni sem var níu árum eldri en hún. Tveimur árum síðar var hún orðin móðir lítils drengs, nýorðin átján ára. „Ég vissi ekkert hvað ég var að gera og hafði enga leið­ sögn. Ég var bara að þykjast vera full­ orðin. Auðvitað var það erfitt en ég velti því ekki mikið fyrir mér. Þetta var bara eitt af þeim verkefn­ um sem ég tók að mér í lífinu.“ Fann ástina Hún var ung og ringluð og vissi ekki hvað hún vildi. Sam­ búðin gekk ekki upp og í tilraun til þess að flýja sjálfa sig og finna hamingjuna fór Hanna Sigur­ rós til Ítalíu þegar hún var tvítug. „Ég var foreldralaus á Íslandi og flutti út í tilraun til þess að reyna að fara frá sjálfri mér. Ég hélt að ég gæti hlaupið burt frá öllu veseni og vandamálum en seinna áttaði ég mig á því að ég tók sjálfa mig með.“ Sonur hennar varð eftir á Íslandi hjá föður sínum. „Það var skelfilegt,“ segir Hanna Sigurrós og ítrekar það nokkrum sinnum. „Ég fann fyrir því í hvert skipti sem við hittumst eða töl­ uðum saman í síma. Það var alltaf erfitt. Sem betur fer kom hann aftur til mín skömmu eftir að ég flutti til Ís­ lands og bjó hjá mér. Í dag eigum við yndislegt samband og ég dvel ekki lengur í sjálfsásökunum vegna þess að ég fór. En lengi vel hugsaði ég þannig, þar til ég áttaði mig á því að það er engin lausn í því. Þá ákvað ég að tak­ ast á við þessar neikvæðu hugsanir og tókst að gera þetta upp þannig að ég er orðin sátt.“ Á Ítalíu varð hún ástfangin af amer­ ískum dáta í sjóhernum og fór með honum til Texas þar sem þau byggðu hús, gengu í hjónaband og bjuggu til barn. „Ég ætlaði mér aldrei að skilja við hann,“ segir Hanna Sigurrós og bætir því við að lífið sé bara þannig að stundum gerist hlutir sem ekki er hægt að sjá fyrir. „Það er ekki hægt að hafa stjórn á öllu,“ segir hún angurvært. Í tvö ár voru þau hamingjusam­ lega gift en þegar dóttir þeirra fæddist breyttist allt. Svanfríður Briana var sex mánaða gömul þegar Hanna Sigurrós var búin að átta sig á því að það var eitthvað að. Hún vissi bara ekki hvað. „Hún þyngdist ekki rétt og lengdist ekki rétt en mér var sagt að hún yrði bara svona grönn eins og mamma sín. Það var eitthvað rangt við það, hún var bara ungbarn. Það var heldur ekki hægt að leggja hana á magann, hún lyfti höfðinu aldrei frá gólfinu heldur lá bara og grét. Honum fannst ég gera of mikið úr hlutunum og deildi áhyggj­ unum ekki með mér.“ Fékk rétta greiningu Hanna Sigurrós lét sér ekki segjast og gekk með dóttur sína á milli lækna sem greindu hana með „cat scratch fever“. „Það er einhver sjúkdómur sem þú getur fengið ef köttur sem er undir eins ás aldri klórar þig. En það passaði aldrei alveg. Hún bólgnaði öll upp og fór í myndatöku þar sem það sást að hún var með einhverja fyrir­ ferð í hálsinum. Þá var hún send til skurðlæknis sem tók yfirborðssýni á bak við eyrað á henni, af því að hann vildi ekki skilja eftir ör. Þá var farið að gruna að þetta væri krabbamein en það kom aldrei neitt út úr því.“ Togstreitan á milli þeirra hjóna jókst og rétt fyrir jólin árið 2000 ákvað hún að fara til Íslands með dóttur sína. Skömmu eftir komuna var Svan­ fríður Briana orðin veikari en áður og farin að kasta mikið upp. Eftir veru sína í Bandaríkjunum var Hanna Sigurrós réttindalaus á Ís­ landi en þar sem hún var enn gift her­ manni leitaði hún aðstoðar uppi á velli og þaðan var hún send á barna­ spítalann. Þar hitti Hanna Sigur rós lækni sem þekkti kaffilituðu fæðingar­ blettina sem þöktu líkama Svanfríðar Briönu og grunaði strax hvað var að. „Þeir tóku sýni úr kokinu á henni sem staðfesti þann grun en um leið hljóp svo mikil bólga í æxlið að það lokaði fyrir barkann á henni. Svona æxli geta bólgnað upp ef það er verið að krukka í þeim. Í kjölfarið var það útskýrt fyrir mér að hún gæti ekki andað sjálf og yrði annaðhvort að vera í öndunarvél eða það yrði að barkaþræða hana. Í raun var þetta orðið svo slæmt að ef hún hefði æst sig heima og grátið hefði hún getað kafnað, fyrirferðin var við það að loka fyrir öndunarfærin á henni.