Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2012, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2012, Blaðsíða 18
Veiðiþjófar drepa fíla og mala gull 18 Erlent 7.–9. september 2012 Helgarblað Brenndi fokdýran fatnað konunnar n Grunaði hana um framhjáhald Anthony Mead, 58 ára Breti, var dæmdur í tólf mánaða skilorðs- bundið fangelsi í vikunni fyrir íkveikju. Málið er allt hið undar- legasta enda kveikti Mead í nán- ast öllum fötum eiginkonu sinnar, Sutheera Ashley-Mead. Um var að ræða fokdýran merkjafatnað sem metinn er á 15.000 pund, tæplega þrjár milljónir króna. Ástæðan fyrir verknaðinum er sú að Mead grunaði eiginkonu sína um að hafa haldið fram hjá sér. Hann tók sig því til og náði í föt eigin- konunnar úr fataskápum á heim- ili þeirra í Colchester og fór með þau út á lóð. Því næst hellti hann bensíni yfir og bar eld að áður en hann tyllti sér á bekk í garðinum og horfði á brennuna. Mead, sem rekur verslun í Colchester, fékk veður af því að eiginkona hans hefði verið mikið í símanum og sent verulegan fjölda smáskilaboða þegar hann var ekki viðstaddur. Ályktaði hann sem svo að þriðji aðili væri kominn í sambandið og eiginkonan, sem er töluvert yngri en hann, héldi við annan mann. Lögregla var kölluð til eftir að Mead kveikti í og þegar hún kom á staðinn sat hann enn á bekkn- um úti í garði. Saksóknarinn í mál- inu sagði að ekki væri að fullu ljóst hversu dýr fötin sem Mead kveikti í væru. Það væri þó ekki óvar- legt að áætla að þau væru metin á fimmtán þúsund pund sem jafn- gildir tæplega þremur milljónum króna. Anthony var ekki gert að greiða bætur til eiginkonu sinn- ar. Þau eru í dag skilin að borði og sæng. Þ að er eins og þeir hafi kom- ið til að útrýma öllu,“ seg- ir Austur-Kongómaðurinn Paul Onyago sem um árabil hefur staðið í eldlínunni og barist gegn veiðiþjófum í Afríku. Fyr- ir skemmstu voru 22 fílar drepnir í Garamba-þjóðgarðinum í Austur- Kongó. Ástæða drápanna er einföld: Verslun með fílabein skilar veiði- þjófum gríðarlegum tekjum í vas- ann. Dráp á fílum hefur stóraukist víða í Afríku á undanförnum miss- erum og á 30 ára ferli sínum segist Onyango aldrei hafa séð annað eins. Veiðiþjófarnir eru einnig farnir að nota nýjar aðferðir eins og drápin í Garamba-þjóðgarðinum bera með sér: Skotsárin á fílunum, þar á með- al nokkrum kálfum, báru með sér að skotið hefði verið á þá úr þyrlu. Bandaríkjamenn borga Bandaríska blaðið the The New York Times fjallaði ítarlega um veiðiþjófn- að og verslun með fílabein á dögun- um. Þar kemur meðal annars fram að bandarískir skattborgarar fjár- magni að hluta starfsemi veiðiþjóf- anna. Bandaríkjamenn hafa á undan- förnum árum fjármagnað þjálfun hermanna í ríkjum á borð við Úg- anda, Suður-Súdan og Austur-Kongó. Leikur grunur á að fílarnir sem voru skotnir í Garamba-þjóðgarðinum hafi verið drepnir af hermönnum frá Úganda. Í umfjöllun blaðsins kem- ur fram að áður en hræin fundust hafi þyrla frá úgandska hernum sést sveima yfir svæðinut. Þegar flugmenn þyrlunnar urðu varir við að fólk væri í nágrenninu létu þeir sig