Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2012, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2012, Blaðsíða 38
VONAR AÐ HÚSIÐ VERÐI PAKKAÐ 38 7.–9. september 2012 Helgarblað m e n n i n g @ d v . i s | d v . i s / m e n n i n g Hvað er að gerast? Laugardagur8 SEP Sjóheitt Zumba-partí með Páli Óskari Á laugardaginn verður haldinn einstakur viðburður þegar risa Zumba-partí verður haldið í Vodafonehöllinni. Þar munu zumbakennararnir Jóhann Örn, Theodóra og Hrafnhildur leiða tímann og stjórna dansi í 100 mínútur. Páll Óskar mætir og syngur sín þekktustu danslög en þetta verður einstök og ný leið til að upplifa Pál Óskar. Zumba er dans-fitness sem allir geta tekið þátt í og engrar sérstakrar danskunnáttu er krafist. Vodafonehöllin Dansinn hefst klukkan 13:30 Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Hið sívinsæta leikrit Dýrin í Hálsaskógi veður frumsýnt þann 8. september í bráðskemmtilegri nýrri uppfærslu. Leikrit norska barnavinarins Thorbjörns Egner hafa notið ómældra vinsælda hjá íslensku þjóðinni allt frá því að Kardemommubærinn var sviðsettur í Þjóðleikhúsinu í fyrsta sinn árið 1960. Nú eru það þeir Jóhannes Haukur Jóhann- esson og Ævar Þór Benediktsson sem bregða sér í hlutverk félaganna Mikka refs og Lilla klifurmúsar, en auk þeirra stígur á svið fjöldi leikara, barna og tónlistarmanna. Þjóðleikhúsið Rokkjötnar í Kaplakrika Risatónleikarnir Rokkjötnar, þar sem áherslan er á rokk í þyngri kantinum, fara fram í íþróttahúsinu í Kaplakrika. Þar koma fram átta af stærstu rokksveit- um landsins en þær eiga rætur sínar að rekja allt til níunda áratugarins á meðan aðrar eru nýrri af nálinni, en allar eiga þær það þó sameiginlegt að spila ósvikna rokktónlist af sveittari gerðinni. Hljómsveitirnar eru HAM, Skálmöld, Sól- stafir, Brain Police, The Vintage Caravan, Bootlegs, Endless Dark og Momentum. Kaplakriki Hafnarfirði 16:00 Hausttónleikar Harðar Nú er komið að leiðarlok- um því þetta verður í síðasta sinn sem Hörður Torfa heldur þessa árlegu haust- tónleika sína sem hann hefur haldið frá 1976. Með fyrstu plötu sinni sem tók upp sumarið 1970, Hörður Torfa- son syngur eigin lög, hafði hann gríðarleg áhrif á íslenska tónlist og urðu margir til að taka hann sér til fyrirmyndar. Borgarleikhúsið 20:00 „Undirtónninn er að nei þýði í raun ekki nei“ „Þrælsniðug“ Fantasíur Hildur Sverrisdóttir Múffur í öll mál Nanna Rögnvaldardóttir Þ að hafa komið margar ósk- ir um að ég færi í gegnum þessa mynd og segði mönn- um frá henni því þetta er nú svona „legend“ á með- al íslenskra kvikmynda,“ segir kvik- myndagerðarmaðurinn Hrafn Gunnlaugsson, en viðhafnarsýning verður á kvikmynd hans Hrafninn flýgur á Riff-kvikmyndahátíðinni sem fer fram dagana 27. septem- ber til 7. október. Hrafninn flýgur verður sýnd á heimili Hrafns þann 30. september og innifalið í miða- verðinu er skoðunarferð um hús- ið á Laugarnestanga undir leiðsögn hans sjálfs. Þetta er í fyrsta skipti sem Hrafn býður uppá sýningu á sinni eigin kvik mynd á heimili sínu en hann hefur þó til þess góða aðstöðu, að eigin sögn. Stórt kvikmyndatjald og góðan skjávarpa. Hlakkar til að fá fólk heim „Ég ætla að fara rólega í gegnum myndina og stoppa hér og þar. Sýna hvernig þessi heimur er búinn til. Hvernig Skógarströnd og Kleifar- vatn er látið ríma og hvernig Írland er búið til og allur skollinn. Það er varla sena þarna sem þarf ekki að skoða sérstaklega með það í huga að það er verið að taka upp víkinga- mynd. Svo líka bara fara í söguna og hugsunina í sögunni og svo fram- vegis.“ Hrafn hefur einu sinni boð- ið uppá svipað kvöld í Svíþjóð sem hann segir hafa tekist mjög vel. Hann hlakkar því mikið til að gera tilraun með þetta á sínu eigin heim- ili. „Ég vona bara að það komi sem flestir og húsið á Laugarnestanga verði pakkað.“ Takmarkað magn miða verður þó í boði. „Svo munum við rölta um húsið og spjalla um lífið og tilveruna.“ Daglega bankað uppá Hús Hrafns á Laugarnestanga er sérstakt að því leyti að það er allt byggt úr endurunnu efni, er „recycled house“ eins og hann orðar það. „Þetta er eina hús- ið í Reykjavík þar sem gerð er til- raun til að byggja allt húsið úr endurunnum efnum.“ Hrafn ætlar að bjóða gestum að skoða hvern- ig til hefur tekist með það verk- efni og hvað það þýðir í raun að byggja úr endurunnum efnum. „Svo hugsa ég að við munum ræða um borgarpólitíkina og hvað er hægt að gera til að gera Reykjavík skemmtilega.“ Hús Hrafns hefur ekki bara vakið athygli hér á landi heldur einnig erlendis, en hægt er að finna myndir af Laugarnestang- anum á fjölmörgum erlend- um vefsíðum. Nær daglega er bankað uppá hjá Hrafni og vilja forvitnir fá að berja húsið aug- um að innan. „Þetta eru oft um- hverfissinnar, rithöfundar og blaðamenn. Það er búið að skrifa mikið um þetta hús í erlend blöð þannig að það bara gleður mig,“ segir Hrafn. Þegar vel stendur á hjá honum býður hann fólki inn til að svala forvitninni. n solrun@dv.is n Hrafn Gunnlaugsson sýnir Hrafninn flýgur á heimili sínu Býður í bíó Þetta verður í fyrsta skipti sem Hrafn sýnir sína eigin kvikmynd á heimili sínu. Endurunnið Hús Hrafns Gunnlaugssonar er byggt úr endurunnum efnum og ætlar han n að leyfa gestum að sjá hvernig til hefur tek ist og kynna fyrir þeim hvað það þýðir í raun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.