“ Það var áfall að vita allt í einu af alvarlegum veikindum og Hanna Sig­ urrós hafði samband við eiginmann sinn sem kom fljúgandi frá Bandaríkjunum og var hjá dóttur sinni á meðan hún lá á spít­ alanum hér. Vildi afsala sér dótturinni Þegar búið var að barkaþræða barnið flaug fjölskyldan með sjúkraflugi á veg­ um hersins til Wash­ ington DC í Banda­ ríkjunum þar sem Svanfríður Briana var lögð inn á herspítala og þar lá hún í ellefu vikur. „Ég batt vonir við að það myndi rætast úr hjónabandinu. Að það myndi hjálpa okkur að fá greiningu og vita hvað væri að. Það myndi ýta okkur saman en það var akkúrat öf­ ugt,“ segir Hanna Sigurrós og bæt­ ir því við að það sé ekki fyrir alla að eiga veikt barn. „Það er rosalegt álag á sambönd, allur tími og öll orka fer í að sinna barninu. Pabbi hennar óttað­ ist að veikindin myndu standa hon­ um fyrir þrifum á framabrautinni. Að hann yrði jafnvel kyrrsettur í Banda­ ríkjunum og fengi ekki að fara utan á vegum hersins. Við rifumst mikið og þetta var erf­ iður tími. En fyrir mér hafði Svanfríð­ ur Briana alltaf forgang þannig að ég eyddi orkunni frekar í það að vera til staðar fyrir hana en að standa í ein­ hverju stappi við hann.“ Að fimm viknum liðnum kvaddi hann og fór aftur til Texas. „Hann gat ekki horft upp á þetta, gat ekki séð hana svona. Honum var ekki vel við að koma inn á gjörgæsludeildina eft­ ir að hún hafði farið í rannsóknir eða aðgerðir. Ég held að hann hafi ver­ ið hálfsmeykur við þetta. Í hvert sinn sem það þurfti að skipta um barka­ túpuna þá fór hann.“ Höfnunin var mikil. Ekki síst vegna þess að hann vildi afsala sér Svanfríði. „Ef hann hefði fengið að afsala sér henni þá hefði hann ekki þurft að borga meðlag og það hefði ekki verið hægt að gera kröfur á hann með eitt né neitt. Þá væri bara eins og hann hefði aldrei verið til og hefði aldrei átt þetta barn. Um leið afsalaði hann sér rétti sínum til þess að hafa samband við hana eða fá upplýsingar um hana. Eins og hann gæti þurrkað þessi ár í lífi sínu út.“ Hanna Sigurrós gat ekki hugsað sér að samþykkja þetta því hún vildi að dóttir hennar þekkti uppruna sinn. „Hún vissi alltaf að hún ætti pabba í Bandaríkjunum og þegar hún var skömmuð notaði hún það oft að hún vildi að hún væri hjá pabba sín­ um í Ameríku sem var svo góður í hennar huga og miklu betri en aðrir.“ Faðir hennar heimsótti hana einu sinni í hálfan mánuð í febrúar Hanna Sigurrós Ásmundsdóttir fann ástina og settist að í Texas með eiginmanninum. Þegar dóttir þeirra varð alvarlega veik vildi hann hins vegar skilja og afsala sér barninu. Hanna Sigurrós stóð ein eftir með langveikt barn og var orðin einangruð og félagsfælin þegar hún kynntist seinni eiginmanninum, sem yfirgaf hana þegar dóttir hennar lá á banabeðin- um. Svanfríður Briana var orðin svo kvalin að það var ekki annað hægt en að leyfa henni að fara. Þrátt fyrir allt skilur Hanna Sigurrós sátt við þessa reynslu. Jú, söknuðurinn er sár en hún kynntist því alla vega hversu heitt það er hægt að elska. Leyfði dóttur sinni að deyja Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ingibjorg@dv.is Viðtal „Fjárhagur- inn hrundi, það hrundi allt í kringum okkur og ég held að hann hafi hrunið með Svanfríður Briana Fæddist 6. nóvember 1999 og lést 21. maí 2012 af völdum afar sjaldgæfs og illvígs sjúkdóms sem olli meðal annars æxli í öndunarfærum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.