hverfa. Alþjóðalögreglan, Interpol, fer með rannsókn drápanna í Garamba og þessa dagana er verið að skoða hvort lífsýni úr fílabeinum sem gerð voru upptæk á flugvelli í Úganda fyrir skemmstu stemmi við lífsýni úr hræj- um fílanna sem fundust dauðir í þjóð- garðinum. Þrátt fyrir erfiða baráttu er ljóst að veiðiþjófnaður verður ekki tekinn neinum vettlingatökum. „Auðfenginn gróði“ Í Garamba-þjóðgarðinum hafa margir austur-kongóskir hermenn verið handteknir, þar á meðal nokkrir með fílabein og kjöt af fílum. „Hermenn á okkur vegum eru viðriðnir þetta,“ viðurkennir Jean-Pierrott Mulako, saksóknari austur-kongóska hersins, í samtali við The New York Times. „Þetta er auðfenginn gróði,“ segir hann. Þessi orð Mulako eru staðfest í skýrslu sem John Hart, bandarískur vísindamaður sem stundað hefur ítar legar rannsóknir á fílum í Aust- ur-Kongó, gaf út árið 2010. „Austur- kongóski herinn er viðriðinn nánast allan veiðiþjófnað í landinu,“ sagði hann í skýrslunni. Eftirspurnin í Kína Garamba-þjóðgarðurinn var stofn- aður fyrir rúmlega 70 árum og þegar mest var voru þar rúmlega 20 þúsund fílar. Á síðasta ári voru þeir aðeins 2.800 en búist er við að þeim muni fækka niður í 2.400 fyrir lok þessa árs. „Þetta er eins og stríðið gegn fíkniefn- um,“ segir þjóðgarðsvörðurinn Luis Arranz og bætir við: „Ef fólk heldur áfram að kaupa og greiða fyrir fílabein verður ómögulegt að stöðva þetta.“ Eftirspurnin eftir fílabeinum er langmest í Kína, en talið er að um 70 prósent alls fílabeins sem selt er fari til Kína. Arranz segir að þar sé rót vand- ans enda muni framboðið af fílabeini ekki hverfa fyrr en eftirspurnin hverf- ur. Uppgangurinn í efnahagslífinu í Kína hefur einna helst drifið eft- irspurnina áfram. Eftirspurn eftir fílabeini hefur lengi verið til staðar í Kína en með auknum kaupmætti hef- ur eftirspurnin aðeins aukist – er nú svo komið að eitt pund, 450 grömm, af fílabeini selst á þúsund dali, 122 þúsund krónur. Eru beinin mulin nið- ur og notuð í lækningaskyni. Á síðasta ári voru rúmlega 150 kínverskir ríkisborgarar handtekn- ir í Afríku, í löndum allt frá Kenía til Nígeríu, vegna gruns um smygl á fílabeini. Þá er augljóst að veiði- þjófnuðum hefur fjölgað á svæðum þar sem kínversk fyrirtæki eru í stór- framkvæmdum. „Kína er miðpunkt- ur eftirspurnarinnar. Án eftirspurnar frá Kína myndi markaðurinn hverfa,“ segir Robert Hormats, fulltrúi í ut- anríkisráðuneyti Bandaríkjanna. Hormats segir að Hillary Clinton ut- anríkisráðherra ætli að taka málið upp við kínversk yfirvöld með það að leiðarljósi að minnka eftirspurnina. Slæmt ástand í Sómalíu Þó svo að veiðiþjófnaður sé stund- aður víðar í Afríku er ástandið víðast ekki jafn slæmt og í Sómalíu. Landið hefur nánast verið stjórnlaust í tvo áratugi og koma margir veiðiþjófar einmitt þaðan. Í umfjöllun The New York Times kemur fram að Shabab, samtök herskárra íslamista, hafi nýlega byrjað að þjálfa fótgöngu- liða sem síðan eru sendir til Kenía með það að marki að ná í fílabein. Hagnaðurinn er síðan notaður til að fjármagna starfsemi samtakanna. Blaðið ræddi við fyrrverandi með- lim Shabab sem segir að samtökin ætli sér stóra hluti á markaði með fílabein. Beinin séu send til hafnar- borgarinnar Kismayo, alræmdrar smyglhafnar í Sómalíu sem er undir stjórn íslamista. „Þetta eru hættuleg viðskipti en þau skila miklum gróða,“ segir Hassan Majengo, íbúi í Kis- mayo, sem hefur þekkingu á hvernig sala fílabeins gengur fyrir sig. Fílalaus heimur? Sala á fílabeini hefur verið bönnuð frá árinu 1989 en frá árinu 2002 hef- ur verið haldið utan um hversu mik- ið fílabein hefur verið gert upptækt. Magnið hefur aukist ár frá ári en síð- asta ár var metár hvað þetta varð- ar. Þá gerðu yfirvöld um heim allan upptæk 38,8 tonn af fílabeini, en um fjögur þúsund fíla þarf til að ná þessu magni. Dýraverndunarsamtök hafa skiljanlega miklar áhyggjur af þróun- inni. „Við erum líklega að verða vitni að mestu fækkun fíla á undanförnum áratugum,“ segir Richard G. Ruggi- ero, fulltrúi bandarísku dýraverndar- stofnunarinnar, U.S. Fish and Wildlife Service. Áhyggjurnar stafa ekki síst af því að yfirvöld, sem eiga að vernda skepnurnar, taka þátt í drápunum enda leynist spilling víða í stjórnkerfi Afríkuríkja. „Mikill fjöldi fíla hefur hreinlega horfið á stórum svæðum í Vestur-Afríku og í Mið- og Austur- Afríku fækkar þeim hratt. Spurningin er þessi: Viltu að börnin þín alist upp í heimi þar sem fílar eru útdauðir?“ segir Andrew Dobson, vistfræðingur við Princeton-háskóla. Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is Mala gull Veiðiþjófar mala gull á sölu fílabeina. Kílóverðið hleypur á hundr­ uðum þúsunda króna. Mynd REutERS n Beinunum smyglað til Kína og þau seld dýru verði Morðið á Sigrid Schjetne: Lögregla litlu nær Enn er á huldu hvernig dauða hinnar sextán ára gömlu Sigrid Gi- skegjerde Schjetne bar að. Sigrid hvarf sporlaust þann 4. ágúst síðastliðinn og fannst lík henn- ar í skóglendi í Kolbotn, skammt frá Ósló, höfuðborg Noregs, að- faranótt þriðjudags. Tveir menn voru á fimmtudag úrskurðað- ir í fjögurra vikna gæsluvarðhald vegna málsins, annar þeirra er 64 ára en hinn 37 ára. Mennirnir eru grunaðir um að hafa orðið Sigrid að bana og munu þeir sitja í ein- angrun ekki skemur en tvær vikur. Aftenposten greinir frá því að í gæsluvarðhaldsúrskurðinum yfir yngri manninum komi fram að hann sé grunaður um „að hafa, eftir 4. ágúst síðastliðinn, orðið Sigrid Giskegjerde Schjetne að bana.“ „Við vitum ekki hvar hún var myrt, hvernig hún var myrt eða hvenær. Rannsókn málsins stend- ur enn yfir,“ sagði Cecilie Gulnes, talsmaður lögreglunnar. Sak- borningar hafa báðir neitað sök og segist yngri maðurinn vera með fjarvistarsönnun, máli sínu til stuðnings. Þrátt fyrir það telur lögreglan, samkvæmt heimildum Aftenposten, að umræddur maður hafi skipulagt morðið. Aldrei séð annað eins Paul Onyago hefur barist gegn veiðiþjófnaði í áratugi. daglegt brauð Því miður er þessi sjón nánast daglegt brauð í Garamba. Þessi fíll var rúmlega tuttugu ára þegar hann var drepinn og stórvaxnar skögultennurnar fjarlægðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.